Morgunblaðið - 17.02.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988
7
Siglfirsk-
urborg-
ari veður
snjóinn
Vont veður hefur verið á
Siglufirði um tima og hef-
ur miklum snjó kyngt nið-
ur. Siglfirðingar kippa sér
þó ekki upp við það, þeim
finnst þetta ekki vera mik-
il snjór miðað við það sem
oft er á þessum árstíma.
Snjóflóða hætta er gengin
hjá í bili.
Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson
Loðnuflotinn í
„Sláturhúsinu“
LOÐNUFLOTINN er nú við veið-
ar í „Sláturhúsinu" við Hroll-
augseyjar. Veiðarnar eru stöðug-
ar og jafnar, þegar veður leyfir.
A sunnudag voru 27 skip með
afla, 12 á mánudag og síðdegeis
á þriðjudag voru 11 skip búin að
tilkynna afla. Frá upphafi vertíð-
ar hafa veiðzt um 614.000 tonn.
Auk þeirra skipa, sem áður er
getið, voru þrjú skip með afla á
mánudag og fóru þau öll til Eyja;
Þórshamar GK 600, Húnaröst AR
610 og Guðmundur VE 680 tonn.
í þriðjudagsblaðinu féll niður afli
Víkurbergs GK, sem fór til Vopna-
Qarðar með 560 tonn.
Síðdegis í gær höfðu eftirtalin
skip tilkynnt um afla: Kap II VE
700 og Hilmir SU 960 til Vest-
mannaeyja, Gísli Ámi RE 650 og
Magnús NK 530 til Raufarhafnar,
Fífill GK 400 til Grindavíkur, Hug-
inn VE 590 og Galti ÞH 550 til
Seyðisfjarðar. Löndunarstaður eft-
irtalinna skipa var óákveðinn: Dag-
fari ÞH 520, Helga II RE 530,
Albert GK 750 og Keflvíkingur KE
530 tonn.
Bifreiðaeftirlit ríkisins:
Nýskráningum fjölgar
Bifreiðaeftirlit ríkisins skráði
í janúar í ár 1414 nýja bíla sem
er 97 bílum fleira en i janúar
1987 en þá voru 1317 bílar
nýskráðir.
Afþessum 1414 bílum voru 1168
innfluttir nýir og 246 innfluttir not-
aðir.
I janúar voru einnig endurskráð-
ir 43 bílar sem áður höfðu verið
afskráðir.
Afskráningar í janúar voru 817
þannig að skráðum bifreiðum fjölg-
aði í mánuðinum um 640.
Opinn fundur á Selfossi í kvöld:
Fjallað um
launamisréttið
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurlandskjördæmi
efnir til opins fundar um launa-
misrétti í landinu í kvöld á Hótel
Selfossi. Fundurinn hefst klukk-
an 20.30 og fundarstjóri verður
Ami Johnsen, formaður kjör-
dæmisráðsins.
Meðal þeirra sem flytja fram-
söguræður á fundinum má nefna
Þorstein Pálsson, forsætisráðherra,
Ásmund Stefánsson, forseta Al-
þýðusambands íslands, Guðmund
J. Guðmundsson,_ formann Verka-
mannasambands íslands og Friðrik
Sophusson, iðnaðarráðherra. Stella
Steinþórsdóttir, verkamaður, ritari
verkalýðsfélags Norðfjarðar, Ólafía
M. Guðmundsdóttir, ljósmóðir Sel-
fossi, Þórir N. Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Vík í Mýrdal, Geir
Grétar Pétursson verkamaður, Þor-
lákshöfn og Sigurður Óskarssön,
forseti Alþýðusambands Suður-
lands. Að loknum framsöguræðum
verða umræður og fyrirspumum
svarað og á fundinum geta menn
skráð sig í vinnuhóp, sem mun
næstu vikunnar fjalla um launamis-
réttið í landinu.
Teknar með 200 grömm
af amfetamíni og hassi
TVÆR ungar konur, 21 og 24
ára, hafa verið úrskurðaðar í
gæsluvarðhald í 5 og 14 daga,
grunaðar um að hafa staðið að
innflutningi og dreifingu á hassi
og amfetamíni til landsins. Sú
yngri var tekin við komu frá
Amsterdam á sunnudag með 200
grömm af hassi og 210 grömm
af amfetamíni í fórum sínum.
Samverkakona hennar var hand-
tekin á föstudag og úrskurðuð í 14
daga gæsluvarðhald á laugardag.
Lögreglan beið svo hinnar er hún
kom til landsins frá Amsterdam á
sunnudag og fundust þá efnin í
fórum hennar. Fíkniefnadeild lög-
reglunnar vinnur nú að rannsókn
málsins. Það mun að miklu leyti
vera upplýst og leikur grunur á að
stúlkurnar hafi áður gerst sekar
um hliðstæðan innflutning.
Landhelgisgæslan:
Þurfum hálfan mán-
uð til að leysa málin
segir Hrafn Sigurhansson
FLUGMENN Landhelgisgæsl-
unnar og stjórn hennar héldu
fund í fyrradag um ágreinings-
mál þeirra en flugmennirnir
sögðu upp störfum vegna sam-
skiptaörðugleika þeirra og
stjórnarinnar. Hrafn Sigurhans-
son, fjármálastjóri Landhelgis-
gæslunnar, sagði að fundurinn
hefði lofað góðu en þeir þyrftu
sennilega um hálfan mánuð í við-
bót til að leysa málin.
Hrafn sagði að menn væru sam-
mála um í hvaða röð skyldi ræða
málin og þá væri mikið fengið.
„Við höldum annan fund nk. föstu-
dag,“ sagði Hrafn.
Benóný Ásgrímsson, flugmaður
hjá Landhelgisgæslunni, sagði að
flugmennimir ræddu þessi mál í
tveimur vinnuhópum. Báðir hópam-
ir halda fundi í vikunni.
NÆSTA NAMSKEIÐ HEFST
22. FEBRÚAR
KERFI
LIKAMSRÆKT OG MEGRUN
fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum.
FRAMHALDSFLOKKAR
Þyngri timar, aðeins fyrir vanar.
RÓLEGIR TÍMAR
fyrir.eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega.
wmf\
MEGRUNARFLOKKAR
4x í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna.
KERFI
FYRIR UNGAR OG HRESSAR
Teygja- þrek - jazz. Eldfjörugir tímar rneð léttri jazz-sveiflu.
Morgun- dag- og kvöldtímar,
sturta — sauna — Ijós.
Innritun hafin.
Suðurver,
sími 83730.
Hraunberg
sími 79988.
Allir finna
flokk við
sitt hæfi
hjá JSB
Suðurveri, sTmi 83730 Hraunbergi, sími 79988