Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 41 hækkaði um allt að 24% í stað 7,5% eins og reiknað var með í fjárlögum. Ennfremur urðu launabreytingar miklu meiri en reiknað var með við afgreiðslu flárlaga. Nærri lætur, að útgjöld ríkisins þeirra vegna hafí orðið um 3.800 m.kr. hærri en þá var gert ráða fyrir. Tekjur Innheimtar tekjur A-hluta ríkis- sjóðs á árinu 1987 námu alls 48.963 m.kr. Samanborið við endurskoðaða áætlun frá því í október er það hækk- un um 1.363 m.kr. Skýrist hún aðal- lega af auknum tekjum af sölu- gjaldi, aðflutningsgjöldum og öðrum óbeinum sköttum. Þá aukningu má einkum rekja til meiri veltu- og verð- breytinga síðustu mánuði ársins en ráð var fyrir gert. Á árinu 1986 voru innheimtar tekjur 38.235 m.kr. og er hækkun frá 1986 10.728 m.kr., eða um 28,1%. Beinir skattar nema alls 6.292 m.kr. og hækka um 13,9% milli ára. Álagning tekjuskatts reyndist 300 m.kr. lægri en fjárlög gerðu ráð fyr- ir og það ásamt áformaðri lækkun beinna skatta skýrir litla hækkun milli ára. Hlutfall þeirra af heildar- tekjum er nú 12,9% í stað 14,5% árið 1986. Sjá töflu III. Tekjur af sölugjaldi eru nettó 20.227 m.kr. og er það 617 m.kr. umfram októberáætlun. Á árinu var undanþágum frá söluskatti fækkað og tekinn upp sérstakur söluskattur á ýmsar vörur og þjónustu. Alls var talið að þær breytingar ykju tekjur ríkissjóðs um 675 m.kr. á árínu og skýrir það hækkun á þessum lið umfram almennar verðbreytingar. Aðflutningsgjöld námu 6.648 m.kr. og hækka um 474 m.kr. frá októberáætlun. Þar af hækka almenn aðflutningsgjöld um 220 m.kr. og innflutningsgjöld af bifreiðum um 210 m.kr. Telqur af öðrum óbeinum sköttum voru 2.628 m.kr. og hækka um 310 m.kr. frá endurskoðaðri áætlun. Stærstu liðir þar eru skattar af sölu erlends gjaldeyris og lántökugjald, sem hækkar um 183 m.kr., og tekjur af stimpilgjöldum hækka um 106 m.kr. Gjöld Útgjöld ríkissjóðs ' námu alls 51.688 m.kr. á árinu 1987 saman- borið við 40.111 m.kr. 1986. Hækk- un milli ára er 28,9%. Þótt tölumar hér að neðan sýni mikla hækkun á almennum rekstrar- útgjöldum milli ára, eru þær ekki að fullu samanburðarhæfar, þar sem tilfærsla átti sér stað frá sjúkra- tryggingum við það, að 13 ný sjúkra- hús, sem voru á daggjöldum 1986, voru tekin inn á föst íjárlög 1987. Áætlað er, að með þessum hætti hafi flust yfir á almennan rekstur um 3.750 m.kr., þar af 2.800 m.kr. vegna launagjalda. Sjá töflu IV. Sá kostnaðarliður, sem vegur þyngst í almennum rekstri, eru bein- ar launagreiðslur, sem nema alls um 17.800 m.kr. Stærstur hluti launa- greiðslna ríkisins er greiddur út hjá launadeild Qármálaráðuneytisins og námu þær greiðslur á árinu 1987 14.650 m.kr. og er hækkun milli ára 40% að meðaltalinni magnaukningu. Til samanburðar má nefna, að al- mennar launabreytingar í landinu eru áætlaðar um 39% á mann milli 1986 og 1987. Neyslu- og rekstrartilfærslur eru alls 18.303 m.kb. og er stærsti liður- inn þar lífeyristryggingar, 7.151 m.kr., sem hækka um 42% frá fyrra ári. Greiðslur til sjúkratrygginga eru 4.325 m.kr. og lækka frá fyrra ári vegna tilfærslu nokkurra sjúkrahúsa af daggjöldum yfir á föst fjárlög eins og fram hefur komið. Til niður- greiðslna runnu 1.566 m.kr. og er það hækkun um 16,6% frá fyrra ári og útflutningsbætur voru 978 m.kr., sem er 31,5% hækkun. Talsverð hækkun verður á vaxta- greiðslum frá októberáætlun, eða 639 m.kr. Stærstur hluti þessa mis- munar, 280 m.kr., eru vextir af ríkisvíxlum. í áætlun hafði verið gert ráð fyrir að afla lánsfjár með skulda- bréfum í stað ríkisvíxla, en þeir bera fyrirframgreidda vexti og eru til til- tölulega skamms tíma.' I öðru lagi hækkar vaxtagreiðsla af viðskipta- reikningum og lánum Seðlabanka um 140 m.kr. Loks reyndust vaxta- greiðslur af erlendum lánum um 160 m.kr. umfram áætlun. Afborganir lána Skv. áætlunum var talið, að greiddar afborganir yrðu 1.430 m.kr. umfram innheimtar. Að reynd varð þessi upphæð 1.004 m.kr. eins og tafla V sýnin Innlausn spariskírteina varð 805 m.kr. og er það tæplega 200 m.kr. lægri upphæð en áætlað var. Að öðru leyti skýrist munur á áætluðum og greiddum afborgunum á því, að við uppgreiðslu á óhagkvæmum lán- um hefur verið létt á endurgreiðslu- byrði. Veitt lán í íjárlögum voru lánveitingar áætl- aðar alls 1.420 m.kr. Endanlegar lánveitingar urðu 1.972 m.kr. Helstu lánveitingar sem ríkissjóður hafði milligöngu um, voru til Lánasjóðs íslenskra námsmanna 800 m.kr., RARIK 140 m.kr., flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli 565 m.kr., hita- veitna 70 m.kr., flóabátsins Baldurs 35 m.kr. og lánveiting til Húsnæðis- stofnunar 260 m.kr. Þar er um að ræða endurlán ríkissjóðs til Hús- næðisstofnunar vegna kaupa lífeyris- sjóðanna á spariskírteinum frá árinu 1986. Ákveðið var að halda þessu fé í ríkissjóði vegna góðrar flárhags- stöðu byggingarsjóðs. Hlutafé og stofnframlög' í fjárlögum hafði verið ráðgert að verja 80 m.kr. í þessu skyni á árinu 1987. Við endurskoðun hafði þessi tala hækkað um 764 m.kr., sem er stofnkostnaður vegna hlutabréfa- kaupa ríkissjóðs í Utvegsbankanum hf. samkvæmt sérstökum lögum þar um. Endanlegar tölur sýna því 873 m.kr. útstreymi. Viðskiptareikningar í fyrra streymdi fé út af viðskipta- reikningum umfram innstreymi, sem nam 1.824 m.kr. í stað 723 m.kr. eins og áætlað var í október. Miklar hreyfingar urðu á þessum lið umfram áætlun og eru skýringar margháttað- ar. Þyngst vegur, að á árinu stofn- uðu ýmis fyrirtæki ríkisins til 530 m.kr. skulda á viðskiptareikningi. Stærstu aðilar eru Póstur og sími 194 m.kr. og Ríkisútvarp 188 m.kr. Þá var óhafíð framlag Húsnæðis- stofnunar ríkisins frá árinu 1986 að upphæð 463 m.kr. greitt út á árinu. Ennfremur var togaranum Merkúr veitt bráðabirgðafyrirgreiðsla að upphæð 184 m.kr. og stendur sú upphæð sem inneign á viðskipta- reikningi. Lántökur ríkissjóðs Heildarlántökur urðu 7.677 m.kr. Þar af voru innlendar lántökur 5.523 m.kr., en erlendar 2.155 m.kr. Sjá töflu VI. Lántaka í Seðlabanka, en hún var utan áætlunar fjárlaga, skýrist að stærstum hluta ajf láni sem tekið var vegna Útvegsbankans hf. að upphæð 764 m.kr. Það sem er umfram þá upphæð eru verðbréf, sem Seðla- bankinn yfírtók frá bankakerfinu og kemur því fram í lægri skuldastöðu við það. Sala ríkisvíxla gekk mjög vel síðast á árinu og voru seldir víxlar fyrir 934 m.kr. Sala spariskír- teina tók mikinn kipp, eftir að vextir þeirra voru hækkaðir á haustmánuð- um og nær»aukningin að brúa það, sem upp á vantaði af skuldabréfa- kaupum lífeyrissjóðanna. Erlendar lántökur reyndust 2.155 m.kr. og lækkuðu mikið frá árinu áður. Hækk- un frá endurskoðaðri áætlun frá því í október skýrist aðallega af lánum til hitaveitna, sem talin voru með lántökum sveitarfélaga og aukinni lántöku til flugstöðvar. Staða við Seðlabankann Samkvæmt upplýsingum Seðla- bankans nam skuldastaða_ A-hluta ríkissjóðs hjá Seðlabanka íslands í byijun árs 1987 vegna beinna við- skipta 1.408 m.kr., en var í árslok 3.702 m.kr., að meðtöldu endurmati lána. Fyrir utan þessar tölur eru kröfur Seðlabankans á ríkissjóð, sem hann hefur eignast með viðskiptum við þriðja aðila, og nema þær í lok síðasta árs 1.094 m.kr. Fjármagnsfyrirgreiðsla Seðla- bankans við A-hluta ríkissjóðs á ár- inu 1987 nam að jafnaði 2.100 m.kr. og er það svipuð upphæð og var árið á undan í krónum talið á verð- lagi hvers árs. Tafla V Endursk. Útkoma Fjárlög október 1987 Gr. afborganir innl. lána Innlausn spariskírteina 1.000 1.000 805 Önnur innlend l&n 1.110 1.110 1.036 Gr. afb. erlendra lána 1.300 1.300 1.036 Samtals gr. afb. 3.410 3.410 2.877 Innheimtar afb. lána -1.980 -1.980 -1.873 Afborganir nettó 1.430 1.430 1.004 Tafla VI Fjárlög Endursk. okt. Útkoma 1987 Mismunur raunt. og áætlunar íokt. I. Innlend lántaka 4.450 4.880 6.523 +643 Seðlabanki 864 1.038 174 Rikisvixlar 400 400 934 534 Spariskirteini 1.500 1.500 2.144 644 Verðbréfakaup banka 1.250 1.316 1.216 -100 Verðbréfakaup lifeyrissjóða 1.300 800 157 -643 Annað 34 34 II. Erlendar 1.700 1.920 2.156 235 I.+II. Lántttkuralla 6.150 6.800 7.678 878 Gabriel HÖGGDEYFAR ~^ úrvalsvara Æm LÆKKAÐ VERÐ! RYÐFRIAR bttEPA- Wmmmi JHk DÆLUR = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < c/) iS> < SKRIFSTOFAN ’88 Námskeiðið Skrifstofustjómun er sérstaklega fengið til landsins í tilefni sýningarinnar Skrifstofan ’88, sem Kaupstefnan hf. stendur fyrir í Laug- ardalshöll dagana 2.-6. mars n.k. Námskeiði er haldið samhliða sýning- unni og stendur í tvo daga. Námskeiðið: Skrifstofustjómun getur verið allt frá stjómun lítillar og fámennrar skrif- stofu til stjómunar stórrar og háþróaðrar skrifstofu, því sömu grundvallar- atriði gilda í báðum tilfellum. Námskeiðið Skrifstofustjómun hjálpar þeim, sem vinna við skrif- stofustjómun til að gera starfið ánægjuríkara og árangursmeira og til að ná hámarksárangri með samhæft og jákvætt starfsfólk, einkum á tímum tæknibreytinga. Fyrirhverja? Námskeiðið Skrifstofustjórnun er sérstaklega sniðið fyrir fólk sem hef- ur með mannaforráð að gera á skrifstofum, litlum sem stórum, jafnt þar sem nýir og eldri starfsmennveru. Markmið: Markmiðið er að þátttakendur öðlist mikilvæga þekkingu og efli hæfileika sína til að stjóma skrifstofufólki eins og best verður á kosið. Efni: Fyrri dagur: Hlutverk skrifstofunnar innan fyrirtækisins - Hlutverk yfir- manns á skrifstofunni - Ráðning og val á starfsfólki - Aðferðir til að bæta samskiptin - Hvemig fylgst er með í starfsgreininni-Tímastjómun. Seinni dagur: Meðhöndlun algengra vandamála á skrifstofu - Hvemig skrifstofufólk er hvatt og þróað í starfi - Heilbrigði og öryggi -Vinnulag - Framkvæmdaáætlun fyrir betri framtíð. Leiðbeinandi: Námskeiðið er eitt af vinsælustu námskeiðum BIM - British Institute of Management, en það er stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Bretlandi. Leið- beinandi er Shelagh Robinson, CIPM, FBIM, einn helsti og reyndasti leiðbeinandi BIM. Allt árið um kring ferðast hún um Bretland og megin- landið og heldur stjómunamámskeið á vegum BIM og hefur gert í 15 ár. Þá er hún einnig þekktur rekstrarráðgjafi. Hvemig? Námskeiðið Skrífstofustjómun fer fram á ensku og notast leiðbeinend- ur við myndvarpa og myndbandstæki sér til aðstoðar. I Hvar/hvenær? Námskeiðið verður haldið dagana 3. og 4. mars n.k. að Hótel Holiday Inn | frákl. 9:30-17:00 báðadagana. | Þátttaka tilkynninst til Kaupstefnunnar hf. í sfma 11517 fyrir 25. febrúar n.k. S Takmörkuð þátttaka. „OC KAUPSIEFNAN Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.