Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 46

Morgunblaðið - 17.02.1988, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 fclk í fréttum Reuter VORBOÐI Sólbað í Belgíu Sól, sól skín á mig, ský, ský burt með þig... söng ungi maðurinn á myndinni. 0g viti menn, síðasti sunnudagur rann upp hlýr og sólrík- ur, án þess að ský sæist á himni yfir höfuðborg Belgíu, Brussel. Ungi maðurinn kom sér vitaskuld makindalega fyrir og naut fyrstu ummerkja vorsins. Morgunblaðið/Sverrir Hér sjást bakarar Borgarbakaris og Stjörnufólk slá máli á boiluna sem reynst gæti hin stærsta í heimi. Segir fátt af þvi hvort bollan hafi klárast. BOLLUR Reynt við heimsmet Bolludagurinn var haldinn hát- iðlegur af starfsfólki í Borgar- bakaríi og á útvarpsstöðinni Stjöm- unni. Reynt var við heimsmet í stærð á bollu. Bakarar komu með myndarlega bollu í morgunþátt Jóns Axels Olafssonar, þar sem slegið var á' hana máli. Bollan reyndist vera 133 sentimetrar í þvermál og 11 sentimetrar að þykkt. Verður mæld stærð bollunn- ar send til Lundúna í heimsmetabók Guinness, til að fá úr því skorið hvort um sé að ræða heimsins stærstu boliu. Finnur söngvari Bjarnason. Lj6amynd/BIH Hluti Síldar, ástar og ávaxta, f.v.: Egill Sæbjörnsson, Finnur Bjarnason og lengst til hægri grillir i Einar Tönsberg. SKÓLAHUÓMSVEITIR Síld, ást og ávextir í Álftamýri Arshátíð nemenda Álftamýr- arskóla var haldin síðastlið- inn fimmtudag, 11. febrúar og voru ýmis skemmtiatriði á dag- skránni. Meðal þeirra sem þar komu fram var hljómsveitin Síld, ást og ávextir, sem lék við mikinn fognuð áhorfenda. Eru meðfylgj- andi myndir teknar við það tæki- færi. Þá mun hljómsveitin einnig leika í beinni útsendingu í Útvarpi Rót ásamt Svart-hvítum draumi næstkomandi laugardag. Síld, ást og ávexti skipa þeir Finnur Bjamason, söngur, Einar Tönsberg, hljómborð, Egill Sæ- bjömsson, bassi, Rafn Marteins- son, trommur og Sigtryggur Jó- hannesson, hljómborð. COSPER — Veistu ekki að það er bannað að klifra upp í trén?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.