Morgunblaðið - 12.05.1988, Page 14

Morgunblaðið - 12.05.1988, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ; FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 SAGAN UM HJÓNIN SEM MINNKUÐU VIÐ SIG* Þetta er sagan um hjónin, sem seldu stóru íbúðina sína í Hlíðunum, keyptu sér minni íbúð og töluvert af Tekjubréíum hjá Fjárfestingarfélaginu. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi, ef þessar framkvæmdir hefðu ekki gjörbreytt lífi þeirra — til hins betra! En byrjum á byrjuninni. Einu sinni var... Það kannast margir við hjónin. Konan heitir Dóra Guðlaugsdóttir en maðurinn Helgi Kjartansson. Helgi var skrifstoíustjóri hjá banka í Reykjavík, en Dóra sá um kaffistofuna í sparisjóðnum. Dóra og Helgi og börnin tvö bjuggu á 185 fermetra sérhæð í Hlíðunum. Það má segja að þetta hafi verið ósköp venjuleg fjölskylda, - tiltölulega ánægð með lífið og tilveruna... En svo... Einn góðan veðurdag, fyrir um það bil ári síðan, kom Helgi heim með bækling firá Fjárfestingarfélaginu. Bækiingurinn var um Tekjubréf. í bæklingnum stóð, að með Tekjubréfum gæti venjulegt fólk safnað sér sparifé og jafiivel lifað af vöxtunum — verið þannig á föstum tekjum hjá sjálfu sér. Helga fannst þetta vera nákvæmlega það sem þau hjónin ættu að gera, en það verður að segjast eins og er að Dóra var dálítið efins fyrst í stað. .. .tóku þau sig til Helgi tók af skarið. Hann er árinu eldri en Dóra (og töluvert frekari!). í október- mánuði 1986 seldi hann gömlu, góðu íbúðina þeirra í Hlíðunum. íbúðin fór fyrir 5.550.000 krónur, svo að segja á borðið. Hann ætlaði sér aldrei að selja Volvoinn. En kaupandi íbúðarinnar var svo spenntur fyrir honum, að hann bauð Helga 760.000 krónur, éf hann vildi láta hann. Helgi stóðst ekki mátið. Þetta var líka kostaboð fyrir lítið notaðan Volvo 240 GL 1986 árgerð á þeim tíma. Áfram í vesturbæinn... Nú var Helgi kominn í stuð. Sem gamall KR-ingur kom ekki til greina annað en að kaupa nýja íbúð í vesturbænum, nærri sundlauginni og knattspyrnunni. Aftur fékk hann að ráða. Þau Dóra keyptu sér stóra 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi skammt frá lauginni. Dóra hélt því fram að þau hefðu ekkert með bíl að gera á slíkum stað. Þá kom Dóra á óvart... Heldurðað ’ún haf ekki sagt upp vinnunni hjá sparisjóðnum. Ekki nóg með það. Hún lét innrita sig á sundnámskeið. Þær stöllurnar í sundinu ætla síðan á matarlistarnám- skeið hjá Elínu og Hilmari B. í Haíharfirði í næsta mánuði. Helgi er búinn að minnka við sig vinnuna, „rýma til fýrir yngri manni,“ segir hann og glottir. Hann vinnur nú hálfan daginn. ... en Tekjubréfin sjá fyrir sínum Hjónin Dóra Guðlaugsdóttir og Helgi Kjartansson búa í fallegri íbúð í vesturbænum. Það fer vel um þau, þó að plássið sé ekki mikið. Bæði börnin eru flutt að heiman. Dóra og Helgi eru um sextugt. Þau eru við hestaheilsu og njóta þess að vera til. Þau lifa nú þokkalegu lífi á lífeyrissjóðsgreiðslum, sem eru 28.364 krónur á mánuði, og Tekjubréfagreiðslum, sem eru nú 137.900 krónur ársfjórðungslega. Helgi fær 36.318 krónur á mánuði fyrir hálft starf á skrifstofúnni. Samtals eru þau hjónin með 110.649 króna mánaðarlaun, tekjuskattfrjálst. P.S. Dóra er búin að panta sér Fiat Uno. „Það er svo ágætt að eiga smábíl, til þess að geta heimsótt bömin, sem búa í Mosfellsbæ." • Þetta cr alveg satt. Sögunni og nöfhurn hefur að vísu verið breytt — af augljósum ástæðum. FJARFESnNCARFEAGE) __Kringlunni 123 Reykjavík © 689700_ Leiðrétting vegna viðtals við dr. Makhlouf í gær: Eigum að mörgu leyti frekar samleið meðgyðingum . . . Vegna tæknilegra mistaka féll upphaf viðtals Morgunblaðsins við dr. Makhlouf í blaðinu í gær niður og fyrsta málsgrein brenglaðist. Því er það birt hér og beðist velvirðingar á þessum mistökum. Þjóðir heims geta ekki fylgst aðgerðalausar með því sem er að gerast á hernumdu svæðunum í ísrael. Við væntum stuðnings íslendinga við málefni Palestínu- manna. Þið hafið jafn sterka stöðu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hinar stærri þjóðir og okkur er ljóst, að íslendingar eru vel að sér og leggja mikið upp úr þvi að fylgjast með gangi alþjóðamála. Við vonum að minnsta kosti að þið íhugið hvernig komið er fyrir palest- insku þjóðinni og ég get fullviss- að ykkur um, að skilningur ykk- ar, svo að ekki sé nú farið fram á meira að sinni, væri okkur mikilsverður. Ég hygg, að menn geti ekki leitt hjá sér þær stað- reyndir sem við blasa; að Pal- estínumenn eru sniðgengnir og njóta ekki réttinda. Það var óhugsandi annað en fólk risi upp og krefðist réttar sins, eins og hefur verið að gerast á vestur- bakkanum og í Gaza. ísraelar fást þó ekki til að horfast í augu við vandamálið og þeir vilja ekki skilja, að við verðum að eignast land. Þeir kæra sig kollótta um það þó að hundruð þúsunda manna, kvenna og barna verði að búa í flóttamannabúðum, inn- an eða utan ísraels, og margir hafa orðið að flýja tvívegis. Fæst- ir Palestínumenn hafa fengið ríkisborgararétt í öðrum araba- ríkjum og eru þar misjafnlega vel séðir aðkomumenn. Þetta sagði dr. Eugene Mak- hlouf, upplýsingafulltrúi. PLO í Stokkhólmi. Hann kom hingað í boði félagsins Ísland-Palestína og hélt fyrirlestur á Hótel Sögu á sunnudag, þar sem hann fjallaði um sögu Palestínu og hugsanlega framvindu, í ljósi þeirra atburða, Tónlistarskóli FÍH: Lokaprófs- tónleikar í Norræna- húsinu TVEIR nemendur í djassdeild Tónlistarskóla FÍH halda loka- prófstónleika i Norræna húsinu að kvöldi uppstigningardags kl. 21.00. Þeir eru Hilmar Jensson rafgítarleikari og Ástvaldur Traustason píanóleikari. Þetta er í annað sinn sem skólinn útskrifar nemendur en þeir fyrstu luku námi fyrir réttu ári. Tónlistar- skóli FÍH er nú að enda sitt átt- unda starfsár og hélt skólinn árlega vortónleika sína 25. og 26. fyrra mánaðar. í vetur stunda 155 nem- endur nám í báðum deildum skólans — almennri og djassdeild — en kennarar eru 25 talsins. Efnisskrá burtfarartónleika þeirra Hilmars og Ástvaldar er fjöl- breytt en með þeim leika tvær djass- hljómsveitir úr skólanum. (Fréttatilkynning) Dr. Eugene Makhlouf sem hafa verið að gerast á vestur- bakkanum og Gaza og raunar einn- ig innan ísraels síðustu mánuði. Dr. Eugene Makhlouf er fæddur í Haifa, en faðir hans var meðal æðstu embættismanna Breta, á þeim tíma sem þeir höfðu lögsögu í Palestínu. Fjölskyldan flutti til Jerúsalem, en læknanám stundaði Makhlouf í Beirút. Hann vann síðar í sex ár við læknastörf í Kuwait, en þegar borgarastyrjöldin braust út í Líbanon hélt hann þangað og vann meðal annars í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og Rauða krossinn. Dr. Makhlouf er kristinnar trúar og hefur haft líbanskt ríkisfang í mörg ár. Að- spurður sagði hann að rösklega 22 prósent Palestínumanna væru krist- innar trúar. Um speki og spá- fræði 1 Mig langar að gera smá at- hugasemd við þýðingu blaða- manna á enska orðinu astro- logy, en vegna útkomu bókar Donalds Regans um forseta- hjón Bandaríkjanna hefur þetta orð verið áberandi í fréttaflutn- ingi. í ensk-íslenskri orðabók Amar og Örlygs er astrology þýtt sem stjömuspeki og stjöm- uspáfræði. Eins og gengur og gerist með tungumálið getur eitt og sama orðið haft fleiri en eina merkingu og verða menn þá að hafa þekkingu á viðfangsefninu til að vita hvaða merkingu orðið hefur í það og það skiptið. í heimi „astrólóg- íunnar" eru tvær stefnur. Ann- ars vegar stjömuspáfræði þeirra sem reyna að spá fyrir um atburði, og hins vegar stjömuspeki þeirra sem hafna spádómum og reyna að spá í veður og vinda náttúrunnar sér til leiðsagnar. Þar sem berlega hefur komið í ljós að hið síðara á við í tilviki forsetafrúarinnar er réttara að nota orðið stjömu- speki og stjömuspekingur þeg- ar um þetta mál er Qallað. Gunnlaugur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.