Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 17

Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 17
Morgunblaðið/PPJ Panama vélar í Reykja vík Fyrir nokkru áttu tvær nýjar flutningaflugvélar af gerðlnni CASA 212 viðkomu á Reykjavíkurflugvelli. Þær vöktu athygli manna þar sem þær voru merktar flugher Panama í bak og fyrir. Flugvélar þessar eru framleiddar af CASA-verksmiðjunum á Spám og geta þær flutt um 24 fullbúna fallhlífarhermenn eða 2,8 tonn af hergögnum. AUKEFNI EÐA EITUR Athugasemd frá Hollustuvernd ríkisins Vegna fréttar í Helgarpóstinum um „Eiturát íslendinga", sem birt- ist í blaðinu fímmtudaginn 11. febr- úar 1988, vill Hollustuvemd ríkisins koma með eftirfarandi athuga- semdir. 1. Samkvæmt upplýsingum frá Franska sendiráðinu, verður að telja þau gögn sem Helgarpósturinn not- ar sem heimild fyrir fréttinni fölsuð. 2. Fréttamaður Helgarpóstsins, Freyr Þormóðsson, ræddi við starfs- mann Hollustuvemdar ríkisins varðandi reglur um notkun aukefna hér á landi og eftirlit með notkun þeirra. Efnisleg atriði varðandi til- greind aukefni í þeirri skýrslu sem fréttamaður hafði undir höndum voru ekki rædd, en fram kom að það væri skýrsla frá frönsku há- skólasjúkrahúsi í Chaumont. Starfsmaður Hollustuvemdar ríkis- ins tjáði þá fréttamanninum að stofnunin hefði áður fengið fyrir- spumir um aukefni vegna upplýs- inga sem fram kæmu í skýrslu frá frönsku sjúkrahúsi. Var frétta- manni bent á, að ef um sömu skýrslu væri að ræða, þá kæmu þar fram upplýsingar sem væm rangar. Meðal annars var bent á að þar væm skaðlaus efni talin til efna sem gætu verið krabbameinsvaldandi. 3. Stofnunin taldi eðlilegt, sbr. framanritað, að fréttamaður Helg- arpóstsins hefði afíað sér gagna um réttmæti þeirra upplýsinga sem fram koma í áðumefndri skýrslu. Frétt Helgarpóstsins getur augljós- lega valdið neytendum óþarfa áhyggjum og söluaðilum og fram- leiðendum ómældum skaða. Því er brýnt að athugasemdir þessar kom- ist á framfæri eins fljótt og auðið er og verður að átelja vinnubrögð af þessu tagi. omRon AFGREIÐSLUKASSAR ÚTLITIÐ - VÉLIN - TÆKNIN OG INNRÉTTINGIN - ALLT ER BYGGT Á SKYNSEMI, FEGURÐARSKYNIOG UMFRAM ALLT JAPANSKRI ÚTSJÓNARSEMIOG HUGVITI. ★ Snerpa og einstakir aksturseiginleikar. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Farþegarýmið og þægindin slík, að menn trúa ekki að þeir sitji í Skipt, fellanleg aftursæti skapa alhliða skutbíl til sendiferða. Bensíneyðsluna tekur varla að nefna. Fullkomin sjálfskipting 4ra eða 5 gíra beinskipting. Framhjóladrif eða 4x4. Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum. DAIHATSUGÆÐIOG ÞJONUSTA SEM ALLIR ÞEKKJA. BRIMBORG H/FÁrmúla 23. Símar: 685870 - 681733

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.