Morgunblaðið - 12.05.1988, Page 55

Morgunblaðið - 12.05.1988, Page 55
þar sem Sigurður, bróðir Eggerts bjó og einnig foreldrar þeirra bræðra. Þama var þröngt setinn bekkurinn, eins og víðar í þennan tíma. Á Freyjugötunni fæddist Jón- as. Þegar verkamannabústaðimir við Ásvallagötuna vom byggðir fluttist fjölskyldan á Ásvallagötu 53. Eggert Guðmundsson var hin mesta perla af manni, flest gott við hann, og þótti mér alltaf mikið til um hann og saknaði hans, þegar hann lézt fyrir aldur fram. Hann var mikill verkalýðssinni, Eggert, en frænka mín öllu lausari í fylk- ingu; mér fannst hún alla tíð taka stjómmál og trúmál fremur lausum tökum. Ætli hún hafí ekki verið dálítið mædd á pólitískri umræðu. Einn vandamanna hennar, tíður gestur, var mjög hægri sinnaður, annar harður kommúnisti, en mað- ur hennar jafnaðarmaður. Almenni- legar húsmæður í gamla daga létu karla sína um að æsa sig í pólitík; konur hafa sett ofan í seinni tíð með því að leita niður á við til okk- ar karlanna, þær mældu hæð okkar skakkt, þessar nútímakonur. Eggert var glettinn á sinn stilli- lega hátt. Það kom fyrir að frænku minni þótti ástæða til að lesa mér pistilinn og þá kímdi hann og sagði rólega: „Hún frænka þín kann að koma orðum að því.“ Þá var Egg- ert mjög hlýr í sér og ég saknaði hans þegar hann dó um aldur fram. Þeim fer fækkandi þessum sjálf- menntuðu greindu verkamönnum, sem voru of skynsamir og of mann- legir í sér til að verða ofstækisfullir í skoðunum, þótt aðstæðumar biðu uppá slíkt. Þeir höfðu einnig af sinni líkamlegu vinnu nógu heilbrigðar taugar til að geta hugsað rólega. Þetta var áður en mannlífíð vél- væddist. Ég held, að þetta hafi ver- ið heilbrigðustu menn á sinninu sem ég hef þekkt. Ég ætla ekki að nefna þetta voðalega orð taó. Það var mikið gott, að það skyldi vera japl- að á því þar til það var eyðilagt. Orðið var svo heimskt og ljótt, líkast orðinu hala um allar gerðir skotta. Frænka mín átti snemma í hjóna- bandinu við veikindi að stríða, það var löngu áður en ég kynntist henni, og ég spurði aldrei um þau veikindi, hafði grun um að henni væru þau leið minning, en allan síðari hluta ævinnar var hún mjög heilsugóð; og hress andlega og líkamlega á níræðisafmælinu, en uppúr því fór henni að hraka. Böm hennar og ekki síður tengdaböm, kona Jónasar og maður Pálínu, voru henni ljúf og hugsunarsöm. Þetta get ég vottað með minni al- mennu samvizku án þess þó ég meini nokkuð illt með þessum orð- um um hina hentugu eftirmælasam- vizku. Með frænku minni er mikil ' ágætiskona gtóngin. 1 \ Ásgeir Jakobsson Síðustu árih dvaldi Amjjór á 1 Dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Hann virti heimilið og var þakklátur heim- ilisfólki og starfsfólki fyrir árin þar. Heima í Laridsveit geymist minn- ing um góðan dreng, sem bömunum gleymdi aldrei. Sveitungar sakna vinar og senda samúðarkveðjur til systra hans og fjölskyldna þeirra. Við þökkum samfylgdina með ljóðlínum Einars Benediktssonár. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri, en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Sigriður Theodóra Sæmundsdóttir Hótel Saga Simi 1 2013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri 8801 ÍAM .SI HUOAGUTMMr? .QIOAJaVIUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988 55 ÁSTA HANNESDÓTTIR, Freyjugötu 5, lést á Hrafnistu, 10. maí. Aðstandendur t Faðir okkar og tengdafaðir, ÁRNI HARALDSSON verslunarmaður, til heimilis á Laugavegi 126, lést á Reykjalundi að kvöldi 10. maí. Jarðarförin tilkynnt síðar. Haraldur Árnason, Jóna Hermannsdóttir, Bjarni j. Árnason, Sigrún Oddsdóttir, Björn Árnason, Heiður Gunnarsdóttir. + Eiginmaöur minn, faðir okkar og tengdafaðir, EIRÍKUR BJÖRGVIN LÁRUSSON, Hvassaleiti 6, andaöist í Borgarspítalanum að morgni þriðjudagsins, 10. maí. Kristfn Gfsladóttir, synir og tengdadœtur. + Bróðir okkar, GUÐMUNDUR JÓNSSON fró Kaldbak, Ránargötu 6, Reykjavfk, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 10. maí. Arnþrúður Jónsdóttir, Hólmfrfður Jónsdóttir, Snjólaug Guðrún Jónsdóttir, Kristín Friðrikka Jónsdóttir, Egil Jónsson, Jón Frfmann Jónsson, Þórhalla Jónsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir Austford. + Eiginmaður minn, HJÖRLEIFUR SIGURBERGSSON, Baldursgötu 26, lést í Landakotsspítala aðfaranótt þriöjudags 10. mai. Ingveldur Ámundadóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir MARVIN JÓNAS GUNNARSSON, kaupmaður, Akurgerði 34, lést í Vífilstaðaspítala 8. maí. Útförin fer fram frá Bústaöakirkju miövikudaginn 18. maí kl. 15.00. Sigrfður Þórarinsdóttir, synir og tengdadœtur. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VALDIMAR R. GUÐMUNDSSON Frakkastfg 14B, lést 30. apríl. Útförin hefurfariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurbjörg Jósfasdóttir, Þröstur Valdimarsson, Ágústa K. Sigfúsdóttir, Sigmar Þrastarson. + Útför móður okkar og tengdamóður, KRISTfNAR ÁRNADÓTTUR fyrrum húsfreyju f Hjallanesi, Landsveit, fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík föstudaginn 13. maí kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Jón Vigfússon, Árni Vigfússon, Bárður Vigfússon, Sigurður Vigfússon, Guðrún Karlsdóttir, Ragnheiður Magnúsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Guðrún Guðjónsdóttir. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN HJÁLMSDÓTTIR, Kornsá, Vatnsdal, verður jarðsungin frá Þingeyrakirkju laugardaginn 14. maí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabba- meinsfélag íslands. Sætaferð verður frá BSÍ kl. 8.30 sama dag. Gestur Guðmundsson, Birgir Gestsson, Guðrún Gestsdóttir, Hjálmur St. Flosason, Gunnhildur Gestsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir og börn, Einar Jónasson og börn, Marfa Snorradóttir og börn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR SVEINSDÓTTIR frá Álafossi, Blómsturvöllum, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju, laugardaginn 14. maí kl. 11.00 fyrir hádegi. Frfmann Stefánsson, Sveinn Frfmannsson, Sædfs Vigfúsdóttir, Ásdfs Frfmannsdóttir, Jónas Björnsson, Halldór Vignir Frfmannsson, Lilja Dóra Victorsdóttir og barnabörn. + Maöurinn minn, faðir, fósturfaöir, tengdafaðir og afi, MAREL EIRÍKSSON, Vfkurbraut 26, Grindavfk, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 14. maí kl. 14.00. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Lára Marelsdóttir, Gunnlaugur Hreinsson, Guðlaugur Gústafsson, Kristfn M. Vilhjálmsdóttir, Guðni Gústafsson, Guðbjörg Torfadóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEINN EGILSSON, Hátúni 8, sem andaðist föstudaginn 29. apríl síðastliðinn, verður jarðsung- inn frá Stórólfshvolskirkju, laugardaginn 14. maí kl. 14.00. Jónfna Jóhannsdóttir,. Eyþór Steinsson, Sigrún Ingibergsdóttir, Jóhann B. Steinsson, Hildur Magnúsdóttir og sonarsynir. + Þökkum auðsýnda vinsemd og virðingu við andlát og útför, INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR frá Felli, Biskupstungum. Sérstakar þakkirtil hjúkrunarfólks á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Sveinrún Árnadóttir, Stefán Haraldsson, Elín Á. Jenssen, Bjarne Jenssen, Sigrfður Helga Árnadóttir, Hjörleifur Friðriksson, Stella Arnadóttir, Böðvar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför móöur okkar, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Huldulandi 9, Reykjavfk sem lést í Landspítalanum 3. maí sl. fer fram frá Bústaöakirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagiö. Björn Einar Árnason, Brynhildur Árnadóttir, Ásgeir Þór Árnason, Jón Loftur Árnason. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS HELGA JAKOBSSONAR vólvlrkja, Túngötu 4, Húsavík. Fanney Danfelsdóttir, Rannveig A. Jónsdóttir, Guðmundur A. Jónsson, Daníel A. Jónsson, Steinunn Harðardóttir, Bergljót Jónsdóttir, Þorvaldur M. Vestmann, Jakob Jónsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Örn Á. Jónsson, Anna Gerður Richter, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.