Morgunblaðið - 12.05.1988, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988
Fyrirliggjandi í birgðastöð
Þykktir 3.0-50 mm. Ýmsar stærðir, m.a.:
1000x2000 mm
1500x3000 mm
1500x5000 mm
SINDRA^^STALHF
BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684
Viltu taka þátt í nýsköpun
íslensks landbúnaðar?
Viltu læra um
Ferðaþjónustu • Fiskeldi • Loðdýrarækt • Skógrækt
Kanínurækt eða gömlu góðu heffibundnu kvikfjárræktina?
Bændaskólinn á Hvanneyri er nútíma skóli, þar sem færustu
búvísindamenn fylgjast með öllum nýjungum í landbúnaði
og miðla þeim til nemenda, sem vilja takast á við heillandi verkefni.
Þar er frábær aðstaða á heimavist.
---------------—rr—---—----' >7. 7■ • • 'IZ'-• _______________
Auk heíðburidinnar búnaóaríræðslu eru 12 valfög:
Alifugla- og svínarækt • Ferðaþjónusta • Fiskeldi
Hrossarækt • Kartöflu- oggrænmetisrækt • Loðdýrarækt
Nautgriparækt • Rekstrarhagfræði • Sauðfjárrækt
Skógrækt • Vélfræði • Vinnuvélarogverktækni.
Búfræðinám tekur 2 ár (4 annir) en fólk með stúdentspróf
eða hliðstæöa menntun getur lokið því á einu ári.
Helstu inntökuskilyrði eru að umsækjendur hafí lokið almennu
grunnskólaprófi með lágmarkseinkunn til inngöngu í framhalds-
skóla, og að þeir hafí öðlast nokkra reynslu í landbúnaðarstörfum.
Skrifleg beiðni um inngöngu ásamt prófskírteinum þarf að berast skólanum
eigi síðar en 10. júní.
Nánari upplýsingar í síma 93-70000.
Sveinsína Baldvins-
dóttir — Minning
Fædd 16. júlí 1911
Dáin 1. maí 1988
Mig langar til að kvedja ömmu
mína elskulega með fáeinum orðum.
Það er bara svo ósköp erfitt, það
leitar svo margt fram í hugann að
ég gæti skrifað heila bók. Ég er elsta
bamabamið hennar og er að því leyti
lánsamari en hin að hafa átt hana
lengst. Fyrst sem ömmu í Skáló, sem
alltaf var svo gott að koma til og
vera hjá og seinna sem góða vin-
konu, því við ömmu var hægt að
tala um allt. Mér fannst alltaf sem
við væmm á svipuðum aldri, þótt
árin á milli væru 47, vegna þess að
hún skildi alltaf allt svo vel. Hún gat
látið manni líða betur sama hvað að
var. Hún hafði þennan hæfileika, sem
svo mörg okkar skortir að geta gefið
af sér, alltaf átt dálítinn tíma til að
hlusta.
Að skjótast inn í Skáló og setjast
í homið í eldhúsinu og hlusta á hana
segja frá gömlu dögunum þegar hún
var stelpa, eins og hún orðaði það
sjálf, eða af prakkarastrikum krak-
kanna hennar, er kapítuli út af fyrir
sig. Oftar en ekki var maður orðinn
útgrátinn af hlátri þegar haldið var
heim. Fáa hefi ég hitt sem geta sagt
eins skemmtilega frá og hún gerði.
Núna síðustu árin vora ferðimar
færri í Skálagerðið vegna þess hve
oft hún þurfti að dvelja á sjúkrahús-
um, en alltaf átti hún eitthvað að
segja manni þegar maður heimsótti
hana á spítalann. Aldrei mun ég
gleyma því þegar hún og afí létu sig
hafa það í reglulega vondu veðri fyr-
ir rúmu ári að koma á fæðingardeild-
ina og kíkja á nýfædda dóttur mína.
Ég reyndi eins oft og hægt var að
taka litlu langömmustelpuna með í
heimsókn og þannig gat hún fylgst
með henni þrátt fyrir veikindi sín.
Og hún fylgdist ekki bara með henni,
heldur okkur öllum, stundum gat ég
ekki annað en dáðst að því hversu
gott minni hún hafði, allir afmælis-
dagar og atvik sem maður sjálfur
var búinn að gleyma var allt vel
geymt hjá henni og sínu stálminni
hélt hún til hinstu stundar.
Ég veit að henni hefði ekki líkað
löng lofræða, það stríddi á móti henn-
ar sannfæringu. Látla langömmu-
stelpan og ég þökkum henni af heil-
um hug allt sem hún hefur gefið
okkur.
Elsku afi, Guð gefi þér styrk.
Gunna
Að kvöldi 1. maí sl. Iést tengda-
móðir mín Sveinsína Baldvinsdóttir
eftir langa og erfiða sjúkdómslegu.
Hún var fædd norður í Fljótum í
Skagafirði 16. júlí 1911, og var því
76 ára er hún lést. Sveinsína var ung
tekin í fóstur af þeim hjónum Margr-
Konur
sem reka lítil fyrirtæki eða
hyggjast stofna fyrirtæki:
Námskeiðið Stof nun og rekstur fyrir-
tækia verður haldið 16.-21. maí.
Meðal efnis: Frumkvöðullinn, stofnáætlun,
markaðsmál, fjármál, form
fyrirtækja og bókhald.
Námskeiðið fer fram í kennslusal
Iðntæknistof nunar í Keldnaholti.
Þátttaka tilkynnist í síma 687000.
nlÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
rekstrartæknideild.
éti Guðbrandsdóttur og Guðna
Stígssyni. Á unglingsáram flyst hún
með þeim til Reykjavíkur og elst þar
upp í góðum systkinahópi. Hennar
skólaganga var ekki löng, hún fór
snemma að vinna fyrir sér og vann
við afgreiðslustörf og annað sem til
féll, eins og tíðkaðist á þessum árum.
Um þetta leyti kynntist hún eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Óskari Gunn-
laugssyni verkamanni, en þau hafa
búið saman í 55 ár. Eignuðust þau
sex böm, sem öll era á lífi ásamt
tengdabömum, bamabömum og
langömmubömunum tveim.
Kynni okkar hófust fyrir 26 áram
er ég kom inn á heimilið sem tilvon-
andi tengdadóttir. Kynntist ég þar
hæglátri og hæverskri konu, sem
allt vildi fyrir mig gera. Sátum við
oft langt fram á nótt og ræddum
ýmislegt allt frá eilífðarmálum niður
í pólitík, en hún hafði ákveðnar skoð-
anir og var gaman að spjalla við
hana. Sveina var mikið fyrir lestur
góðra bóka, og hafði gaman af að
ferðast. Á sumrin var gjaman farið
austur fyrir fy'all f heimsókn í Eyja-
hraunið eða í sumarbústaðinn í
Grímsnesinu. Þá hafa þau hjón um
árabil verið gestir í orlofshúsum
Dagsbrúnar víða um land.
Eftir því sem árin hafa liðið hefi
ég kunnað betur að meta góðvild
hennar og skilning, og fyrir það vilj-
um við í Glæsibænum þakka þá er
kemur að leiðarlokum.
Þér, Óskar minn, og öðram að-
standendum votta ég mína dýpstu
samúð og vona að huggun harmi
gegn verði sú góða minning sem við
öll eigum um hana. Ég bið Guð að
geyma Sveinu og þakka henni allt.
Sigríður Friðþjófsdóttir