Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.02.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 Afkoma ríkissjóðs 1987: Veikleikamerki í hagstj órn að halli ríkissjóðs minnkaði ekki í góðæri Morgunblaðið birtir hér á eftir í heild fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu um afkomu ríkissjóðs á sl. ári: Framvinda efnahagsmála á árinu 1987 var að mörgu leyti dæmigerð fyrir íslenska þjóðarbúskapinn. Tvennt setti mestan svip á þróunina. Annars vegar aukin framleiðsla í flestum greinum atvinnulífsins, eink- um í versiunar- og þjónustugreinum svo og byggingariðnaði. Þessu fylgdi afar mikil hækkun tekna. Jafnframt átti mikill hallarekstur á ríkissjóði, auknar erlendar lántökur og útlána- þensla í bankakerfínu dijúgan þátt í að kynda undir þessari þróun. Þetta skapaði aftur mikla útgjaldaþenslu Vélsmiðjur i I:.. 4 SUSTAMID nælon og pólyethylen í stöngum til smíða á hverskonar véla- hlutum o.fl. G.J. Fossberg vélaverslun hf. Skúlagötu 63 - Reykjavík Símar 18560-13027 hér innanlands með þeim afleiðing- um, að verðbólga fór ört vaxandi, eftir því sem á árið leið, og viðskipta- hallinn gagnvart útlöndum fór úr böndunum. Á fyrstu mánuðum ársins 1987 varð ljóst, að hallinn á ríkissjóði stefndi mun hærra en fjárlög gerðu ráð fyrir, eða í allt að 3.400 m.kr. samkvæmt áætlun í maímánuði. Með þeim tekjuöflunaraðgerðum, sem ný ríkisstjóm greip til á miðju sumri, var hins vegar áætlað, að hallinn gæti lækkað niður í 2.700 m.kr. Á haustmánuðum var jafnvel talið, að hallinn gæti orðið enn minni, eða um 2.300 m.kr., meðal annars vegna þeirra tekjuöflunaraðgerða, sem ríkisstjómin beitti sér þá fyrir. Nú liggja fyrir bráðabirgðatölur um afkomu A-hluta ríkissjóðs á árinu 1987 (sjá meðfylgjandi greinargerð). Þessar tölur sýna halla á rekstrar- reikningi upp á rúmlega 2.700 m.kr. Þetta er nokkru lakari útkoma en búist var við síðastliðið haust, en það stafar fyrst og fremst af mun meiri vaxta- og launagreiðslum á síðustu mánuðum ársins en þá var gert ráð fyrir. Hallinn nemur um 1,3% af áætiaðri landsframleiðslu. Til saman- burðar má nefna, að árið 1986 nam rekstrarhallinn tæplega 1.900 m.kr., eða sem svarar til 1,2% af lands- framleiðslu. Heildartekjur ríkissjóðs námu tæplega 49 milljörðum króna í fyrra, eða tæplega 6 milljörðum, 14%, meira en áætlað hafði verið á fjárlög- um ársins. Heildargjöld urðu 51,7 milljarðar og höfðu líka hækkað um tæplega 6 milljarða króna frá fjárlög- um, eða um 13%. Skýringin á hækkun tekna og gjalda umfram Qárlög er í meginat- riðum Qórþætt. I fyrsta lagi hækk- uðu laun í landinu — og þar með einnig launaútgjöld ríkissjóðs — á síðasta ári mun meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. í öðru lagj voru innlendar veltubreyt- ingar miklu meiri en búist var við. í þriðja lagi hækkaði verðlag tals- vert umfram áætlanir. f fjórða lagi má rekja einn fimmta hluta hækkun- ar tekna umfram fjárlög til tekjuöfl- unaraðgerða ríkisstjómarinnar síðastliðið sumar og hasut. Hækkunin milli ára, þ.e. frá 1986 tii 1987, er rétt undir 30%, bæði á tekju- og gjaldahlið. Til samanburðar má nefna, að almennt verðlag hækk- aði um rúmlega 24% á sama tíma- bili, en laun eru talin hafa hækkað um tæplega 40% á mann. Þar sem þjóðartekjur eru taldar hafa hækkað um svipað hlutfall, má segja, að heildarumsvif ríkisins — mæld sem hlutfall tekna og gjalda af lands- framleiðslu — hafí haldist óbreytt milli áranna 1986 og 1987, nálægt fjórðungi. Hallinn varð svipaður bæði árin, eða sem svarar til um 1V4 af lands- framleiðslu. Þannig má segja, að á síðasta ári hafi tekist að halda ríkis- búskapnum á svipuðu róli og árið 1986, hvað þetta snertir. Hins vegar verður það að teljast veikleikamerki í innlendri hagstjóm, að ekki skuli hafa tekist að draga úr halla ríkis- sjóðs í þvi góðæri, sem einkenndi íslenskan þjóðarbúskap á síðasta ári. Fjármál A-hluta ríkis- sjóðs á árinu 1987 1. Afkoma: Rekstrarafkoma A-hluta ríkis- sjóðs á árinu 1987 var neikvæð um 2.725 m.kr., eða sem nemur 1,3% af landsframleiðslu. Þetta er töluvert betri útkoma en gert var ráð fyrir á fjárlögum, en þá var áætlað, að hall- inn gæti numið allt að 1,7% af lands- framleiðslu, eða 800 m.kr. meiri. Lánahreyfingar. Talsverðar sviptingar urðu í lánamálum ríkis- sjóðs á síðasta ári. Þannig dró bæði úr lántökum og lánveitingum miðað við næsta ár á undan. Útstreymi af lánareikningi nam um 5.673 m.kr. Þetta skiptist þannig, að veitt lán og hlutafé voru 2.845 m.kr., greiddar afborganir umfram innheimtar 1.004 m.kr. og útstreymi á viðskiptareikn- ingum 1.824 m.kr. Innstreymi á lána- reikningum nam 7.678 m.kr. Þar af' voru innlendar lántökur 5.523 m.kr., en erlendar 2.155 m.kr. Mikil um- skipti urðu á lántökuhliðinni, þar sem lántökur erlendis minnkuðu um meira en helming frá árinu 1986. Aftur á móti jukust lántökur innanlands um 40%. Samanborið við árið 1986 lækk- uðu erlendar lántökur um 2.849 m.kr., en lántökur innanlands jukust um 1.629 m.kr. Heildarhreyfmgar á lánareikningi árið 1987 sýna þannig 2.005 m.kr. innstreymi umfram út- streymi, eða sem nemur 1% af lands- framleiðslu, samanborið við 2.600 m.kr. árið 1986, 1,6% af landsfram- leiðslu. Sjá töflu I. Greiðsluafkoma A-hluta ríkis- sjóðs var á árinu 1987 neikvæð um 720 m.kr., eða sem nemur 1,4% af útgjöldum ríkissjóðs. í endurskoðaðri áætlun um afkomu ríkissjóðs frá því í október 1987 var hins vegar gert ráð fyrir, að greiðsluhreyfingar yrðu því sem næst í jafnvægi. í aðalatrið- um má skýra þessa neikvæðu greiðslustöðu út frá verri útkomu rekstraraðila. 2. Aðgerðir i rikisfjármálum Á síðasta ári urðu mikil umskipti í fjármálum ríkisins. Við afgreiðslu fjárlaga var gert ráð fyrir, að tekju- halli yrði 2.843 m.kr. Þegar ný ríkis- stjóm tók við völdum, var ljóst, að þróunin í Qármálum ríkisins og verð- lagsmálum hafði færst mjög til verri vegar og mikil þensla í þjóðfélaginu. Þá var áætlað, að halli á ríkisbú- skapnum gæti orðið á bilinu 3.500— 4.000 m.kr. Til þess að draga úr verðbólgu og viðskiptahalla og koma á betra sam- ræmi milli þjóðarútgjalda og þjóðar- tekna greip ríkisstjómin strax í upp- hafi til margháttaðra aðgerða, sem meðal annars fólust í eftirfarandi: — Undanþágum frá söluskatti var fækkað og lagður sérstakur lægri söluskattur á ýmis matvæli og þjónustu. — Lagtvarásérstaktbifreiðagjald. — Viðbótarskattur var lagður á inn- flutt kjamfóður. — Ríkisábyrgðargjald var hækkað og lagt lántökugjald á erlendar lántökur. — Hækkun lífeyrisgreiðslna og bamabótaauka. Áætlað var að aðgerðir þessar skiluðu ríkissjóði rúmum milljarði í auknar tekjur á árinu 1987. Á móti var gripið til tekjujafnandi aðgerða með hækkun lífeyrisgreiðslna og bamabótaauka. Þessum aðgerðum í ríkisflármálum var fylgt eftir með frekari ráðstöfun á sviði peninga- og lánamála, meðal annars með hækkun vaxta á spariskírteinum og með því að frysta hluta af endur- greiðslum uppsafnaðs söluskatts til sjávarútvegs inni á bundnum reikn- ingi, þannig að þær greiðslur færu ekki út í hagkerfíð. Þótt þessar aðgerðir hafa styrkt stöðu ríkissjóðs verulega, var ljóst, er kom fram á haust, að þær héldu ekki nægilega aftur af vexti þjóðar- útgjalda. Jafnframt því var innlendur spamaður minnkandi. Því voru ákveðnar frekari aðgerðir á tekju- hliðinni, sem fólust í eftirfarandi: — Innflutningsgjald af bílum var hækkað. — Hækkun verðs á áfengi og tóbaki um 8%. Jafnframt var gripið til ýmissa ráðstafana í peninga- og lánsfjármál- um til að efla innlendan spamað. Með þessum aðgerðum var þess vænst að rekstrarhalli ríkissjóðs næðist niður í 2.300 m.kr. Þróun verðlags Þróun launa og verðlagsmála í fyrra var mjög frábrugðin því sem gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 1987. Þetta endur- speglast í samanburði á niðurstöðum og fjárlagatölum og er nauðsynlegt að hafa í huga, þegar verið er að bera þessar stærðir saman. . Eftirfarandi yfírlit sýnir breyting- ar helstu verðvisitalna milli ársmeð- altala 1986 og 1987 eins og þær urðu í raun, samanborið við forsend- ur flárlaga. Sjá töflu II. Yfírlitið sýnir, að verðhækkanir milíi ára hafa orðið 5—6% umfram forsendur íjárlaga. Enn meiri munu varð á tölum um hækkun frá upp- hafi til loka árs, þar sem verðlag - Útkoma 1986 Tafla I Fjárlög Endursk. 1987 maí Endursk. áætl. okt. Útkoma 1987 Breyting ’86-*87 % 1. Tekjur 38.235 43.029 45.160 47.600 48.963 28,1 2. Gjöld 40.111 45.872 48.560 49.900 51.688 28,9 3. Tekjur umfram gjöld -1.876 -2.843 -3.400 -2.300 -2.725 4. Lánahr. útstreymi 6.296 3.230 4.937 4.677 5.673 -9,9 Afborganir, nettó 3.750 1.430 1.430 1.430 1.004 -73,2 Veitt lán 1.493 1.420 1.940 1.680 1.972 32,1 Hlutafé 89 80 844 844 873 Viðsk.reikn., nettó 964 300 723 723 1.824 89,2 5. Lántökur 8.897 6.150 7.394 6.800 7.678 -13,7 Innlendar 3.893 4.450 4.450 4.880 5.523 41,9 Erlendar 5.004 1.700 2.944 1.920 2.155 -56.9 6. Lánahreyfingar nettó (5.-4.) 2.601 2.920 2.457 2.123 2.005 7. Greiðsluafkoma ríkissjóðs (6.+3.) 725 77 -943 -177 -720 Tafla II Meðalhækkun milliára Hækkun frá upphaf i til loka árs Fjárlös: Útkoma Frávik Fjárlöff Útkoma Frávik % % % % % % Framfærsluvísitala 11,5 18,8 6,5 7,5 24,3 15,6 Byggingavísitala 12,5 17,7 4,6 7,5 17,5 9,3 Lánskjaravísitala 12,5 18,1 5,0 7,5 24,1 15,4 Atvmnutekjur 20,0 39,0 15,8 9,0 30,0 19,3 Tafla III - Mismunur Fiárlög Endursk. Útkoma okt. áætl. Útkoma Breyting 1987 október 1987 og útkomu 1986 1986-1987 1. Tekjur alls 43.029 47.600 48.963 1.363 38.235 % 28,1 1.1 Beinir skattar 6.626 6.301 6.292 -9 5.525 13,9 Eignaskattur 1.271 1.296 1.191 -105 889 34,0 Tekjuskattur 5.355 5.005 5.101 96 4.636 10,0 1.2 Óbeinir skattar 33.749 38.544 39.865 1.311 29.485 35,2 Sölugjald 17.430 19.610 20.227 617 14.443 40,0 Aðflutningsgj. 5.264 6.174 6.648 474 5.031 32,1 Framl. og innfl.sk. 2.308 2.509 2.524 15 2.069 22,0 Hagn. ÁTVR 2.650 3.200 3.200 2.430 31,7 Skattar af launagr. 3.290 3.543 3.553 10 2.683 32,4 Þungask. og bifr. eftirlitsgjöld 863 1.190 1.142 -48 824 38,6 Aðrir óbeinir sk. 1.944 2.318 2.628 310 2.005 i 31,1 1.3 Arðgr. og vaxtatekjur 2.654 2.755 2.816 -61 3.225 -12,7 Fjárlöar Endursk. Útkoma okt.áætl. Útkoma Breyting 1987 október 1987 og útkomu 1986 1986-’87 i. Almennur rekstur 18.741 20.921 22.146 1.121 13.374 % 63,9 Laun 14.825 16.742 17.800 1.053 önnur gjöld - sértekj. 3.916 4.179 4.346 167 2. Neyslu- og rekstrar- tilfærelur 16.800 18.354 18.303 51 17.405 5,6 Lífeyristrygg. 6.360 7.140 7.151 11 5.035 42,0 Sjúkratrygg. 4.235 4.515 4.325 -190 4.874 Niðurgr. og útfl.bætur 1.890 2.410 2.544 134 2.087 21,9 Annað 4.310 4.289 4.283 -6 5.409 26,3 3. Vextir 3.620 3.650 4.289 639 3.916 9,5 4. Viðhald 1.134 1.208 1.200 -8 946 29,0 5. Fjárfesting 5.577 5.767 5.750 33 4.471 30,8 Samtals 45.872 49.900 51.688 1.788 40.111 28,9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.