Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 1

Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 1
88er sham .es HuoAauiawcj .aiGAjanuoflOM 0* BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JUDO Bjaml FriArlksson verður meðal keppenda á Norður- landamótinu í Osló Ellefu keppendur til Noregs JSI hefur valið 11 keppendur til þátttöku í Norður- landamótinu í Júdó sem fram fer ( Osló dagana 13. til 14. apríl. íslenska landsliðið skipa eftirtaldir: { 60 kg flokki Gunnar Jóhannesson, UMFG og Þór Kjartansson, Armanni. í 65 kg flokki Helgi Júlíus- son, Ármanni og Magnús Kristinsson, Ármanni. í 71 kg flokki Karl Erlingsson, Ármanni. í 78 kg flokki ómar Sigurðsson, UMFG og Guðlaugur Hall- dórsson, KA. I 86 kg flokki Halldór Hafsteinsson, Armanni og Gísli Wíum, Víkingi ólafsvík. í 95 kg. flokki Bjarni Friðriksson, Ármanni. í plús 95 kg flokki Sigurður Bergmann, UMFG. Að sögn Hákons Halldórssonar, formanns JSÍ, eiga Islendingarnir messtu möguleikana í þyngri flokkun- um. Þá verður Bjarni að teljast sigurstranglegur í sínum flokki. „Þetta verður erfitt mót því Svíar, Finnar og Norðmenn eru með mjög sterka júdó- menn,“ sagði Hákon. BLAK HK hafnaði íöðru sæti HK sigraði Þrótt 3:1 í gærkvöldi og tryggði sér þar með annað sætið í úrslitakeppni Islandsmótsins í blaki. Leikurinn var frekar daufur. HK vann fyrstu tvær hrinumar 13:15 og 11:15 en Þróttur næstu 15:11 en HK vann íjjórðu hrinuna 13:15 og tryggði sér silfurverðlaunin. Svo virðist sem Þróttarar séu að safna verðlaunapen- ingum. Þeir unnu gullverðlaun (bikarkeppninni, silf- urverðlaun í deildarkeppninni og gær hlutu þeir bronsverðlaunín í úrslitakeppninni. KNATTSPYRNA Sigur hjá Fram Fram sigraði ÍR, 2:1, í leik liðanna í Reykjavíkurmót- inu í knattspyrnu. í leikhléi var staðan 1:0, Fram (vil. Amljótur Davíðsson náði forystunni fyrir Fram á 22. mínútu og Pétur Ormslev bætti öðm marki við á 47. mínútu. Halldór Halldírsson minnkaði muninn fyrir ÍR rétt fyrir leikslok. 1988 ÞRHUUDAGUR 29. MARZ BLAD B Lárus á heimleið? Sagði upp samingi sínum við Kaiserslautern í gær. „Allar líkur á að ég leiki heima í sumar,“ segir Lárus LÁRUS Guðmundsson mun að öllurn líkindum leika með íslensku liði í sum- ar. Hann fór á fund forseta Kaisers- lautern í gœr og bað um að verða leyst- ur undan samningum, en hann á enn- þá rúmt ár eftir. Stjórn liðsins féllst á það og því má Lárus leika á íslandi í sumar. Hann hefur þó ekki ákveðið með hvaða liði hann ætlar að leika, eftilþess kemur. Það em allar líkur á því að ég leiki heima í sumar, en ég hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera. Ég sagði samningum mínum upp í dag (í gær) og ég ætla að taka mér svolítinn tíma til að spá í mín mál,“ sagði Láms í samtali við Morgvn- blaðið í gær. „Það var einfaldlega enginn gmndvöllur fyrir því að halda áfram. Þjálf- arinn hefur sagt að hann ætli ekki að breyta liðinu þrátt fyrir að ekkert gangi og upp úr sauð á æfingu fyrir stuttu. Þá var ég meiddur í læri og læknirinn sagði mér að hvíla mig í viku, en þjálfarinn sagði að ég ætti að fara út að hlaupa, þrátt fyrir meiðsl- in.“ Kaiserslautern mun reyna að selja Láms, en ólíklegt er að það gangi vel því hann hefur lítið leikið með liðinu; Hann var keypt- ur á 650.00 mörk (um 15 milljónir ísl. kr.) frá Uerdingen í fyrra og Kaiserslautem setur líklega sama verð upp. „Ég hef ekki nokkra trú á því að eitthvað lið komi og kaupi mig strax. Ég hef ekkert leikið og verið meiddur og ef leikmaður spilar ekki þá fellur hann i verði.“ Láms fékk leyfi hjá stjóm félagsins til að fara til íslands og leika með liði í 1. deild. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Fram og Víkingur vilji fá hann í sínar raðir en Láms neitaði því. „Það hefur ekkert lið haft samband við mig, enda var ég bara að ganga frá þessu í dag (í gær). Ég ætla að hvíla mig í nokkrar vikur og sjá svo til, en eins og staðan er í dag þá er mest spenn- andi að koma heim í sumar.“ Lárus QuAmundsson segir: „Eins og staðan er í dag er mest spennandi að koma heima til íslands í sumar og leika með íslensku félagsliði." HANDKNATTLEIKUR / URSLITALEIKURINN Harðar deilur um leiktíma FH-ingar neita að spila kl. 20. „Hafa brotið alla samninga," segirViggó Sigurðsson, þjálfari FH. Harðar deilur hafa staðið á milli Vals og FH um úrslitaleikinn í 1. deildinni í bandknattleik í Valsheimilinu á morgun. Leik- urinn var upphaflega settur á kl. 18 sam- kvæmt mótabók HSÍ, en Valsmenn ætluðu að færa leikinn til kl. 20 og sýna hann beint á Stöð 2. FH-ingar neituðu að leika kl. 20 og því verður leikið kl. 18 eins og upphaflega var ráðgert. „Þeir ætluðu bara að færa leikinn án þess að láta okkur eða HSÍ vita og við fréttum þetta bara þegar verið var að auglýsa beina útsendingu. Við neitum því að leika kl. 20 og þessi leikur fer fram kl. 18 eins og til stóð,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari FH í samtali við Morgvnblaðið í gær. „Valsmenn hafa brotið alla samninga, bæði um miðaverð og sjónvarpsútsendingar. Þeir fengu 75 miða hjá okkur, en FH -ingar hafa ekki geta keypt míða á leikinn vegna þess að þeir eru ekki á félagaskrá Vals, fyrir utan miðaverðið sem er ekki samkvæmt samningum 1. deildar fé- laganna. Við sáum því enga ástæðu til að gefa eftir," sagði Viggó. Það bendir því allt til þess að leikurinn hefj- ist kl. 18, enda þarf samþykki beggja liða til að breyta leiktima. FH-ingar æfðu í gær í Valsheimilinu við mikla furðu Valsmanna. Þeir skiptu um tíma við Gróttu sem æfir í Valsheimilinu. Bikarmeistari í Belgíu og V-Þýskalandi LÁRUS Guðmundsson hefur leikið erlendis í fimm ár. Hann varð íslandsmeistari með Víking 1982 og fór síðan erlendis og gerðsit atvinnu- maður með Waterschei í Belgíu 1982 til 1984 og varð bikarmeistari með félaginu 1983. Hann fór síðan yfir til Þýskalands 1984 og lék með Bayer Uerdingen ogvarð bik- armeistari með Uerdingen 1985. Hann skrifaði síðan undir samning við Kaisers- lautem fyrir þetta keppn- istímabil en hefur ekki fengið mikið að reyna sig þar. HERJAR A MARKVERÐI AÐ HÆTTIVIKINGA/RA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.