Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988 SVIPMYND Á SUNNUDEGI / Ciriaco de Mita kænsku bröeöu m Craxi: Þrándur í Götu. Ciriaco De Mita, sem reynir að mynda stjórn á Ítalíu, hefur verið leiðtogi kristilegra demó- krata, stærsta stjómmálaflokks landsins, undanfarin sex ár og forðazt að taka að sér hið vanda- sama embætti forsætisráðherra þar til nú. Hann hefur lagt kapp á að færa flokkinn nær nútiman- um í hugum kjósenda og láta hann leggja áherzlu á hvort tveggja í senn: kristna arfleifð og fjölskylduverðmæti og atorku og nýjungar. De Mita: ráðsnjall. Goria fráfarandi forsætisráðherra (til hægri) ræðir við Emilio Colombo fjárlagaráðherra á þingfundi: veik bráðabirgðastjórn. Kunnáttumaöur í De Mita greiðir atkvæði í kosningunum 1985. Reynir að auka veg fólksins. Þótt De Mita hafí haft litla reynslu af ráðherrastörfum hefur hann farið með iðnaðarmál, ut- anríkisviðskipti og þróunarmál suð- urhluta Ítalíu í ríkisstjórn. En þar sem hann hefur verið leiðtogi þess flokks, sem hefur ráðið lögum og iofum á Italíu í fjóra áratugi, hefur hann verið einn voldugasti stjórn- málamaður landsins og haft líf ríkisstjóma í hendi sér. Fáir ítalskir stjómmálamenn þykja eins ráð- snjallir og hann er sagður kunnáttu- maður í kænskubrögðum. De Mita, sem er kvæntur og fjög- urra bama faðir, er sextugur að aldri. Hann er fæddur 2. febrúar 1928 í þorpinu Nusco skammt frá bænum Avellino í nágrenni Napoli. Hann var sonur klæðskerans í þorp- inu og talar enn með suður-ítölskum hreim. Hann tók próf í lögfræði í kaþólska háskólanum í Mílanó, gekk í Kristilega demókrataflokk- inn 1950 og hefur átt sæti á þingi síðan 1963. Hann var lengi vel í vinstra armi flokksins og var rekinn úr honum um stundarsakir, þegar hann lagðist gegn forsetaframboði Giovannis Leone 1964. „Hvít bylting“ Þegar De Mita var kjörinn leið- togi kristilegra demókrata á þingi flokksins í maí 1982 (með 55,1% atkvæða) fékk hann það verkefni að auka álit flokksins, sem hafði dalað síðan ríkisstjóm Amaldos Forlani hrökklaðist frá völdum vegna uppljóstrana um P-2- frímúrarastúkuna og starfsemi hennar. Talið var að hann einn gæti hleypt nýju lífi í flokkinn og fært hann í nútímahorf, sem hafði lengi verið talið nauðsynlegt. De Mita hlaut viðumefnið „hvíti byltingarmaðurinn", þótt hlutverk hans væri aðallega í því fólgið að viðhalda yfírgnæfandi áhrifum kristilegra demókrata í stjómkerf- inu og þar með óbreyttu ástandi. Aukið los virtist hafa komið á kjós- endur og margir þeirra virtust ekki lengur kjósa alltaf sama flokkinn. De Mita átti að tryggja að þessir straumar kæmu ekki niður á flokki kristilegra demókrata og sjá til þess að þeir héldu yfírburðastöðu sinni í ítölskum stjómmálum. I næstu þingkosningum ári síðar biðu kristilegir demókratar hnekki og fengu minna fylgi en í öllum fyrri kosningum, eða 32,9%. Þá hafði flokkurinn hlotið 39,4% at- kvæða að meðaltali í kosningum síðan 1953 (síðast 38,8%, 38,7% og 38,3% 1972, 1976 og 1979). Þar sem stutt var síðan De Mita hafði tekið við stöðu flokksleiðtoga var honum ekki kennt um rúmlega 5% fylgistap flokksins miðað við næstu kosningar á undan. Ein skýringin á fylgistapi flokks- ins 1983 var talin sú að De Mita væri staðráðinn í að rjúfa tengsl flokksins við volduga flokksleið- toga, sem öfluðu flokknum at- kvæða, en væru viðriðnir spillingu. Hann var endurkjörinn flokksleið- togi 1984 og hlaut þá 56,6% at- kvæða, en helzti keppinautur hans, Vincenzo Scotti, sem er einnig sunnanmaður, fékk 32,3%. í síðustu þingkosningum í júní í fyrra jók De Mita fyigi flokksins í 34,3%. Fyrst eftir að De Mita tók við flokksleiðtogastarfínu fundu sumir honum það til foráttu að hann væri ósköp venjulegur stjómmálaleiðtogi frá Suður-Ítalíu. Síðan hefur honum verið hrósað fyrir glöggskyggni, festu og hreinskilni og mark er tek- ið á orðum hans. „Úrelt hugtök“ Frá upphafi hefur De Mita lagt áherzlu á að kristilegir demókratar verði að bregðast við þörfum þjóð- félagsins og megi ekki hugsa um það eitt aðstjóma. „Vinstri" og „hægri“ eru úrelt hugtök að hans dómi. Þar sem þjóðfélagið taki ömm breytingum og kjósendur séu óháð- ari og dómharðari en áður skipti mestu máli að flokkurinn finni við- ' eigandi nútímalausn á öllum vanda- málum. Oft hefur De Mita lagt áherzlu á að Kristilegi demókrataflokkurinn sé fjöldahreyfing, sem njóti mikils stuðnings alþýðufólks og hafí alltaf verið stærsti stjómmálaflokkurinn. En styrkur flokksins í kosningum hefur að vemlegu leyti byggzt á þjónustu hans við sérhagsmuna- hópa og stuðningur þeirra hefur reynzt svo mikilvægur að flokkur- inn hefur átt erfitt með að komast af án þeirra. Jafnframt hefur stöð- ug seta flokksins í ríkisstjóm haft í för með sér hörð innbyrðis átök. De Mita er þannig lýst að hann sé mjúkur á manninn, brosi sjaldan og eigi ekki auðvelt með að ná til fólks, vekja hrifningu þess og traust. Hann er því ólíkur helzta keppinaut sínum, sósíalistaleið- toganum Bettino Craxi frá Mílanó, sem er hávaxinn, þróttmikill og valdsmannslegur og var í forsæti ríkisstjómar, sem var við völd í fjög- ur ár samfleytt, lengur en nokkur önnur stjóm frá stríðslokum. En yfirleitt hefur De Mita ekkert gefíð eftir í allpersónulegum deilum sínum við Craxis, sem er kænn og útsmoginn, og hefur varizt af leikni atlögum óvina úr eigin flokki, sem er æði sundurleitur. Staða De Mita í flokki kristilegra demókrata hefur verið veikari en staða Craxis í flokki sósíalista, sem hafa orðið að lúta vilja hans í flestu síðan hann hrifsaði til sín völdin í flokknum 1976. Einn munurinn á Craxi og De Mita hefur verið sagð- ur sá að Craxi svari spurningum, sem fela í sér gagnrýni, eins og þær beri vott um fávizku, en De Mita svari af hógværð. Craxi erfiður í rúman áratug hefur Craxi gert allt sem í hans valdi stendur til að grafa undan 40 ára forystuhlut- verki kristilegra demókrata í ítölsk- um stjómmálum. Valdabarátta Craxis og De Mita er orðin löng og varð ríkisstjóm Craxis að falli í marz í fyrra. Craxi hafði haldizt við völd síðan 1983 vegna sam- komulags, sem hann hafði gert við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.