Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. E vrópuhugsj ónin og karp um peninga Erfiðleikar í fisl á Bandaríkjama Kaupendur halda að sér hendinni í von um verðfall Washington, frá fvarí Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Fyrir svokallaðan neyðar- fund leiðtoga Evrópu- bandalagsins (EB) í Brussel í síðustu viku létu margir eins og þar yrði tekist á um það, hvort bandalagið lifði áfram eða splundraðist. Deilurnar snerust um fjár- lög og tekjuöflun bandalags- ins, niðurgreiðslur landbúnað- arafurða og byggðamál. Nið- urstaðan varð sú, að setja kvóta á framleiðslu bænda og auka framlög til byggðamála. Það eru gamalkunn ráð úr ein- stökum aðildarríkjum banda- lagsins og löndum utan þess eins og til dæmis héðan. Er nú talið, að þannig hafí verið búið um hnúta í fjárlögum bandalagsins, að stórdeilur um þau séu ekki líklegar á næstu árum. Hafí það tekist í raun verður auðveldara en ella fyrir bandalagsríkin að taka á þeim mörgu og viðkvæmu vanda- málum, sem eiga eftir að rísa í tengslum við framkvæmd áætlunarinnar um einn innri markað eða heimamarkað bandalagsins á árinu 1992. Á fundi sínum urðu leið- togar EB-ríkjanna sammála um, að bændur ættu ekki að hafa neina sjálfkrafa trygg- ingu fyrir því, að þeir fengju fullt verð greitt fyrir allt, sem þeir framleiða. í EB-löndunum hafa menn glímt við sama vanda og við íslendingar, bændur framleiða meira en unnt er að selja; löngum hefur verið talað um evrópsk matar- fjöll, sem ekki er unnt að koma í verð. Frá því að sameiginleg landbúnaðarstefna EB var mótuð hefur bændum í aðild- arlöndunum verið tryggt ákveðið verð, töluvert hærra en heimsmarkaðsverð, fyrir framleiðslu sína. Nú er sem sé horfíð frá þessu í fyrsta sinn í sögu bandalagsins. Jafnframt á að auðvelda bændum að hætta búskap. Hvort og hve- nær þessar ráðstafanir leiða til hins ákjósanlegasta fram- leiðslumagns skal ósagt látið, hitt er ljóst að sjálfvirknin í útgjöldum vegna landbúnaðar hefur verið stöðvuð. Jafnframt hefur verið sett þak á hækkun útgjalda til landbúnaðar. Með aðild Spánar og Portú- gals að EB í ársbyrjun 1986 jukust byggðavandamálin inn- an bandalagsins, ef þannig má orða það. Stefna banda- lagsins er að jafna sem mest muninn milli þeirra þjóða sem eru best efnum búnar og hinna sem minna mega sín. í því skyni hefur verið komið á fót byggðaþróunarsjóði og í síðustu viku ákváðu leið- togamir að stórefla hann. Þetta hafði meðal annars í för með sér, að Anibal Cavaco Silva, forsætisráðherra Portú- gals, sneri sigri hrósandi heim frá Bmssel og tilkynnti við komuna til Lissabon, að Portú- galir myndu fá 500 milljarða escudos (um 140 milljarða ísl. kr.) í aukafjárveitingu úr sam- eiginlegum sjóðum EB á næstu fímm ámm í því skyni að taka upp nýja starfshætti í land- búnaði og iðnaði. „Þetta var einstakur sigur," sagði Cavaco Silva. Á ágreininginn innan Evr- ópubandalagsins vegna fjár- laga þess, sem að stærstum hluta hafa snert framkvæmd sameiginlegu landbúnaðar- stefnunnar, ber að líta eins og ágreining innan sjálfstæðra rílg'a um afgreiðslu íjárlaga. Þær kenningar, sem mjög var haldið á loft fyrir Brussel- fundinn í síðustu viku, að bandalagið sé að því komið að splundrast verða æ fráleitari. Þótt hart sé deilt á Alþingi íslendinga um fjárveitingar, og einstökum byggðarlögum eða atvinnugreinum fínnist ekki nægilegum fjármunum beint til sín, dettur engum í hug að íslenska ríkið leysist upp af þeim sökum. Hið sama má segja um kjaradeilur, þótt hart sé barist á þeim vett- vangi, ætla einstakir hópar launþega ekki að segja sig úr lögum við íslenska ríkið. Nauð- synlegt er að líta á samstarfíð innan Evrópubandalagsins frá þessum sjónarhóli. Aðildarrík- in stefna óðfluga að því að auka og efla samvinnu sína. Ríkisstjómir þeirra halda fast í sína hagsmuni og gefa ekki eftir fyrr en í fulla hnefana, en þær vilja ekki ijúfa lög bandalagsins. Evrópuhugsjón- in stendur enn af sér frekar hversdagslegt karp um pen- inga. Leiðtogafundurinn í Brussel staðfesti það með eft- irminnilegum hætti. Þrátt fyrir umtalsverða aukningu á fiskneyslu almenn- ings í Bandarikjunum, sem nú nemur árlega tæpum 8 kg á mann að meðaltali á móti 5-6 kg fyrir tveimur til þremur árum, eiga þeir sem byggja afkomu sína á innflutningi og dreifingu fiskmetis hér vestra í vök að veijast um þessar mundir. Gjaldþrotum hefir fjölgað í þessari grein og við- skiptin eru treg, sem m.a. má sjá af því, að greiðslur frá kaupendum vilja dragast óeðli- lega á langinn. „Það hefir ekki farið leynt, að aðalástæðan fyrir kreppunni í físk- sölunni er sá orðrómur sem hefir komist á kreik, að verðfall sé yfir- vofandi á fiskafurðum í Banda- ríkjunum. Þegar slíkur orðrómur breiðist út er alltaf hætta á ferð- um, því þá fara menn strax að halda að sér hendinni," sagði fiski- málafulltrúi Dana í New York, Erling Hulgaard, er fréttaritari Morgunblaðsins átti samtal við hann á dögunum um ástand og horfur í fískinnflutningi til Banda- ríkjanna og markaðshorfum hér. „Þeir, sem áður keyptu 100 kassa í einu kaupa nú ekki nema 5-10 kassa í hvert sinn,“ sagði Hulgaard, en hann er manna kunn- ugastur fiskmetisviðskiptum og innflutningi fískafurða til Banda- ríkjanna, sem hann hefír fylgst með í aldarfjórðung í starfí sínu sem fiskimálafulltrúi Dana við ræðisskrifstofu þeirra í New York. Hulgaard þekkir vel íslensk físk- metisviðskipti hér vestra. Hann kemur öðru hvoru til íslands, þar sem hann á marga vini, sem notið hafa góðs af sérþekkingu hans á fískmarkaðnum í Bandaríkjunum og velvild hans í garð íslands. „Það veldur svo hinsvegar inn- flytjendum auknum kostnaði, þar sem það er tiltölulega dýrara að afhenda vöruna í smáskömmtum og birgðageymslan sjálf er kostn- aðarsöm," sagði Hulgaard. „Við það bætist, að greiðslupphæðimar verða minni með hverri pöntun. Það hefir svo slæm áhrif á Iausafj- árstöðu framleiðslu- og dreifing- ar-fyrirtækjanna. Óvissan í efnahagsmálum o g lággengi dalsins Hulgaard er þeirrar skoðunar, að aðalastæðan fyrir erfiðleikum fiskinnflytjenda á Bandaríkja- markaðnum sé óvissa í efnahags- málum Bandaríkjanna, sem kom í kjölfar verðbréfahrunsins í Kaup- höllinni í New York hinn 19. októb- er síðastliðinn og hefur margfald- ast síðan. Lággengi Bandaríkja- dals er þó aðalbölvaldurinn, sem hefír leitt til þess, að það er t.d. ekki talið borga sig lengur að flytja inn ferskan físk með flugi frá Evr- ópulöndum. Þegar dalurinn stóð í 11-12 krónum dönskum var hag- kvæmt að flytja fersk þorsk- og ýsuflök frá Danmörku til Banda- ríkjanna með flugvélum, en nú þegar dalurinn er fallinn niður í 6,50 danskar krónur eru þau við- skipti úr sögunni. Óvissan í efna- hagsmálunum mun vafalaust hald- ast þar til nýr Bandaríkjaforseti tekur við í janúarlok á næsta ári, þó nokkuð hafi birt til er það kom í ljós á dögunum, að hallinn á inn- flutningsversluninni lækkaði til muna í janúar sl. Þorskflök á 600 krónur kílóið Það er ekki óalgengt, að sjá þorskflök í bandarískum kjörbúð- um, sem kosta allt að 8 dali pund- ið, eða sem svarar rúmlega 600 ísl. krónum fyrir kílóið. — Er ástæða fyrir fiskframleið- endur að kvarta þegar fiskverðið er svo hátt? spurði ég Hulgaard. „Það fer nú nú minnst af því verði í vasa framleiðandans eða sjómannsins,“ svaraði Hulgaard. „Það er fjöldi milliliða, sem taka sitt af þessari upphæð. Allt að þrír fjórðu hlutar verðsins, sem þú minntist á, fer til milliliðanna." Ferskt eða fryst Það virðist vera álit margra bandarískra húsmæðra að fiskur sé ekki mannamatur, nema hann sé nýr eða „ferskur“ eins og sagt er. Það gengur seint að kenna mönnum átið á frosnum fiski, þótt mikið hafi unnist í þeim efnum. — Eru nokkrar líkur til, að breytinga sé að vænta í þessu efni? „Ég held að þetta sé meira tísku- fyrirbrigði en gæðaatriði og vegna þess, að svokallaður ferskur fískur er vel auglýstur og hafður í sýning- arhillum kjörverslana," segir Hulgaard. „Menn kaupa ekki í soð- ið á þessu háa verði, en það hlýtur að koma að því, að Bandaríkja- menn eins og aðrar þjóðir komist að raun um og viðurkenni, að hrað- frystur fiskur, sem er frystur nýr, er betri fiskur en svokallaður ferskur fiskur, sem þvælst hefir dögum saman á leið sinni til neyt- andans. En það má alltaf búast við breytingum í tísku og venjum í mataræði sem öðru. Það er út af fyrir sig ekki mesta vandamál- ið, sem fískframleiðendur og út- flytjendur eiga við að stríða. Það eru efnahagserfíðleikamir og lág- gengi dalsins, sem gera þeim lífið leitt um þessar mundir. Fiskfram- leiðendur verða að gera sér ljóst, að smekkur fólks er sífellt að breytast. Það sem þykir lostæti í dag getur verið talið óæti á morg- un.“ Vinsælar alirækjur frá Austurlöndum Hulgaard bendir á, að mjög hafi dregið úr framboði á rækjum, öðr- um en alirækjum, sem ræktaðar Verða tannlæknar fr; arinnar valdir með hlu eftir Sigurgeir Kjartansson Látlaus frétt í einu dagblaða borgarinnar í síðustu viku er til- efni þessara hugleiðinga. Hún vakti hjá mér og svo mörgum öðr- um spumingu. Hvað ber til þess að Háskólinn, þetta höfuðvígi há- menningar okkar allra lætur sér sæma að velja nemendur í deildir með HLUTKESTI? ' Að jafnaði innritast um og yfir þijátíu stúdentar í Tannlækna- deildina á hausti hveiju, en þar af hafa þó aðeins 6—8 möguleika á að halda áfram námi, þar eð dýr kennslutæki og húsnæði deildar- innar hljóta að sníða þeim þröngan stakk af skiljanlegum ástæðum. Þannig hefur aðeins einn af hveij- um 3—4 nemendum möguleika á að komast áfram ár hvert. Af þessu leiðir að vemlegur hluti þeirra, sem af alvöm ætla sér tannlækningar að ævistarfi, er að ganga upp til prófs í annað til þriðja skipti. Hér er því harðsnúið lið þróttmikilla ung- menna mætt til leiks; þau hafa frá byijun septembermánaðar þreytt harðan próflestur, með tímasókn og verklegum námskeiðum. Spannar námsefni þeirra alls um 2700 blaðsíðna texta og lágu nið- urstöður prófa fyrir í byijun febrú- ar. Svo kynlega vildi til að þrír nemenda fengu hnífjafna meðal- einkunn, en af þeim hlutu aðeins tveir að komast inn í deildina sam- kvæmt þeim skorðum, er hún hafði áður sett um inntöku. Nú skyldi maður ætla að innan veggja æðstu menntastofnunar landsins, þar sem ekki em ein- vörðungu saman komnir hæfustu lögfræðingar og reiknimeistarar heldur og félags- og hugvísinda- menn á heimsmælikvarða leynist lausn þessa máls, sem allir mættu vel við una og hvergi væri mis- boðið réttlætiskennd þeirra ung- menna er með ærinni fyrirhöfn em að leggja homstein að framtíð sinni. Þegar nánar er gluggað í reglu- gerð Tannlæknadeildar blasir við klausa, sem kemur þó nokkuð flatt uppá leikmann sem þó ekki hefur lögvísi að flíka umfram meðal- skattborgara: Séu tveir eða fleiri nemenda með sömu einkunn á fyrsta árs prófi og gera þarf upp á milli þeirra um rétt til frekara náms, skal hlutkesti ráða. Er hér ekki áreiðanlega á ferð- inni nátttröll í hópi laga og reglu- gerða, er gleymst hefur að má af blöðum stofnunarinnar? Hafa ekki nútíma laga- og félagsvísindi leyst málið í anda þankagangs vorra tíma? Satt að segja flögraði það vart að nokkmm þeim, er hlut

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.