Morgunblaðið - 12.05.1988, Síða 68
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR.
Morgunblaðið/RAX
LOKADAGUR
Lokadagur vetrarvertíðar var og á Suðurnesjum, en I meðal-
í gær samkvæmt eldra tíma- Iagi eða meira annars staðar.
tall, en yfirleitt stendur vertfð Bátamir hafa þó rekið í góða
nú orðið að minnsta kosti fram róðra og ýsan veiðist ennþá af
í miðjan mai. Vertiðin hefur smærri bátum i Reykjavík.
verið mjög léleg vestan lands
Kona lést í umferðarslysi
Fiskeldisstöðv-
amar komast ekki
í bankaviðskipti
Iðnaðarbankinn:
Greip seðla-
búnt frá
gjaldkera
al annars hafa eigendur nýrra
stöðva á Austfjörðum fengið
neitun hjá Landsbankanum. Sig-
finnur Mikaelsson framkvæmda-
stjóri Strandalax hf. á Seyðisfirði
segir að með þessu sé verið að
biðja menn að koma ekki nálægt
laxeldi.
„Okkur þykir eðlilegt að sjá
hvemig þær stöðvar ganga sem
þegar eru komnar í gang áður en
lengra er haldið,“ sagði Helgi.
„Þetta er að sjálfsögðu frekar
áhættusamur rekstur og mjög stór
hluti atvinnugreinarinnar í viðskipt-
um við Landsbankann svo okkur
þykir okkar hlutur nægilega stór,
í bili að minnsta kosti."
Sigfínnur Mikaelsson sagði að
þessi afstaða Landsbankans setti
strik í reikninginn hjá þeim mönn-
um sem væru að undirbúna nýjar
stöðvar á Austfjörðum, en fjöldi
nýrra stöðva er í undirbúningi þar,
og einnig þeirra tveggja sem fyrir
væru. Landsbankinn er aðal við-
skiptabankinn á Austfjörðum og
sums staðar eini bankinn, eins og
til dæmis á Seyðisfirði, og því lítið
annað hægt að leita, að sögn Sig-
fínns.
Strandalax hf. hefur verið starf-
ræktur í eitt ár, og verið er að
undirbúa stækkun stöðvarinnar í
vor. Sagði Sigfínnur að búið væri
að kaupa 40 þúsund seiði og sjó-
kvíar sem væru komnar á staðinn.
Hann sagði að bíða yrði átekta og
vona að úr þessum málum rættist.
BANASLYS varð þegar tveir
bílar rákust saman á Vestur-
landsvegi við Höfðabakka í
Reykjavík i gærkvöldi. 58 ára
gömul koma lést við árekstur-
inn en hún var farþegi í öðrum
bílnum. Bam, sem var farþegi
í hinum bílnum hlaut smávægi-
leg meiðsli en aðra sakaði ekki.
Bílnum, sem konan var í, var
ekið vestur Vesturlandsveg og
síðan inn á Höfðabakka á gatna-
mótunum. í sömu andrá kom ann-
ar bfll austur Vesturlandsveg og
ók inn í hlið fyrra bflsins. Sá kast-
aðist á þriðja bílinn sem beið á
gatnamótunum við umferðarljós.
Slysið var tilkynnt til lögreglu
klukkan 19.10.
Tvennt var í bflnum sem ekið
var í vesturátt og þrennt í hinum.
í þriðja bflnum var ökumaðurinn
Landsbankinn hefur lokað á nýjar stöðvar
ERFIÐLEGA gengur hjá nýjum
fiskeldisfyrirtækjum að komast
í nauðsynleg bankaviðskipti.
Landsbankinn hefur til dæmis
ekki tekið neinar nýjar fiskeldis-
stöðvar í viðskipti undanfarna
mánuði. Helgi Bergs bankastjóri
segir að bankinn hafi margar
stöðvar í viðskiptum, m.a. marg-
ar þær stærstu, og hafi ekki hug
á að bæta nýjum við í bráð. Með-
V estmannaeyjar:
Samningam-
ir samþykktir
ALMENNUR fundur beggja
verkalýðsfélaganna í Vest-
mannaeyjum samþykkti í gær
kjarasamninga við vinnuveitend-
ur, sem undirritaðir voru fyrr í
vikunni, með 130 atkvæðum gegn
28. Auð og ógild atkvæði voru
sex. Yfirvinnubanni Verkalýðs-
félags Vestmannaeyja hefur ver-
ið aflýst, en það hefur verið í
gildi í tæpan mánuð.
„Það er ekki mikið um þetta að
segja. Ég held að samninganefndin
hafí gert fólki ljóst að lengra yrði
ekki komist með vinnuveitendur að
þessu sinni og fundurinn hafí kom-
ist að sömu niðurstöðu," sagði Jón
Kjartansson, formaður Verkalýðs-
félags Vestmannaeyja, í samtali við
Morgunblaðið.
Hann sagði að samningurinn
væri í grundvallaratriðum sam-
hljóða samningunum sem gerðir
voru á Akureyri við verkalýðsfélög-
in, en með ákveðinni útfærslu svo
kaupmáttur héldist svipaður og ef
Akureyrarsamningurinn hefði verið
samþykktur. Frá og með 1. maí
hækka laun um 9,6%, þar sem
3,25% áfangahækkunin í júní er
færð fram og 1% af hækkuninni
1. september. Afgangur september-
hækkunarinnar, 1,5%, kemurálaun
í júlí. Þá kemur 5 þúsund króna
greiðsla á laun í tvennu lagi, í júní
og júlí.
MAÐUR stal peningum úr gjald-
kerastúku í Iðnaðarbankanum
við Lækjargötu síðdegis í gær.
Hann hljóp síðan á brott og var
ófundinn seint í gærkvöldi. Að
sögn lögreglu var ekki endan-
lega ljóst í gær hversu hárri
upphæð maðurinn stal.
Það var um kl. 15.40 sem ungur
maður kom inn í Iðnaðarbankann
við Lækjargötu. Hann vatt sér að
gjaldkerastúku, sem er næst dyrun-
um, og áður en gjaldkerinn hafði
áttað sig á hvað um væri að vera
hafði maðurinn kastað sér upp á
afgreiðsluborðið og þrifið til sín
peningaseðla. Hann greip í búnt,
sem í voru 200 þúsund krónur, en
mun ekki hafa tekist að ná nema
broti af þeirri upphæð. Þá hljóp
hann á dyr.
Viðskiptavinir bankans voru
snöggir að átta sig á því hvað væri
á seyði og einn þeirra fór á eftir
þjófinum, sem hljóp eftir Lækjar-
götu og beygði inn Skólabrú og
þaðan að Aðalstræti. Manninum,
sem veitti eftirför, hafði nærri tek-
ist að hafa hendur í hári hans þeg-
ar þjófurinn hljóp út á Aðalstræti,
en þá varð hann að hætta eftirför-
inni til að forðast að verða fyrir
bifreið. Þjófurinn hvarf síðan upp
á milli húsa í Gijótaþorpi. Lögreglan
kom að Iðnaðarbankanum skömmu
síðar og var gefín greinargóð lýsing
á manninum. Þá hófst þegar leit
að honum, en hún hafði ekki borið
árangur seint í gærkvöldi.
Skaðlegt eiturefni mjög
algengt í spennubreytum
Egilsstöðum
í LJÓS hefur komið að eitur-
efnið PCB Askarell er notað
mjög viða í raforkuvirkjum á
íslandi. Efni þetta er nyög hættu-
legt þó í litlu magni sé og getur
borist út í líkamann við snertingu
við húð ellegar við innöndun á
gufu eða úða. Sest það aðallega
að í fituvefjum líkamans en einn-
ig í lifur og heila. Efnið er flokk-
að krabbameinsvaldandi.
PCB-efni brotna ekki niður í
náttúrunni og ganga ekki í sam-
band við vatn en berast með því.
Það er því ljóst að slíkt eiturefni
hefði mjög varanleg og skaðleg
áhrif á lífríkið ef það bærist út í
náttúruna í einhveijum mæli.
Eiturefninu PCB Askarell er
blandað saman við olíur á spennu-
breytum og öðrum skyldum tækj-
um. Það eykur kæligetu olfunnar
verulega. Slfk tæki eru í raforkuver-
um og verksmiðjum se_m nota raf-
magn í miklum mæli. Á fundi sem
haldinn var af Rafmagnseftirliti
ríkisins á Egilsstöðum í gær fyrir
rafverktaka sögðu fulltrúar vinnu-
eftirlits og holiustuvemdar að tæki
sem innihalda þetta efni séu mun
algengari hér á landi en áður var
talið.
í álverksmiðjunni f Straumsvík
voru þéttar sem innihéldu þetta
efni en verksmiðjan hafði forgang
um að skipta þeim út. Kostnaður
við hreinsunina nam 16 milljónum
króna. Kom í ljós að Bretar eru
eina þjóðin í Evrópu sem leyfir að
efni þetta sé flutt inn til eyðingar
í sérstökum verksmiðjum. Hita þarf
það í yfír 1400 gráður til að bijóta
það niður. Tækjabúnaður Búrfells-
virlq'unar inniheldur ifka þetta efni
en vatn sem knýr hverfla virkjunar-
innar er síðan notað sem neyslu-
vatn fjölda fólks.
Einnig er vitað að tækjabúnaður
§ölda loðnuverksmiðja inniheldur
þetta efni. Fyrir skömmu varð það
óhapp við loðnuverksmiðjuna á
Neskaupstað að olía sem inniheldur
PCB-efni fór í höfnina og tveir
menn urðu fyrir eituráhrifum. Áhrif
á lffríki haftiarinnar eru ekki full-
könnuð en Birgir Þórðarson for-
stjóri Hollustuvemdar ríkisins og
Skúli Sigurðsson fulltrúi vinnueftir-
litsins á Austurlandi fóm til Nes-
kaupstaðar í gærkvöldi að kanna
þetta mál. Örskammt frá höfninni
á Neskaupstað em laxeidiskvíar og
era menn uggandi um áhrif þessa
slyss á laxinn.
Eftir því sem blaðið kemst næst
mun innflutningur á PCB Askarell
ekki vera bannaður á ísiandi. Þó
mun hætt að flytja inn tæki sem
innihalda þetta sterka eiturefni
enda er notkun þess bönnuð víðast
hvar f V-Evrópu og tæki þaðan inni-
halda það því ekki lengur.
Björn
Morgunblaðið/Júlíus
Á slysstað á gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka.
einn. lofti og taldi lögreglan ekki óhugs-
Ekki var í gærkvöldi vitað um andi að það hefði átt einhvem
orsakir slyssins en sól var lágt á þátt.