Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988
25
Álagning j öfnunar-
gjalds - virðing Alþingis
eftirHauk
Hjaltason
Lög samþykkt á Alþingi hinn 23.
apríl 1986 heimila að lagt sé jöfnun-
argjald á innfluttar kartöflur og
vörur unnar úr þeim, allt að 200%.
Þetta framsal Alþingis á skatt-
heimtu til handa landbúnaðarráð-
herra orkar vægt sagt tvímælis þeg-
ar skoðað er hver ætlan Alþingis
var og framkvæmd með hliðsjón af
milliríkjasamningum sem Islending-
ar eru aðilar að og reglur sem gilda
um álagningu verndartolla og jöfn-
unargjalda. Við umræður á Alþingi
var helsti rökstuðningur niður-
greiðslur í viðskiptalöndunum og
óeðlilegir viðskiptahættir eða undir-
boð vöruverðs. Margir þingmenn
vöruðu við þessari heimild, þar sem
kartöflur eru ekki lengur niður-
greiddar í EB eða Norður-Ameríku,
heldur eru kartöflur hrein markað-
svara. Segja má að þann dag sem
lögin voru samþykkt hafi blekkingin
sigrað fáfræðina. .
Margstaðfest hefur verið við
umræður og lögð fram gögn um að
kartöflur eru ekki niðurgreiðsluvara
og síðasta staðfestingin er reyndar
nýjasta skýrsla EB um vörur innan
og utan niðurgreiðshikerfís banda-
lagsins. í athugasemdum við fyrrn-
efnt lagafrumvarp segir m.a. „en í
ýmsum tilvikum eru hinar erlendu
vörur greiddar niður af þarlendum
stjórnvöldum" og síðar: „Þessar
aðstæður hafa gert þeim innlendu
fyrirtækjum sem vinna úr kartöflum
erfitt fyrir í samkeppni við niður-
greidda framleiðslu erlendis frá.“
Ekki leikur hér nokkur vafi á að
flutningsmenn hafa ætlast til þess
að lagaheimild um jöfnunargjald-
töku væri beitt því aðeins að um
niðurgreiðslur væri að ræða erlendis
frá eða undirboð.
Þessi skilyrði eru ekki fyrir hendi
nú og hafa raunar ekki verið fyrir
hendi mörg undanfarin ár. Með að-
ild okkar að tollabandalaginu GATT
skuldbindum við okkur til þess að
beita ekki vemdartollum nema um
sannanlegar niðurgreiðslur eða und-
irboð sé að ræða. Jöfnunargjald
nemi hverju sinni sömu upphæð og
sannanlegar niðurgreiðslur eða und-
irboð. Sönnunarbyrðin er í þessu
tilfelli háttvirts landbúnaðarráð-
herra.
Þetta er nauðsynlegt og gert til
þess að koma í veg fyrir að illa
ígrundaðar geðþóttaákvarðanir geti
stórskaðað viðskiptasambönd og
framkallað gagnráðstafanir hjá
stjómvöldum viðskiptalanda sem
verða fyrir tilefnislausri misbeitingu
vemdartolla.
Verðhjöðnun lækkun vörð-
verðs
Tímasetning framkvæmdar er mik-
ilvæg sérílagi við beitingu jöfnunar-
tolla í þessu tilfelli. Þannig stóð á
nú að háttvirtur utanríkisviðskipta-
ráðherra var á fundi NATO-ríkja í
Brussel ásamt háttvirtum forsætis-
„Hvenær verður þekk-
ing á landbúnaðarmál-
um og samhengi við-
skipta- og efnahags-
mála fáfræðinni yfir-
sterkari og verður
hvatning til háttvirtra
þingmanna til þess að
taka í taumana og setja
heildarhagsmuni þjóð-
arinnar í öndvegi."
ráðherra. Það mun sæta mikilli
furðu ef háttvirtur utanríkisvið-
skiptaráðherra mun ekki gera at-
hugasemdir við þetta brot á samn-
ingum okkar við Tollabandalag
GATT og fyrirskipa afnám gjalds-
ins. Einnig er nauðsynlegt að hátt-
virtur forsætisráðherra þessarar
ríkisstjómar sem hefur að aðal-
markmiði að ná niður vömverði og
beitir sér fyrir verðhjöðnun láti ekki
viðgangast slíka misbeitingu laga
átölulaust. Mikilvægast er þó að
háttvirtir alþingismenn ógildi lög
sem eru ekki nauðsynleg sérstak-
lega þegar vanhugsuð geðþótta-
ákvörðun ræður ferð.
Aðflutningsgjöld hafa nú rúmlega
þrefaldast á þessari vöru. Gera má
ráð fyrir að upphæðin verði um
90.000.000,- að óbreyttum innflutn-
Haukur Hjaltason
ingi. Heildargjöld af frönskum kart-
öflum til ríkissjóðs að meðtöldum
söluskatti verða með því nálægt 250
milljónir.
Spyrja má: Hvenær er skattagleði
ríkisstjómarinnar fullnægt? Hvenær
linnir ásælni og græðgi í vamar-
lausa matarbuddu almennings?
Hvenær verður þekking á land-
búnaðarmálum og samhengi við-
skipta- og efnahagsmála fáfræðinni
yfirsterkari og verður hvatning til
háttvirtra þingmanna til þess að
taka í taumana og setja heildar-
hagsmuni þjóðarinnar í öndvegi?
Verndartollar erlendis
Við inngöngu Spánar og Portúgal
í EB óskuðu stjómvöld þessara
landa tímabundinna verndunar
vegna matarolíuframleiðslu. Þess
var farið á leit að jurta- og fiskolíur
yrðu settar undir vemdartoll 15%,
þegar um innflutta vöm til banda-
lagsins væri að ræða. Einnig hefur
komið til tals að setja toll á fiskaf-
urðir, fryst flök og saltfisk.
Viðræðum okkar við bandalagið
hefur nú verið stefnt í hættu. Ef
sjónarmið okkar verða undir í þessu
máli og bandalagið beitir vemdar-
tollum gæti orðið um minnkandi
gjaldeyristekjur að ræða sem nemur
mörg hundmð milljónum.
Það hlýtur að gera viðræðunefnd
okkar erfitt fyrir að þurfa að skýra
og rökstyðja álagningu aðflutnings-
gjalda sem nema nú 220% ofan á
innflutningsverð.
Virðing Alþingis
í lýðræðisþjóðfélagi er nauðsyn-
legt að ráðamenn taki tillit til heild-
arhagsmuna og gangi ekki gegn
samþykktum eigin ríkisstjórnar, al-
þjóðlegum samningum og ekki síst
hagsmunum almennings með ger-
ræðislegum ákvörðunum, sem vafa-
samt er að þjóni hagsmunum þeirra
sem eiga að njóta.
Undirritaður telur ekki að hátt-
virtur landbúnaðarráðherra hafi
nokkum ávinning af þessu máli
persónulega en gangi aðeins gott
eitt til. Það er þó fullljóst að hér
er gengið of langt. Samráðhermm
og alþingismönnum ber skylda til
þess að skoða þetta mál ítarlega og
tryggja að ekki verði farið þannig
með þetta mál að það skaði meira
en það vinni.
Virðing Alþingis er undir því
komin að framkvæmd laga sé í sam-
ræmi við tilgang þeirra og bijóti í
engu milliríkjasamninga, skerði ekki
mannréttindi eða mismuni einstakl-
ingum eða atvinnurekstri lands-
manna. Verzlunin hefur sömu
möguleika á því að skila þjóðarbúinu
arði til jafns við annan atvinnurekst-
ur landsmanna.
Höfundur er forstjóri Dreifingnr
hf. iReykjavík.
Skora á Olympíunefnd að taka
tíUit til afreks Eggerts Bogasonar
eftirHarald
Magnússon
Mig langar að stinga niður penna
vegna þess óréttar, sem mér finnst
Ragnheiður Ólafsdóttir og Eggert
Bogason, félagsmenn í fijálsíþrótta-
deild FH, hafa verið beitt af
Ólympíunefnd _ íslands og Afreks-
mannasjóði ISI.
Það er ef til vill að bera í bakka-
fullan lækinn að ræða um árangur
Eggerts Bogasonar. Mér hefur virst
sem talað_ væri í gegnum lokaðar
dyr hjá Ólympíunefndinni og Af-
reksmannasjóði þegar reynt var að
ræða mál hans við þá aðila. Gísli
Halldórsson hefur t.d. haldið því
fram að öll innanfélagsmót, sem
haldin eru á Islandi, séu ógild gagn-
vart ólympíulágmarki, þó að vitað
sé að margsinnis hefur árangur á
slíkum mótum verið tekinn gildur
sem lágmark. Þá hefur Fijálsí-
þróttasamband Islands í áratugi
tekið árangur á innanfélagsmótum
góðan og gildan, m.a. til íslands-
met. Svo var einnig um afrek Eg-
gerts, sem hann vann á svokölluðu
Burknamóti í Hafnarfirði í fyrra-
haust.
Við hjá fijálsíþróttadeild FH höf-
um haldið Burknamótin árum sam-
an og til gamans má geta þess að
landsþjálfari fijálsíþróttamanna,
Guðmundur Karlsson, vann Burkna-
styttuna, sem blómabúðin Burkni í
Hafnarfirði gaf til mótanna, og var
stigahæstur í karlaflokki þijú ár í
röð. Þessi mót voru jafnvel haldin
á veturna, áður en lyftingar voru
eins mikið atriði í þjálfun og nú.
Ég hef verið formaður fijálsí-
þróttadeildar FH síðan 1972. Okkar
íþróttamenn hafa ekki náð ólympíu-
lágmarki fyrr en fyrir leikina í Seo-
ul í haust. Þó var Sigurður P. Sig-
mundsson nálægt lágmarki í mara-
þonhlaupi fyrir síðustu leiki. Við
höfum enga athugasemd gert í
gegnum árin vegna þess að afrekin
eiga að gilda.
Nú eigum við tvo Ólympíukandid-
ata. Ragnheiður Ólafsdóttir náði
lágmarki í fyrra, fyrst íslenskra
fijálsíþróttamanna, i 3.000 metra
og 10 kílómetra hlaupi. Nú er hún,
og reyndar Helga Halldórsdóttir KR
einnig, hins vegar sett á bekk hjá
Afreksmannasjóði ÍSÍ með sund-
mönnum sem ekki hafa náð
ólympíulágmarki hvað styrkveiting-
ar varðar. Á nokkrum fyrstu
Ólympíuleikjunum hafði kvenfólk
ekki keppnisrétt. Nú þegar þær
Ragnheiður og Helga hafa náð
ólympíulágmarki fyrir leikana í Seo-
ul eru þær báðar setta skör lægra
en karlmennirnir, sem Ólympíu-
nefnd telur hafa náð lágmarki, og
hljóta lægri styrk en þeir. Ég hef
oft furðað mig á hversu seint Jafn-
réttisráð tekur við sér. Tel ég að
það ætti að beita sér fyrir því að
þetta óréttlæti verði leiðrétt.
Mín lífsskoðun hefur verið sú að
menn sem hafa náð gildandi lág-
mörkum eigi að sitja við sama borð.
Nái afreksmaðurinn á Ólympíuleikj-
unum einu af fyrstu þremur sætun-
um fínnst mér að verðlauna ætti
hann sérstaklega af Afrekssjóði eða
Ólympíunefnd.
Mál Eggerts Bogasonar er kapít-
uli út af fyrir sig. Hann nær
ólympíulágmarki að mati okkar
FH-inga og Fijálsíþróttasambands-
ins við algjörlega löglegar aðstæð-
ur. Sambandið hefur staðfest að
mótið hafi verið löglegt; farið í einu
og öllu fram samkvæmt lögum og
reglum þess. Þegar ÍSÍ var stofnað
var það fyrst og fremst gert til að
styrkja og efla samböndin innan
þess. Lög og reglur ÍSÍ taka skýrt
fram að sérsamböndin hafi lögsögu
yfir viðkomandi íþróttagrein. ISÍ
ætti að hjálpa þeim til að halda sínar
eigin reglur en ekki bijóta gegn
samböndunum. Þar sem Gísli Hall-
dórsson var forseti ÍSÍ um langt
Haraldur Magnússon
árabil skil ég_ ekkert í honum að
bijóta reglur ÍSÍ svona harkalega.
Mér er kunnugt um að fyrrver-
andi formaður FRÍ, Örn Eiðsson, er
í Ólympíunefnd og hann er manna
fróðastur um lög og reglur FRÍ og
ÍSÍ. Skora ég á hann sem mikinn
leiðtoga fijálsíþróttanna undan-
farna áratugi, og aðra nefndar-
menn, að beita sér fyrir því á sinn
skelegga hátt að afrék Eggerts verði
viðurkennt sem áfangi í viðleytni
hans til þess að verða þátttakandi
í Ólympíuleikjunum í Seoul.
í þessu sambandi vil ég geta þess
að Fijálsíþróttasambandið sendi
Afreksmannasjóði upplýsingar um
afrek fremstu fijálsíþróttamanna
landsins áður en til úthlutunar hans
kom á þessu ári. Þar kom skýrt
fram að Eggert og Rangheiður skip-
uðu sér í svokallaðan afreksflokk,
samkvæmt flokkunarkerfi FRÍ. Eru
þau því í sama hópi gagnvart stjórn
FRl og Einar Vilhjálmsson, Sigurð-
ur Einarsson og Vésteinn Hafsteins-
son. Engu að síður ákveður sjóður-
inn Ragnheiði lægri styrk og að
Eggert skyldi engan styrk fá. Frið-
jón B. Friðjónsson, formaður stjóm-
ar Afreksmannsjóðs og gjaldkeri
ÍSÍ, mun'hafa tjáð stjórn FRÍ að
það hefði verið gert í framhaldi af
fullyrðingum Gísla Halldórssonar,
formanns Ólympíunefndar, um að
árangur Eggerts væri ólöglegur,
eins og hann mun hafa orðað það.
Nú hefur stjóm FRÍ tekið af skarið
um lögmæti afreks Eggerts og vona
ég að sjóðurinn sjái að sér og veiti
honum uppreisn æm.
Mér er kunnugt um að Ólympíu-
nefnd hefur leitað eftir ijárstuðningi
hjá Hafnarfjarðarbæ vegna kom-
andi Ólympíuleikja. Það er þeirra
að afgreiða það mál. Ég sendi háttv-
irtu bæjarráði hins vegar bréf og
bað um aðstoð. Skýrði ég frá hvern-
ig hefði verið tekið á málum okkar
íslandsmeistarakeppni í sam-
kvæmisdönsum fer-fram helgina
12.—13. mars á Hótel íslandi og í
Laugardalshöll. Er þetta í þriðja
sinn sem keppnin er haldin og er
stefnt að þvi að hún verði árlegur
viðburður.
Erlendir dómarar munu sem fyrr
dæma keppendur. Gestir okkar að
þessu sinni em John Knight, sem
verður yfirdómari, ásamt meðdóm-
endum þeim Michael Sandham og
Marie Pownall, sem einnig munu
sýna suður-ameríska dansa. Mikill
fyöldi keppenda hefur skráð sig til
keppni, eða um 400 einstaklingar frá
6 ára aldri.
Setningarathöfn, þar seni allir
manna hjá Ólympíunefnd. Ráðið
fékk afrit af bréfi FRÍ um lögmæti
árangurs Eggerts. Bæjarráðið tók
röggsamlega á málinu og afgreiddi
það. Barst mér svohljóðandi bréf,
dagsett 22. febrúar: „Á fundi bæjar-
ráðs Hafnarfjarðar þann 18. febrúar
sl. var lagt fram bréf Haraldar S.
Magnússonar, dagsett 16. þess
mánaðar þar sem hann vekur at-
hygli á nauðsyn þess að veita hið
fyrsta styrki úr afreksmannasjóði
[Hafnarfjarðar] til þeirra Eggerts
Bogasonar og Ragnheiðar Olafs-
dóttur. I tilefni bréfs þessa var eftir-
farandi bókun og samþykkt gerð í
bæjarráði:
„Þar sem afreksmannasjóður hefur
ekki tekið til starfa, samþykkir
bæjarráð að veita þeim Eggert og
Ragnheiði 75 þúsund króna styrk
til þátttöku í Ólympíuleikjum, meðal
annars vegna þess að Ólympíunefnd
íslands hefur enn sem komið er
ekki virt afrek þeirra að verðleik-
um.“
Þess er vinsamlegast farið á leit að
þér hafið samband við undirritaðan
vegna frekari framgang máls þess.
Virðingarfyllst.
Gunnar Rafn Sveinbjörnsson."
HÖfundur er formaður frjáls-
iþróttadeildar FH.
keppendur koma fram, sýningarat-
riði frá jassballettskólum og ballett-
skólum ásamt sýningu erlendu gest-
anna, fer fram í Laugardalshöll
sunnudaginn 13. mars kl. 14. Keppni
hefst svo strax að setningu lokinni
og ekki er að vænta úrslita fyrr en
um miðnætti. Vegna fjölda keppenda
fer hluti keppninnar fram á Hótel
íslandi laugardaginn 12. mars og
hefst kl. 10 f.h.
Eru það yngstu keppendur og fyrri
hluti unglinga 12—15 ára sem
spreyta sig þá.
Keppt verður í „standard“-dönsum
og suður-amerískum dönsum. Miða-
sala hefst klukkustund fyrir keppni
báða dagana.
Islandsmót í samkvæmis-
dönsum um næstu helgi