Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 7 Siglfirsk- urborg- ari veður snjóinn Vont veður hefur verið á Siglufirði um tima og hef- ur miklum snjó kyngt nið- ur. Siglfirðingar kippa sér þó ekki upp við það, þeim finnst þetta ekki vera mik- il snjór miðað við það sem oft er á þessum árstíma. Snjóflóða hætta er gengin hjá í bili. Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Loðnuflotinn í „Sláturhúsinu“ LOÐNUFLOTINN er nú við veið- ar í „Sláturhúsinu" við Hroll- augseyjar. Veiðarnar eru stöðug- ar og jafnar, þegar veður leyfir. A sunnudag voru 27 skip með afla, 12 á mánudag og síðdegeis á þriðjudag voru 11 skip búin að tilkynna afla. Frá upphafi vertíð- ar hafa veiðzt um 614.000 tonn. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, voru þrjú skip með afla á mánudag og fóru þau öll til Eyja; Þórshamar GK 600, Húnaröst AR 610 og Guðmundur VE 680 tonn. í þriðjudagsblaðinu féll niður afli Víkurbergs GK, sem fór til Vopna- Qarðar með 560 tonn. Síðdegis í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Kap II VE 700 og Hilmir SU 960 til Vest- mannaeyja, Gísli Ámi RE 650 og Magnús NK 530 til Raufarhafnar, Fífill GK 400 til Grindavíkur, Hug- inn VE 590 og Galti ÞH 550 til Seyðisfjarðar. Löndunarstaður eft- irtalinna skipa var óákveðinn: Dag- fari ÞH 520, Helga II RE 530, Albert GK 750 og Keflvíkingur KE 530 tonn. Bifreiðaeftirlit ríkisins: Nýskráningum fjölgar Bifreiðaeftirlit ríkisins skráði í janúar í ár 1414 nýja bíla sem er 97 bílum fleira en i janúar 1987 en þá voru 1317 bílar nýskráðir. Afþessum 1414 bílum voru 1168 innfluttir nýir og 246 innfluttir not- aðir. I janúar voru einnig endurskráð- ir 43 bílar sem áður höfðu verið afskráðir. Afskráningar í janúar voru 817 þannig að skráðum bifreiðum fjölg- aði í mánuðinum um 640. Opinn fundur á Selfossi í kvöld: Fjallað um launamisréttið KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Suðurlandskjördæmi efnir til opins fundar um launa- misrétti í landinu í kvöld á Hótel Selfossi. Fundurinn hefst klukk- an 20.30 og fundarstjóri verður Ami Johnsen, formaður kjör- dæmisráðsins. Meðal þeirra sem flytja fram- söguræður á fundinum má nefna Þorstein Pálsson, forsætisráðherra, Ásmund Stefánsson, forseta Al- þýðusambands íslands, Guðmund J. Guðmundsson,_ formann Verka- mannasambands íslands og Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra. Stella Steinþórsdóttir, verkamaður, ritari verkalýðsfélags Norðfjarðar, Ólafía M. Guðmundsdóttir, ljósmóðir Sel- fossi, Þórir N. Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Vík í Mýrdal, Geir Grétar Pétursson verkamaður, Þor- lákshöfn og Sigurður Óskarssön, forseti Alþýðusambands Suður- lands. Að loknum framsöguræðum verða umræður og fyrirspumum svarað og á fundinum geta menn skráð sig í vinnuhóp, sem mun næstu vikunnar fjalla um launamis- réttið í landinu. Teknar með 200 grömm af amfetamíni og hassi TVÆR ungar konur, 21 og 24 ára, hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald í 5 og 14 daga, grunaðar um að hafa staðið að innflutningi og dreifingu á hassi og amfetamíni til landsins. Sú yngri var tekin við komu frá Amsterdam á sunnudag með 200 grömm af hassi og 210 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Samverkakona hennar var hand- tekin á föstudag og úrskurðuð í 14 daga gæsluvarðhald á laugardag. Lögreglan beið svo hinnar er hún kom til landsins frá Amsterdam á sunnudag og fundust þá efnin í fórum hennar. Fíkniefnadeild lög- reglunnar vinnur nú að rannsókn málsins. Það mun að miklu leyti vera upplýst og leikur grunur á að stúlkurnar hafi áður gerst sekar um hliðstæðan innflutning. Landhelgisgæslan: Þurfum hálfan mán- uð til að leysa málin segir Hrafn Sigurhansson FLUGMENN Landhelgisgæsl- unnar og stjórn hennar héldu fund í fyrradag um ágreinings- mál þeirra en flugmennirnir sögðu upp störfum vegna sam- skiptaörðugleika þeirra og stjórnarinnar. Hrafn Sigurhans- son, fjármálastjóri Landhelgis- gæslunnar, sagði að fundurinn hefði lofað góðu en þeir þyrftu sennilega um hálfan mánuð í við- bót til að leysa málin. Hrafn sagði að menn væru sam- mála um í hvaða röð skyldi ræða málin og þá væri mikið fengið. „Við höldum annan fund nk. föstu- dag,“ sagði Hrafn. Benóný Ásgrímsson, flugmaður hjá Landhelgisgæslunni, sagði að flugmennimir ræddu þessi mál í tveimur vinnuhópum. Báðir hópam- ir halda fundi í vikunni. NÆSTA NAMSKEIÐ HEFST 22. FEBRÚAR KERFI LIKAMSRÆKT OG MEGRUN fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. FRAMHALDSFLOKKAR Þyngri timar, aðeins fyrir vanar. RÓLEGIR TÍMAR fyrir.eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega. wmf\ MEGRUNARFLOKKAR 4x í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna. KERFI FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja- þrek - jazz. Eldfjörugir tímar rneð léttri jazz-sveiflu. Morgun- dag- og kvöldtímar, sturta — sauna — Ijós. Innritun hafin. Suðurver, sími 83730. Hraunberg sími 79988. Allir finna flokk við sitt hæfi hjá JSB Suðurveri, sTmi 83730 Hraunbergi, sími 79988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.