Morgunblaðið - 12.05.1988, Side 13
13
JNwptnMiifcfr
Áskriftarsíminn er 83033
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988
★ Kynning á flugi og flugkennslu.
★ Myndasýning.
★ Kynningarflug.
★ Kaffiveitingar.
Allir velkomnir !
VESTURFLUG HF.?
Reykjavíkurflugvelli, sími 28970,
viö hliðina á innanlandsflugi Flugleiða.
Kœru œttingjar, félagssystur og góÖir vinir!
Ég sendi ykkur mínar innilegustu þakkir fyrir
gjafir, blóm, skeyti og ykkar miklu vinsemd
viÖ mig á 90 ára afmœli mínu 26. apríl sl.
Ég biÖ góÖan GuÖ aÖ vernda ykkur alla ykkar
œvidaga.
Margrét Ásgeirsdóttir.
Okkar árlegi reiðtúr verður 14. maí.
Safnast verður saman við félagsheimilið kl. 20.30.
og lagt af stað kl. 21.00.
Pottréttur verður seldur á eftir í félagsheimilinu.
Mætum allar.
Kvennadelldin.
BÖRN OG UNGUNGAR
Glens og gaman hefst á skeiðvellinum 14. maí
kl. 15.00. Mætið með hestana í boðhlaup og fleira.
Grillveisla hefst kl. 17.00. Verð kr. 100.-
Stjórn Í.D.F.
Flugskólinn Vestur-
flug kynnir flug-
kennslu á opnu húsi
FLUGSKÓLINN Vesturflug í
Reykjavík verður með opið hús f
bækistöðvum sinum á Reykjavík-
urflugvelli í dag, fimmtudag, frá
klukkan 11 til 18, þar sem starf-
semi flugskólans verður kynnt.
„Við ætlum að kynna flugkennsl-
una og flugáhugafólki býðst að fara
í kynningarflug. Kennaramir munu
svara fyrirspumum og sýndar verða
flugmyndir af myndbandi," sagði
Sveinn Einarsson, hjá Vesturflugi.
„Við eram ört vaxandi flugskóli,
líklega sá umsvifamesti," sagði
Sveinn. Hefur skólinn á að skipa fjór-
um nýlegum tveggja sæta kennslu-
flugvélum af gerðinni Beechcraft
Skipper, þar af bættust tvær við nú
í vor. Auk þess á Flugfar, sem er
leiguflugfélag í eigu eigenda flug-
skólans, eina 10 sæta flugvél af gerð-
inni Cessna-402 til leiguflugs, m.a.
til útsýnisflugs fyrir ferðamenn. Þá
hefur skólinn keypt tveggja hreyfla
sex sæta flugvél af gerðinni Piper
Seneca til kennslu- og leiguflugs.
Ennfremur leigir skólinn út fjögurra
sæta flugvél af gerðinni Cessna Sky-
hawk.
Hjá Vesturflugi era flórir flug-
kennarar í fullu starfi og fjórir eig-
endur skólans, sem starfa m.a. sem
flugmenn hjá Flugleiðum, kenna í
hlutastarfi, og era því jafnan átta
flugkennarar tiltækir. Að sögn
Sveins fjölgar í þeim hópi í sumar.
Að sögn Sveins verður áherzla
lögð á að kynna nám til einkaflug-
mannsprófs á hinum opna degi flug-
skólans á uppstigningardag. Til þess
að öðlast þau réttindi þarf viðkom-
andi að ljúka 60 flugstundum og
bóklegu námskeiði, sem fram fer á
kvöldin og tekur 11 vikur.
Skólinn býður flugnemum upp á
„flugpakka", þ.e. bóklegt námskeið
og 60 flugstundir fyrir 215 þúsund
króna staðgreiðslu. Annars kostar
flugtíminn 3.800 krónur, en hægt
er að fá svokallað 10 tíma kort fyrir
verð 9 tíma og 15 tíma kort með
12% afslætti.
Flugskólinn Vesturflug hefur að-
setur í nýjum húsakynnum við
Reykjavíkurflugvöll vestanverðan,
skammt frá afgreiðslu innanlands-
flugs Flugleiða. Þar er kennslustofa,
vinnuherbergi fyrir flugmenn og af-
greiðsla fyrir leiguflug. Skólinn hóf
starfsemi árið 1984 og hefur vaxið
hægt og bítandi, að sögn Sveins.
Morgunblaðið/Sverrir
Tveir af fjórum aðaleigendum flugskólans, Þorsteinn Guðmundsson
(t.v.) og Sveinn Einarsson.
Sendi vinum og vandamönnum um land allt
mínar innilegustu þakkir fyrir hlýjar kveÖjur,
góöar gjafir og heillaskeyti á áttatíu ára af
mœli mínu, þann 7. maí síÖastliÖinn.
AlúÖar kveÖjur.
Jónmundur G. Guðmundsson
frá Laugalandi.
Morgunblaðið/Júlíus
Áhöfn vamarliðsþyrlunnar, ásamt slösuðu sjómönnunum tveimur og ræðismannsfrúnni, Svetlönu
Malakovu, á Borgarspítalanum í gærdag.
Eiginkona ræðismanns Sovétríkjanna:
Færði vamarliðsmönnum
þakkir fyrir sjúkraflug*
SVETLANA Malakova, eigin-
kona ræðismanns Sovétríkjanna
á íslandi, færði i gær áhöfnum
á þyrlu og eldneytisvél varoar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli
þakkir fyrir sjúkraflug síðastlið-
inn mánudag, þegar tveir slasað-
ir sjómenn voru sóttir á haf út.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun þetta vera i fyrsta
sinn sem sovésk yfirvöld bera
opinberlega fram sérstakar
þakkir af slíku tilefni.
Vamarliðsþyrlan og eldsneytis-
flugvél lögðu af stað frá Keflavík-
urflugvelli laust eftir klukkan
15.00 á mánudag og vora.sjómenn-
imir, Sovétmaður og Búlgari, sótt-
ir í tvö skip sem vora stödd um
300 sjómflur suð-vestur af Reykja-
nesi. Sovéski sjómaðurinn var með
opið beinbrot á báðum fótum, en
búlgarski sjómaðurinn hafði misst
framan af tveimur fíngram. Eftir
6 klukkustunda flug lenti þyrlan
með sjómennina við Borgarspítal-
ann, þar sem þeir komust undir
læknishendur.
Áhafnir þyrlunnar og eldsneytis-
vélarinnar komu á Borgarspítalann
eftir hádegi í gær, þar sem ræðis-
mannsfrúin, Svetlana Malakova,
færði þeim þakkir og vora báðir
sjómennimir viðstaddir. Vamar-
liðsmenn færðu þeim á móti mynd-
ir frá sjúkrafluginu og merki björg-
unarsveitarinnar.
KYNNING A FLUGKENNSLU
HJÁ VESTURFLUGI
í dag, fimmtudaginn 12. maí uppstigningardag
kl. 11.00-18.00