Morgunblaðið - 17.02.1988, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 17.02.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988 47 SJÁLFBOÐALIÐAR RAUÐA KROSSINS Frá Flúðum til Eþíópíu Einar Karl Friðriksson. Að hluta til ævintýraþrá Blaðamaður hitti að máli tvö þeirra sem sóttu námskeiðið, Ástu Þórdísi Guðjónsdóttur og Einar Karl Friðriksson. Ásta Þórdís er 22 ára afgreiðslu- stúlka í Hagkaupum. „Þetta var að hluta til ævintýraþrá og að hluta til löngun til að gera eitthvað nyt- samlegt," sagði hún um tildrög þess að hún sótti um að fara til Eþíópíu. „Áður en ég fór vissi ég ekkert um starf Rauða krossins, allt sem ég kom fram á námskeið- inu var alveg nýtt fýrir mér. Um Afríku vissi ég einnig fátt, lítið meira en það sem kunningjar mínir frá Afnku höfðu sagt mér. Ég geri mér þó vonir um að ef ég komist, Rauði kross íslands hélt helgina 5.-7. febrúar námskeið fýrir ungt fólk á aldrinum 18-25 ára sem áhuga hefur á að fara til Eþíópíu og starfa sem sjálfboðaliðar með eþíópíska Rauða krossinum. Starfið þar mun m.a. verða fólgið í vemdum vatnsbóla, gróðursetningu og heil- brigðisfræðslu. Um 80 manns sóttu um að fara og úr þeim hópi voru valin 16 ung- menni. Stefnt er að að uppundir helmingur þeirra fari út á þessu ári og því næsta ef að vel tekst til með starfíð, áætlað er að fyrstu tvö fari í júlí. Þau sátu námskeið á Flúðum þar starfsemi Rauða kross- ins var kynnt allýtarlega, fjallað um störf sjálboðaliða á vegum Rauða krossins, staðhætti og ástand gróðurs í Gojjam-héraði þar sem sjálfboðaliðamir munu dveljast og síðast en ekki síst um hvemig koma eigi þeirri vitneskju á fram- færi sem sjálfboðaliðamir öðlast. Námskeiðið fór að stærstum hluta fram á ensku. Fyrirlesarar vom fulltrúar Rauða krossins; Hólmfríður Gísladóttir, Jakobína Þórðardóttir, Hannes Hauksson og Bima Stefnisdóttir. Auk þeirra ræddu þeir Bjöm Frið- fínnsson, formaður Flóttamannar- áðs RKÍ, Stefán Jón Hafstein, sendifulltrúi, Þorvaldur Öm Áma- son, frá Menntamálaráðuneytinu og Úlfur Ragnarsson, bifvélavirki, við sjálfboðaliðana. Seinni hluti námsskeiðins verður haldinn í Reykjavík fyrstu helgina í mars og þar verður aðaláherslan lögð á að heilbrigðisfræðslu, vemd- un vartnsbóla og reynslu sjálf- boðaliða sem starfað hafa í Eþíópíu. í millitíðinni sækja sjálfboðaliðamir skyndihjálpamámskeið. Kvöldvaka að hætti Rauða krossins, Jónas Valdimarsson og Ásta Þórdís Guðjónsdóttir syngja um ævintýri Óla litla. Við fætur þeirra sitja Jóhann Búason og Einar Karl Friðriksson. Séð yfir hluta þátttakenda. Ásta Þórdis Guðjónsdóttir. þá geti ég lært eitthvað. Námskeið- ið hefur verið gagnlegt það sem af er, ég er margs vísari og því ánægð. Ekki sagði Ásta neitt hafa komið sér beinlínis á óvart á námskeiðinu þó vissulega hefði margt forvitni- legt komið fram. í því sambandi nefndi hún sérstaklega gróðurrækt- arverkefni það sem Ungliðahreyf- ing Rauða krossins hefur starfað að undanfarið. Hún hefði mikinn áhuga á að taka þátt í því. En gerir þú þér vonir um að komast til Eþíópíu? „Það er ómögu- legt að segja nokkuð um en ég fer örugglega þangað, fyrr eða síðar. Mig langar til að kynnast menningu Eþíópíubúa af eigin raun.“ Fór ekki eingöngu á námsskeiðið til að verða sendur út Einar Karl Friðriksson er ekki alveg ókunnur málefnum Rauða krossins, því hann er formaður Ungliðahreyfíngarinnar, URKÍ, auk þess sem hann starfar nú að sérverkefni fyrir Rauða krossinn. Einar er 19 ára og því yngsti þát- takandinn. Hann sagðist hafa haft nokkra hugmynd um hvað_yrði fjall- að um á námskeiðinu. „Eg fór til þess að fræðast svolítið um starf Rauða krossins í þróunarlöndum," sagði hann. „Ég hef töluverðan áhuga á að komast til þróunarlanda en líkumar á því eru ekki miklar. Þeir sem á námskeiðinu eru hafa flestir meiri lífsreynslu en ég.“ Hann sagðist ekki hafa farið með það eitt að markmiði að komast út þó að innst inni hefði hann auðvitað vonað að hann fengi að fara, fyrr eða síðar. „Það breytir því ekki að ég er ánægður með námskeiðið, það stendur vel undir þeim væntingum sem ég hafði og mig langar meira' til Eþíópíu núna þegar ég veit að- eins meira um landið og hvað sjálf- boðaliðunum er ætlað að gera. Hvað fannst þér athyglisverðast? Margt sem kom fram um lífshætti fólks fannst mér áhugavert, enda nýtt fyrir mér. Ég er ánægður með að námskeið- ið skuli fara fram á ensku, það er góð æfing. Annars er erfítt að dæma þennan hluta námskeiðsins því í rauninni er verið að veita okk- ur gífurlegt magn upplýsinga á mijög stuttum tírna." Einarsnes SELTJNES Látraströnd Hrólfsskálavör MIÐBÆR Tjarnargata 3-40 Tjarnargata 39- Lindargata 39-63 o.fl Hverfisgata 4-62 Laugavequr1-33o.fl Sogavegur101-156 Sogavegur158-210 Sæviðarsund hærri tölur Efstasund 2-59 Kambsvegur KOPAVOGUR Sunnubraut Kársnesbraut 77-139 VESTURBÆR Hringbraut 37-77 ÚTHVERFI SKERJAFJ. AFMÆLISTILBOÐ GELLIS! STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN Á ÍSSKÁPUM OG SJÓNVARPSTÆKJUM C£ OPIÐ LAUGARDAGA TIL KL. 16.00 GÆÐI A GÓÐU VERÐI 0)M F SKIPHOLT 7 S: 20080 - 26800 20 Ara ORUGG ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.