Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 Veggspjöldunum haldið á loft á blaðamannafundinum Um borð í Sjóla í gser. Morgunblaðið/Svcrrir Átak gegn losun á sorpi í sjó Háslóli íslands; Vaka vill rjúfa deildarmúrana STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna ákvað i desember sl. að beita sér fyrir átaki gegn losun á sorpi í sjó frá íslenskum fiskiskipum. í tilefni af því hefur LÍÚ látið hanna vegg- spjöld til að setja um borð í íslensk fiskiskip með hvatningarorðum til áhafna um að henda ekki fyrir borð sorpi sem leysist ekki upp í hafinu. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði á blaðamannafundi, sem haldinn var um borð í togaranum Sjóla í Hafnarfjarðarhöfn í gær, að í lögum um vamir gegn mengun sjáv- ar frá árinu 1986 segi m.a.: „Óheim- ilt er að losa í sjó öll þrávirk gervi- efni, sem fljóta eða mara í sjónum, þar með talin plastfiát, kaðlar og net.“ Kristján sagði að lagabókstaf- urinn væri þó ekki aðalatriðið heldur hugarfarið. „Við sjáum ekki lengur," sagði Kristján, „að menn kasti til dæmis úr öskubökkum á gangstéttir en hins vegar er ennþá kastað í haf- ið miklu magni af rusli sem skolast hefur upp á strendumar. Við fengum því Guðjón Ketilsson til að hanna veggspjöld fyrir okkur þar sem menn em hvattir til að kasta ekki rusli í sjóinn. Ég vil hins vegar leggja áherslu á að við emm ekki að ásaka sjómenn í þessu sambandi. Við viljum hvetja útgerðarmenn til að setja upp þessi spjöld í skip sín og hafa aðstöðu um borð í skipunum fyrir ruslið. Það er einnig nauðsyn- legt að það sé góð aðstaða við hafn- ir landsins til að taka við msli frá skipunum," sagði Kristján. Gísli Jón Hermannsson, sem gerir m.a út frystitogarann Frera, sagði að Freri hefði komið með 2,5 til 3 rúmmetra af msli, t.d. plastbrúsum, og öðmm umbúðum, að landi eftir eina veiðiferð. Magnús Jóhannesson, siglinga- málastjóri lýsti yfir ánægju sinni á. fundinum með þetta framtak LIÚ. Hann sagði að haft hefði verið sam- band við hafnimar vegna þessa máls MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting: í blaði yðar föstudaginn 4. mars á bls. 24 birtist grein sem nefnist „Mismunandi iðgjöld eftir búsetu og bíltegund". í tveimur síðustu máls- greinunum er ekki farið rétt með og er því leiðréttingum hér með komið á framfæri. í næstsíðustu málsgrein segir svo: „Hljótist tjón af notkun bifreiðar missir eigandi bónusinn og greiðir fullt iðgjald." Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að við hvert tjón tapast tveir bónusflokkar. Þetta getur t.d. valdið því að sá sem er í 65% bónus fellur niður í 50% bónus. Tapaði sá hinn sami öllum bónus eins og fullyrt er í greininni greiddi eigandinn 100% iðgjald, en hið rétta er að hann greið- ir 50% iðgjald. en fram kom á fundinum að af 31 höfn töldu 6 eða 7 sig ekki hafa aðstöðu til að taka við sorpi frá skip- unum. Einnig kom fram á fundinum að stjóm Farmanna- og fiskimanna- sambandsins hefur sett á laggimar starfshóp til að fjalla um þessi mál og sent verður dreifibréf í skipin þar sem menn em hvattir til að kasta ekki msli í sjóinn. í síðustu málsgrein segir svo: „15 þúsund króna sjálfsábyrgð sem ætti að lækka heildampphæð um sem nemur 10% að jafnaði." Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að 15.000 króna sjálfsábyrgð gefur einungis 10% afslátt á ábyrgðartryggingarið- gjaldinu. Sjálfsábyrgðin gefur ekki afslátt á öðmm iðgjöldum eins og t.d. SÖ-iðgjaldinu eða framrúðu- iðgjaldinu. Afslátturinn lækkar því heildampphæðina í þeim dæmum, sem tekin em í greininni um 7,35% til 8,48% en ekki 10%. Hér með er óskað eftir að ofan- greindum leiðréttingum verði komið á framfæri. Með vinsemd og virðingu. F.h. Samstarfsnefndar íslensku bifreiðatryggingafélaganna, Sigurjón Pétursson formaður. VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur sett fram nýjar hugmyndir að breyttu skipulagi náms í Háskóla íslands undir kjör- orðinu „Rjúfum deildarmúrana". Felast þær einkum í samræmingu og samnýtingu námsskeiða milli deilda þannig að stúdentum gefist í auknum mæli kostur á að taka námsskeið í öðrum deildum. Einn- ig samræmingu á námskeiða- skráningu, námsmati, og próf- skráningu. Fulltrúar Vöku í Há- skólaráði munu bera þær upp og fylgja þeim eftir. A fundi sem Vaka efndi til, kom fram að ekki væri um róttækar breytingar að ræða og að mönnum væri ljóst að þær kæmu ekki til framkvæmda á einum vetri. Hér véeri öllu heldur um tilraun til að koma af stað umræðu um mennta- mál ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem OECD-skýrslan hefði skapað. Menntamál væru ekki síður brýnt hagsmunamál fyrir nemendur en lánamál. Ljóst væri að ríkjandi eininga- kerfi hefði ekki aukið valfrelsi nem- enda og því brýnt að bæta það og endurskoða. „Rjúfum deildar- múrana" eru leiðir sem Vaka hefur sett fram og felast m. a. í að náms- nefndir útbúi námsnet fyrir viðkom- andi deildir og þar verði nemendum gert ljóst hvaða val bjóðist innan hverrar deildar og hvenær á náms- ferlinum það sé æskilegt. Þessir möguleikar verði svo samræmdir. Brýnt sé að ávallt lig'gi frammi bestu upplýsingar um námsleiðir svo hægt sé að hagræða náminu. Hugmynd- unum sé ekki ætlað að rýra þá grunnþekkingu sem nauðsynleg sé í hvetju fagi heldur að gefa nemend- um tækifæri til að afla sér ítar- þekkingar í samræmi við nám sitt. Þá vill Vaka að samvinna milli forsvarsmanna stúdenta í deildum og upplýsingastreymi þeirra í milli verði aukið. Þannig fáist t.d. upplýs- ingar um leiðir til lausnar á ýmsum málum auk þess sem þekking og kraftar nýtist betur. Síðast en ekki síst telur Vaka mikilvægt að unnið verði að eflingu rannsókna við Háskólann og að sam- vinna milli rannsóknarstofnana verði aukin. Reynt verði að samnýta gögn og sameina rannsóknarverkefni prófessora. Einnig beri að stuðla að virkri þátttöku nemenda í rannsókn- arvinnu. Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar Vöku kynntu hugmyndir félagsins um menntastefnu, f.v.: Benedikt Bogason formaður, Valborg Snævarr, fulltrúi Vöku í Há- skólaráði, Jónas Fr. Jónsson, tilvonandi fulltrúi Vöku í Háskólaráði og Lilja Stefánsdóttir, fulltrúi Vöku í menntamálanefnd Stúdenta- ráðs. Leiðrétting við frétt um bílatryggingar Hlutafjáraukning Hafskips hf. 1985: Krafist ógildingar hluta fjár- loforðs vegna rangra upplýsinga Munnlegur málflutningur fór fram í skiptarétti í gær í máli manns, sem krafðist þess að hlutafjárloforð hans vegna hlutafjár- aukningar Hafskips hf. árið 1985, yrði ógilt. Hann hélt því fram, að hann hefði skráð sig fyrir hlutabréfum vegna rangra eða vill- andi upplýsinga forráðamanna Hafskips um stöðu fyrirtækisins. Fleiri slík mál eru nú fyrir skiptarétti. Maðurinn gerði þá kröfu, að honum verði afhent skuldabréf út- gefíð 21.2 1985 til Hafskips hf., að Qárhæð upphaflega kr. 1 millj- ón. Til vara krafðist hann þess, að viðurkennd verði sem almenn krafa, krafa hans í þrotabúið sömu flárhæðar, auk áfallinnar vísitölu við upphaf skipta, þ.e. kr. 1.273.333. Það var á hluthafafundi skipafélagsins þann 9. febrúar 1985 sem samþykkt var 80 milljóna króna hlutaíjáraukning. Hlutabréf keypt á röngum forsendum Sóknaraðili hélt því fram, að forsendur hans til hlutabréfakau- panna hefðu verið byggðar á röng- um upplýsingum um stöðu félags- ins og því væri löggemingurinn ógildur. Þá væri rangar upplýsing- ar gefnar með sviksamlegum hætti, óheiðarlegt væri að bera fyrir sig löggeminginn vegna þeirra að- stæðna sem fyrir hendi voru og ósanngjamt væri ef hann væri bundinn við löggeminginn. í máli sóknaraðila kom fram, að á hlut- hafafundinum hafí stjómarformað- ur Hafskips, í skýrslu er hann nefndi „Á krossgötum", sett fram rangar upplýsingar. Meðal annars hafí þar komið fram, að tap árið 1984 næmi um 50-60 milljónum, Atlantshafsflutningar félagsins stæðu traustum fótum og hefði hagnaður af þeim numið 24 milljón- um síðasta ársfíórðung 1984 og gert væri ráð fyrir hagnaði árið 1985. Vegna þessara upplýsinga hefði hann tekið þátt í hlutafíárút- boðinu. í júní sama ár hafí komið í ljós, að tap árið 1984 nam 95 milljónum, Atlantshafsflutningam- ir höfðu ávallt verið reknir með tapi og hagnaður reyndist ekki vera fyrir hendi fyrstu fíóra mán- uði ársins 1985. Þá reyndist eiginfí- árstaða, sem að vísu hafði verið áætluð neikvæð, vera neikvæð um 105 milljónir. Varðandi það, hvort upplýsingar hefðu verið gefnar með sviksam- legum hætti, sagði sóknaraðili, að svikin væru fólgin í því, að forráða- menn Hafskips hafi gefið bæði rangar og ónógar upplýsingar um fíárhag og afkomumöguleika fyrir- tækisins. Hann fullyrti að þeir hefðu haft upplýsingar um að stað- an væri verri. Þar vitnaði hann meðal annars í minnisblöð, sem fundust hjá endurskoðanda Haf- skips hf., en þar kom fram að þann 15. janúar 1985 taldi hann tap ■fyrirtækisins 111 milljónir. Þetta var fyrir hluthafafundinn. Þá hafi vitni borið fyrir Rannsóknarlög- reglu ríkisins að forstjóri Hafskips hefði sagt við sig í desember 1984 að Atlantshafssiglingar fyrirtækis- ins hefðu komið hryllilega út. Sóknaraðili sagði fyrirtækið hafa óttast að viðskiptabanki þess kippti að sér hendinni og því hafi hlutha- far verið blekktir til að taka meiri áhættu en þeir töldu sig vera að gera. Það sé óheiðarlegt fyrir þrotabú Hafskips að bera löggem- inginn fyrir sig, því forráðamenn fyrirtækisins hafi mátt vita hver staðan raunvemlega var. Loks tók sóknaraðili fram, að búið gæti ekki borið tómlæti hans fyrir sig þar sem forráðamenn fé- lagsins hafí vitað, eða mátt vita, að upplýsingar þeirra væm rangar. Engum blekkingum beitt Af hálfu vamaraðila, þrotabús Hafskips, var þess krafíst að öllum kröfum sóknaraðila yrði hafnað. Á hluthafafundinum hafi komið skýrt fram, að tölur um afkomu félagsins væm áætlaðar og hafí stjómin ta- lið 80 milljóna hlutafíáraukningu leysa vandann, en öllum hefði verið ljóst að reksturinn hafí ávallt verið í böndum. Það hefði verið hæpið að ætla að rekstur fyrirtæksins snerist allt í einu í stórgróða. Þá lagði vamaraðili mikla áherslu á, að sóknaraðili hefði aldrei komið fram í eigin persónu við hlutabréfa- kaupin, eða síðar, heldur hafí bróð- ir hans farið með umboð hans, en sá hafí síðan verið kosinn í stjóm félagsins og hefði sérþekkingu á skipaflutningum, svo hann hefði getað ráðið sóknaraðila heilt. Þá var bent á, að yrðu hlutafíárkaupin ógilt nú, kæmi það niður á við- skiptaaðilum Hafskips, sem hafí lánað út á hlutafíáraukinguna. Hlutafíárkaup séu áhættukaup, en það eigi ekki að vera hætta á að hlutafé sé dæmt af fyrirtæki, því viðskipaaðilar verði að geta gengið að því vísu að hlutafé sé eign fyrir- tækisins. Vamaraðili hélt því fram, að það væri með öllu ósannað að forráða- menn Hafskips hafí vitað að staða fyrirtækisins var önnur og verri en sagt var á hluthafafundinum í febr- úar. Áætlanir um afkomu fyrirtæk- isins hafi ekki verið einungis unnar af forstjóra og stjómarformanni, heldur í samvinnu margra starfs- manna fyrirtækisins. Það hafi verið erfítt, eða útilokað, að gera sér grein fyrir nákvæmri stöðu fyrir- tækisins, þar sem meðal annars hafí verið erfítt að átta sig á stöðu Atlantshafsiglinganna á þessufn tíma. Það sé ósannað og ólíklegt að einstaklingar innan Hafskips hafí ásett sér að svíkja menn til hlutabréfakaupa. Vamaraðili hélt því fram, að ekki væri hægt að tala um að for- sendur fyrir hlutabréfakaupunum hafí brostið þegar áætlanir stóðust ekki, því þá aðeins yllu brostnar forsendur ógildi, að kaupandi hefði getað gert þessar forsendur að skilyrði fyrir kaupunum. Hins veg- ar væri bannað að hlutafíárkaup væra skilyrt. Sóknaraðili hafí talið að forsendur brostnar þegar komið var fram í júní 1985 og áætlanir reyndust ekki standast. Þá hafí hann ekkert hafst að og ekki held- ur umboðsmaður hans, sem sat í stjóm. Krafa um ógildingu verði hins vegar að koma fram strax, það sé nauðsyn fyrir viðskiptalífið. Því hafí sóknaraðili fyrirgert rétti sínum. Loks benti vamaraðili á, að ef ógildingarákvæði eigi þrátt fyrir allt víð, þá verði að benda á að skuldabréfíð vegna kaupanna hafí verið sett að handveði og sé af- hending þess ekki framkvæinanleg, því það sé ekki lengur í höndum Hafskips, eða þrotabús þess. Sóknaraðili geti aldrei átt nema vangildisbætur úr hendi vamarað- ila ef loforð hans verður ógilt, eða litið svo á að hann þurfí ekki að efna það. Fyrir hönd sóknaraðila flutti Einar Gautur Steingrímsson, cand.jur., málið sem prófmál og fyrir hönd vamaraðila flutti Láras Blöndal, cand. jur., málið, einnig sem prófmál. Dóm í málinu skipa Valtýr Sigurðsson, borgarfógeti og meðdómendur hans, þeir Reynir Ragnarsson, löggiltur endurskoð- andi, og Þorgeir Órlygsson, settur prófessor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.