Morgunblaðið - 27.03.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988
„Þrátt fyrir kröfur um opinbera rannsókn
er enn mörgum spurningum ósvarað11
SJÁ: Gjöreyðing
líkamlegu ofbeldi."
ísraelar leggja bandarísku sjón-
varpstöðina CBS, sem náði mynd-
um af ísraelskum hermönnum að
misþyrma tveimur Palestínumönn-
um, sérstaklega í einelti. Vakti
myndin mikla athygli um heim allan
og almenna fordæmingu á fram-
ferði ísraela og síðan hefur mynda-
tökumanninum og fréttaritaranum,
Moshe Alpert og Bob Simon, marg-
sinnis verið hótað dauða. Tveir aðr-
ir starfsmenn CBS hafa einnig orð-
ið fyrir árás. Tíu ísraelskir hermenn
réðust á þá með barsmíðum eftir
að þeir höfðu tekið myndir af hand-
töku Palestínumanns.
„Við verðum daglega fyrir alls
kyns svívirðingum," segir Terrel
Plantinga, yfirmaður CBS á svæð-
unum.“
Hinum megin „víglínunnar"
neyddist Cable News-sjónvarps-
stöðin til að skila aftur 12 bíla-
leigubílum þegar ungir Palestínu-
menn höfðu brotið allar rúður í
þeim með grjótkasti. „Press“ og
„TV“, merki, sem gefa til kynna,
að fréttamenn séu á ferð, veita
mönnum litla vemd enda eru ísra-
elsku landnemamir famir að nota
þau í blekkingarskyni þegar þeir
þurfa að fara í gegnum arabísku
þorpin.
Erlendir fréttamenn í ísrael hafa
krafíst þess við vamarmálaráðu-
neytið að hætt verði að handtaka
menn, sem bregður fyrir í myndum
fréttastöðvanna, en því hefur verið
vísað á bug. Sagði Rabin vamar-
málaráðherra, að fréttamennimir
gætu varla ætlast til þess, að mynd-
imar væru notaðar til að hafa hend-
ur í hári ísraelskra hermanna, sem
gengju of langt, en ekki til að hand-
taka araba, sem efna til óeirða.
„Hættan er sú, að Palestínumenn
átti sig ekki á því að hann var að-
eins að tala um þær myndir, sem
eru birtar,“ sagði Slater. „Þeir líta
á orð Rabins sem sönnun þ_ess, að
við séum samstarfsmenn ísraela,
sem er að sjálfsögðu ekki rétt."
- ERIC SOLVER
12.000 manns, væri reiðubúið til
uppgjafar.
I myndinni segja sumir þeirra
60.000 borgarbúa, sem lifðu árás-
imar af, frá því þegar gríðarlegur
fjöldi Lancaster-flugvéla „byrgði
fyrir sólu“ og réðst síðan miskunn-
arlaust gegn vamarlausu fólkinu.
Hér var ekki um nein mistök að
ræða. Skipunin kom frá Bemard
Montgomery hershöfðingja og þeg-
ar flugmennimir sneru aftur tók
hann sjálfur á móti þeimog óskaði
þeim til hamingju með frammistöð-
una. Rannsóknir hafa sýnt, að Bret-
ar vissu nákvæmlega um stöðvar
Þjóðveija en kusu samt að ráðast
á óbreytta borgara.
Ljósmyndir, sem teknar vom eft-
ir árásina, sýna, að miðbænum í
Le Havre hafði verið gjöreytt jafn
kirfílega og í Hiroshima. Breskir
flugpnenn, sem Zarifían ræðir við í
myndinni, segja, að þeim hafi verið
sagt, að engir óbreyttir borgarar
væru í gamla bænum.
„Raunar er það ekki alveg víst
enn hver fyrirskipaði árásina og
hvers vegna,“ segir Zarifían. „Eina
fólkið, sem kemur fram í mynd-
inni, eru venjulegir borgarar og
flugmenn, sem tóku þátt í árás-
inni. Það kemur vel fram hvað árás-
imar höfðu mikil áhrif á íbúa borg-
arinnar og það er langt í frá, að
sviðinn sé horfinn úr þessum gömlu
sárum.“
- PAUL WEBSTER
Iforsetaraunir BB
Waldheim
kostar landa
sínalíka
beinharða
peninga
Er Waldheim á leið með að gera
landið gjaldþrota?" Kvöldblað
nokkurt í Vestur-Þýskalandi varp-
aði fram þessari spumingu í fúlustu
alvöm í febrúar síðastliðnum, viku
eftir að sagnfræðinganefnd hafði
lýst Austurríkisforseta sem lygara
og manni sem greitt hefði
stríðsglæpamönnum götuna.
Fyrir tveimur ámm, skömmu eft-
ir að Waldheim var kjörinn, og jafn-
vel fyrir aðeins hálfu ári, hefðu
austurrískir bankamenn og iðnjöfr-
ar bara brosað í kampinn yfír svona
spumingu. Waldheim, hefðu þeir
sagt, skiptir engu máli fyrir við-
skiptin við útlönd. Nú er þó komið
annað hljóð í strokkinn. „Wald-
heim-áhrifín“ em farin að segja til
sín svo ekki verður um villst.
Sem dæmi má nefna, að banda-
ríska fyrirtækið Bikecology hefur
hætt við fyrri pantanir og ákveðið
að kaupa ekki austurrísku Puch-
reiðhjólin svo lengi sem Waldheim
er forseti. í New York hefur aust-
urrískur ostur verið fjarlægður af
matseðli fínustu veitingahúsanna
og úr hillum verslananna á Man-
hattan. Að versla með austurríska
vöm er ekki lengur bara venjuleg
viðskipti.
Austurrískur fataframleiðandi
hefur verið beðinn um að merkja
vöm sína með „Framleitt í Þýska-
landi“ í stað „Framleitt í Aust-
urríki" og ráðstefnum, sem
bandarísk fyrirtæki og stofnanir
höfðu skipulagt í Vín, hefur verið
aflýst vegna þess að þátttakan var
engin.
Samtök austurrískra iðnrekenda
hafa nú skýrt frá því, að fyrirtæki
eitt í Tírol, sem flytur framleiðsluna
aðallega til Norður-Ameríku, eigi í
alvarlegum erfíðleikum. Forsvars-
menn annars fyrirtækis í Vín, sem
framleiðir búnað fyrir rannsókna-
stofur, fengu þau skilaboð frá við-
skiptavinum sínum í Bandaríkjun-
um, að þeir skyldu hafa samband
við þá síðar — þegar Waldheim
væri ekki lengur forseti. Þess em
jafnvel dæmi, að bandarískur véla-
I LÍBANON
framleiðandi hafí neitað að sinna
eðlilegri þjónustu við eigin vélar í
Austurríki svo lengi sem forsetinn
heitir Waldheim.
Eigendum fyrirtækis nokkurs í
Salzburg, sem höfðu áhuga á að
bjóða í verk í myndbandaiðnaðinum,
var ráðlagt að spara sér frímerkja-
kostnaðinn eða senda bréfið frá
Bæjaralandi í Vestur-Þýskalandi.
Það er ekkert leyndarmál, að
mörg hundmð ferðaskrifstofa er-
lendis, einkum í Bandaríkjunum og
Bretlandi, hafa orðið að aflýsa vetr-
arferðum til Austurríkis og þátttak-
an í sumarferðunum hefur stórlega
dregist saman. Ferðaskrifstofan
Isram í New York, sem sér um að
skipuleggja ferðir fyrir ýmis gyð-
ingleg samtök, segir, að Vín hafi
algerlega verið tekið út úr áætlun-
inni. Astæðan er vaxandi gyðinga-
hatur í Austurríki og sérstaklega í
Vín.
„Það er ekki Waldheim í sjálfu
sér, sem hræðir burt fólkið," segir
Walter Klement, einn af forstjomm
austurríska ferðamálaráðsins og
með Norður-Ameríku á sinni könnu.
„Það er óttinn við að vera ekki
velkominn."
Vín er einnig að missa stöðu sína
sem ráðstefnuborg og vinsæll
áfangastaður í hópferðum. Sér-
fræðingar í ferðamálum telja, að
segði Waldheim af sér strax nú liðu
heil fímm ár áður en borgin hefði
jafnað sig að þessu leyti.
Það er því ekkert skrítið, að sá,
sem varð einna fyrstur til að hlaupst
burt úr stuðningsmannaliði Wald-
heims í Austurríska þjóðarflokkn-
um, skyldi vera herbert Krejci,
formaður iðnrekendasamtakanna.
Hann var ekki með neinar vífíllengj-
ur á dögunum þegar hann skoraði
á Waldheim að segja af sér. „Þjóð-
in þolir ekki miklu meira,“ sagði
hann. _ SUE MASTERMAN
| FÉGRÆÐGI
Krákumar kmnkuðu í fjarska og
það var suddarigning á þessum
afskekkta stað í Kentucky. Þegar
litast var um blöstu við mörg hundr-
uð grafír, sem vom eins og opin sár
í landinu. Innan um óskipulegan
uppgröftinn mátti sjá svört brot úr
gömlum leirkemm, eina og eina bjór-
dós, skóflur og leimgar beinaleifar
úr allt að 1.200 indíánum.
Á litlu hæðardragi skammt frá
höfðu nokkrir íbúanna á þessum
slóðum safnast saman og þeir
fylgdust hljóðir með þegar þrír ind-
íánar gengu um á milli opinna graf-
anna. Þeir héldu á krákuskel með
brennandi tóbaki og fóm með bæn-
ir, báðu fyrir forfeðrunum, sem
fengu ekki að hvfla í friði.
Þessi staður á bökkum Ohio-
fljóts er dapurlegur vitnisburður um
það, sem verður æ algengara í
Bandaríkjunum — ránsskap og
eyðileggingu fomminja og van-
helgun gamalla grafa. Þeir, sem
hér eiga hlut að, em menn, sem
sækjast eftir fomminjum til að
græða á þeim, menn, sem leggjast
Erfið bið og
æði oft til
einskis
Ekki alls fyrir löngu rændu
vopnaðir menn í Vestur-Beirút
sextán ára gamalli stúlku. Sagt er
að fjölskylda hennar hafi fengið
tvenn skiiaboð frá ræningjunum.
Þau fyrri vom skrifleg og var fólk-
inu skipað að bíða frekari fyrir-
mæla og aðhafast ekkert. Það
hlýddi en þar kom samt að það
missti þolinmæðina og leitaði opin-
berrar aðstoðar. Þá var hringt til
þess og tilkynnt: „Ykkur mun hefn-
ast fyrir þetta."
í þúsundum fjölskyldna í Líbanon
er ástvina saknað og biðtíminn er
skelfíleg martröð. Sumra hefur ver-
ið saknað í allt að tíu ár, en þar
sem engar fréttir hafa borizt af
afdrifum þeirra lifa fjölskyldumar
ennþá í voninni. Örvænting og
áhyggjur þessa fólks kemur endmm
og sinnum fram í blöðum, en þó
er lítið um þetta fjallað.
Þeir sem eiga nægilegt fé eða
hafa góð sambönd við ráðamenn
þessa stríðshijáða lands vonast oft
til þess að áhyggjur þeirra verði
skammæjar og að ættingjar þeirra
skili sér innan fárra vikna eða mán-
aða. Hinir, sem lítið eiga og engin
sambönd hafa, verða að bíða ámm
saman og láta sér nægja að aug-
lýsa eftir ástvinum sínum í dag-
blöðum.
Margir em teknir í gíslingu
vegna vonar um lausnargjald. Jafn-
vel böm og unglingar hafa verið
tekin. Á hinn bóginn er alls ekki
ljóst hvers vegna ýmsir hafa horfíð,
einkum þeir sem ekkert hefur
heyrst um ámm saman. Er þar jafnt
um að ræða kristna menn sem
Múhameðstrúar, unga sem aldna,
karla sem konur.
Fyrir tveimur ámm, þegar verið
var að flæma kristna menn frá
Vestur-Beirút með ofbeldisverkum,
sem talið var að öfgasinnaðir Mú-
hameðstrúarmenn bæm ábyrgð á,
Fortíð
til sölu
eins og hræfuglar á allt, sem snert-
ir sögu landsins og fólksins, hvort
sem um er að ræða indíána, hvíta
frumbyggja eða hermannagrafir frá
dögum borgarastríðsins.
„Þessi staður hefði frekar en
nokkur annar, sem ég veit um,
getað sagt okkur hvað kom fyrir
frumbyggjana í Ohio-dal,“ sagði
Cheryl Ann Munson, forstöðumaður
Glenn Black-fomleifastofnunarinn-
ar við Indiana-háskóla. „Þessi stað-
ur hefði getað frætt okkur um
menningu fólksins og skýrt það
hvers vegna það hvarf. Nú em graf-
arræningjamir hins vegar búnir að
eyðileggja minjamar að mestu
leyti."
„Þetta er ekkert annað en þjófn-
aður,“ sagði John Hall, öldunga-
deildarþingmaður fyrir Kentucky.
f'
„Þeir láta bara stjómast af gróð-
afíkninni. Það er viðbjóðslegt að
hafa það fyrir lifibrauð að raska
grafarró látinna."
Nei, fallegt er það ekki en gróða-
vænlegt engu að síður. Norman
Reid, sem á Indian Hill-safnið í
Bone Gap í Illinois, segir, að hlutir
úr líkum gröfum hafí verið seldir á
þúsundir dollara. Einn safnarinn
borgaði t.d. 17.000 dollara, um
660.000 ísl. kr., fyrir steinöxi og
dánargrima úr kopar getur farið á
100.000 dollara. 3,9 millj. ísl. kr.,
eða meira. „Þetta er eins og að
fínna málverk eftir Rembrandt og
fyrir þá, sem hafa sína eigin æm
í litlum metum, getur grafarrán
verið mjög ábatasamur atvinnuveg-
SVARTHÖFÐI — Mannrænin-
gjarnir koma fram í ýmsum
gervum. Sem frelsishetjur eins
og þessi huldumaður sem mælti
fyrir munn flugræningja. En í
Líbanon gerist það sffellt tíðara
að ofbeldismennirnir séu ótíndir
fjárkúgarar.
var tveimur systkinum rænt ásamt
frænda sínum er þau óku gegnum
Vestur-Beirút. Þau vom 19 og 22
ára.
Móðir þeirra, sem er ekkja, hefur
ekkert frétt frá þeim síðan. Engar
kröfur hafa komið fram um lausn-
argjald og engar hótanir. Nágranni
móðurinnar segir: „í hvert sinn sem
útvarpið skýrir frá líkfundi hleypur
vesalings konan í líkhúsið. Eitt sinn
hljóp hún jafnvel berfætt alla leið
að Bandaríska spítalanum því að
hún hafði frétt að þeir hefðu komið
þangað með látna stúlku. En það
var ekki dóttir hennar. Hún gengur
fyrir róandi lyflum. Hún klifar stöð-
ugt á því að hún þurfí að sýna
styrk, því að bömin eigi ekki aðra
að en hana. Hún er á sífelldum
þönum allan liðlangan daginn, reyn-
ir að útvega sér sambönd, leitar
aðstoðar og upplýsinga."
Ekki er nóg með, að fólk þurfí
að búa við óvissu um afdrif ástvina
sinna jafnvel ámm saman, heldur
fylgja oft veraldleg vandamál í kjöl-
farið. Sæmilega efnaður maður, þó
ekki auðugur, var tekinn í gíslingu
og kona hans gat ekki tekið fé út
úr banka, því að reikningurinn var
á nafni eiginmannsins.
„Allt er f rúst,“ segir vinkona
hennar. „Það væri betra fyrir hana
ef maðurinn væri látinn.“ Ár er nú
liðið frá hvarfinu og engin vísbend-
ing hefur fengist um afdrif hans.
- JULIE FINT
ur,“ sagði Reid.
„Alríkisstofnanir hafa ekki gert
nóg af því að finna og ákæra kaup-
endur stolinna fomminja,“ sagði í
þingskýrslu, sem birt var í desemb-
er sl., en þar var einnig komist að
þeirri niðurstöðu, að „stór hluti al-
mennings í Arizona, Colorado, Nýju
Mexikó og Utah líti á fomminja-
stuldinn sem saklausa aukavinnu
og sem hvert annað áhugamál“.
Þetta hefur viðhorfið einnig verið
í Kentucky en grafarránið í Ohio-
dal var komið, sem fyllti mælinn.
Jafnt almenningur sem stjómmála-
menn í Kentucky og Indiana krefj-
ast nú strangari laga um fom-
minjagröft þótt þau muni að sjálf-
sögðu koma of seint fyrir grafreit-
inn á bökkum Ohio-fljóts.
„Úr því sem komið er munum
við líklega aldrei fínna neitt, sem
getur skýrt menningarleg tengsl
þessa fólks við önnur, fom sam-
félög," sagði Munson. „Eins og hér
hefði þó mátt fræðast um margt."
LARRY GREEN
OG WENDY LEOPOLD