Morgunblaðið - 12.05.1988, Page 50

Morgunblaðið - 12.05.1988, Page 50
. 50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 Margrét Þormóðs- dóttir - Minning Fædd 7. nóvember 1896 Dáin 29. april 1988 Hún var fædd í Holtakotum í Bisk- upstungum, dóttir Þormóðs Þor- móðssonar bónda þar og Vigdísar Björnsdóttur konu hans. Var hún einkadóttir þeirra, en 1894 höfðu þau eignast son, Halldór, sem lifði aðeins tvær vikur. Þormóður var f. 14. desember 1862 og var yngsti sonur hjónanna Þormóðs Magnússonar (1830—1896) og Sigríðar Gísladóttur (1821— 1905), sem bjuggu fyrst að Dísastöð- um, en síðan i Votmúla-Norðurkoti í Flóa. Hafði Sigriður áður verið gift Halldóri bróður Þormóðs og misst hann frá mörgum bömum í ómegð. Vigdis var f. 21. nóvember 1867 í Helludal í Biskupstungum, dóttir Bjöms Bjömssonar (1828—1915) bónda á Galtalæk og fyrri konu hans, Margrétar Guðmundsdóttur (1842— 1876). Eru niðjar þeirra hjóna taldir í Bergsætt, því að Bjöm var fjórði maður frá Bergi Sturlaugssyni. Margrét Guðmundsdóttir var dóttir Guðmundar bónda og hreppstjóra í Bræðratungu og síðast lengi á Krók, Guðmundssonar, dannebrogsmanns í Bræðratungu, Jónssonar og konu hans, Vigdísar Þórðadóttur (1822— 1876), en hún var dótturdóttir Vigdísar Pálsdóttur, prests á Torfa- stöðum Högnasonar, prestaföður á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðs- sonar. Hefur Vigdísamafnið haldist í ættinni óslitið fram á þennan dag og mun komið frá Vigdísi, dóttur Olafs prests og sálmaskálds á Sönd- um í Dýrafirði, um aldamótin 1600. Þormóður, faðir Margrétar, var sjö ára gamall þegar foreldrar hans brugðu búi, og var honum þá ráðstaf- að til vandalausra. Ólst hann upp næstu ár við slæmt atiæti, svengd og klæðleysi. Varð hann heilsuveill þegar í æsku og aldrei sterkbyggð- ur. Eftir fimm ára búskap i Holtakot- um urðu þau Vigdfs og Þormóður að segja jörðinni lausri vegna veik- inda hans, en vom áfram til heimilis á ýmsum bæjum í Biskupstungum með Margréti dóttur sína. Var Vigdís víkingur til vinnu og því eftirsótt til starfa. Sumarið 1909 hafði heilsu Þormóðs hrakað svo mikið, að hann neyddist til að leita sér lækninga i Reylq'avík. Var hann lagður á Landa- kotsspítala og andaðist þar eftir skamma legu. Á ellefta ári fór Margrét fyrst frá foreldrum sínum. Hefur hún lýst því eftirminnilega í frásöguþætti, sem hún nefndi „Á Reykjum" og birtist í riti Félags Biskupstungnamanna í Reykjavík, Inn til fjalla. Þessi frá- sögn hennar hefur tvívegis verið les- in i útvarpi. í sex ár var hún síðan á Torfastöðum hjá sira Eiríki Stef- ánssyni og konu hans, Sigurlaugu Erlendsdóttur, en fór þá aftur til móður sinnar, sem þá var gift seinni manni sínum, Guðna bónda Þórarins- syni á Kjaransstöðum í Biskupstung- um. Eignuðust þau Vigdís og Guðni eina dóttur, Guðbjörgu, sem lézt inn- an við tvitugt. Stjúpi Margrétar reyndist henni vel og minntist hún hans jafnan með hlýhug. Um þetta leyti kynntist Margrét ungum manni, sem síðar varð eigin- maður hennar og lífsförunautur í sextiu ár. Það var Haraldur Péturs- son, sem fæddur var að Amarstöðum í Flóa 15. ágúst 1895, sonur Péturs kennara á Eyrarbakka Guðmunds- sonar og Ólafar Jónsdóttur, bónda í Uppsölum í Flóa, Guðmundssonar. Þau Margrét og Haraldur voru fyrst eitt ár i húsmennsku á Kjarans- stöðum (1921—22), bjuggu í Borgar- holti í Biskupstungum eitt ár (1922—23) og tvö ár í Stekkholti (1923—25), en fluttust þá til Reykjavikur. Fengu þau fyrst leigða kjallaraíbúð á Laugavegi 75, þar sem nú stendur Austurbæjarútibú Lands- bankans, en þvi næst risíbúð í Hans- húsi, sem kennt var við Hans póst og stóð suðaustan við Skólavörðuhol- tið, þar sem Leifsgata er nú. Stund- aði Haraldur á þessum árum alla almenna verkamannavinnu. Árið 1936 gerðist hann húsvörður í Safna- húsinu við Hverfisgötu og gegndi því starfi til ársloka 1965, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, sem opinber starfsmaður, þá sjötugur að aldri. Jafnframt aðalstarfi tók hann að sér ýmis tímafrek önnur verkefni og í tómstundum sinnti hann fræði- störfum. Var Haraldur iðjumaður mikill og féll sjaldan verk úr hendi á meðan hann hélt heilsu. Böm þeirra Margrétar og Harald- ar eru: Pétur Þórir, fæddur 1922 í Borgarholti, en dáinn 1924 í Stekk- holti. Pétur, kaupmaður í Reykjavík, en búsettur í Dýjahlíð á Kjalamesi, f. 1925. Hans kona er Halldóra Her- mannsdóttir frá Siglufírði. Guðbjörg, húsmóðir í Danmörku, f. 1928, gift Axel Bay, prentmyndasmið. Þormóð- ur, starfsmaður Alafoss hf., f. 1932. Sambýliskona hans er Ágústa Jóns- dóttir úr Reykjavík. Bamabömin urðu sjö og bamabamabömin eru orðin fimm. Störf Margrétar voru fyrst og fremst þau að gæta bús og bama. Hún var stoð og stytta manns síns og bjó honum jafnan gott heimili, þótt efnin væru lítil framan af. Hún var vandvirk hannyrðakona og hafði yndi af garðrækt og gróðri jarðar. Báru garðamir við húsin á Grettis- götu 51 og síðan í Sólheimum 34 þess óræk merki. Hún var athugul og næm. Margsinnis kom hún auga á ýmislegt í ríki náttúrunnar, sem öðrum sást yfir. Amma var einnig fróð og víðlesin og fylgdist jafnan vel með atburðum líðandi stundar. Hún var ólík mörgu eldra fólki að því leyti að hún fylgdist vel með nýjungum, hvort sem þær voru á sviði tækni eða þjóðfélagsmála. Þau Margrét og Haraldur áttu það sameiginlegt ( æsku að vera fátæk og búa hjá vandalausum. Fyrstu búskaparár þeirra voru heldur ekki farsæl. Stuttu eftir að þau misstu frumburðinn flosnuðu þau upp af búi sínu og urðu að flytjast til Reykjavík- ur. Þrátt fyrir þetta létu þau ekki hugfallast en mótlætið og óöryggið herti þau í baráttunni fyrir efnalegu sjálfstæði. Með ráðdeild og vinnu- semi náðu þau því markmiði sínu að eignast varanlegan samastað í eigin húsnæði. Árið 1932 voru þau á meðal þeirra fyrstu sem eignuðust íbúð í verka- mannabústöðunum á Bræðraborg- arstíg 53. Bjuggu þau þar til vors 1939, en þá keyptu þau lítið hús á Grettisgötu 51 og bjuggu þar í tvo áratugi. 1959 reistu þau hús ásamt Pétri syni sínum í Sólheimum 34 og bjuggu þar alla tíð síðan, unz heilsa Haraldar tók að bila, 1981. Brugðu þau þá á það ráð að flytjast á Hrafn- istu I Reykjavík. Þar lézt Haraldur 1. janúar 1982 á 87. aldursári. Mar- grét lifði mann sinn f sex ár. Heilsa hennar, bæði andleg og lfkamleg, var góð eftir aldri þar til í marz sl., að hún varð fyrir því óhappi að lær- brotna. Náði hún sér ekki eftir það og lézt 29. apríl sl., 91 og hálfs árs að aldri. Nægjusemin var þeim Haraldi og Margréti báðum f blóð borin og þau leyfðu sér vart annan munað en gest- risni og bókasöfnun. Aldrei áttu þau bíl, en amma brá sér þó til Dan- merkur til að heimsækja Boggu dótt- ur sína og fjölskyldu hennar. Þær mæðgur héldu ávallt nánu sambandi og heimsóknir Boggu og hennar fólks hingað til lands voru ömmu ávallt mikill gleðigjafi. Synir Margrétar og tengdadætur sýndu henni mikla ræktarsemi og sjaldan leið sá dagur eftir að hún fluttist á Hrafnistu að hún fengi ekki heimsókn þeirra. Þar sem ég og systkini mín bjugg- um í sama húsi og amma og afi fór ekki hjá því að þau tækju mjög virk- an þátt í uppeldinu. Vart leið nokkur dagur, í þau tuttugu ár sem þetta sambýli varði, án þess að ég færi yfir til þeirra. Þar var mikið rætt, hlustað á sögur frá gamla tfmanum, spilað, teflt, litið í blöðin og oft gluggað f allar bækumar sem voru mesta prýði heimilisins. Amma stakk líka alltaf að okkur einhverju góð- gæti eða hressingu og átti það sinn þátt í því að heimsóknimar urðu býsna tfðar. Þrátt fyrir það minnist ég þess ekki að okkur hafí nokkm sinni verið vísað á bug í því húsi. Ekki hefði ég viljað missa af þess- um nánu kynnum við fólk sem í æsku bjó við hlutskipti, sem er svo ólíkt þvf sem við þekkjum að það er sem aldir skilji að, en ekki nokkrir áratugir. Ég og systur mfnar kveðj- um ömmu okkar nú með miklum söknuði. Blessuð sé minning hennar. Margeir Pétursson Útför Margrétar Þormóðsdóttur fer fram frá Fossvogskirkju á morg- un, föstudaginn 13. maf, kl. 13.30. t Ástkær fósturdóttir, móðir, tengdamóóir og amma, NÍELSÍNA HELGA HÁKONARDÓTTIR, áðurtil heimilis aö Hofteig 6, lóst í Heilsuverndarstöðinni 11. maí. Petrína Narfadóttir, bðrn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Túngötu 17, Patreksfiröl, veröur jarðsungin fró Patreksfjarðarkirkju, laugardaginn 14. maí kl. 11.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR J. GfSLASON múrarl, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 10. maí. Sigurbjörg Sigurðardóttir og börn. *, rf /, * 4 u það gott minurn Hótel Stykkishólmur gerir þér freistandi hvítasunnutilboð. Qisting í tvær nætur með morgunverði fyrir 2980 krónur á mann í 2ja manna herbergi. Möguleikar á sjóstangaveiði og siglingu um BreiðaQörð, ef veður leyfir. Vandaður matseðill. Stykkif Sími 93-81330 Telex 2192 Vistlegt hótel í fögru umhverfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.