Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 Palestínskir flóttamenn S Wih- dat-búðunum skammt frá Amm- an í Jórdaníu. líkamlega umhyggju og arabar auð- sýna bömum sínum. Fyrst og fremst er ég arabi og þegar friðurinn kemst á að lokum, fer ég heim og sezt að á heimaslóð- um mínum. Eg er hreykinn af upp- runa mínum og get ekki nógsam- lega þakkað hann. Palestínumenn eru enginn rumpulýður, sem kann hvorki að lesa né skrifa. Þvert á móti eru þeir þriðju í röðinni af öll- um þjóðum í heimi, sem hvað flesta einstaklinga á sem hafa fengið framhaldsmenntun. Flestum betur hafa þeir skilið gildi menntúnar og það hefur verið ungu fólki metnað- armál, hvar sem það hefur búið, að reyna að afla sér menntunar. Sjálfur er ég af efnalitlum foreldr- um. Ég er fæddur í litlu arabísku þorpi við Ólífufjallið. Við systkinin vorum átta og einhvem veginn tókst með hjálp ættingja að koma okkur öllum í framhaldsnám. Arabar eru orðsins fólk, þeir hafa unun af að halda uppi samræð- um. Sögur ganga kynslóð fram af kynslóð {töluðu máli. En á siðustu áratugum, einkum eftir stofnun Ísraelsríkis, hefur verið lögð rækt við að færa skáldskapinn í letur og við höfum hann í hávegum, sérstak- lega ljóð. Ég held að varla geti ljóð- elskara fólk en Palestínumenn. (Ljösm. Mbl. RAX) Þessi fjörutíu útlegðarár höfym við ort, gert myndir og málverk, skilað hugsunum okkar í áþreifanleg verk, og það býr með okkur óslökkvandi þörf fyrir að skapa. Þessari þörf verður ekki líkt við neitt. Nema þá þörf að eignast heimili á ný. Hussein Shehadeh sagði að flest hér hefði komið sér á óvart og það þægilega. íslendingar virtust ákaf- lega athafnasamir og iðnir, nýttu tfmann á áreynsluminni hátt en hann hefði t.d kynnzt á Norðurlönd- unum hinum. Hann hafði I pússi sínu Njálssögu, nútímaljóð og bók eftir Laxness þegar hann hélt héðan eftir stutta viðdvöl. „Mig langar til að koma aftur í sumar og kynnast því þegar dagurinn er alla nóttina. Þá væri gaman að koma með strák- inn minn og fá að búa á sveitabæ í tvær vikur. Skoða landið en til þess var ekki tóm nú. Mig dreymir líka um að fá tækifæri til að halda hér ljósmjmdasýningu, t.d. um Óman, en ég hef haft slíkar sýning- ar víða á Norðurlöndum. Mér virð- ist áhugi vera fyrir hendi hjá íslend- ingum á málefnum þessa heims- hluta. Texti: J&hanna Krúrtjónadóttir Það býr með okkur óslökkvandi þörf að eiguast heimili á ný Rabbað við Hussein Shehadeh frá Jerúsalem „ Vceri ég ísraeli gripi ég tœkifœriö nú og semdi um aÖ láta Vesturbakkann af hendi, svo aö Palestinumenn gcetu stofnaÖ þar ríki. Ég hef þá trú, aÖ ísraelar og Palestínu- menn gœtu lifað i friÖi, hliÖ við hlið, þrátt fyrir þaÖ sem á undan er gengiÖ. ViÖ skulum gœta aö því aö fjandskapur ísraela og araba á sér ekki langa forsögu, miöaö viö til dcemis sambúðarörðugleika við gyöinga i ýmsum Evró- puríkjum og Sovétríkjunum. Byðist Palestinumönnum þessi kostur nú vona ég sannarlega að forysta Palestínumanna beri gcefu til að taka honum, en þetta var í boÖi 1947 og þá var honum hafnað. En allt hefur breytzt algerlega siöan. Þetta sagði Hussein She- hadeh, palestínskur blaðamaður og fyrirles- ari, sem var hér á dög- unum í boði Blaða- mannafélags íslands og hélt þá fyr- irlestur í Norræna húsinu. „Það er þolanlegra að vera Palestínumaður nú en síðustu áratugi," sagði hann. „Það er að koma upp meiri skilning- ur á málstað okkar og loks er eins og þjóðir heims séu famar að átta sig á, að Palestínumenn eiga rétt til lands og þeir verða ekki hundsað- ir endalaust. Það er kannski kald- hæðni örlaganna, að það skuli á endanum vera ísraelar, sem eiga mestan þátt í að leiða heiminn í skilning um þetta." „ísraelar hafa státað sig af því að vera eina lýðræðisríkið í þessum heimshluta," sagði Shehadeh. „Og lýðræðið gerir enda kröfur til stjómenda Israels og þeir geta ekki falið gerðir sínar. Því fer nú allt fram fyrir opnum tjöldum. Annars staðar væri hægt að fela, eða að minnsta kosti breiða yfír. En ekki í lýðræðisríki. Sem ísrael er óneit- anlega. Menn hafa fylgzt með skelf- ingu lostnir og það er óhugsandi annað en eitthvað komi út úr þess- um hörmungum. Ef ekki er lánleysi beggja aðila meira en ég fæ trúað. Það er rétt, að lýðræði er ekki í arabalöndunum. En þó er ekki þar með sagt, að það stjómarfar sé ekki í flestum ríkjanna, sem á bezt •við á hverjúm stað. Það er í eðli araba að ráðfæra sig hver við ann- an, það gengur eins og rauður þráð- ur gegnum arabískt samfélag og á ekkert síður við f valdastöðum. Ættbálka- og bedúínahefðin er mjög framandleg Vesturlandabúum og vanþekking á íslam og inntaki hennar veldur misskilningi, sem er eðlilegur en oft óþarfur, ef menn reyna að setja sig inn í hugarheim þótt hann sé ekki nákvæmlega eins og manns sjálfs. Ég hef búið á Vesturlöndum í 21 ár og vel það og það hefur auðvitað ekki látið mig ósnortinn. En ég er sífellt á ferðalögum um þennan heimshluta, og fylgist gjörla með. Eftir að ég varð danskur ríkisborgari get ég farið heim og hitt fjölskyldu mína. Ég stend mig að því að detta snar- lega inn í arabamynstrið, þegar ég er í arabaheiminum, hugsa og álykta þá eins og ég hefði aldrei farið í brottu. Ég er stoltur af mörgu hjá aröb- um, þótt ég gagnrýni þá fyrir ýmis- legt. Það bezta og fegursta fínnst mér vera hversu sterk fjölskyldu- böndin eru hjá okkur. Stundum gera Vesturlandabúar lttið úr þess- ari samstöðu Qölskyldnanna, aðal- lega vegna þess þeir skilja ekki forsendur hennar. Mætti ætla þeim fyndist hún hallærisleg. En sam- staðan tengist trúnni, eins og svo margt annað í arabisku samfélagi. Homsteinn samfélagsins er virðing og samstaða ijölskyldunnar. Ekki á þann yfírborðslega hátt, sem mér fínnst gæta á Vesturlöndum. Tök- um lítið dæmi: Nú er í tízku að segja að það „að vera með fjölskyld- unni“, sé aðaláhugamálið hjá ákveðnum uppahópum. í mínum arabísku eyrum hljómar þetta eins og rugl. En margt hugnast mér vel á Vesturlöndum, annað hvort væri nú. Þar hef ég fengið að búa og vinna. Ég fékk ríkisborgararétt í Danmörku. Það em meira en hundrað þúsunda landa minna í flóttamannabúðum hér og hvar — eða jafnvel sem búandi að staðaldri í arabalöndum þekkja. Jórdanía hefur veitt Palestínumönnum ríkis- borgararétt, eitt arabalanda. Arabar gera ekki jafn mikið af því og þið á Vesturlöndum að leita skýringa á atferli manns í fram- bemsku hans og uppvexti. Þar ræður miklu um fatalismi íslam. Stundum fínnst mér allt að því grát- broslegt að heyra um það hvemig, þið afsakið, útskýrið eða hvað má nú nefna það, ef einhver til dæmis brýzt inn og stelur — lemur konu sína eða álíka. Eðlileg og sjálfsögð viðbrögð ykkar er að hefja upp raust og tala um tilfmningalega afræktan einstakling, sem hafí ekki fengið sinnu f uppeldinu. Og svo er sjálfsagt að setja viðkomandi einstakling í alls konar meðferð til Hussein Shehadeh að grafast fyrir um gleymda at- burði, sem gætu verið rótin að þessu mikla vandamáli. Arabar myndu benda á að viðkomandi væri §öl- skyldu sinni til skammar. En for- lagahyggja araba myndi ekki þar með leiða til ályktana um, að þetta gæti stafað af því að móðir hans hefði vanrækt að syngja fyrir hann vögguljóð á fyrsta ári. Eða eitthvað í þeim dúr. Oft og einatt mætti kannski segja að arabísk böm væra ofvemduð, elskuð of mikið, sinnt of rækilega. Ég er efíns í að böm á Vesturlöndum þyldu jafn mikla Ég öfunda vindana, sem snúast allt í einu frá dufti forfeðra minna. Ég finn til öfundar til hugsana sem dyljast í minningu píslarvottanna Og ég öfunda himininn þinn gleymdan í augum bamanna. Og þó finn ég ekki til öfundar ! garð mfn sjálfs. Þú flæðir um líkama minn eins og sviti Þú flæðir inn í líkama minn eins og nautn Eins og sigursveit situr þú endurminningu mína Sem ljós situr þú I huga minn Dey þú, bvo að ég megi syrgja þig Eða vertu konan mfn, svo að ég fái að kynnast óhyggðinni. í þetta eina skipti. (Mahmoud Darwish, palestfnskt skáld.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.