Morgunblaðið - 17.02.1988, Side 44

Morgunblaðið - 17.02.1988, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 Valgerður Péturs- dóttir—Minning Fædd: 7. júní 1912 Dáin 9. febrúar 1988 Oft falla manneskjunni tár en aldrei hafa þau verið svo þung sem nú, svo þrungin djúpum söknuði. Huggunar er helst að leita í hlýrri og fallegri minningu um elsku ömmu okkar. Við vitum að Guð ann henni góðrar hvfldar og hjá honum líður henni vel. Himinhvolfið er dökkblátt sem fiauel — ein stjama skín skærar en allar hinar og við vitum að það er stjaman hennar, þannig mun hún ávallt skína í okkar huga. Hvert tækifæri var ávallt notað til að vera hjá ömmu og afa. Þar var alla tíð mjög gestkvæmt og öll- um tekið opnum örmum. Hún amma unni sér aldrei hvfldar fyrr en allir vora mettir og hvfldir. Alltaf vildi hún öllum hjálpa þótt aldrei mætti koma neitt á móti. Hún gat læknað öll sár og kvilla sem okkur hafði hijáð — alltaf var hægt að skríða í sæta hjartahlýju hennar og fá þar bót meina sinna. Armar hennar hafa alla tíð staðið opnir. Styrkur hennar var ómetanlegur og e.t.v. gefur sá styrkur sem fólginn er í minningu hennar okkur þrek til að takast á við framtíðina án hennar. Við þökkum þeim sem öllu ræður fyrir hvert það ár er við höfum mátt deila með henni ömmu. Það era forréttindi að fá að þekkja svo heila og yndislega manneskju og enn meiri forréttindi að fá að vera henni svo náinn, þiggja allan henn- ar kærleik, gefa á móti af sínum kærleik og nema öll hennar heilindi. Óskandi hefði verið að ömmu hefði unnist aldur til að mega sjá væntanlegt langömmubam, en svo ræður maðurinn ekki gangi heims- ins og ef tekst að gera það að svo yndislegri, hjartahlýrri og vandaðri manneskju sem allir elska, eins og hún var, þá er mikið verk unnið. Það var mikil huggun fólgin í þeim orðum að við megum ekki vera eigingjöm — ömmu líður vel núna, kallið hennar var komið, til annarra og æðri starfa. Hún gaf okkur ávallt allt það besta. Sjálf átti hún svo sannarlega skilið allt það besta sem lífið hafði upp á að bjóða en hjá henni komu aðrir alltaf á undan, þannig var fómfysin og ósérhlífnin. í okkar huga verður amma alltaf eins og nýútsprangin rauð rós, svo falleg var hún bæði að innan og utan og svo sæt var hennar angan. Þannig mun hin rauða rós ávallt verða hennar tákn í okkar huga. Elsku afi, við vitum að sársauk- inn er skerandi, en vissan um að amma hefur skilað svo miklu í sínu lífi, að heimurinn og við sjálf urðum betri að hafa mátt njóta hennar, minningin um hversu falleg og okk- ur góð hún var, hversu sterk hún ávallt reyndist gefur okkur styrk til að takast á við ókominn tíma og halda minningu hennar á lofti. Við getum omað okkur við þá vissu að nú hefur hún fengið hvfldina sína og nú líður henni vel. Barnabörnin í dag kveð ég vinkonu mína og samstarfsmann um árabil, Valgerði Pétursdóttur. Fundum okkar bar fyrst saman árið 1956 þegar ég hóf störf á Sjúkrahúsinu í Keflavík, en þar var Valgerður matráðskona. Sjúklingar og starfsfólk nutu krafta hennar þar í þijá áratugi og_ það duldist engum, sem kynntist Val- gerði, að hún var listakona í allri matargerð. Það er mér því minnisstætt hversu fljótt mér fór að þykja vænt um þessa konu sem á sinn sérstaka hátt sýndi okkur sem þama störfuð- um móðurlega umhyggju. Að af- loknu erfiðu verki jafnt að nóttu sem degi fór um mann hlý tilfinn- ing, að setjast niður við matarbak- kann, sem Valgerður hafði útbúið, sem henni var einni lagið. Hún lagði sig fram um að vita hvað okkur þótti gott og lagði það á minnið. Það var svo við ólíklegustu aðstæð- ur, sem hún hitti mann í hjartastað. Hún var einn af máttarstólpum sjúkrahússins þessi mörgu og oft erfiðu ár. Með virðulegri reisn, sem minnti oft á hershöfðingja eða á skipstjóra í brúnni, stjómaði hún sínu fólki í eldhúsinu, sló aldrei af, hélt alltaf sama dampi. Allir urðu að taka á sem í kringum hana vora. Hún hafði lengst af úrvalslið og sama fólkið vann hjá henni áram saman. Við sem kynntumst henni og þekktum vel gerðum okkur grein fyrir að líf hennar var ekki bara matseld, því hún var í eðli sínu mjög listhneigð. Valgerður hafði unun af söng og spilaði sjálf á org- el í góðra vina hópi. Hún var vinur. vina sinna, raungóð og trygg þegar á reyndi. Hún brást alrei og verð ég Valgerði ævinlega þakklát fyrir tryggð hennar við systur mína í veikindastríði hennar. Valgerður var höfðingi heim að sækja og komu þá aðrar hliðar hennar í ljós. Þá var skipstjórinn ekki lengur í brúnni heldur einkar heimilislegt fas. Mjúklegt yfirbragð konu, sem skynjaði líf og listir. Valgerður var gift Braga Halldórs- sjmi gjaldkera í Sparisjóðnum í Keflavík. Þau bjuggu á Vallargötu 18 og var heimili þeirra mjög fag- urt og hlýlegt. Ég votta eiginmanni Valgerðar, bömum og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð. Blessuð sé minning Valgerðar Pétursdóttur. Jóhanna Brynjólfsdóttir Að kvöldi 9. febrúar sl. fengum við þá fregn að látin væri vinkona okkar, Valgerður Pétursdóttir. Okkur setti hljóða þó við vissum að hún vinkona okkar gengi ekki heil til skógar, héldum við hana eiga enn mörg ár hér á Hótel Jörð. Valgerður var fædd á Hallgils- stöðum í Norður-Þingeyjarsýslu þann 7. júní 1912. Árið 1941 gift- ist hún Braga Halldórssyni, þeim varð tveggja bama auðið sem era: Fjóla búsett í Bandaríkjunum og Baldur búsettur í Reykjavík. Bama- bömin era þijú. Til Keflavíkur fluttust þau árið 1945, þá þegar tókst vinátta milli t Eiginmaftur minn, faftir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróftir, SÍMON JÓHANN HELGASON fyrrverandi skipstjóri, Túngötu 12, Ísafirði, lést í Sjúkrahúsi [safjarðar 16. febrúar. Elisa Elíasdóttir, Kristín Símonardóttir, Jóhann Hauksson, Sigríftur Símonardóttir, Jón Guðbjartsson, Elísa Símonardóttir, Árni Helgason, Stefán Si'monarson, Steinunn Sölvadóttir, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. t Faftir okkar, GÍSLI SVEINSSON frá Sveinsstöðum, lést í Borgarspftalanum 15. febrúar. Rósinberg og Sveinn Gíslasynir. t Systir min, SVAVA JÓNASDÓTTIR, Mánagötu 12, • lést í Landspítalanum þann 15. febrúar. • Klara Jónasdóttir. t Faöir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐJÓN BENEDIKTSSON, vélstjóri, áður til heimilis f Gunnarssundi 7, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu þann 5. febrúar, verður jarðsunginn frá Þjóft- kirkjunni í Hafnarfirfti fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15.00 Steinunn Guðjónsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Hulda Guftjónsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Hera Guðjónsdóttir, Elsa Guðjónsdóttir, Haukur Guðjónsson, Óskar Guðjónsson, Böðvar Eggertsson, Haukur Svoinsson, Oddur Ingvarsson, Helgi S. Guðmundsson, Laila Guðjónsson, Kristi'n Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN SAMÚELSDÓTTIR ' frá Súðavik, til heimilis á Slóttahrauni 23, Hafnarfirði, lóst 14. febrúar. Daðfna R. Friðriksdóttir, Magnús Aspelund, Guðrún Friðriksdóttir, Guðjón Samúelsson, Selma A. Friðriksdóttir, Guðbjörn Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og stjúpi, EIRÍKUR KÚLD SIGURÐSSON, Álfheimum 3, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15.00. Margrét Geirsdsóttir, Eygló Kúld Eiriksdóttir, Margeir Kúld Eiriksson, Kristi'n Eiríksdóttir, Helgi Eiríksson, Elín Ólöf Eiriksdóttir, Sigurður Eiríksson, Dagmar Inga Kristjánsdóttir, Hjörtur Kristinsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Þórður Ásmundsson, Guðleif Kristjánsdóttir, Gísli Krisjánsson. t Eiginkona mín, móftir okkar, tengdamóftir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Sörlaskjóli 82, Reykjavik, er lést ( gjörgæsludéild Landspítalans 10. febrúar verftur jarð- sungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. febrúar kl. 13.30. Sigurjón Hallbjörnsson, Halldóra Sigurjónsdóttir, Baldur Karlsson, Erna Sigurjónsdóttir, Guðmundur K. Arnmundsson, Berglind Baldursdóttir, Sigriður Baldursdóttir, Mari'a Guðmundsdóttir, Jessica Bringham. t Þökkum samúft við andlát og útför föður okkar, BALDVINS JÓNSSONAR, Unnur Baldvinsdóttir, Jón H. Baldvinsson, Jónina M. Baldvinsdóttir. flölskyldu okkar og flölskyldunnar á Vallagötu 18. Fyrir þá vináttu þökkum við í dag. Er við hófum störf við Sjúkrahús Keflavíkur juk- ust kynni okkar af Valgerði, en þar var hún matráðskona í 29 ár. Valgerður var stórbrotin persóna sem ekki gléymist þeim sem vora svo lánsamir að kynnast henni. Hún gerði miklar kröfur til sjálfr- ar sín í starfí, svo og til þeirra er unnu undir hennar stjóm. En með henni störfuðu sömu konumar í áraraðir við eldhús Sjúkrahúss Keflavíkur. Þó um 30 ára aldursmunur væri á okkur og Valgerði litum við ætíð á hana sem jafningja. Ahugamál Valgerðar vora mörg, hún hafði unun af ferðalögum og ræktaði fallegar rósir í litla gróður- húsinu sínu, sem við fengum að njóta sem og margir aðrir. Fagur- keri var hún, svo sem heimili henn- ar og Braga bar best vitni um. Gestrisin var Valgerður með af- brigðum, við minnumst þess er við biðum fæðingar yngstu bama okkar haustið 1983, þá hringdi Valgerður og sagði, stelpur, ég ætla að létta ykkur biðina og halda ykkur smá veislu. Hún var þá 71 árs svo þetta lýsir best hennar óþijótandi dugn- aði. Að Ieiðarlokum þökkum við henni liðnar samverustundir, sem skilja margt eftir sig. Við vottum Braga, Fjólu, Baldri og íjölskyldum þeirra innilega samúð. Jónina Olsen, Stella Olsen. Tengdamóðir mín hefur kvatt þessa jarðvist. Hennar er og mun ætíð verða sárt saknað. Hún var mér mjög kær allt frá okkar fyrstu kynnum, var mér sem besta móðir, kenndi mér og hjálp- aði á svo margan hátt og mínu fólki. Hún var öllum hjálpleg og góð er henni kynntust. Glæsileg kona sem sópaði af enda dugleg til verka hvort sem var á sínu glæsi- lega heimili eða við vinnu utan heimilis enda sýnir það hinn langi starfstími hennar við Sjúkrahús Keflavíkur sem yfirmatráðskona. Sjúkrahúsinu fómaði hún öllum sínum kröftum, hætti að vinna þar fyrir rúmu ári þorrin heilsu. Valgerður, tengdamóðir mín, var fædd að Hallgilsstöðum í N-Þing- eyjarsýslu. Foreldrar hennar vora Sigríður Friðriksdóttir og Pétur Metúsalemsson. Systkinin vora sjö. Nú þijú á lífí, Elín, Marinó og Odd- geir. Valgerður giftist Braga Hall- dórssyni frá Höfn í Bakkafirði 1941. Árið 1945 fluttust þau til Keflavíkur, á Vallargötu 18. Þau eignuðust fjögur böm. Tvö þeirra era á lífi: Fjóla, maður hennar er Georg Bookasta. Eiga þau einn son, Pétur, og era búsett í Los Angeles, Califomiu. Baldur, giftur undirritaðri. Við eigum tvö böm, Valgerði Fjólu og Braga. Óla syni mínum reyndist hún líka alla tíð sem besta amma. Ég bið Guð að blessa elsku tengdaföður minn í sinni sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Valgerður Óladóttir Blóma- og w skreytingaþjónusta *' hvert sem tilefnið er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álihcimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.