Morgunblaðið - 17.02.1988, Qupperneq 23
j
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988
23
Passíusálmahandrit sýnd í Hallgrímskirkju:
Handrit séra Hallgríms
er vandað og fallegt
- segir séra Ragnar Fjalar Lárusson sóknarprestur
Ljósmyndir af handríti Hallgrims Péturssonar af nokkrum Passíu-
sálmum hans hafa undanfaríð veríð til sýnis í anddyrí Hallgríms-
kirkju. Er þar um að ræða myndir af eiginhandarríti Hallgrims en
fyrir 40 árum var handrít þetta gefið út í ljósprentun. Stjórn List-
vinafélags Hallgrimskirkju ákvað á iiðnu hausti að efna til þessarar
sýningar og voru ljósmyndaðar 12 siður til að sýna, hver þeirra í
tveimur eintökum. Annað eintakið er eign Listvinafélagsins en hitt
er boðið almenningi til sölu. Séra Ragnar Fjalar Lárusson, annar
sóknarpresta Hallgrímskirkju, hefur kynnt sér ýmislegt varðandi
handrít séra Hallgríms og féllst hann á að spjalla stuttlega við blaða-
mann Morgunblaðsins í tilefni þessarar sýningar.
-Stjóm Listvinafélagsins vildi
gefa almenningi kost á að sjá
nokkrar síður úr þessu stórmerki-
lega handriti og fengum við góð-
fúslegt leyfi landsbókavarðar til að
láta ljósmynda síðumar. Við völdum
upphaf og endi Passíusálmanna og
ýmsar síður þar sem þekktustu vers
þeirra koma fyrir og aðrar síður
og opnur sem telja má sérstaklega
vel gerðar frá listrænu sjónarmiði.
Það er almennt álitið að Hallg-
rímur hafi sjálfur skrifað þetta
handrit og er það mjög vel gert,
það er sett failega upp og vel skrif-
að, þannig að höfundurinn hefur
lagt mikla rækt við allan frágang.
Hallgrímur skrifaði sjálfur
nokkur handrit
Skrifaði Hallgrímur sjálfur mörg
handrit Passíusálmanna?
-Menn eru nokkuð vissir um að
hann skrifaði að minnsta kosti fleiri
en eitt og sennilega milli 5 og 7
handrit. Hann er talinn hafa samið
Passíusálmana á ámnum 1656 til
1659 og þeir em síðan fyrst gefnir
út á prenti árið 1666. Handritið sem
hér er sýnt sendi Hallgrímur Ragn-
heiði Brynjólfsdóttur biskupsdóttur
í Skálholti, annað handrit sendi
hann Helgu Ámadóttur Oddssonar
lögmanns, það þriðja Kristínu Ein-
„Þráðlaus fjarskipti" er þýðing
á 60. kafla orðasafns Alþjóða raf-
tækninefndarinnar, sem gefinn var
út í Genf árið 1970. Orðanefnd
RVFÍ hefur þýtt íslenska hluta
kaflans, safnað orðum, samið ný-
yrði og búið hann til prentunar.
Iðorðin em meðal annars á sviði
útvarps og síma, senditækja og
viðtækja, rafrása, útbreiðslu út-
varpsbylgna, loftneta, þráðlausra
staðarákvarðana og leiðsögu. Orð-
unum er raðað eftir efni en ýtarleg
skrá í stafrófsröð auðveldar leit
að orðunum. Að sögn Bergs Jóns-
sonar, formanns, vonast Orða-
nefndin til að á orðasafnið verið
litið sem handbók og telur hún það
víða eiga erindi, svo sem til Póst
og síma, sjónvarps, útvarps og
arsdóttur í Einarsnesi og það fjórða
sendi hann til Ragnhildar Ámadótt-
ur í Kaldaðamesi í Flóa.
Þannig virðist hann helst senda
ýmsum höfðingjakonum handrit
sálmanna - trúlega í þeirri von að
menn þeirra stæðu að prentun þess
og útgáfu. Eitt handrit sendi hann
Jóni Jónssyni prófasti á Melum í
Melasveit og telja má víst að hann
hafi átt eitt handrit sjálfur. Þá hef-
ur eitt handrit verið sent til Hóla
og þama eru' komin alls sjö þótt
ekki sé hægt að rekja þetta með
fullri vissu.
Séra Ragnar Fjalar er sjálfur
mikill bókasafnari og hefiir á
síðustu ámm einkum reynt að viða
að sér útgáfum Passíusálmanna og
sálmabóka og Biblíuútgáfum. Á
hann orðið flestar útgáfur Passíu-
sálmanna og er orðinn margfróður
um þær
-Alls em komnar út 77 prentanir
Passíusálmanna, sumar em sama
útgáfa en aðeins í nýrri prentun
þannig að útgáfumar sem slíkar
em færri. Fyrsta útgáfan var prent-
uð á Hólum eins og fyrr er nefnt
og kom út árið 1666. Alls komu
þaðan 17 prentanir, tvær em frá
Skálholti og þrjár frá Kaupmanna-
höfn. Þá vom Passíusálmamir tvi-
svar prentaðir í Leirárgörðum, sjö
sinnum í Viðey og fjómm sinnum
í Winnipeg og frá árinu 1851 hafa
þeir verið prentaðir í Reykjavík.
Já, ég hef reynt að ná í þessar
útgáfur allar og prentanir og vant-
ar aðeins örfáar. Eg hef keypt bóka-
söfn, vinir og kunningjar hafa látið
mig vita ef þeir hafa frétt um eitt-
hvað og fombókásalar líka. Flestar
Séra Ragnar Fjalar Lárusson með bók sem kom út á Hólum áríð
1748 en þar hafa öftustu blöðin rífnað og hluti þeirra týnst. Þau
eru snyrtilega bætt og skrífað með fallegri stafagerð þar sem á
vantar. Sýnir þetta hvað Passíusálmamir voru fólki dýrmætir, jafn-
vel rifin eintök voru lagfærð og nýtt.
em þessar bækur í nokkuð góðu
standi en sumar hef ég þurft að
láta lagfæra eitthvað ef ég geri það
ekki sjálfur.
Nokkrar breytingar
Er mikill munur á þessum útgáf-
um?
-Vissulega hefur útgáfa Passíu-
sálmanna tekið ýmsum breytingum
gegnum árin og snerta þær aðallega
útlit og frágang sem fer eftir mögu-
leikum í prentverki hvers tíma og
stafsetning tekur einnig mið af
reglum hvers tíma. Um annan mun
er naumast að ræða nema hvað á
nokkmm stöðum og í 'nokkrum
fyrstu útgáfunum er um orðamun
að ræða sem getur verið fróðlegt
að skoða.
Sem dæmi um þennan orðamun
er hægt að nefna níunda versið í
sálmi 35 sem er vel þekkt. Þar seg-
ir í fyrstu útgáfunum: Gefðu að
móðurmálið mitt, minn Drottinn
þess ég beiði. í síðari útgáfum seg-
ir:...minn Jesú þess ég beiði....og
þannig þekkjum við sálminn í dag.
Þessi breyting gerist árið 1887 með
útgáfu Gríms Thomsen.
Þá vil ég geta þess að við höfum
á síðustu árum einnig reynt að kom-
ast yfír þær útgáfur Passíusál-
manna sem Hallgrímskirkja hefur
ekki eignast ennþá og þar hafa
margir vinir kirkjunnar gefið ýmsar
útgáfur. Nokkuð margar útgáfur
vantar okkur þó ennþá.
Hvað með þýðingar á erlend mál?
-Þær eru orðnar allmargar og
hafa sálmamir meðal annars komið
út á kínversku og ungversku. Aðrar
útgáfur eru á norsku sem Harald
Hope þýddi, Wilhelm Klose þýddi á
þýsku, Arthur Cook á ensku og á
dönsku þýddi Þórður Tómasson. Þá
eru einnig til tvær þýðingar á latínu
frá 1778 og 1785 eftir Hjörleif
Þórðarson og Kolbein Þorsteinsson
og eru þær mjög ólíkar.
Að lokum má geta þess að í kvöld
miðvikudagskvöld, flytur dr. Jónas
Kristjánsson forstöðumaður Áma-
safns erindi um handrit Hallgríms
Péturssonar. Hefst erindi hans að
lokinni föstumessu sem hefst kl.
20.30 en prestur er sr. Hjalti Guð-
mundsson og Dómkórinn syngur.
Verða föstumessur framvegis á
miðvikudagskvöldum í Hallgríms-
kirkju. Þá verður lesið úr Passíusál-
munum hvem virkan dag klukkan
18.
Morgunblaðið/Bj arni
Orðanefnd RVFÍ með eintök af nýútkomnu orðasafni, f.v.: Sigurður
Konráðsson, fulltrúi íslenskrar málnefndar, Sigurður Bríem, Gísli
Júlíusson, ívar Þorsteinsson, Þorvarður Jónsson, Bergur Jónsson,
formaður og Einar Laxness, framkvæmdastjórí Menningarsjóðs. Á
myndina vantar Hrein Jónasson, Jón Þórodd Jónsson og Sæmund
Óskarsson.
Menningarsj óður:
Fyrsta bindi Raftækni
orðasafns komið út
ÚT ER komin á vegum Menningarsjóðs orðabókin „Þráðlaus fjar-
skipti“. Hún er fyrsta bindi Raftækniorðasafns sem Orðanefnd
Rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags íslands
(RVFÍ) gefur út og hefur að geyma alls 1400 uppflettiorð er
snerta þráðlaus fjarskipti og tengd fræði. íðorðin eru á átta tungu-
málum auk íslensku; ensku, frönsku, þýsku, spænsku, ítölsku,
hollensku, pólsku og sænsku, auk þess sem hvert iðorð er skil-
greint á ensku og frönsku. Hefur því orðasafnið á sér svip alfræði-
orðabókar að nokkru leyti.
STJORNUN PJONUSTUFYRIRTÆKJA
skóla.
Orðanefnd RVFÍ er elsta starf-
andi orðanefnd á landinu en hún
hefur starfað óslitið frá árinu 1941.
í henni sitja 9 til 11 manns, flest
rafmagnsverkfræðingar. Þá hefur
fulltrúi íslenskrar málnefndar átt
sæti í nefndinni, nú síðast Sigurður
Konráðsson, málfræðingur. Það
kom fram í máli nefndarmanna að
þeir telja vel hafa tekist til með
íslensku íðorðin. Þau erlendu séu
oft villandi, jafnvel röng en í
íslensku orðunum felist oft skýring
á hugtökunum.
„Þráðlaus fjarskipti" er fjórða
bókin sem Orðanefndin gefur út,
áður eru útkomnar Orðasafn I og
II og 1. og 2. bindi Raftækni- og
ljósorðasafns.
HAGKVÆMUR REKSTUR NÆST
Á ANNAN HÁTT í ÞJÓNUSTU
EN í FRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKJUM.
EFNI: Þjónustuhugtakið • Greining á markaðnum
• Kostnaðaruppbygging þjónustufyrirtækja
• Þáttur starfsfólks í þjónustufyrirtækjum
• Stjórnun - hlutverk stjórnenda.
LEIÐBEINENDUFt: Gísli S. Arason rekstrarhagfræðingur
og lektor við Háskóla Islands og Jóhann Magnússon
viðskiptafræðingur, en þeir eru eigendur rekstrar-
ráðgjafafyrirtækisins Stuðuls hf.
TÍMI OG STAÐUR: 2. og 3. mars kl. 8.30-17.30 að
Ánanaustum 15.
INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: Skrifstofustjórnun 23. og 24. feb., Markaðskannanir
22. feb. og Forystuhlutverkið 22. og 23. feb.
STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKIR FÉLAGSMENN SÍNA
TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSU NÁMSKEIÐI.
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66