Morgunblaðið - 12.05.1988, Page 53

Morgunblaðið - 12.05.1988, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 Sð 53 Minning: Arndís Þorvalds- dóttir kaupkona Fædd 6. apríl 1899 Dáin 2. maí 1988 Kveðja frá Hvítabandskon- um Þeim fækkar óðum „aldamóta- bömunum" sem lifað hafa ein stór- kostlegustu breytingaskeið í lífi okk- ar þjóðar. Eitt af þeim, sem nú hverf- ur sjónum okkar, er félagssystir okk- ar, Amdís Þorvaldsdóttir. Hún fædd- ist 6. apríl 1899 og lést 2. maí sl. Á morgun kveðjum við hana hinstu kveðju. 18. febrúar 1944 gjörðist Amdís Hvítabandsfélagi. Allt frá þeim tíma vann hún félaginu heils hugar og bar hag þess fyrir bijósti. Hún sat í ýmsum nefndum félags- ins og var fulltrúi þess út í frá. End- urskoðandi félagsins var hún í árar- aðir. Kjörin var hún heiðursfélagi árið 1970 á 75 ára afmæli Hvíta- bandsins. Samviskusemi og fómfýsi ein- kenndu öll störf Amdísar. Með prúð- mannlegri framkomu sinni og hóg- værð vann hún hug okkar samferða- manna sinna. í mínum augum var Amdís falleg kona, fíngerð og vel vaxin — skart- kona — regluleg „dama“. Amdís hafði sínar skoðanir og skaplaus var hún ekki, en hún komst vel frá öllum skoðanaskiptum og henni tókst að gera gott úr öllu. Ekkert aumt mátti hún sjá án þess að reyna að bæta úr. Oft var komið saman á Öldugötu 55, rædd málefni Hvítabandsins og unnið að basarmunum, svo eitthvað sé nefiit. Gilti þá einu hvort fundað var á neðri hæðinni hjá þeim systrum Amdísi og Þuríði, eða á efri hæðinni hjá Jónu Erlendsdóttur, mágkonu þeirra, sem var formaður Hvíta- bandsins í tugi ára. Sömu elskuleg- heitin og höfðinglegu móttökumar ríktu á báðum heimilunum. Nú er Amdís öll og prýðir ekki framar fundi félagsins okkar, Hvíta- bandsins. Þeir vom fáir fundimir, sem hún sat ekki, en allra síðustu árin tók heilsan í taumana. Við þökk- um forsjóninni fyrir að hafa fengið að starfa með henni að málefnum okkar félags, fengið að njóta mann- kosta hennar og hjartahlýju. Hinni látnu heiðurskonu þökkum við liðnar samvemstundir og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Jónu mágkonu hennar, bræðra- bömum og öðmm aðstandendum sendum við hugheilar samúðarkveðj- ur. AMÞ Lækkar lífdaga sól löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn gefðu þann frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Þetta vers kom mér í hug, er ég sat við sjúkrabeð mágkonu minnar viku áður en hún andaðist. Höfundur þess var heimilisvinur hjá foreldmm hennar og vissi ég vel, að Amdísi þótti vænt um ljóð þeirra systra Ólínu og Herdísar. Amdís Þorvaldsdóttir fæddist í Sauðlauksdal 6. apríl 1899 og ólst þar upp í stómm hópi systkina og fóstursystkina. Foreldrar hennar vom hjónin Magðalena Jónasdóttir og séra Þorvaldur Jakobsson sóknar- prestur, en hann þjónaði Sauðlauks- dalsprestakalli frá 1896 til 1920. Foreldrar hennar héldu heima- skóla fyrir ungmenni, sem vom að búa sig undir gagnfræðapróf, menntaskólanám eða stýrimanna- skóla. Hann kenndi bóklegu fögin, en hún handavinnu og tónmennt og las alltaf með þeim nemendum, sem þurftu á frekari leiðbeiningu að halda fyrir kennslustundir. Þeim fer fækkandi, sem muna þennan ágæta skóla þeirra prest- hjóna, en sú, er þessa minnist nú, var þar við nám ásamt fjómm ung- mennum, sem ætluðu suður til frek- ara náms. Amdís nam í heimaskóla foreldra sinna og hélt síðan áfram námi í verslunarfræðum hjá Lofti Guðmundssyni í Reykjavík veturinn 1920 til 1921, en námskeið hans þóttu ágætur undirbúningur undir verslunarstörf. Allar systumar höfðu lært orgel- leik hjá móður sinni og léku á orgel við guðsþjónustur i Sauðlauksdal. Amdís lagði einnig stund á orgelleik í orgelskóla, sem þá var haldinn á vegum þjóðkirkjunnar, þennan sama vetur í Reykjavík. Hún fluttist með foreldmm sínum til Hafnarfjarðar haustið 1921, þegar séra Þorvaldur réðst sem kennari við Flensborgar- skólann. Systkinin Þuríður, Jómnn, Amdís og Búi héldu hús með foreld- mm sínum fyrstu árin í Hafnarfírði. Amdís réðst þá til starfa í vefnað- arvömverslun Gunnþómnnar Hall- dórsdóttur kaupkonu og leikkonu, sem hún rak í Hafnarfirði á þessum árum, og starfaði þar í 14 ár. í júlí 1933 andaðist Jómnn, systir Amdísar, aðeins þijátíu og fímm ára gömul, en hún hafði kennt handa- vinnu í Hafnarfírði í tíu ár, eða allt frá þvi hún kom heim frá námi á „Kunstflid" í Kaupmannahöfn. Var þá mikill harmur kveðinn að öldmð- um foreldmm og allri §ölskyldunni. Vorið 1934 hætti séra Þorvaldur kennslu við Flensborgarskóla 74 ára að aldri, og um haustið fluttist flöl- skyldan til Reykjavíkur, þau hjónin til Finnboga Rúts sonar síns í ný- byggt hús hans á Ásvallagötu 79, en Amdís fluttist til Þuríðar systur sinnar, sem þá var orðin hjúkmnar- kona við bamaskóla Reykjavíkur og leigði íbúð á Ásvallagötu 1 hjá Magn- úsi Benjamínssyni úrsmið, en hann var fjölskylduvinur. Arndís tók þá á leigu húsnæði á Vesturgötu 10 og setti þar upp vefn- aðarvömverslun. Það varð vinnu- staður hennar í um það bil fjörutíu og fimm ár. 1939 festu þær systur ásamt for- eldrum sínum kaup á hálfri húseign- inni Öldugötu 55 og stofnuðu þar heimili að nýju með foreldrum sínum. Tengdamóðir mín andaðist 14. febrú- ar 1942, áttatíu og tveggja ára að aldri. Þar sem þær systur stunduðu störf utan heimilisins og erfitt var að fá húshjálp á stríðsámnum, réð- ust málin þannig, að í október sama ár fluttum við Búi ásamt bömum okkar einnig í húsið. Þannig bjuggu í húsinu um árabil sem ein stór frjöl- skylda þrír ættliðir. Sem heimavinn- andi húsmóðir naut ég þess að líta til tengdaföður míns þau tólf ár, sem hann átti ólifuð, og sinna gestum hans. Hann andaðist 8. maí 1954 níutíu og fjögurra ára að aldri. Sam- býlið með tengdafólki mínu varði í fjömtíu og fjögur ár, öllum til bless- unar. Aldursmunurinn kom aldrei að sök. Ég hef verið margorð um fjöl- skylduhúsið við Öldugötu, en þar hefur myndast vísir að átthaga- tryggð. Fimmti ættliðurinn er nú fseddur í húsið. Rétt fyrir 1950 gerðist Amdís umboðsmaður Happdrættis Háskóla íslands, og rak hún umboðið á Vest- urgötu 10. Það óx með ámnum og upp úr 1960 hóf Búi bróðir hennar störf með henni. Líf og starf fjöl- skyldunnar tvinnaðist þannig saman á marga vegu. Þau vom nærri átt- ræðu, þegar þau létu af störfum. Þrátt fyrir erilsöm störf hennar utan heimilis, sem hún leysti af hendi af mikilli trúmennsku og samvisku- semi, vann hún margs konar fína handavinnu, sém annað hvort prýddi heimili hennar, eða hún gaf vinum sínum og frændfólki sem tækifæris- gjafír. Það var yndi þeirra systra, Þuríðar og Amdísar, að taka á móti gestum og leysa þá út með fallegum handunnum munum. Þær systur Þuríður og Amdís gengu í kvenfélagið Hvítabandið þegar þær fluttu til Reykjavíkur og naut félagið ríkulega handavinnu þeirra og starfa svo le'ngi, sem báðar lifðu. Þær vom kjömar heiðursfélag- ar á áttatíu ára afmæli þess árið 1975. Einnig á þeim vettvangi lágu leiðir saman. Það, sem einkenndi Amdísi öðm fremur, var meðfædd hæverska hennar og ljúfleg framkoma við alla, en fyrst og fremst alúð og virðing við foreldra sína og nánustu ætt- ingja. Til marks um það kom hún alltaf heim í hádegi og mataðist með föður sínum, meðan hún lifði. Allt viðmót þeirra Þuríðar í garð unga frændfólksins, sem ólst upp á Öldugötu 55, vitnaði um innilega velvild og ástsemi í þeirra garð. Þær höfðu í heiðri orð úr Örðskviðum, sem okkar kynslóð lærði utanað í Helga- kveri; „Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga, þegar hann eldist mun hann eigi af honum beygja." Þegar Amdís var nær áttræðu lenti hún í bílslysi og bar þess ekki bætur. Amdís fluttist af Öldugötu á vistheimili aldraðra í Skeljahlíð í júní 1986. Hún undi hag sínum einkar vel og var þakklát fyrir allt atlætið þar. Hún verður kvödd föstudaginn 13. maí frá Dómkirkjunni í Reykjavík með söknuði og ástarþökk fyrir sam- fylgdina. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Jóna Erlendsdóttir og fjölskylda. Lífssól Amdísar Þorvaldsdóttur er hnigin til viðar. Mikil ágætiskona verður lögð til hinstu hvílu á morg- un. Hún skilur aðeins eftir sig góðar minningar hjá þeim sem kynntust henni, enda hlédræg, prúð og orðvör kona í anda þe'ss uppeldis er hún hlaut. Amdís var dóttir þeirra merku hjóna Magdalenu Jónasdóttur og séra Þorvalds Jakobssonar. Séra Þorvaldur þjónaði í Barðastrandar- sýslu alla prestskapartíð sína á Bijánslæk og í Sauðlauksdalspresta- kalli í tæpa fjóra áratugi á ámnum fyrir aldamót og fram á þá öld sem nú er að líða, en varð sfðan minnis- verður kennari í íslensku og stærð- fræði í Flensborgarskóla í Hafnar- fírði. Amdís fæddist í Sauðlauksdal 6. apríl 1899. Hún var næstyngst þeirra Sauðlauksdalssystkina, sem enda þótt þau eignuðust heimkynni og starfsvettvang á höfuðborgarsvæð- inu syðra hugsuðu alla ævidaga sína heim til Rauðasands. Systkini Amdísar sem til fullorðinsára kom- ust voru: Finnbogi Rútur, verkfræð- ingur og prófessor, d. 1973, faðir Þorvalds heitins d. 1952 og Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands, Guðný, kennari á yngri árum en starfaði síðar á skrifstofum Reykjavíkurborgar, d. 1956, gift Ól- afí Þórarinssyni verslunarmanni sem einnig er látinn, Þuríður bamaskóla- hjúkrunarkona í Reykjavík, sem margir Reykvíkingar á góðum aldri muna frá æskuámm sínum í gamla bamaskólanum við Tjömina eða Melaskólanum, d. 1984, Jómnn sem fjölskyldan missti í blóma lífsins og Búi mjólkurfræðingur, d. 1983. Systumar eignuðust ekki afkom- endur, en böm Búa og Jónu Erlends- dóttur konu hans frá Hvallátmm era: Kristján dósent í guðfræði, Magdalena Jómnn hjúkmnarfræð- ingur, Þorvaldur eðlisfræðingur, Er- lendur Steinar vélstjóri og Þórður verkfræðingur og eiga þau öll góða maka og væn böm. Amdís ólst upp á miklu menning- arheimili í Sauðlauksdal. Þar var jafnan mannmargt, því prestshjónin kenndu unglingum á heimili sínu öll árin sem þau bjuggu fyrir vestan. Séra Þorvaldur las bókgreinar með nemendum sínum, en prestfrúin kenndi ungum stúlkum hannyrðir, söng og hljóðfæraslátt. Þegar systk- inin komu saman til fjölskyldufagn- aða var iðulega gripið í hljóðfæri og tekið lagið. Það var á heimili bemskuvinkonu minnar Vigdísar, þar sem foreldrar Amdísar áttu um nokkurra ára skeið heimili sitt hjá foreldmm Vigdísar, Finnboga Rúti og konu hans, Sigríði Eiríksdóttur hjúkmnarkonu, að und- irrituð man fyrst eftir Amdísi. Hún var lágvaxin, fríð og fíngerð og ákaf- lega hógvær kona. Það fylgdi alltaf einhver sérstakur blær þeim systmn- um, Guðnýju, Þuríði og Amdísi, sem í bemsku minni og allar götur síðan gengu undir sæmdarheitinu, „föður- systumar" í vinaranni bróðurdóttur þeirra. Þegar systumar komu að heim- sælq'a foreldra sína, vomm við krakkamir, vinir Vigdísar og Þor- valds, oft þar að leik og komu þær okkur fyrir sjónir eins og ein heildar- mynd. Þær vom allar svo notalega bamgóðar að við sættum lagi að fá að vera með þegar þær vom að skrafa við foreldra sína og gesti þeirra um liðna tíð uppi á lofti á Ásvallagötu 79. Guðný spaugsöm og glaðsinna, Þuríður sem þekkti hvert andlit í stómm bamahópi og vissi hvar mað- ur átti heima og hverra manna mað- ur var, og Amdís, hljóðlát en hlý og báuð okkur að koma að heimsækja sig í smávömverslun í Vesturbænum. Það vom dýrðarstundir, þegar þang- að var farið og maður fékk að standa fyrir innan búðarborðið og skoða öll tvinnakeflin, tölumar og teygju- spjöldin og stundum að nafninu til að veita aðstoð við að sortera og raða. Amdís var kaupkona í Reykjavík á yngri ámm sínum, en eldri Reyk- víkingar muna hana vafalaust best sem umboðsmann Happdrættis Há- skóla íslands á Vesturgötu 10. Um langt árabil sá hún þar um um- fangsmikil viðskipti í þágu Háskól- ans, sem hún bar mjög fyrir bijósti. Á síðari starfsámm naut hún þar mikilsverðar aðstoðar Búa bróður síns. Eitt af áhugamálum Amdísar var Hvítabandið og vann hún sjálf- boðavinnu fyrir það félag alla tíð. Amdís og Þuríður áttu heimili saman alla ævi. Þær bjuggu lengst á Öldugötu 55 í sambýli við foreldra sína meðan þau lifðu, og Búa bróður sinn og Jónu mágkonu. Heimili þeirra stóð þar í anda Sauðlauksdals með fallegum gömlum húsgögnum, prýtt hannyrðum, myndum að vestan og fjölskylduljósmyndum, ekki síst af bræðrabömunum frá helstu hátíðar- stundum í lífí þeirra. Það em margar myndimar, sem koma í hugann á kveðjustund, og á þeim em þær systur yfirleitt báðar, Amdís og Þuríður. Þær vom mjög samrýndar og fóm jafnan saman. Þegar æskuámnum sleppir er skemmst að minnast þess, er Vigdís, tók við embætti forseta íslands 1980, þá vom þessar heiðursfrænkur báðar viðstaddar og settu virðuleikablæ sinn á þá athöfn. Þær sómdu sér ekki síður í heimsóknum á þjóðar- heimilinu á Bessastöðum á mörgum ánægjustundum. 1. ágúst 1984 er Vigdís tók við- embætti í annað sinn treysti Amdís sér ekki til að vera viðstödd, því Þuríður lá veik í sjúkrahúsi og lést daginn eftir, 2. ágúst 1984. Nokkm eftir lát systur sinnar flutti Amdís í Seljahlíð og bjó þar síðustu æviárin við mikla umhyggju starfsfólks og fjölskyldu sinnar. Það er með þökk og virðingu, sem við minnumst Amdísar Þorvalds- dóttur, þeir sem kynntust henni urðu af því betri menn. Blessuð sé minning hennar. Vilborg G. Kristjánsdóttir Stefán Ág. Krist- jánsson — Kveðjuorð Fæddur 14. maí 1887 Dáinn l.mai 1988 „Hve gott að sofna og sólar til að sjá, er vaknar líf af blund, og flnna streyma styrk og yl frá stærri dýrð, við endurfund í móðurfaðm að falla hljótt, er fargi léttir dauðans nótt.“ Þannig orti Stefán Ágúst Krist- jánsson í orðastað ungs drengs sem misst hafði móður sína á sviplegan hátt. Nú er „fargi dauðans nætur" létt af Stefáni Ágústi, löngu og farsælu lífsstarfi þessa framsýna og djarfa hugsjónamanns er lokið. Tónlistarskólinn og Tónlistarfé- lagið á Akureyri eiga Stefáni Ágústi mikið að þakka, því hann var einn af fmmkvöðlum að stofnun þeirra. Hann var formaður Tónlistarfélags- ins frá stofnun þess árið 1943 og til ársins 1967, og á því tímabili gekkst félagið fyrir 90 tónleikum, bæði innlendra og erlendra tónlist- armanna. Stefán Ágúst hafði óbilandi trú á því göfuga hlutverki listarinnar að auðga og fegra mannlífið. Listin átti vísan virðingarsess í huga hans og sýndi hann með verkum sínum að slíkan sess ætti hún að skipa í samfélagi okkar. Hann var helsti hvatamaður Góðtemplarareglunnar að kaupum og rekstri á Hótel Varð- borg og Borgarbíó, sem hann veitti forstöðu um langt árabil. Hótelið varð annað heimili margra tónlist- armanna, þaðan var innangengt í bíóið og hægt að æfa sig á ýmsum tímum sólarhringsins. Þama hafði Stefán Ágúst látið útbúa ágæta aðstöðu fyrir tónleikahald. Petroff, konsertflygillinn góði og risavaxni stendur enn á sviðinu í Borgarbíói, prýðisvitnisbprður um framsýni Stefáns Ágústs, en hann fékk því áorkað að Tónlistarfélagið og Góð- templarareglan keyptu gripinn, sem lengi vel var í tölu allrabestu tón- leikaflygla landsins. Þannig mætti lengi telja því Stef- án stóð jafnan í fylkingarbijósti, stórhuga og aðsópsmikill atorku- maður. Með hinstu kveðju frá Tón- listarfélaginu og Tónlistarskólanum á Akureyri er borin fram sú ósk að kraftur og bjartsýni Stefáns megi ávallt fylgja þeim sem starfa í þágu tónlistarmála á Akureyri. Innilegar samúðarkveðjur til vina og vandamanna. F.h. Tónlistarskólans og Tónlistarfélagsins, Jón Hlöðver Áskelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.