Morgunblaðið - 17.02.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988
31
k.
Snjóflóð við ,Jarðgöngin “
Snjóflóð féll um helgnna Dalvíkurmegin við Ólafsfjarðarmúlann þar sem jarðgöngunum er ætlað
að vera. Unnið var að mokstri strax á mánudagsmorgun, en búið hafði verið að merkja staðsetn-
ingu opsins inn í fjallið. Ljósmyndari Morgunblaðsins á Ólafsfirði, Svavar B. Magnússon, tók mynd-
ina á leið sinni í gær, en þá hafði að mestu verið hreinsað til.
r~
1 *
: JPS
* ^
ft
Starfsmenn Slippstöðvarinnar við störf í gær.
Morgunblaðið/GSV
Slíppstöðin segir
upp fastri yfírvinnu
Smíði 110 íbúða
hafin á síðasta ári
HAFIN var smíði 110 íbúða á
siðasta ári, en aðeins 28 íbúða
árið áður. Af þeim 110 ibúðum,
sem framkvæmdir voru hafnar
við, voru þijú einbýlishús, þijú
raðhús með sextán íbúðum og
fimm fjölbýlishús með 91 ibúð.
Alls var fullgerð 21 íbúð á árinu,
sex einbýlishús og fimmtán rað-
húsaíbúðir. í árslok voru fokheldar
eða lengra komin 29 einbýlishús,
27 raðhúsaíbúðir og 72 íbúðir í fjöl-
býlishúsum. Skemmra á veg komin
voru í árslok sex einbýlishús, tíu
raðhúsa- íbúðir og 41 íbúð í fjölbýl-
ishúsum.
Samkvæmt upplýsingum frá
byggingafulltrúa Akureyrarbæjar
voru hafnar framkvæmdir á ýmsum
öðrum byggingum en fbúðarhús-
næði á árinu 1987. Má í því sam-
bandi riefna íþróttahús við Bugðu-
síðu, tvö fiugskýli við Eyjafjarðár-
braut, safnaðarheimili við Eyrar-
landsveg, verkstæðishús við Fiski-
tanga, stórmarkað KEA við Glerár-
götu, viðbygging við Hótel KEA,
golfskálann að Jaðri, tvær birgða-
skemmur við Krossanes, iðnaðarhús
við Óseyri 22 og fleira.
A árinu var lokið við fram-
kvæmdir á Seli I og II, bensínstöð-
um Shell og Esso við Hörgárbraut
og stöð Esso við Drottningarbraut,
viðbyggingu í Kirkjugarði, kvik-
myndahúsi við Geislagötu, fjórða
áfanga Verkmenntaskóla, annan
áfanga Síðuskóla auk birgða-
skemma við Krossanes og fleira.
Hafnarnefnd Dalvíkur:
Telur fjárveitingn
Ktilsvirðingn
við sjávarútveg
^ Dalvík.
Á SÍÐASTA fundi hafnarnefndar
á Dalvík voru bókuð harðorð mót-
mæli við afgreiðslu fjárveitinga-
valdsins á fjárbeiðni hafnamefnd-
ar til framkvæmda árið 1988.
Nefndin telur fjárveitinguna litils-
virðingu við sjávarútveg á Dalvík
og segir jafnframt að „mótmæli
þessi séu byggð á þeirri margit-
rekuðu og gffurlegu áhættu sem
núverandi mannvirki eru í og
þeirri augljósu staðreynd að fyrir-
sjáanlegt er að ef ekkert verður
að gert, þá mun sú aðstaða sem
skipum er búin i höfninni, standa
vexti bæjarfélagsins fyrir þrif-
um“.
Enda þótt lagfæringar hafi verið
gerðar á hafnarmannvirkjunum á
síðustu árum er höfnin ekki nægjan-
lega vel í stakk búin til að taka við
auknum flutningum og umferð. Á
fjárlögum þessa árs er einungis
500.000 krónum varið til hafnar-
framkvæmda á Dalvík þrátt fyrir að
bæjaryfirvöld hafi reynt að gera fjár-
veitingavaldinu grein fyrir hve alvar-
legt ástand sé að skapast í höfninni.
Á þessu ári er ráðgert að skipa-
stóll Dalvíkinga stækki verulega, tvö
ný skip munu koma í stað annarra
minni og nýir bátar hafa verið keypt-
ir til staðarins þannig að viðlegu-
pláss mun skerðast verulega. Lag-
færa þarf gijótvöm á norðurgarði ^
og gera endurbætur á enda hans en
þessi hluti hafnarinnar er í mikilli
hættu ef mikinn sjó gerir. Þá þarf
að grafa upp úr höfninni svo stór
flutningaskip eigi betra með að at-
hafna sig þar.
Á siðasta ári jókst umferð um
Dalvíkurhöfn verulega, einkum um-
ferð vöruflutningaskipa. Alls voru
skipakomur 205 en það er um 14%
aukning frá fyrra ári og jukust vöru-
flutningar um Dalvíkurhöfti um 17%
á milli ára. Nú í janúar haifa 20 skip
haft viðkomu sína á Dalvík en á sama
tíma í fyrra voru skipin sex. Landað-
ur afli í Dalvíkurhöfn nam 12.653
tonnum en það er mjög svipað magn
og árið 1986. Bolfiskafli jókst en
rækjuafli minnkaði. v,
Á árinu 1987 var flutt út um
Dalvíkurhöfn 13.141 tonn, að sjálf-
sögðu mest fiskafurðir. Er þetta um
31,8% aukning frá árinu 1986. Inn-
flutningur var hinsvegar nánast sá
sami og á fyrra ári eða 11.200 tonn.
Á síðustu tveimur árum hefur skipa-
komum íjölgað um nær helming.
Þessi mikla aukning umferðar um
höfnina helgast að hluta til af því
að Eimskipafélagið hefur nú vikulega
viðkomu á Dalvík og þá hafa ná-
grannabyggðir í auknum mæli notað
höfnina til út- og innflutnings.
Fréttaritari
Flylja inn hluta í nýsmíði vegna
skorts á málmiðnaðarmönnum
SLIPPSTÖÐIN á Akureyri hefur
sagt starfsmönnum sinum upp
fastri yfirvinnu ótímabundið
vegna verkefnaskorts tímabund-
ið. Ákvörðun þessi var í fyrstu
tilkynnt trúnaðarmönnum á
mánudag og í kjölfarið haldin
starfsmannafundur þar sem
ákvörðunin var tilkynnt form-
lega.
Gunnar Skarphéðinsson starfs-
mannastjóri Slippstöðvarinnar
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að venjan hefði verið sú að
átta tímar hefðu verið unnir í dag-
vinnu og einn í yfirvinnu, frá 16.00
til 17.00, en eftir breytingarnar nú
ynnu menn aðeins dagvinnuna, frá
8.00 til 16.00.
Gunnar átti von á að þetta ástand
myndi vara fram yfir páska, en þá
væri von á fleiri verkefnum. Hann
sagði að uppsagnimar kæmu við
meginþorra starfsfólks Slippstöðv-
arinnar, alls um tvö hundruð
manns, eða alla þá er ekki starfti
við skrifstofustörf. Skrifstofufólk
hefur ekki notið fastrar yfírvinnu
hjá Slippstöðinni. Gunnar sagði að
aðeins einu sinni áður hefði þurft
að grípa til þessa ráðs á sl. tuttugu
árum.
Slippstöðin er um þessar mundir
að hefja smíði á nýjum 200 tonna
togara og í bígerð er að hefja smíði
annars slíks innan tíðar. Fyrirtækið
þarf hinsvegar að flytja inn hluta
skipsins frá Svíþjóð þar sem ekki
fást nægilega margir málmiðnaðar-
menn til starfa. „Við erum fyrst
og fremst með þessu að hraða upp-
byggingu skipsins svo aðrir verk-
hópar, svo sem rafvirkjar, trésmiðir
og vélvirkjar, komist að. Hjá Slipp-
stöðinni starfa á annað hundrað
málmiðnaðarmenn og sagði Gunnar
að það vantaði milli 30 og 40 í við-
bót ef vel ætti að vera. Við þurfum
að flytja inn botnhluta og síður tog-
arans frá Svíþjóð. Þetta kemur í
hlutum til landsins og verður sett
saman af starfsmönnum Slipp-
stöðvarinnar. Með þessu er ekki
verið að taka vinnu af neinum. Það
er eingöngu verið að kaupa vinnu
að utan sem ekki er til í landinu,"
sagði Gunnar.
Hann sagði að búast mætti við
auknum verkefnum með vorinu og
um miðjan apríl væri von á togaran-
um Vestmannaey VE í Slippstöðina,
en skipið hefur undanfarið verið í
breytingum í Póllandi. Gunnar
sagði að Vestmannaey yrði siglt til
Akureyrar frá Póllandi vegna þess
hve verki Pólveijanna hefði seinkað
mikið, en verið er að breyta togar-
anum í .frystiskip.
Fyrirtæki til sölu
Hin stórglæsilega fiskverslun
Sjávargull á Akureyri ertil sölu.
Upplýsingar eru veittar hjá Eignakjöri, s. 96-26441
og Fasteigna- og skipasölu Norðurlands, s. 96-25566.