Morgunblaðið - 27.03.1988, Síða 1
fltogmilrifafcift
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988
BLAÐ
Á SLÓÐ BISKUPA
YFTR ÓDÁÐAHRAUN
OG GNÚPA-BÁRÐAR
UM YONARSKARÐ
ÍSLENSK náttúra heillar margan hestamanninn og verða ferðalög á
hestum um hálendi íslands sifellt vinsælli. Æ fleiri telja þessi ferða-
lög vera það sem gefur hestamennskunni mest gildi. Síðastliðið sum-
ar fóru fjórir menn í óvenjulegt mánaðarlangt ferðalag með 20 hross.
Ferðinni var heitið um ókunnar slóðir, annars vegar hina svokölluðu
Biskupaleið yf ir Ódáðahraun og hins vegar leið Gnúpa-Bárðar land-
námsmanns um Vonarskarð milli Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls,
sem talið er að Bárður hafi farið er hann
flutti búferlum úr Bárðardal í Fljóts-
hverfi.
é-
6>/
»1
I Snapadal.
Skraúti í baksýn. Eins og
sjá má var gróður nægur
þarna í 1.100 metra hæð.
■'i'
c ■ X)'4» vl> ,
• * v * '-r. - éjmt. ,
■ >*
.. * •
& '
.
tÁ* ’Ó'
i *V K ?
1
';f*
Vonarskarð. Hníflar í baksýn.
Fjórir fjallhressir“, þeir
Ámi Pálmason kennari,
Jón Stefánsson organisti,
Grettir Bjömsson sem
frægastur er fyrir harm-
onikuleik og Karl Benediktsson
fyrrum handboltakappi, sem meðal
hestamanna er þekktastur fyrir
hrossarækt að Gerðum í Landeyj-
um, hófu ferðina á Blikastöðum 11.
júlí 1987.
Aðdragandi ferðarinnar var lang-
ur. Árni Pálmason hafði lengi haft
áhuga á að reyna að fara þessar
leiðir og hafði hann m.a. fylgst með
skipulegri leit félaga í Ferðafélagi
Akureyrar að vörðum og vörðubrot-
um á leiðinni yfir Ódáðahraun sem
þeir merktu inn á kort. Áður en
lagt var af stað var þetta allt skoð-
að vel ásamt öllu sem skrifað hefur
verið um þetta svæði.
Margir höfðu lýst áhuga sínum
á að fara í ferðina, en ljóst var að
hún tæki langan tíma og þar sem
hlutar hennar voru ókannaðir var
gert að skilyrði að vika til eða frá
skipti ekki máli. Þannig atvikaðist
það að fjórmenningamir, sem aldrei
höfðu ferðast saman áður, lögðu
af stað út í óvissuna.
Of langt mál yrði að rekja ferð-
ina frá upphafí, svo hér verður stikl-
að á stóru þar til komið er á fáfam-
ari slóðir. Er þó rétt að geta þess
að farið var um Þingvelli, Uthlíð í
Biskupstungum, Tungufellsdal og
Hólaskóg. Frá Hólaskógi var ætlun-
in að fara í Þóristungur, en þess í
stað var ákveðið að gista við kláfínn
yfír Tungnaá. Daginn eftir þurfti
að feija hestana yfír á kláfnum og
gekk það vel.
Síðan var haldið gömlu Sprengi-
sandsleiðina og var næsti áfanga-
staður í Þúfuveri. Jón skrifaði í
dagbókina sína að þeir félagarnir
sátu steinþegjandi úti í hálftíma,
teiguðu öræfakyrrðina og virtu fyr-
ir sér útsýnið yfír Þjórsárverin og
jökulinn. Þama borðuðu þeir ágæt-
SJÁ BLS. 4B OG 5B.
Þar sem nýtt hraun hefur runnið yfir Ódáðahraun var víða erfi
yfirferðar, eins og sjá má á þessari mynd.