Morgunblaðið - 12.05.1988, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988
35
Jtttfjgp Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
- Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guömundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið.
Lærdómur
frá Danmörku
Kosningamar í Danmörku á
þriðjudag leiddu ekki til
skýrrar niðurstöðu. Enn er ekki
afdráttarlaus meirihluti að baki
dönsku stjóminni. Poul Schlúter,
forsætisráðherra, hefur beðist
lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt. Stjómarmyndunarviðræður
heQast og svo virðist sem Schlut-
er útiloki ekki viðræður við flokk
Mogens Glistmps, sem á sinn
hátt markar þáttaskil í dönskum
stjómmálum.
Til kosninganna í Danmörku
var stofnað vegna þess að
vinstrisinnar með stuðningi rad-
íkala samþykktu þingsályktun
sem fól í sér að þrengja skil-
greininguna á kjamorkuvopna-
leysi í Danmörku á friðartímum.
Þetta töldu þeir Schluter og
Uffe-Ellemann Jensen, utanrík-
isráðherra og leiðtogi Venstre,
bijóta í bága við aðild Dana að
Atlantshafsbandalaginu. Alykt-
unin mætti einnig harðri and-
stöðu samaðila Dana að banda-
laginu, sérstaklega Breta og
Bandaríkjamanna.
Með tilliti til utanríkis- og
vamarmálanna verða úrslitin
ekki túlkuð á annan veg en þann,
að kjósendur hafí styrkt þá
flokka, sem vilja óbreytta aðild
að Atlantshafsbandalaginu, svo
að vitnað sé til orða Schlúters.
Uffe-Ellemann Jensen sagði að
kosningum loknum, að skýrt
merki hefði verið gefíð um að
Danir séu góðir og traustir aðil-
ar að NATO. Er ljóst, að þeir
sem vilja breyta afstöðu Dana
til NATO ganga ekki sigurreifír
frá kosningunum, samtals töp-
uðu þeir 7 þingsætum.
Þróun umræðnanna um ut-
anríkis- og vamarmál í Dan-
mörku hefur verið næsta furðu-
leg á undanfomum árum.
Vinstrisinnar þar hafa sífellt
verið að færa sig fjær raun-
veruleikanum og ákvarðanir
þeirra taka í æ ríkari mæli mið
af óskhyggju, sem sjaldan eða
aldrei hefur verið talin góður
vegvísir, þegar öryggi og vamir
eru annars vegar. Iðju danskra
vinstrisinna er helst hægt að
líkja við athafnir manna, sem
telja óhætt að taka steina úr
flóðvamargarði, vegna þess að
ekki hefur flætt í nokkur ár,
þótt almennt sé viðurkennt að
hættan á flóði sé síður en svo
úr sögunni. Bamaleg röksemda-
færsla þeirra, sem þessari stefnu
fylgja, er oftast eitthvað á þann
veg, að hættan hljóti að minnka
vegna minni viðbúnaðar. Þannig
töluðu einhliða afvopnunar-
sinnamir á Vesturlöndum, þegar
umræðumar um meðaldrægu
eldflaugamar stóðu sem hæst.
Sem betur fer var ekki farið að
þeirra ráðum.
Hér hafa lýðræðissinnar stað-
ið saman í árabil að raunsærri
stefnu í öryggis- og vamarmál-
um, sem hvflir á tveimur megin-
stoðum, aðildinni að Atlants-
hafsbandalaginu og vamar-
samningnum við Bandaríkin. Oft
hafa orðið upphlaup og í ýmsum
myndum til að hnekkja þessari
stefnu, þótt hún hafí reynst okk-
ur jafn farsæl og raun ber vitni.
Á hinn bóginn hafa ekki verið
færð fyrir því gild rök, að frá
stefnunni skuli horfíð.
Þeir sem stóðu að hinni um-
deildu ályktun á danska þinginu
hafa kröftuglega vísað til þess,
að yfírbragð og stefna Sovétríkj-
anna hafí breyst eftir að Mfkhaíl
Gorbatsjov komst þar til valda.
Þeim hefur verið svarað á þann
veg, að síður en svo sé komið í
ljós, hvort Gorbatsjov nái þeim
markmiðum sem hann hefur
kynnt. Sjálfur segir hann núna,
að tillögur sínar veki umrót og
ótta um öll Sovétríkin og þá
ekki síður meðal valdamanna en
almennings. Er skynsamlegt að
vísa til slíkrar óvissu og óljósra
hugmynda um hvað framundan
er og segja sem svo: Vesturlönd
eiga að draga úr vömum sínum?
Hvemig væri að leyfa Gorba-
tsjov fýrst að ná haldbærum
árangri héimafýrir áður en menn
krefjast þess að hann nái þeim
árangri að Vesturlönd grípi til
einhliða afvopnunar? Eftir að
Sovétmenn höfðu um árabil bar-
ist fýrir einhliða afvopnun Vest-
urlanda á síðustu ámm Brez-
hnevs komst Júrí Andropov,
flokkslegur faðir Gorbatsjovs, til
æðstu valda um skamma hríð,
og sagði þá þessi fleygu orð:
Sovétmenn eru ekki svo bama-
legir, að þeir afvopnist einhliða!
Lærdómurinn af dönsku kosn-
ingunum er sá, að sé sorfíð að
undirstöðum stefnunnar í öiygg-
ismálum og vegið að öryggis-
hagsmunum í lýðræðisríki, er sá
kostur fyrir hendi að bera stefn-
una og forsendur hennar undir
kjósendur sjálfa. Hvað sem öðru
líður má ætla, að þetta málskot
Schlúters verði til þess að dan-
skir vinstrisinnar hugsi sig tvisv-
ar um, áður en þeir hefja að
nýju ábyrgðarlausan leik sinn
og upphlaup á sviði utanríkis-
mála.
Arleg styrkveiting Menntamálaráðs:
Tæpar tvær milljónir til ým-
iskonar menningarstarfsemi
Menntamálaráð hefur úthlutað þeim styrkjum sem veittir eru ár
hvert til menningarstarfsemi ýmiskonar. Að þessu sinni voru veittir
átta dvalarstyrkir, samtals að upphæð 720 þúsund kr., og þrír tón-
listarstyrkir, samtals að upphæð 130 þúsund kr. Auk þessara styrkja
hefur Menntamálaráð úthlutað tuttugu ferðastyrkjum, samtals 650
þúsund kr., og styrkjum tii vísinda- og fræðimanna, samtals 220
þúsund kr.
Meginhlutverk Menntamálaráðs
er nú stjóm bókaútgáfu Menningar-
sjóðs og úthlutun styrkja til menn-
ingarstarfsemi.
Menntamálaráð er kosið af Al-
þingi eftir hveijar þingkosningar.
Það ráð sem nú starfar var kosið
síðastliðið haust og skipa það: Sólr-
ún Jensdóttir, formaður, Áslaug
Brynjólfsdóttir, Helga Kress, Gunn-
ar Eyjólfsson og Úlfur Hjörvar.
Framkvæmdastjóri ráðsins er Einar
Laxness.
Við úthlutun styrkjanna sagði
Sólrún Jensdóttir m.a.: „Menning-
arsjóður nýtur nokkurs ríkisstyrks
og er því skuldbundnari en önnur
útgáfufyrirtæki til þess að standa
að útgáfu viðamikilla verka til efl-
ingar íslenskri menningu. Styr-
kveitingar úr Menningarsjóði gegna
einnig því mikilvæga hlutverki að
efla íslenska menningu, þó með
öðrum hætti sé, en líta má á hvort
tveggja sem þátt í viðleitni okkar
til þess að stándast síaukinn þrýst-
ing frá erlendri menningu sem verð-
ur æ sterkari með tilkomu nýrrar
tækni, ekki síst á sviði fjölmiðlun-
ar.“
Eftirtaldir hlutu dvalarstyrki, að
upphæð 90 þúsund kr. hver:
Elín Pálmadóttir, blaðamaður og
rithöfundur: Til dvalar í Frakklandi
til að skrifa sögu franskra sjómanna
við Island á skútuöld.
Erlingur Gíslason, leikari: Til
dvalar í Danmörku við lokatökur
og gerð sýningareintaks kvikmynd-
arinnar „Símon Pétur fullu nafni“
sem frumsýnd verður í júní á Lista-
hátíð, en Erlingur hefur skrifað
kvikmyndahandritið.
Gylfi Gíslason, myndlistarmaður:
Til dvalar í New York og víðar í
Bandaríkjunum til að kynna sér
Morgunblaðið/Bjami
Frá afhendingu styrkjanna, f.v.: Sólrún Jensdóttir, formaður Menntamálaráðs, Rúrí, Þórarinn Eldjárn,
Birgitta Spur f.h. Hlífar Siguijónsdóttur, Elín Pálmadóttir, Björgvin Þ. Valdimarsson, Adda Bára Sigf-
úsdóttir f.h. Kolbeins Bjarnasonar og Róbert Arnfinnsson.
myndlist.
Hlíf Siguijónsdóttir, fiðluleikari:
Til dvalar í Hollandi til undirbún-
ings og þátttöku í alþjóðlegri fíðlu-
keppni í Sviss í ágúst nk.
Kolbeinn Bjamason, flautuleik-
ari: Til dvalar í Hollandi til undir-
búnings og æfinga vegna einleiks-
tónleika á Listahátíð í júní nk.
Róbert Amfinnsson, leikari: Til
dvalar í Þýskalandi og Bretlandi til
að kynna sér leiklist og sækja leik-
listarhátíðir.
Rúrí (Þuríður Fannberg), mynd-
listarmaður: Til dvalar í Kaup-
mannahöfn vegna vinnu við gerð
listaverks á íslandsbryggju þar í
borg.
Þórarinn Eldjám, rithöfundur:
Til dvalar í Englandi við ritstörf og
að kynna sér enskar bókmenntir.
Tónlistarstyrki Menntamálaráðs
hlutu:
Ágústa Ágústsdóttir, söngkona:
Til að láta vinna hljómplötu með
íslenskum og skandinavískum söng-
lögum, 30 þúsund kr.
Björgvin Þ. Valdimarsson, tón-
listarmaður. Til að gefa út hefti
með eigin píanólögum, 70 þúsund
kr.
Gunnar Bjömsson, sellóleikari:
Til að láta vinna hljómplötu með
einleiksverkum Bachs fyrir kné-
fíðlu, 30 þúsund kr.
Samkvæmt sérstakri fjárveitingu
Alþingis, samtals kr. 220 þúsund,
hlutu eftirtaldir fræðimenn styrki:
Guðrún Kristín Magnúsdóttir,
rithöfundur og teiknari, 40.þúsund
kr.
Aðrir hlutu kr. 20 þúsund. Það
vom:
Ingólfur Jónsson, rithöfundur,
Játvarður Jökull Julíusson, rithöf-
undur, Jón Gíslason, fyrrv. póst-
fulltrúi, Jón Guðmundsson, Fjalli,
Pálmar Kristinsson, trésmiður,
Skúli Helgason, Reykjavík, Valgeir
Sigurðsson, Þingskálum, Þorsteinn
Matthíasson, rithöfundur, og Þórð-
ur Kárason, fyrrv. varðstjóri.
Fugl í búri hlaut íslensku
barnabókaverðlaunin 1988:
Sigurvegarinn
19 ára mennta-
skólamær
ÍSLENSKU. barnabókaverðlaunin voru afhent í þriðja sinn í gær.
Undrun gesta við verðlaunaafhendinguna leyndi sér ekki er verð-
launahafinn steig fram og reyndist vera nítján ára feimnisleg stúlka
að nafni Kristín Loftsdóttir, sem stundar nám við Flensborgarskóla
í Hafnarfirði. Bók Kristínar ber heitið Fugl í búri og er fyrsta ritsmíð
hennar, sem birtist á prenti. Hingað til hefur þessi ungi rithöfundur
einkum samið fyrir sjálfa sig og skrifborðsskúffuna, að eigin sögn.
Það virðist þó ekki koma að sök, þvi að í umsögn dómnefndar um
bókina segir meðal annars: „Vel samin saga og leiftrar af frásagnar-
gleði.“
Morgunblaðið/Sverrir
Rithöfundar tveggja kynslóða takast i hendur. Armann Kr. Einars-
son, sem gaf út fyrstu bamabók sina fyrir um 50 árum, afhendir
Kristinu Loftsdóttur 100.000 krónur úr Verðlaunasjóði íslenskra
bamabóka.
Kristín fékk 100.000 krónur úr
Verðlaunasjóði íslenskra bama-
bóka, sem bókaútgáfan Vaka og
fjölskylda Ármanns Kr. Einarsson-
ar rithöfundar stofnuðu árið 1985.
Henni var auk þess afhent viður-
kenningarskjal og fyrsta eintakið
af bókinni, sem kom út í gær hjá
Vöku-Helgafelli. Tuttugu handrit
bárust alls í samkeppnina um verð-
launin.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, var viðstadd-
ur verðlaunaafhendinguna og
ávarpaði gesti. Hann sagði marga
óttast að bókin væri á undanhaldi,
fólk horfði bara á sjónvarp og
myndbönd eða skoðaði í besta falli
myndablöð. „Að nítján ára gömul
stúlka skuli fara með sigur af hólmi
í harðri samkeppni við nítján aðra
höfunda sýnir okkur að ungt fólk
er ekki fráhverft bókinni," sagði
menntamálaráðherra. „Ungt fólk
les ekki aðeins bækur heldur skrifar
þær líka og þá þurfum við ekki að
hafa áhyggjur."
Bók Kristínar „fjallar um áhrifa-
mikla viðburði í lífi tápmikilla skóla-
nemenda", eins og segir á bók-
arkápu. Sagt er frá Elíasi, sem er
nýr nemandi í skólanum, og Kittu
bekkjarsystur hans, en þeim verður
vel til vina og glíma við iífsgátuna
saman.
„Ég er harðákveðin í að leggja
þetta fyrir mig,“ sagði Kristín í
samtali við Morgunblaðið. „Ég hef
haft gaman af því að setja saman
sögur frá því ég var lítil, en þær
hafa flestar verið samdar í hugan-
um, ég er enn svo ung.“ Aðspurð
sagðist Kristín ekki hafa ákveðið á
hvaða nám hún hygðist leggja
stund. „Ég hef mikinn áhuga á allri
Iistsköpun og get vel hugsað mér
að leggja eitthvað slíkt fyrir mig.
Skriftimar munu líka eflaust skipa
stóran sess í lífí mínu.“
Flugslysið
við Blönduós:
Orsökin tal-
in flug í
ófæru sjón-
flugsveðri
ORSÖK flugslyssins, þegar einka-
flugvél hrapaði til jarðar nálægt
Blönduósi í júlí á síðasta ári með
þeim afleiðingum að 4 menn fór-
ust, er að mati flugslysanefndar
sú að flugmaður vélarinnar, sem
ekki kunni blindflug, hóf flug i
ófæru sjónflugsveðri og missti
vald á flugvélinni í skýjum, með
þeim afleiðingum að hún ofreis
og spann til jarðar. Flugvélin var
ekki búin til blindflugs.
Aðdragandi slyssins var sá að fjór-
ir menn fóru á flugvél af gerðinni
Piper PA-28-180 frá Reykjavík norð-
ur 4 Ólafsfjörð, 22. júlí á síðasta
ári, til að horfa á knattspymuleik.
Einn í hópnum var einkaflugmaður
og einn eiganda vélarinnar. Veður
versnaði er leið á kvöldið og flugmað-
urinn áræddi ekki suður yfír heiðar
heldur lenti á Blönduósi þar sem gist
var. Um hádegisbil daginn eftir var
ákveðið að reyna að komnast suður.
Var veður þá lélegt á flugvellinum,
lágskýjað, lélegt skyggni og fór
versnandi.
Flugvélin hóf flugtak og fór flug-
radíómaðurinn á flugvellinum út og
horfði á eftir flugvélinni þar sem hún
hvarf í þokuna í á að giska 400 til
500 feta hæð. Skömmu sfðar kallaði
flugmaðurinn í radíómanninn á
Blönduósi og sagðist vera villtur og
nokkra síðar kom flugvélin í mjög
brattri dýfu til jarðar, um 4 kíló-
metra frá flugvellinum. Þá vora 9
mínútur liðnar frá flugtaki.
í skýrslu sinni um slysið gerir flug-
slysanefnd m.a. þá tillögu S öryggis-
átt að setja eigi í starfsreglur flug-
umferðastjóra og flugradíómanna að
ef þeir verða varir við að flugmenn
bijóta flugreglur, eða hyggjast fara
í flug þegar veðurskilyrði era lakari
en tilgreind sjónflugslágmörk, þá
geri þeir flugmönnum ljóst að þeir
muni tilkynna það strax til flugmála-
stjómar og skrifa skýrslu sem verði
send til yfírmanns flugumferðar-
þjónustunnar.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Frá þinglausnum í gær. Forseti íslands, frú Vigdfs Finnbogadóttir gengur í þingsalinn.
Þinglausnir:
Helming'i fleiri lög voru
felld úr gildi en samþykkt
„Ovenjumörg mikilvæg mál afgreidd,“ sagði Þorvaldur
Garöar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings
FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sleit Alþingi, 110. lög-
gjafarþingi, með hefðbundnum hætti í gær. Þorvaldur Garðar Kristj-
ánsson, forseti sameinaðs þings, sagði i yfirliti um þingstörfin, að þó
„þingið hafi verið óvenju athafnasamt í setningu nýrrar löggjafar þá
er það með eindæmum, að á þessu þingi voru felld brott helmingi
fleiri lög en þingið samþykkti og stafar það af timabærri lagahreins-
un sem fram hefur farið í kjölfar ályktunar Alþingis þar um“.
Forseti sameinaðs þings sagði í
þingslitaræðu að óvenju mörg mál
hafí hlotið afgreiðslu á þessu þingi,
sem stóð frá 10. október til 11.
maí, eða í 215 daga. 66 stjómar-
framvörp vóra afgreidd sem lög en
16 urðu ekki útrædd. 11 þing-
mannafrumvörp vóra samþykkt
sem lög, 12 var vísað til ríkisstjóm-
arinnar, 3 kölluð aftur en 52 vóru
ekki útrædd. 31 þingsályktun var
samþykkt, 5 vísað til ríkisstjómar,
3 kallaðar aftur, 86 vóru ekki út-
ræddar. 17 skýrslur vóru lagðar
fram. 164 fyrirspumum var svarað
munnlega og 52 skriflega. 522 mál
vóru til meðferðar í þinginu; þar
af afgreidd 335. Tala þingskjala var
langleiðina í 1.200.
Það kom og fram f máli forseta
að mikil þáttaskil hafa orðið á
síðustu misserum sem varða stöðu
og hlutverk Alþingis. Sett hafa ver-
ið lög og samþykkt þingsályktun
um starfsemi umboðsmanns Al-
þingis, sem tekur formlegatil starfa
um næstu mánaðamót. Ríkisendur-
skoðun lýtur ekki lengur fram-
kvæmdavaldinu, heldur löggjafar-
valdinu, svo að eftirlit með fram-
kvæmd fjárlaga er á vegum Al-
þingis sjálfs.
Blaðberar Morgunblaðsins á landsbyggðinni:
400 blaðberum boðið á skemmtanir
1.000 blaðberar fá Morgnnblaðsklukku í tilefni 75 ára afmælis blaðsins
Morgunblaðið/Sigurgeir
Blaðberar Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum brugðu sér út á Stakkagérðistun eftir veislu á Hóteí Þórs-
hamri sl. sunnudag, en með Jieim á myndinni eru lengst til hægri þau Jóhanna Víborg verkstjóri á af-
greiðslu Morgunblaðsins og Arni Johnsen blaðamaður.
FYRSTA Morgunblaðshátíðin af
alls sex samkomum fyrir blað-
bera Morgunblaðsins úti á lands-
byggðinni var haldin í Vest-
mannaeyjum um síðustu helgi,
en á næstunni verða fjölmennar
blaðberasamkomur t öllum lands-
fjórðungum.
Skemmtanimar verða_ á Akur-
eyri, í Stykkishólmi, á ísafírði, á
Selfossi og Egilsstöðum. Blaðberar
frá nærliggjandi stöðum munu
mæta á mótsstað í rútum, en á
Morgunblaðshátíðunum er blað-
berum boðið upp á veitingar,
skemmtiatriði, sýnd er kynnismynd
um starfsemi Morgunblaðsins og
meðal annars fá blaðberamir sér-
stakar Morgunblaðspeysur.
Á blaðberamótinu í Vestmanna-
eyjum vora um 30 blaðberar mætt-
ir með þeim Jakobínu Guðlaugs-
dóttur og Sigurgeir Jónassyni, sem
sjá um dreifíngu blaðsins þar, og
Bjama Sighvatssyni fréttaritara
Morgunblaðsins í Eyjum. Einnig
vora mætt f veisluna Jóhanna
Víborg verkstjóri í dreifíngu Morg-
unblaðsins og Ámi Johnsen blaða-
maður sem tók lagið með blað-
beranum svo undir tók í Heima-
kletti. Það er Hanna Björk Þrastar-
dóttir í útbreiðsludeild Morgun-
blaðsins sem hefur skipulagt blað-
berasamkomumar úti á lands-
byggðinni.
Alls era um 1.000 blaðberar sem
bera út Morgunblaðið daglega, en
þar af eru um 600 á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og um 400 úti
á landi. Blaðberam á Stór-
Reykjavíkursvæðinu var boðið til
sérstakra skemmtana á Hótel Sögu
fyrir tveimur áram og nú er röðin
komin að skemmtunum fyrir blað-
berana á landsbyggðinni, en þess
má geta að í tilefni 75 ára afmælis
Morgunblaðsins á þessu ári fá allir
blaðberar blaðsins sérstaka Morg-
unblaðsklukku í afmælisgjöf á
sínum eigin aftnælisdegi á árinu.