Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988
Holiday Inn hótelið:
Hlutafjáraukning nemur
nú 50 milljónum króna
Gert ráð fyrir 50 til 100 milljónum í viðbót
AUKNING hlutafjár í fyrirtæki
Guðbjöms Guðjónssonar, eig-
anda Holiday Inn hótelsins við
Sigtún, nemur nú um 50 milijón-
um króna og er gert ráð fyrir
50 til 100 milljón krónum til við-
bótar, að því er Guðbjöm sagði
í samtali við Morgunblaðið. Hann
sagði að kaupendur hlutabréf-
anna væri hópur manna, sem
þeir Sigurður Siguijónsson lög-
maður og Páll G. Jónsson for-
sijóri væru í forsvari fyrir og
hefðu þeir tveir nú þegar tekið
sæti í stjóra fyrirtækisins.
Guðbjöm sagði að ekki væri end-
anlega frágengið hvetjir gengju inn
í fyrirtækið ásamt þeim Sigurði og
Páli. Hann gat þess jafnframt að
umfjöllun ýmissa fjölmiðla varðandi
þetta mál hefði verið villandi og í
sumum tilfellum beinlínis rangur.
Nefndi hann sérstaklega umfjöllun
Helgarpóstsins síðastliðinn fimmtu-
dag og sagði að þar hefði ekki ver-
ið farið rétt með staðreyndir. „Það
er ekkert leyndarmál að það er
verið að auka hlutafé, en því fer
fjarri að ég sé að selja fyrirtækið
eins og þar er gefið í skyn. Þeir
hefðu getað fengið allar upplýsing-
ar um stöðu þessara mála ef þeir
hefðu gert svo lítið að tala við mig,
sem þeir sáu ekki ástæðu til. Það
var enginn kaupsamningur undir-
ritaður í byijun janúar, eins og seg-
ir í Helgarpóstinum, og gert er ráð
fyrir að hlutafjáraukningin verði
100 til 150 milljónir, en ekki 200
milljónir eins og þar segir. Ég sé
heldur ekki ástæðu til að vera að
nefna einhver nöfn varðandi kaup
á hlutabréfum fyrr en frá því hefur
verið gengið, “ sagði Guðbjöm.
Hann sagði að kostnaður við
byggingu hússins hefði farið nokk-
uð fram úr áætlun, sem hefði með-
al annars stafað af auknum kröfum
frá Holiday Inn hótelkeðjunni svo
og verðbólgu innanlands. „Þó er
þetta hús ódýrt að mínum dómi,
miðað við ýmsar aðrar sambærileg-
ar byggingar. Húsið ákaflega vel
hannað og vei teiknað og'fullnægir
öllum þeim kröfum sem gerðar em
til góðra hótela í dag, en miðað er
við að þetta verði sex stjömu hót-
el. Forstjórar frá Holiday Inn, sem
hafa verið hér, hafa bent mönnum
á, sem em að byggja hótel erlend-
is, að líta á þetta hús."
Guðbjöm sagði að reksturinn
hefði gengið mjög vel og nýting
verið mun meiri en áætlað var.
„Rekstrarlega lítur þetta vel út, og
tengslin við Holiday Inn-samsteyp-
una hafa reynst mjög vel. Sam-
kvæmt meðaltali frá síðasta ári
vom bókanir í gegnum þá um 27%
og fer stöðugt vaxandi. Sem dæmi
get ég nefnt að af tíu bókunum í
gærdag vom sex í gegnum þá og
svona er þetta daglega. Ég held því
að að þróunin í hótelrekstri hér á
landi í framtíðinni hljóti að verða
sú að fleiri aðilar fari út í slíka
samvinnu við erlendar hótelkeðjur,"
sagði Guðbjöm.