Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988
Italía:
Waldheim kunnugt
um fjöldamorð á ít-
ölskum stríðsföngum
- segir fyrrum ráðherra í grísku
ríkisstjórninni
Mílanó. Frá Benedikt Stefánssyní, fréttaritara Morgunblaðsins.
GERASIMOS Apostolatos, fyrr-
um ráðherra í grísku ríkisstjóru-
inni, heldur því fram, að Kurt
Waldheim, forseta Austurríkis,
hafi verið kunnugt um morð á
þúsundum ítalskra stríðsfanga á
grísku eynni Kefalliníu haustið
1943.
Þetta kemur fram í frétt ítalska
dagblaðsins II Corriere della Sera
síðastliðinn sunnudag. Að sögn
Apostolatosar gaf Loher hershöfð-
ingi, jrfírmaður Waldheims, út fyrir-
skipun um, að ítölsku hermönnun-
um skyldi ekki þyrmt. Stjórnin í
Berlín óttaðist, að þeir kynnu að
ganga Bandamönnum á hönd, ef
Bretar og Bandaríkjamenn réðust
inn í Grikkland.
„Waldheim var einn af nánustu
samstarfsmönnum Loher og þekkti
allar gerðir yfírmanns síns,“ segir
Apostolatos. „Hann var fulltrúi
Lohers gagnvart ítölsku herdeildun-
um; allar fyrirskipanir varðandi þær
fóru um hans hendur.“
Kefallinía er ein af Jónaeyjunum
og fæðingarstaður Apostolatosar,
sem sat í ráðuneyti Karamanlis á
árunum 1977-81. Eftir að vopnahlé
var samið 8. september 1943, veitti
ítalska herdeildin á Kefalliníu fyrr-
um bandamönnum sínum mót-
spymu. Kom til harðra bardaga,
sem lyktaði með því, að 5000 ítalsk-
ir hermenn og 325 yfirmenn voru
teknir til fanga af Þjóðveijum og
skotnir. Auk þess voru ótaldir eyjar-
skeggjar teknir af lífi fyrir að veita
ítölum lið. Apostolatos barðist í
andspymuhreyfíngu Kefalliníubúa
og var heiðraður stórriddarakrossi
ítalska lýðveldisins fyrir hetjulega
framgöngu sína.
Apostolatos segist hafa undir
höndum afrit af bréfi, sem Wald-
heim skrifar árið 1944. Frumritið
er geymt í New York vegna útgáfu
bókar um gríska nútímasögu. í
bréfinu segir Waldheim, að Þjóð-
veijar hafi lokið við að hreinsa eyj-
una af hópum glæpamanna, sem
höfðust við í fjöllunum. Telur Apo-
stolatos, að hér sé átt við gríska
þjóðernissinna og ítalska hermenn,
sem komist höfðu undan Þjóðveij-
um. „Waldheim hafði það hlutverk
með höndum að gefa herstjóminni
á degi hvetjum skýrslu um ástand
mála á svæðinu,“ segir Apostolatos.
„Eg er þess fullviss, að fleiri slík
bréf ættu að vera til í skjalasöfnum
í New York og Belgrad. Waldheim
var ekki í aftökusveitunum, en var
fullkunnugt um það, sem gerðist á
Kefalliníu; því verður ekki lengur
neitað."
Reuter
Vestur-þýski kafbáturinn á leið tilhafnar
Vestur-þýskur kafbátur, S-176, rakst á sunnudag á norskan olíuborpall á Norðursjó. Engin slys urðu á
mönnum en eins og sjá má af myndinni, sem tekin var í gær er kafbáturinn var á leið til hafnar í Bergen
í Noregi, urðu á honum miklar skemmdir við áreksturinn.
Tíbet:
309 lögreglumenn sagðir hafa
slasast í óeirðunum í Lhasa
Peking, Reuter.
FRÉTTASTOFAN Nýja Kína
skýrði frá því í gær að rúmlega
300 lögreglumenn hefðu slasast
í óeirðum í Lhasa, höfuðborg
Tíbets, um síðustu helgi er íbúar
borgarinnar og búdda munkar
þustu út á götur borgarinnar til
að mótmæla yfirráðum
Kínverja. Vestrænir stjórnarer-
indrekar sem voru í Lhasa er
óeirðirnar brutust út sögðu níu
manns hafa fallið í þeim en að
sögn stjómvalda beið einn mað-
ur bana.
Fréttastofan Nýja Kína skýrði
frá því í gær að samkvæmt nýj-
ustu heimildum hefðu 309 lög-
reglumenn slasast í götubardögun-
Bretland:
Ræðismaður Panama flæmd-
ur úr embætti með valdi
Lundúnum, Reuter.
FJÓRIR menn úr sendiráði Pan-
ama réðust inn í skrifstofu ræðis-
manns Panama í London á mánu-
dagskvöld. Þeir vom vopnaðir
bareflum og tilgangur þeirra var
að koma í veg fyrir að Eduardo
Arango gegndi áfram embætti
aðalræðismanns. Arango styður
Eric Arturo Delvalle, sem bolað
var úr embætti forseta Panama.
Sjónarvottar segja að mennimir
fjórir hefðu ekið Land Rover á gler-
hurð við aðalinngang skrifstofunn-
ar og tekið hana á sitt vald. Arango
var ekki á skrifstofunni þegar at-
burðurinn átti sér stað, og var
meinaður aðgangur þegar hann
kom á vettvang skömmu seinna.
Hann sagði í samtali við fréttamann
Reuter að hann ætli að ræða við
breska utanríkisráðherrann um
málið.
Sendiherra Panama, Guilermo
Vega, sagði að árás mannanna í
skrifstofuna væri lögleg og gerð í
samráði við hann. Hann hefði áður
tilkynnt Arango að honum hefði
verið vikið úr embætti. Breskir
embættismenn sögðu að deilur
hefðu risið um hver ætti að vera
fulltrúi Panama í Lundúnum eftir
að Panamaþing ákvað að víkja
Delvalle úr forsetaembætti í febrú-
ar. Arango lýsti því yfir fyrir viku
að hann hefði aðstoðað Delvalle við
Reuter
Eduardo Arando, aðalræðismaður Panama í Lundúnum, ræðir við
lögreglumenn fyrir utan skrifstofu ræðismannsins eftir að fjórir
menn úr sendiráði Panama höfðu tekið skrifstofuna á sitt vald í
fyrrakvöld.
að flýja frá heimili sínu á öruggan
felustað eftir brottvikninguna.
Lögregluyfirvöld sögðu að eng-
inn hefði slasast í árásinni og seinna
sáust lögreglumenn flytja sjö menn
í handjárnum til yfirheyrslu. Tals-
maður lögreglunnar sagði að skrif-
stofan væri nú í umsjá fulltrúa
sendiherra Panama og öryggis-
varða hans. Haft er eftir talsmanni
breska utanríkisráðuneytisins að
líklega muni Arango áfram njóta
friðhelgi sem ræðismaður í Bret-
landi.
um þar af 28 alvarlega. Sagði enn-
fremur að einn lögregluþjónn hefði
beðið bana. Hins vegar var ekki
skýrt frá því hversu margir borgar-
ar hefðu slasast en að sögn heim-
ildarmanna tóku þúsundir manna
þátt í mótmælunum.
Allt var með kyrrum kjörum í
Lhasa í gær en sveitir lögreglu-
manna hafa tekið Jokhang-hofið í
miðborg Lhasa á sitt vald auk þess
sem öflugur lögregluvörður heldur
uppi gæslu við helsta torg borgar-
innar þar sem ólætin hófust á laug-
ardag. Miklar óeirðir brutust út í
Lhasa í október á síðasta ári og
hófust þær með hópgöngu munka
umhverfis hofíð þar sem þeir kröfð-
ust sjálfstæðis til handa Tíbet-
búum.
Vesturlandabúi einn í borginni
sagði í viðtali við Reuters-frétta-
stofuna í gær að lögreglumenn
héldu einnig uppi gæslu við vegi í
nágrenni borgarinnar og væri
greinilegt að með þessu væri verið
að vara menn við frékara andófí.
Götuvígi og grjótkast
í fyrri fréttum sínum af óeirðun-
um í Lhasa hafði Nýja Kína skýrt
frá því að þeim hefði lokið á laugar-
dag. í gær sagði hins vegar í frétt-
um hennar að þær hefðu haldið
áfram á sunnudag og hefðu íbúar
borgarinnar hlaðið götuvígi og
grýtt lögreglumenn. Fréttastofan
skýrði ítarlega frá því hvernig
munkar hefðu ráðist að lögreglu-
þjónum, embættismönnum og
blaðamönnum er óeirðimar hófust
á laugardag. „Munkar komu hrað-
hlaupandi út úr Jokhang-hofí og
bmtu kvikmyndatökuvélar og
myndbandstæki. Myndbandsræm-
ur blöktu í vindinum líkt og fiðr-
ildavængir. Munkamir veltu tveim-
ur bifreiðum og kveiktu í hinni
þriðju. „Við munum eyðileggja allt
það sem tilheyrir kommúnistum",
hrópuðu þeir“.
Ennfremur var frá því skýrt í
gær að munkar hefðu komist inn
í Jokhang-hofið og hefðu þeir
laumað eitri í te, sem embættis-
menn kommúnistaflokksins og
blaðamenn, sem fylgdust með
óeirðunum, hefðu neytt. Sagði í
fréttinni að nokkrir hefðu verið
fluttir í sjúkrahús sökum eitrunar-
innar.
Dalai Lama á móti ofbeldi
Dalai Lama, hinn trúarlegi leið-
togi Tíbetbúa, hvatti landsmenn til
að beita ekki ofbeldi í viðskiptum
sínum við Kínveija þó svo að þeir
kynnu að grípa til hertra aðgerða
til að bæla niður andóf lands-
manna. I tilkynningu Dalai Lama,
sem birt var í Nýju Ðelhí á Indl-
andi í gær, sagði einnig að stjórn-
völd í Kína beittu íbúa Tíbet kúg-
unum vegna þess að þau skildu
ekki vonir og langanir þjóðarinnar.
Dalai Lama hefur dvalist í útlegð
frá árinu 1959 er hann xlúði land
eftir að hafa leitt misheppnaða
uppreisn gegn yfirráðum Kínveija
yfir Tíbet.
Snarpur
jarðskjáJftí
í Alaska
Anchorage S Alaska. Reuter.
STERKUR jarðskjálfti varð á
Alaska-flóa, um 550 kílómetra
suð-austur af Anchorage á
sunnudag. Engar skemmdir
urðu á mannvirkjum og enginn
slasaðist.
Skjálftinn, sem fannst í Anc-
horage og víðar, mældist 7,2 stig
á Richter-kvarða að sögn jarð-
fræðinga í bandarísku jarðfræði-
rannsóknarstofnuninni í Golden í
Colorado. Ekkert eignatjón varð
en hlutir köstuðust til og skjálftan-
um fylgdi smávægileg flóðbylgja.
Jarðskjálfti mældist síðast á þess-
um slóðum í nóvember á síðasta
ári.