Morgunblaðið - 27.03.1988, Side 35

Morgunblaðið - 27.03.1988, Side 35
B 35 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988 Ummerki eftir árás á lögreglustöð í París: Hryðjuverkamenn í öldudal. Einn helzti leiðtogi hryðjuverkamanna Baska, Ramon de la Fuente Etcherreguy, leiddur fyrir rétt í Frakklandi: Mörg áföll að undanförnu. höfuðpauramir hófu 1. desember, virtist fá litla samúð meðal almenn- ings. Samtökin Action Directe, sem voru stofnuð 1979, hafa viðurkennt átta morð og um 80 árásir á undan- fomum sjö árum. Þau myrtu m.a. René Audram hershöfðingja í maí 1985 og því næst Georges Besse, forstjóra Renault-bflaverksmiðj- anna. Þegar Francois Mitterrand fyrirskipaði víðtæka náðun skömmu eftir að hann var kjörinn forseti 1981 náði hún m.a. til nokkurra þeirra leiðtoga Action Directe, sem síðar voru ákærðir fyrir sprengju- árásir, rán og morð og leiddir fyrir rétt. í maí 1985 lýsti hópurinn yfir sameiningu við samtök hryðju- verkamanna í Vestur-Þýzkalandi og Belgíu. Áður hafði Action Di- recte undirritað samninga við þessi samtök og Rauðu herdeildimar á Ítalíu um sameiginlega baráttu fyr- ir „útrýmingu evrópsks kapital- isma“. Þegar hinir fjórir aðalleiðtogar Action Directe vom handteknir á afskekktu sveitabýli 21. febrúar 1987 virðast samtökin hafa lamazt. Síðasta rothöggið fengu samtökin í nóvember sl. þegar Marx Frerot var handtekinn í Lyon. Hann var sprengjusérfræðingur Action Di- recte og handtaka hans olli þvl að ekki þurfti að óttast sprengjuher- ferð meðan réttarhöldin fóm fram. í lok réttarhaldanna í síðasta mánuði tókst að handtaka baskn- eska hryðjuverkaleiðtogann Philippe Bidart eftir skotbardaga. Hann hafði verið á flótta í sex ár og er talinn hafa myrt fjóra lög- reglumenn og staðið að 70 skot- og sprengjuárásum síðan 1973. Jacques Chirac forsætisráðherra sagði sigri hrósandi að nú ættu Lýst eftir vestur-þýzkum hryðjuverkamönnum: Á flótta undan ráttvísinni. Frakkar aðeins eftir að koma á lög- um og reglu á Korsíku, þar sem aðskilnaðarsinnar standa fyrir sprengingum, og hét því að það yrði gert. Chirac hefur lagt mikla áherzlu á lög og reglu og hefur ástæðu til að vera ánægður, þvf að í fyrra handtók franska lögreglan að auki nokkra araba og Irana, sem vom viðriðnir sprengjuárásir í París 1986, en þær tengdust ekki frönsk- um stjómmálum. Stuðningsmenn hans vona að sá árangur, sem hef- ur náðst í baráttunni gegn hryðju- #rkum, treysti stöðu hans í for- setakosningunum í vor. Grikkir linir ósigur Action Directe er aðeins eitt dæmi af nokkmm um að dagar „borgarskæmliða" kunna að vera taldir. í Belgíu vom helztu leiðtogar samtakanna CCC (Ormstusveita kommúnista) handteknir í desem- ber 1985. Þessi samtök stóðu í nánum tengslum við Action Directe og nú bendir margt til þess að þau séu útdauð. Sums staðar virðist þó baráttan gegn hryðjuverkamönnum eiga langt í land, einkum í Grikklandi, sem hefur lengi verið illræmt at- hvarf alls konar hryðjuverkamanna frá Evrópu og Miðausturlöndum. Grikkland er gott dæmi um hvers ofstækisfullir hryðjuverkamenn geta verið megnugir ef löggæzla er slök. Síðan 1975 hefur hópur vinstri- öfgamanna, 17. nóvember, myrt 11 menn, þeirra á meðal yfírmann leyniþjónustunnar í Aþenu og hátt- settan foringja í bandaríska sjó- hemum. Lögreglan hefur náð tak- mörkuðum árangri í baráttu sinni gegn þessum samtökum og af- sprengi þeirra, Byltingarbaráttu alþýðunnar. Andstæðingar ríkis- stjómar Andreasar Papandreous halda því fram að ástæðan sé ekki sízt sú að í valdatíð herforingja- stjómarinnar hafí verið tengsl milli 17. nóvembers og neðanjarðarsam- takanna PAK, sem urðu kjaminn í sósíalistaflokki Papandreous. Vestur-Evrópuríki og Bandaríkin hafa átt erfitt með að sætta sig við þá linkind, sem þau telja að gríska stjómin sýni hryðjuverkamönnum. Óþolinmæði þeirra jókst í fyrrasum- ar þegar frá því var skýrt að sam- tök Abu Nidals hefðu skrifstofu í Aþenu. Gríska stjómin er treg til að aðhafast nokkuð vegna þess að andúð á bandarískum herstöðvum í Grikklandi er útbreidd og margir Grikkir fínna til andlegs skyldleika með Palestínumönnum. Viðbúnaður í Vestur-Þýzkalandi hefur Rauða herdeildin þar, Rote Armee Faction (RAF), engan stóran „sigur“ unnið síðan öryggissveitir handtóku Syb- ille Haule-Frimpong í ágúst 1986. Niall Ferguson bendir á í Daily Telegraph að miðað við þann mikla usla, sem þjóðemissinnaðir hryðju- verkamenn úr IRA og ETA geri, og þá hættu, sem stafi frá arabísk- um hryðjuverkamönnum, virðist áhrif herskárra marxista og mao- ista í Vestur-Evrópu fara minnk- andi. Hins vegar telur hann of snemmt að afskrifa þá hryðjuverka- hópa, sem spmttu upp úr stúdenta- hreyfíngunni 1968, og hefur eftir Ian Geldard, sérfræðingi í hryðju- verkum: „Greinilegt er að tekizt hefur að ganga frá þremur helztu hryðjuverkahópunum. En þar með er ekki sagt að hryðjuverk vinstri- öfgamanna séu úr sögunni. Ég tel þvert á móti að þau muni aftur skjóta upp kollinum." Afrek Frakka vakti. litla hrifn- ingu sumra vestur-þýzkra sérfræð- inga. Einn þeirra gerði lítið úr Act- ' ion Directe, sem hann kallaði „lítil- fjörlegan hóp viðvaninga" miðað við RAF. Tímaritið Der Spiegel sagði: „Engum þarf að koma á óvart að þessir menn hafa verið handteknir. Hitt gegnir furðu að þeir gátu leik- ið lausum hala og stundað vinnu í þijú ár án þess að upp um þá kæm- ist.“ Sérfræðingar vestur-þýzku ör- yggisþjónustunnar í Köln telja ótímabært að hrósa sigri og búa sig undir að mæta nýjum árásum RAF. „Venjan hefur verið sú að hlé hafa orðið á aðgerðum Rauðu her- deildarinnar, en liðsmenn hennar eru einungis að búa sig undir nýjar árásir,“ segir talsmaður öryggis- þjónustunnar. Sérfræðingarnir gera greinar- mun á þekktum RAF-mönnum, sem lýst ef eftir og myndir eru af á veggspjöldum í öllum flughöfnum og landamærastöðvum, og um 200 virkum stuðningsmönnum, sem eru að því er virðist venjulegir borgarar og hverfa öðru hveiju til að hjálpa hörðum kjama „víkingahermanna". Auk þess hefur öryggisþjónustan skrá með nöfnum um 200 velunn- ara — svokallaðs Jaðarsfólks" — sem hafa verið viðriðnir dreifíngu leynirita RAF. Þetta skipulag samtakanna tak- markar þann hóp velunnara, sem eru í beinu sambandi við virka hryðjuverkamenn. Fyrirhugaðar arásir eru á fárra vitorði og minni líkur á því en ella að lögreglan komist á snoðir um ráðabruggið. Hins vegár veldur það þýzkum yfír- völdum áhyggjum að þau telja sig hafa greint breytingar á aðferðum RAF. Nýir hópar Það voru liðsmenn RAF sem höfðu frumkvæði að því að reynt var um tíma að koma á fót „Evrópu- bandalagi" hryðjuverkamanna. Sú tilraun náði hámarki með hinni sameiginlegu stefnuyfírlýsingu, sem liðsmenn Action Directe undir- rituðu, og sameiginlegum fundi í Frankfurt 1986. Atburðimir í Frakklandi hafa greinilega gert þessa viðleitni til samvinnu að enguT Yfírvöld óttast mest að RAF taki aftur upp þá aðferð til að vekja athygli á sér, að myrða valdamikla Vestur-Þjóðveija, sem eru ekki í sviðsljósinu, menn eins og Karl- Heinz Beckurts, framkvæmdastjóra Siemens, sem varð sprengju að bráð ásamt bflstjóra sínum 1986. „Tak- mörk era fyrir því hvað hægt er að gera með öryggisráðstöfunum, þegar skotmörkin era svona mörg,“ segir talsmaður vestur-þýzku ör- yggisþjónustunnar. Margir era þó þeirrar skoðunar að veralega hafí dregið úr krafti RAF. Nokkrir hinna eftirlýstu leið- toga samtakanna náigast nú fimni- tugt og era líklega famir að þreyt- ast á því að vera stöðugt á flótta. En eins og Ian Geldem bendir á virðist framtíð „beinna aðgerða“ í Þýzkalandi ekki í höndum gömlu samtakanna, heldur nýrrar hreyf- ingar stjómleysingja, sem er af- sprengi Græningjaflokksins. Hann segir að margt sé skylt með svokallaðri autonome (sjálfs- stjómar) hreyfíngu í skuggahverf- am stórborga eins og Hamborg og stúdentahreyfingunni 1968. „Telja verður líklegt að nú eins og þá muni lítt skipulagt fjöldaofbeldi, sem menn hafa kynnzt í mótmælum kjamorkuandstæðinga, verða til þess að nýr kjami hryðjuverka- manna myndist," segir hann. GH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.