Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 45 ar, að draga stórlega úr innflutn- ingi, og stöðva þegar í stað innflutn- ing á óþarfa vamingi, sem við höf- um lítið með að gera. Mestu og beztu kjarabætumar eru fólgnar í framleiðslu nauðsynja- vamings hér innanlands, og það er algjört frumskilyrði að halda vöru- verði svo lágu sem kostur er. Það á enginn söluskattur að vera á inn- lendri framleiðslu, það er ofur ein- falt mál, en leggja hinsvegar sölu- skatt á innfluttar vörur, og því hærri sem þær em ónauðsynlegri. Gegndarlaus innflutningur í óhófi og reiðuleysi er sá bölvaldurinn sem skerðir lífskjör þjóðarinnar hvað mest, gerir hana fátækari heldur en efni standa til. Vömverðið er alltof hátt. Milli- liðakostnaðurinn er þar einn mesti meinvaldurinn. Bankavaldið og kaupmannavaldið hirða alltof háan skatt af vömnni, svo háan að það gengur glæpi næst, hvað vexti varð- ar og álagningu. Það er deginum ljósara að þessir þjónustuaðilar em ekki færir um að verðleggja sína þjónustu rétt, því verður hið opin- bera að grípa í taumana tafarlaust. Vaxtabil inn- og útlánsvaxta er alltof mikið, það þarf að minnka til muna, og bankamir verða að kunna fótum sínum forráð og lifa á því vaxtabili. Það þarf að lækka vextina og halda verðbólgunni í skefjum, taka lánskjaravísitöluna úr sam- bandi, því tilurð hennar búin að gera mikinn skaða í þjóðfélaginu á síðustu ámm. Það var raunar ófyr- irgefanlegt af stjómvöldum, þegar kaupgjaldsvísitalan var lögð niður, að skera ekki á lánskjaravísitöluna einnig. Hún hefur auðgað þá ríku en aukið skuldabyrði hina fátæk- ari. Sparifé landsmanna verður ekki tryggt með slíkum hætti, það verð- ur bezt gert með því að halda verð- bólgunni í skefjum, með styrkri stjóm, en ekki stjómleysi því sem ríkt hefur og svokölluðu frelsi, sem við kunnum greinilega ekki með að fara. Þá verður ekki komist hjá því að taka upp strangt eftirlit með álagningu kaupmanna, þeir em, því miður, ekki menn til að fara með það vald, sem fijáls álagning er. Það liggur í augum uppi — allra sem vilja sjá. Fjárfesting þeirra er svo hrikaleg, að verslunarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu er meira að flatarmáli en samskonar húsnæði í Kaupmannahöfn, og alla þá gegndarlausu ijárfestingu, bmðl og oflátungshátt, verður þjóðin að borga með háu vömverði. Er undar- legt þótt verðlag sé hátt, þegar kaupmannavaldið leyfír sér slíka sóun á fjármagni. Hver einasta Valdimar Örnólfsson (170), stúdentasöngva og aðra gleði- söngva (70), jólasöngva (13), vin- sæla erlenda söngva (72) og jökla- söngva (17). Að sjálfsögðu hljóta sumir söngvar að skarast milli flokka, t.d. em vinsælir erlendir söngvar jafnframt kvöldvökuljóð. FVá áðumefndu sjónarmiði hefur lagavalið tekist harla vel, svo að þau tækifæri munu fá, þar sem ekki má fínna nógu marga viðeigandi söngva fyrir nokkrar kvöldstundir, hvort sem böm eða fullorðnir eiga í hlut. Aðfínnslur eiga þó heima í öllum umsögnum. Af einstökum söngva- flokkum má einkum segja að vanti svonefnda baráttusöngva á borð við „Sjá roðann í austri", og meðal ætt- jarðarljóða er hvomgt lýðveldisljóð- anna, „Land míns föður“ og „Hver króná sem þeir hafa handa á milli, fengin frá fólkinu í landinu í gegn- um hátt vömverð, og svo hrópa þeir í fjölmiðlum hið gagnstæða. Framleiðsla lansdmanna borgar endanlega brúsann, hvað sem þeir segja, því allur arður af verslun og viðskiptum með vöm, hver svo sem hún er, raunar allur milliiiðagróði, sem er geigvænlegur í þessu landi, er raunvemlega ekkert annað en rekstrarkostnaður framleiðslunnar. Þessvegna er höfuðnauðsyn að halda þeim kostnaði í lagmarki, en ekki leyfa, seem verið hefur í seinni tíð, hverjum sem er að mata krók sinn óátalið, og kynda þannig undir , verðbólgu, ofháum framleiðslu- kostnaði og lágu kaupgjaldi. Fólkið í landinu verður að fara að átta sig á því hvað rétt er, og taka á málunum af sanngimi og skilningi. Við þurfum að jafna kaupið, það skrípi, sem það er orð- ið, þegar ýmsir hátekjumenn em á næstum tíföldu kaupi láglauna- mannsins, sem þarf þó að komast af líka. Hér verður að verða á breyt- ing, á þann hátt, að fólkið vinni fyrir sama kaupi og einskis kaup- gjald sé hærra en tvöfalt láglauna- kaup. Þingmenn, ráðherrar, fram- kvæmdastjórar og aðrir hátekju- menn, verða að sitja við sama borð og annað fólk í íandinu, og þeir verða að láta sér nægja tvöfalt lág- lánakaup. Það er sanngimiskrafa hins vinnandi manns, erfíðismanns- ins, sem hefur borið veralega skarð- an hlut frá borði, og veltur þó meira á starfí hans heldur en ýmissa ann- arra í þjóðfélaginu. Það er eitt og annað sem þarf að gera og því fýrr því betra. Það þarf að jafna kaupið, lækka vext- ina, hefta óþarfa innflutning, minnka fjársóun, bmðl og eyðslu. Stöðva verðbólguna og lækka fram- leiðslukostnaðinn. FVumskilyrði að við framleiðum hér heima sem mest af þeim vamingi sem við þurfum til lífsins. Þegar búið er að taka á þessum málum og koma þjóðarskútunni á góða siglingu, þá munum við upp- götva það, að allir hafa það mjög gott. Þá verða allir ánægðir, enginn lifír á annars manns brauði, eins og nú á sér stað í ríkum mæli. Þá mun okkur verða ljós sú staðreynd, að í rauninni er ekkert fólk í heimin- um auðugra heldur en þessi kvart- milljón manna, sem lifir hér í þessu stóra landi, og auðuga á ýmsan hátt frá náttúrannar hendi, enda þótt sumir vilji ógjaman viðurkenna þá staðreynd. Höfundur er bóndi að Syðra- Vallholti í Skagafirði. á sér fegra föðurland". Ýmsar at- hugasemdir mætti einnig gera við einstaka texta, lagboða eða lag- boðaleysi, en því verður komið á framfæri við Valdimar sjálfan, svo sem hann óskar eftir í formála. Þó skal það nefnt hér, að við „Hvað er svo glatt" er ekki getið um lagið eftir Weyse, né lag Jóns Ásgeirsson- ar við „Maístjömuna" eða lag Sig- urðar Rúnars Jónssonar við „Völu- vísu“ Guðmundar Böðvarssonar. En slík nákvæmni kemur fæstum þeim við, sem einungis ætla að brúka bókina á hraðfleygri gleðistund. Og ekki verður nú bent á öllu heppi- legri bók til almenningsnota í því skyni. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PETER BENESH Brían Mulroney í ræðustól skömmu fyrir þingkosningarnar 1984. Nú er hann sakaður um að hafa brotið eigin siðareglur. Kanada: Átta ráðherrar falln- ir á fjórum árum Á þeim tæpu fjórum árum sem Brían Mulroney hefur gegnt embætti forsætisráðherra Kanada hefur hann þurft að víkja átta meðráðherrum sinum úr embættum vegna siðferðilegra hneykslis- mála. Sá áttundi í röðinni var birgðamálaráðherrann, Michel Coté, sem Mulroney vék úr embætti 2. febrúar s.l. vegna brots á lagaskilareglum með því að gefa ekki upp 250.000 dollara (7,5 millj. ísl. kr.) lán frá vini sínum. Nú þegar kosningar era fram- undan er forsætisráðherr- ann sjálfur önnum kafinn við að reyna að kveða niður það óorð sem íhaldsmenn viðurkenna að loði við flokkinn - en sú skoðun er orðin útbreidd hjá almenningi að hvorki Mulroney né íhaldsflokki hans sé treystandi. í skoðanakönnun, sem gerð var meðal kjósenda um land allt rétt áður en Coté var vikið úr emb- ætti, kom í ljós að aðeins 14% aðspurðra töldu íhaldsflokk Mulroneys sómakærastan stjóm- málaflokkanna þriggja sem starf- andi era í Kanada. Fylgistapið hefur verið mikið og erfítt fyrir Mulroney, sem leiddi flokk sinn til stórsigurs í kosningunum í september 1984, en þá hlaut flokkurinn mesta þingmeirihluta sem um getur í sögu Kanada, 211 af alls 282 þingsætum í neðri málstofunni. Nú benda skoðanakannanir til þess að ef efnt yrði strax til þing- kosninga tapaði íhaldsflokkur Mulroneys annað hvort fyrir Frjálslynda flokknum, sem er mið- flokkur, eða fyrir flokki hægfara sósíalista, Nýja demókrataflokkn- um. Kosningar í ár? Mulroney ber að efna til þing- kosninga eigi síðar en í september 1989, en venjulega kjósa forsætis- ráðherrar í Kanada að láta kosn- ingar fara fram á fjórða ári kjörtímabilsins (sem er fímm ár) svo þeir þurfi ekki að óttast óvænta erfiðleika á lokamánuðum kjörtímans. Frammámenn í íhaldsflokknum höfðu spáð því að efnt yrði til kosninga á þessu ári, af því að þeir álitu vinsældir flokksins komnar í lágmark og þær gætu því ekki annað en farið vaxandi á ný. En brottrekstur Coté batt enda á bjartsýni þeirra. Sjálfur hefur forsætisráðher rann viðurkennt: „Það er alltof vægt til orða tekið að segja að ég sé vonsvikinn." Andstæðingar Mulroneys í stjómmálum segja að hann geti sjálfum sér um kennt, því að hann einn setji þær siðferðisreglur sem ráðhermm hans beri að virða. í baráttunni fyrir kosningamar 1984 hét Mulroney því að skipa íhaldsmenn í allar pólitískar stöð- ur. Hann stóð við þetta fyrirheit sitt og útbýtti vænum bitlingum til náinna vina sinna. Sumir ráð- herra hans virðast hafa dregið þá ályktun af gjörðum hans að þeir ættu fijálsan aðgang að nægta- bmnni hins opinbera. Coté-málið er nú í rannsókn hjá lögreglunni eins og svo mörg önnur. Annar ráðherra sagði af sér eftir aðdróttanir um að hann hefði fengið nána vini sína til að annast opinberar framkvæmdir. Þriðji ráðherrann var í fyrra kærð- ur fyrir fjársvik í sambandi við sölu lands til verktaka sem starf- aði fyrir vamarmálaráðuneytið. Sá §órði sætir gagnrýni á þingi fyrir að hafa beitt þrýstingi til að fá fyrirtæki til að standa undir launagreiðslum til starfsfólks hans í síðustu kosningabaráttu. Fimmti fyrmrn ráðherrann var sekur fundinn fyrir að hafa fjórtán sinnum misnotað aðstöðu sína í þágu fyrirtækis fjölskyldu sinnar. Hin þijú hneykslismálin era jarðbundnari, en þau snúast um: * vamarmálaráðherra sem braut öryggisreglur með þvi að vera í sambandi við starfsstúlku með purpurarautt hár í vínstúku fatafelluklúbbs við NATO-bæki- stöð Kanada í Vestur-Þýzkalandi, * umhverfísmálaráðherra sem lagði til að hafínn yrði námugröft- ur í þjóðgarði, * og loks er það svonefnt „Tu- nagate" hneyksli þar sem fiski- málaráðherra heimilaði sölu á skemmdum niðursoðnum túnfiski á innlendum neytendamarkaði. Ráðherrar áminntir Mulroney forsætisráðherra segist hafa veitt meðráðherram sínum áminningu, eins og hann orðar það, í hvert skipti sem þessi vandræðamál komu upp. Gagn- lýnendur hans meðal stjómarand- stæðinga halda því fram að for- sætisráðherrann hafí losað sig við vin sinn Coté til að hvítþvo sjálfan sig. Hafa andstöðuflokkamir tveir krafízt ítarlegrar rannsóknar á því hvort Coté hafí veitt þeim sem lánaði honum 250.000 dollara ein- hver opinber hlunnindi. Mulroney, sem hefur heitið því að settari verði harðari hegðunar- reglur fyrir ráðherrana gæti sjálf- ur lent undir smásjánni fyrir að virða ekki eigin reglur. I fyrra kom dagblaðið Toronto Globe and Mail upp um 324.000 dollara (9,7 millj. ísl. kr.) greiðslu sem hinn nýkjömi forsætisráðherra hafði þegið úr sjóði íhaldsflokksins árið 1984. Greiðsla þessi var ekki bor- in undir félaga í íhaldsflokknum, en fomstumenn í flokknum sögðu að um lán væri að ræða. Pening- ana notaði forsætisráðherrann til að innrétta ráðherrabústaðinn og §ölga skápum til að koma fyrir öllum Gucci-skónum sem hann hefur safnað sér. Yfirmaður eftirlitsdeildar stjómarráðsins, sem ber ábyrgð á og hefur eftirlit með eignafram- tali ráðherra hefur neitað að svara því hvort forsætisráðherrann hafi talið fram þetta einkalán í sam- ræmi við þær reglur sem hann hefur sjálfiir sett. Mál þetta á eftir að valda forsætisráðherran- um auknum erfíðleikum, því reiknað er með að stjómarand- staðan beri fram fyrirspum á þingi á næstunni varðandi hugs- anlegt brot hans á eigin siðferðis- reglum. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Obser- ver. Höfundur er þjóðháttafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.