Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 29

Morgunblaðið - 17.02.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 29 tsölu- rkaði Erling Hulgaard. eru í Austurlöndum og víðar í hin- um svokallaða þriðja heimi. Þær eru af venjulegri stærð, en vita bragðlausar. Það er ráðin bót á því með sterkum sósum, kryddi og litarefnum, svo að menn trúa því að þær séu lostæti. Það er fljótlegt að rækta þennan skelfisk á ódýran hátt í hjtabeltislöndum, þar sem kaupið er lágt. Þessar rækjur selj- ast einsog heitar lummur á Banda- ríkjamarkaðnum um þessar mund- ir. Norður-Atlantshafsrækjan er aftur á móti sjaldgæf orðin í bandarískum kjörbúðum. Stóru ljúffengu rækjumar, sem nátturan framleiðir á sína vísu í Mexíkóflóa, við strendur Flórída og víðar, em eingöngu fyrir efnafólk. Þessar stóru gómsætu rækjur eru nú á boðstólum í bandarískum kjörbúð- um fyrir 34 dali kílóið, eða 1300 ísl. krónur. Nýjunga í fiskiðnaði að vænta á vorsýningunum Erling Hulgaard telur, að ýmissa nýjunga sé að vænta í fisk- iðnaðnum á vorsýningunum, sem hefjast á næstunni. Bæði Ástralíu- menn og Nýsjálendingar hafa verið að ryðja sér braut með fiskmeti á Bandaríkjamarkaði og hefur þeim gengið einkar vel í þeim efnum. Á hinni árlegu sjávarútvegssýningu í Los Angeles, í vikunni sem leið, var margt gott að fá. Bæði Ástr- alíumenn og Nýsjálendingar efla innflutningsviðskipti sín við Bandaríkin. Þeir þekkja banda- ríska markaðassetningu og nota sér þá þekkingu út í æsar, einsog sjá má m.a. af því hve vel þeim hefir tekist að koma lambaketi sínu á framfæri í Bandaríkjunum, en það senda þeir nýslátrað með flugi. Eða þá gæruskinn í nýjum búningi og til nýrra þarfa. Nýsjálendingar hafa lækkað gengi dollars síns meira en sá bandaríski hefir lækk- að svo þeir standa vel að vígi í samkeppninni. Nýsjálendingar og Ástralíumenn hafa sýnt, að þeir hafa tileinkað sér og skilja einkar vel bandaríska markaðstækni og nota sér hana vel. En það er fyrsta skilyrðið til að innflytjendum vegni vel í Bandaríkjunum. Nýjungar í fiskiðnaði nauðsynlegar Erling Hulgaard benti að lokum á, að tími sé kominn til að fisk- framleiðendur hafi upp á eitthvað nýtt að bjóða á Bandaríkjamark- aðnum. Vitað sé, að nýjungar eru á ferðinni, sem vafalaust koma fram á fiskiðnaðarsýningunum á austurströnd Bandaríkjanna í vor. Er þar fyrst að nefna fiskiðnaðar- sýninguna í Boston í mars: Um 7.000 manns sóttu þessa sýningu í fyrra og verður hún vafalaust jafn vel sótt í ár, ef ekki betur. Þá mun ársþing bandaríska út- vegsmannasambandsins, NFI, sem að þessu sinni verður haldið í New York í apríllok, að venju vekja at- hygli meðal útvegsmanna, sem eiga mikið undir viðskiptum sínum við Bandaríkin. Vonaraugum mænt til föstunnar Langafastan fer brátt í hönd og þá hefst það tímabil á ári hverju, er fiskur er á borðum bandarískra fjölskyldna í ríkari mæli en á öðr- um tímum árs. Fiskframleiðendur og fisksalar mæna vonaraugum til föstunnar og birgja sig upp í von um hagkvæm viðskipti. En sam- keppnin er hörð við aðra matvöru, sem er sýnu ódýrari en fiskmetið. Það er varla hægt að lá fólki þó það freistist til að kaupa kjúklinga eða kalkúna í matinn, sem kosta innan við einn dal kílóið. Ferskur flskur, t.d. þorskur og ýsa, kostar sex til átta dali pundið og þaðan af meira, eins og lax og sverð- fískur. Það þarf að vera gómsætt og vel útlítandi fiskur, sem stenst þá samkeppni. imtíð- itkesti? áttu að máli, að reglugerð þessari yrði beitt þá og þar. Merkilegt má það heita ef end- urmat á úrlausnum þeirra þre- menninga, árangri 12 klst. prófa á mann, hefði ekki skilað mark- tækum mismun og hefði það leyst kennarana undan frekari mála- rekstri. Þegar hér var komið hefðu flest- ir forráðamenn kennslugreina inn- an Háskólans staldrað við fremur en látið til skarar skríða án sam- ráðs við yfirstjóm stofnunarinnar, Háskólaráð, með háskólarektor í forsvari, og hefðu þeir tannlæknar vel mátt vera minnugir atburða seinni ára, þar sem slík mál hefur borið að og þeir hafa lotið hús- bóndavaldi Háskólaráðs. En þetta fór á annan veg því nú var upprunnin stund valdbeit- ingar í nafni bókstafs, hér skyldi jafnað um smáfuglana samkvæmt reglum (protokolli) deildarinnar. Athyglisverð var starfsgleði og einurð tannlæknanna sem nú með fárra klukkustunda fyrirvara boð- uðu þremenningana til fundar í Tanngarði, og létu ekkert kvisast út um erindi fundarins. Ekki segir frekar af þeirri at- höfn, en í heild var hún að dómi viðstaddra rétt á mörkum þess að teljast sæmandi forsvarsmönnum æðstu menntastofnunar landsins. Væntanlega fóru þeir réttlættir og harla glaðir með dagsverkið þjónar Háskólans, er óku úr hlaði Tanngarðs þetta kvöld, en í apgum hins almenna borgara hefur reisn og virðing Tannlæknadeildar, svo og Háskólans alls, lækkað að mun og er það von mín að tannlæknar framtíðarinnar verði hér eftir fremur valdir eftir námsárangri en teningaspili og fjöregg ung- menna verði aldrei framar haft að leiksoppi eins og var í þeim gráa samkvæmisleik, er fram fór í húsi Tannlæknadeildar þann 5. febrúar. Höfundur er akurðlæknir & Landakotsspitala og dósent við læknadeild Háskóia íslands. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Þiggjum boðið til forseta en viljum ræða um dag ÉG TEL rétt að þiggja þetta ágæta boð Sovétmanna til for- seta Islands og við metum það mikils, að Sovétstjórnin skuli bjóða forsetanum í heimsókn. Á hinn bóginn þarf að takast samkomulag um dagsetningu, sagði Þorsteinn Pálsson, for- sætisráðherra, þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær- kvöldi um boð Sovétmanna um að frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, komi til Moskvu í tæka tíð til að hitta Míkhaíl Gorbatsjov 29. febrúar nk. Þorsteinn Pálsson sagði það algilda venju í samskiptum þjóða, að við undirbúning opinberra heimsókna væri rætt um dagsetn- ingar, sem hentuðu báðum aðil- um. „Það kom mér því á óvart,“ sagði forsætisráðherra „að Sovét- stjómin skyldi ekki ljá máls á annarri dagsetningu en þeirri, sem upphaflega var sett fram af sendiherra þeirra. V>1 ég ógjaman trúa því, að ekki sé unnt að flnna aðra dagsetningu sem hentar báð- um. Finnst mér ástæða til að láta reyna til þrautar á það, hvort Sovétmenn em ekki til viðræðu um að finna dag sem fyrst er hentar báðum." Forsætisráðherra sagði, að Sovétmenn hefðu krafíst skjótra ákvarðana og sett stutta fresti. Hefði ríkisstjómin brugðist fljótt við og verið einhuga um gagntil- lögu á fímmtudaginn strax daginn eftir að sovéski sendiherrann Þorsteinn Pálsson ræddi við utanríkisráðherra. Héldi stjómin fast við hana. Fyrir utan virðingu fyrir almennum sam- skiptaháttum í tilvikum sem þess- um taldi forsætisráðherra nauð- synlegt að hafa í huga, að dagana 2. og 3. mars hefði verið ákveð- inn, áður en boð Sovétmanna barst, fundur forsætisráðherra og utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Ef gengið hefði verið að kostum Sov- étmanna hefði utanríkisráðherra aðeins getað verið einn sólarhring af fímm með forseta í Sovétríkjun- um. „Það er ófrávíkjanleg venja, að utanríkisráðherra fylgi forseta Islands í opinberum heimsókn- um,“ sagði forsætisráðherra. Um það hvort viðskiptahags- munir yltu á því, að forseti Is- lands færi einmitt þessa daga til Sovétríkjanna sagði Þorsteinn Pálsson: „Ég er þeirrar skoðunar að leysa verði úr viðskiptaágrein- ingi við Sovétmenn án þess að blanda forseta lýðveldisins inn í mál af því tagi. Það er skylda stjómmálamanna, sem ábyrgð bera á samskiptum við aðrar þjóð- ir að halda embætti forseta ís- lands fyrir utan slíka~ samninga- viðræður. Treysti ég utanríkisráð- herra til að leiða þau mál til lykta." Þegar forsætisráðherra var spurður um afgreiðslu málsins í ríkisstjóm sagði hann, að sam- staða hefði verið um upphaflegt svar til sovéska sendiherrans um að þiggja boðið en fínna nýja dag- setningu. í umræðum á fundi ríkisstjómarinnar í gær hefði ut- anríkisráðherra ekki sett fram ósk um sérstaka bókun. Á hinn bóginn sagðist forsætisráðherra hafa fengið það staðfest hjá ritara ríkisstjómarinnar, að utanríkis- ráðherra lagði fram bókun um að taka ætti boði Sovétmanna sam- kvæmt þeirra kostum, eftir að fundinum lauk. Væri bókunin efn- islega samhljóða því sem utanrík- isráðherra hefði lýst munnlega á fundinum. Vildi forsætisráðherra ekki tjá sig um formsatriði varð- andi bókunina. Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra: Mistök að leggjast gegn heim- sókn forseta í lok mánaðarins Segist hafa lagt fram bókun sína á ríkisstjórnarfund- inum en hún haf i ekki verið lesin þar upp „Ég gerði grein fyrir málinu á ríkisstjórnarfundi í morgun, þannig að það lægi ljóst fyrir og þar lét ég bóka að vegna hinna miklu viðskiptahags- Engar yfir- lýsingar - segirJónSig- urðsson, dóms- málaráðherra „ÉG VIL engar yfirlýsingar um þetta mál gefa, ég tel það ekki rétt,“ sagði Jón Sigurðsson, dómsmálaráðherra, þegar Morgunblaðið spurði hann um afstöðu Alþýðuflokksins til heimsóknar forseta íslands til Sovétríkjanna í lok mánaðar- ins. „Ef leitað er eftir fréttum um afgreiðslu málsins á ríkisstjómar- fundi er það náttúrulega forsætis- ráðherra að svara því,“ sagði Jón. Ekki náðist í Jón Baldvin Hannib- alsson, formann Alþýðuflokksins, í gærkvöldi vegna þessa máls. muna sem við eigum að gæta þarna teldi ég það mistök að leggjast gegn því að úr þess- arri opinberu heimsókn yrði í lok mánaðarins," sagði Steingrimur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég gerði forsætisráðherra grein fyrir minni afstöðu á laugardaginn, svo að hún lá Ijós fyrir.“ Steingrímur sagðist hafa viljað forðast að ræða málið, þar sem það varðaði forsetann, en hjá því yrði ekki komist þar sem frá því hefði verið skýrt í íjölmiðlum. Hann sagði að á ríkisstjómar- fundi á fímmtudaginn hefði verið samþykkt að þiggja boðið, en leita eftir öðmm tíma. Sovétmenn hefðu svarað því til að ekki væri unnt að halda fund með Gor- batsjov á öðmm tíma en 29. febrú- ar. „Ég lagði þá til að þetta boð yrði þegið, meðal annars vegna hinna miklu viðskiptahagsmuna sem við eigum í samskiptum okk- ar við Sovétríkin. Það er rétt að þetta er of stuttur tími, en skýr- ingin sem þeir gáfu var sú að það hefði ekki tekist að fínna annan tíma sem hentaði aðalritaranum. Forsætisráðherra lagðist gegn því, taldi þetta ekki heppilegan Steingrímur Hermannsson tíma, af ástæðum sem er betra að hann greini frá.“ Aðspurður um það hvort hann hefði lagt fram bókun sína eftir ríkisstjómarfund í gærmorgun sagði Steingrímur að svo hefði ekki verið. Hann hefði afhent rit- ara fundarins bókunina á fundin- um en hún hefði ekki verið lesin upp enda væm ekki allar bókanir lesnar upp á fundum ríkisstjómar- innar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.