Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 Matthildur Biömsdóttir skrifar frá Ástralíu: Að sjá liluti í nýju ljósi Eftir því sem maður dvelur leng ur í fjarlægu landi, langt frá sínum upprunalegu heimkynnum, er flutt- ur til lands þar sem segja má að allt sé „öfugt“ miðað við „heima“, tekur maður betur eftir ýmsum atriðum í hinum nýju heimkynnum um leið og maður sér föðurland sitt á ýmsan hátt í nýju Ijósi. Þegar íslendingar fara út í nátt- úruna með kaffíð sitt finna þeir sér „sólskinsblett í heiði", setjast þar sem sólin skín og skjól er. En hér er leitað skuggans, reynt áð fínna skuggsælan stað. Þegar íslendingar bíða eftir að hlýni eru margir Ástralir að bíða eftir að kólni, ekki síst ef hitinn hefur verið um fjörutíu stig. íslend- ingar bíða oft eftir að rigningunni sloti, þegar margir Ástralir vonast eftir rigningu. Islendingar þurfa ekki að annast garðinn sinn nema hálft árið, hinn helming ársins ligg- ur gróður oftast í dvala og lítið hægt að gera nema fyrir þá sem áhugasamastir eru og ávallt finna sér verkefni í garðinum. Hér í Ástr- alíu er aldrei frí frá garðyrkjustörf- um, ef þú hefur á annað borð garð. Þú þarft að vökva allt að því á hveijum degi árið um kring og reyta arfa. En þú getur líka verið að tína hina ýmsu ávexti og græn- meti úr garðinum árið um kring ef þú ert hagsýnn í gróðursetningu. Á íslandi sækja sorphreinsunar- menn ruslatunnur hvar sem þær eru við húsið, en hér er ekki tekið úr ruslatunnum ef þú hefur gleymt að setja þær út. Það er alltaf tiltek- inn dagur sem ruslið er tekið og má þá sjá litríkar plasttunnur með loki standa úti á jöðrum lóða. Síðan verða húseigendur að sjá sjálfír um að koma tunnunum aftur á sinn stað. Þegar við förum í strætó á Is- landi þurfum við ekki að gera ann- að en stíga upp í vagninn, borga sama gjald hvort sem við ætlum langt eða stutt og fara út, hurðin opnast sjálfvirkt. Hér þarft þú að segja hvert þú ætlar, því verðið fer eftir því, og þegar þú ferð úr verð- ur þú að opna hurðina sjálfur. Það tók undirritaða nokkum tíma að átta sig á því. Þegar ég ætlaði út stóð ég eins og þvara og beið auð- vitað eftir að hurðin opnaðist! Og hefði orðið innlyksa strandaglópur ef kona hefði ekki komið mér til hjálpar. Enn liggur við að ég standi mig að því að bíða eftir að hurðin opnist sjálfkrafa. Svo fast geta hlutir prentast inn í mann „af göml- um vana“. Manni finnst þeir „svo sjálfsagðir". Fjölbýlishús óheppileg og andfélagsleg Hér í Adelaide búa langflestir í einbýlishúsum og fjölbýlishús á íslenska vísu t með þetta tveim, þrem, fjórum íbúðum eru afar sjald- gæf, að minnsta kosti hér í Adela- ide. Nokkrar blokkir eru hér en ekki margar. Flestar þeirra em nokkurs konar „hótel" eða blokkir þar sern fólk býr við mjög dýra leigu eða á íbúðina en þarf ekki að gera neitt varðandi þrif og ræst- ingu. Um það sér fólk sem til þess er ráðið. Yfírvöld hér líta almennt á blokkir sem andfélagslegt og óheppilegt húsnæði fyrir fólk að því er mér hefur verið tjáð. Segja að það sé óheppilegt fyrir fólk að vera sett saman í svo náið samfélag og vera ekki í tengslum við um- hverfíð. Og að oft safnist sérstakir hópar fólks í slík húsakynni og það skapi ýmis félagsleg vandamál. Ekki er lijJð á það sem hag- kvæma lausn á sama hátt og á íslandi og víða annars staðar. En þær íbúðablokkir sem fólk leigir og sér um sjálft em sjaldan meira en tveggja til þriggja hæða. Hér borgar fólk ekki fasteigna- skatt eins og við borgum á Islandi og mundi slíkum skatti verða mót- mælt harðlega. Ævisöguritun nær óþekkt fyrirbæri íslendingar gefa út bækur bók- anna og efnisins vegna (næstum sama hvað það kostar). En hér em þær helst ekki gefnar út nema hægt sé að selja mjög mikið af þeim og helst til annarra landa einnig. Sjálfsævisöguritun í því formi sem íslendingar þekkja (og virðist afar „íslenskt" fyrirbrigði) er einnig sjaldgæf. Em það helst mjög frægar persónur sem geta gert slíkt eða gætu selt slíkar bæk- ur. Það getur verið erfiðara að verða frægur út á að hafa gefið út slíka bók. Það væri þá. helst ef fólk er það stöndugt að það geti tekið áhættuna af því að gefa slíkt út sjálft. Stundum hafa útgefendur víst nagað handarbök sín eftir að slík útgáfa hefur tekist vel. Kurteisi getur verið afstætt hugtak Áströlsk þjóð er „sameinaðar þjóðir“. Fmmbyggjar em kannski einu sönnu Ástralamir. Hinir Ástr- alamir em aðkomufólk sem tekist hefur í sameiningu að byggja upp það sem byggt hefur verið upp, þó svo annað hafí verið rifið niður, eins og menning fmmbyggja og ýmislegt í umhverfinu. Um þá er tæplega hægt að segja eins og talað er á Islandi á tyllidög- um. Ein þjóð — ein tunga — ein menning. Þó hefur Áströlum af ýmsum þjóðemum tekist að koma sér upp ýmsum sameiginlegum töktum eða siðum og/eða viðhorfum. Til dæmis segja margir, og það fólk af mis- munandi kynþáttum, „how are you“ án þess að hafa nokkum áhuga á því hvemig þér líður í raun og veru. Þér er bara ætlað að segja það sama við þá og ekk'- ert meir. Þeir heilsa ekki með handabandi og horfa ekki í augun á þér þegar þeir tala við þig. Ég hef spurt Ástrala af hveiju þeir horfi ekki í augun á fólki. Svarið var: Það er óþægilegt1 að horfa í augu á fólki og augu manns geta gefíð alltof miklar upplýsingar um mann. Þannig verður kurteisi í einu landi að ókurteisi í öðru. Og öfugt. Áströlum kann að_þykja það uppá- þrengjandi þegar Islendingur bæði heilsar með handabandi og horfír í augu þeirra um leið, getur fund- ist það frekleg árás á friðhelgi sína. En við Islendingar höfum alist upp við að það sé dónaskapur að heilsa ekki með handabandi og gungu- háttur að þora ekki að horfast í augu vip fólk. Við íslendingar segjum ekki í tíma og ótíma að því er okkur fínnst „viltu gera svo vel“ eða „fyr- irgefðu". Hins vegar höfum við þá skemmtilegu siði að segja þegar við bjóðum gestum sæti til borðs: Gerið svo vel og fáið ykkur sæti. Þökkum fyrir matinn og: Verði ykkur að góðu, sem hefur mjög fallega hugsun að baki, en er ekki til á ensku. Að þakka fyrir gamla árið er einnig óþekkt hér. Ráku menn upp stór augu þegar ég sagði það á ensku, höfðu aldrei heyrt það fyrr og ég þurfti að útskýra það. Að taka lífinu létt Nokkum tíma tekur að venjast húmor Ástrala, en þeir eru almennt léttir í lund. Framkoma frétta- manna hver við annan er oft á ansi léttum nótum svo að íslending- ur verður hissa, ekki vanur slíku. Þeir óska hver öðmm til hamingju með nýjan bíl og hvaðeina sem upþ kemur í einkalífi, trúlofun, giftingu og ýmislegt þess háttar. Allt í mjög léttum dúr, og gefur fréttatímum sérstakan blæ. Líklega hefur lífið kennt þeim að það borgi sig ekki Fjölbýlishús eru sjaldgæf. Langflestir búa i einbýlishúsum. Húsin eru þvi sjaldan hærri en trén. Þeir virðast hafa tileinkað sér innihald spakmælis F. Nansens sem sagði: „Ég sóa ekki tímanum í að líta um öxl, mér fínnst svo brýnt að horfa fram.“ Það er eins og lítill fugl hvísli því að mér að ástæðu þess, hve lítinn áhuga þjóðin hafí fyrir því sem liggur að baki einstaklingnum, sé að rekja til þess tíma þegar fólk með misskrautlega fortíð kom hingað til að hefja nýtt lif og kærði sig ekkert um að rifja upp fortíð- ina. Það yrði því ekkert vinsælt að ætla að rekja úr fólki gamimar varðandi fortíðina. í raun og veru er mikil andleg hvíld að búa við þennan hugsunar- hátt. Enginn spyr þig hvað gær- dagurinn bar í skauti sínu í lífí þínu, og ef þú ætlar að reyna að segja einhveijar slíkar sögur ertu allt að því ókurteis og uppáþrengjandi. Þú getur snúið þér að framtíðinni að mestu laus við drauga fortíðar. Að koma úr þjóðfélagi hins nána persónulega samfélags þar sem allir vilja vita allt um alla og jafn- vel stundum þeirra helgustu einka- mál er kannski hægt að segja að skammt sé öfganna á milli. í Ástralíu er íslendingur ekki lengur söguefni heldur enn .einn innflytjandi með fortíð sem hann hlýtur að vilja gleyma. Að halda borgum hreinum Þegar maður ekur um ástralskt land, sér hvað það er hreint og hugsar um hve margt fólk gengur þar um, verður manni óhjákvæmi- lega hugsað til sinnar fámennu þjóðar með sinn sérkennilega hugs- unarhátt varðandi umgengni við umhverfi sitt. Hugsunarháttur sem virðist einkennast af því að það sé allt í lagi að fleygja hveiju sem er því einhver annar komi og taki það upp. Reykjavíkurborg er tæplega tvö hundruð og tveggja ára sem borg og hefur því vinninginn yfir búsetu innfluttra Ástrala. Segja má að Ástralir hafi unnið mörg þrekvirkin á vestræna vísu í því hvemig þeir hafa byggt upp landið, vegi og siðmenningu sem að mörgu leyti er á mjög háu stigi þó ýmislegt rusl þrífist innan um eins og alls staðar. En Ástralía er mikið menningarlegri en ísland varðandi það hve langt íbúarnir hafa náð í að halda landinu hreinu. Á þjóðhátíðardegi okkar íslend- inga sumarið 1987, þegar sólin skein og allt var svo fallegt við upphaf dags, varð undirrituð mjög sorgmædd þegar líða tók á daginn, því götur voru yfirfullar af rusli. Margt fólk reyndi að fínna ruslaföt- ur en þær voru alltof fáar og þær sem voru voru orðnar yfírfullar. Mér varð þá hugsað hingað til Adelaide þar sem ruslatunnum er komið fyrir mjög þétt. í aðalgöngu- götunni sem heitir „Rundle Mall“ eru tunnur beggja vegna götunnar og maður þarf aldrei að ganga neitt með það rusl sem maður vill henda frá sér. Hvarvetna í borginni em mslafötur og eins á nokkur hundmð metra millibili víða úti á þjóðvegum. Fyrst hægt er að hafa borg þetta hreina eins og raun ber vitni hér, með eina illjón íbúa, ætti það að vera hægt með tæp hundrað þús- und í Reykjavík. En þessar tvær eyþjóðir eiga margt sameiginlegt. Báðar hafa þær þurft að heyja harða lífsbar- áttu. íslendingar við kulda og vos- búð og mikið myrkur en Ástralir við sól, hita, þurrka og skógarelda. Allt meitlar þetta fólk og setur sinn svip á þjóðarkarakterinn. að taka sjálfa sig of hátíðlega og í því liggur heilmikið af þeirra húm- or. Ég sæi þá í anda í íslenska sjón varpinu ef þeir segðu til dæmis að Ingvi Hrafn væri orðinn afí eða eitthvað þess háttar. Fyrir manneskju sem kemur frá söguþjóðinni miklu þar sem allir hafa mikinn áhuga á sögum, allt frá sögum um einkalíf náungans og upp í háleitustu skáldsögur, er það framandi að finna fyrir því gagnstæða hér. Hér hefur enginn nokkum áhuga á þér sem sögu. Það spyr þig enginn neinna per- sónulegra spuminga. Það er ein- ungis spurt hvemig manni liki í > landinu, og manni er óskað alls góðs. Að kasta fortíðinni eða líta ekki um öxl Þannig fellur fortíð mannsins aftur fyrir hann þegar hann kemur hingað, eins og álagahamur, eða hann fær ný klæði við að koma, rétt eins og öskubuska þegar norn- in breytti henni í prinsessu. Enda er landið mikið byggt upp af fólki sem kom til að fá nýjan ham. Og maður hefur á tilfinningunni að það haldi, að það gæti misst nýju klæð- in ef vissir hlutir væru nefndir. Tveir á göngu. Strætó með ósjálfvirka afturhurð í baksýn. Takið eftir hve allt er hreint.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.