Morgunblaðið - 15.05.1988, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988
Rækjur
Bjami Sæmundsson, fiskifræðingur kallaði rækjuna kampalampa — litla og stóra kampa-
lampa. Líklega vegna útstæðra augna hennar. Rækjan er á latínu kölluð Pandalus borealis.
Sú rækja sem veidd er við ísland og í Norður-Atlandshafínu er kaldsjávardýr og veiðist við
sjávarhita frá 0° og upp í 6—7° hita og kannski heitari sjó, því sama tegund og veiðist
hjá okkur, veiðist líka í Oslóarfírði og í Norðursjó. Innfajrðarrækjan okkar er smærri en
úthafs- eða djúpsjávarrækjan, sem vex hægar og verður stærri en sú, sem elst upp inn á
fjörðum, en hún vex aftur á móti hraðar.
Bestu rækjumiðin hafa verið við Eldey, í Kolluál, við Vestfírði og út af Norðurlandi.
Segja má reyndar að rækjan veiðist kringum allt land, nema fyrir Suðurlandi, þó hún sé þar,
en ekki í veiðanlegu magni. Allra gjöfulustu miðin okkar eru í ísafjarðardjúpi og á Húnaflóa.
A Dombankanum veiðist einnig mikið af rælqu, en þar heldur hún sig miklu meij-a Græn-
landsmegin við miðlínu. \
Norðmaðurinn Olsen, sem bjó á ísafírði, hóf hér fyrstur veiðar og vinnslu á rækju upp
úr 1930, en nú er fjöldi verksmiðja hér, sem skapa mikla atvinnu í sjávarplássum um allt
land. Náttúmlegar sveiflur em miklar í rækjustofninum og til dæmis hefíir rækjan algjör-
lega bmgðist á miðunum við Eldey, en þar hafa síðustu 6—7 árin veiðst frá 1.000 til 1.800
tonn árlega og er nú mikill vandi á höndum hjá rækjuvinnslum á Suðumesjum.
Rækjur em prótein- og kalsíumríkar og auk þess auðugar af kopar, zinki, mangan og
joði. íslendingar borða mikið af rælgum, en þær em bæði góðar og handhægar. Hér em
rækjur alltaf soðnar um leið og þær em veiddar og em því þær rækjur sem við kaupum
bæði soðnar og frystar — ofast lausfrystar. Best er að þíða þær hægt í kæliskáp. Þó er
glettilega gott að setja frosnar rækjur í plastpoka og láta hann standa nokkrar mínútur í
sjóðandi vatni. Er best að taka rækjumar úr vatninu áður en þær em alveg þíðar.
Rækjur með blómkáli
1 meðalstór blómkálshaus
4 dl vatn
V2 tsk. salt
250 g rækjur
2 msk. smjör
2 msk. hveiti
2—3 dl blómkálssoð
1 dl ijómi
1 msk. rjómaostur án bragð-
efna
nýmalaður pipar
fersk steinselja
1. Afþíðið rækjumar í kæli-
skáp.
2. Setjið vatn og salt í pott.
Látið sjóða. Notið lítinn pott, sem
rétt rúmar heilari blómkálshaus.
3. Skerið stilkinn af kálinu,
takið frá blöð ef einhver eru.
Holið legginn örlítið út.
4. Setjið blómkálshausinn í
pottinn, leggurinn snúi niður. Lá-
tið sjóða við hægan hita i 10—15
mínútur.
5. Takið blómkálshausinn úr
pottinum, leggið á fat.
6. Bræðið smjörið, hrærið út í
það hveiti. Þynnið með blómkáls-
soði og ijóma.
7. Hrærið ijómaostinn og pipar
út í.
8. Setjið rækjumar út í sósuna.
Hellið henni yfir blómkálshausinn.
9. Klippið steinseljuna og stráið
yfír.
Meðlæti ristað brauð og smjör.
Rækjur í sterkri sósu
með hrísgrjónum
400 g rækjur
3 dl hrísgijón
7 dl vatn
1 tsk. salt
1 stór laukur
2 hvítlauksgeirar
30 g smjör
*/2dl hveiti
2 msk. karrý
V2tsk. engiferduft
V2tsk. salt
4 dl ýsusoð
1 peli ijómi
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
1 lítil sítróna
væn grein fersk steinselja
1. Afhýðið rækjumar hægt í
kæliskáp.
2. Setjið vatn og salt í pott.
Látið sjóða. Setjið hrísgijónin út
í, minnkið hitann en hafíð lok á
pottinn. Látið standa þannig í 12
mínútur. Slökkvið þá á hellunni,
en látið pottinn standa með loki
á henni í aðrar 12 mínútur.
3. Afhýðið lauk og hvítlauk.
Saxið smátt.
4. Bræðið smjör í potti. Sjóðið
lauk og hvítlauk í því við hægan
hita í 10 mínútur.
5. Blandið saman hveiti, karrí,
engiferi og salti. Setjið út í lauk-
blönduna. Hrærið vel saman.
6. Aukið hitann, hrærið ýsusoð-
ið hægt út í og hrærið á milli.
7. Hrærið ijómann út í og látið
sjóða upp.
8. Setjið afþýddar rækjumar
út í og hitið vel í gegn, en látið
helst ekki sjóða.
9. Takið hrísgijónin úr pottin-
um. Setjið í hring á fat.
10. Hellið rækjusósunni inn í
hrísgijónahringinn.
11. Saxið steinseljuna og stráið
yfír.
12. Skerið sítrónuna í báta og
raðið á þremur stöðum á fatið.
Djúpsteikt rælqa
250 g stórar rækjur
2 egg
1 tsk. engiferduft
'/2tsk. salt
3 dl fínt kókosmjöl
2 msk. hveiti
matarolía til að steikja úr.
1. Afþíðið rækjumar í kæli-
skáp.
2. Þeytið eggin með salti og
engiferi. Hrærið síðan hveiti og
kókosmjöli út í.
3. Veltið rælqunum upp úr
deiginu. Það getur verið svolítið
erfitt að fá deigið til að tolla utan
á rækjunum. Takið þær í lófann
og þrýstið að.
4. Hitið olíuna.
5. Steikið rækjumar í feitinni
í 3—4 mínútur. Veltið við meðan
á steikingu stendur.
6. Leggið á eldhúspappír, 'sem
sogar feitina í sig.
Meðlæti: Snittubrauð.
Athugið: Hægt er að bera þetta
fram sem pinnamat, og er þá
tannstöngli stungið í hveija
rækju. Einnig má bera ídýfu með.
Rækjur í melónu
2 litlar melónur, t.d. Ogen-
melónur
200 g rækjur
1 lítil rauð paprika
1 lítil græn paprika
2 dl olíusósa (mayonnaise)
lV2dl kaffíijómi
1 msk. tómatsósa
1 tsk. sítrónusafí
örlítið salt
nýmalaður pipar
1. Skerið melónuna þvert, takið
úr þeim steina, skerið síðan allt
aldinkjöt úr þeim með teskeið.
2. Takið steina úr parprikunum,
skerið síðan í smábita.
3. Blandið saman olíusósu,
kaffíijóma, tómatsósu, karrí,
sítrónusafa, salti og pipar. Setjið
í skál.
4. Setjið melónukjöt, rækjur og
papriku út í sósuna.
5. Setjið í melónuskeljamar.
6. Skreytið með rækjum.
Rækjusalat
250 g rækjur
1 hálfdós kurlaður ananas (ekki
sætur)
1 dós sýrður rjómi
1 msk olíusósa (mayonnaise)
5 dropar tabaskósósa
1. Þiðið rækjumar hægt í kæli-
skáp. Setjið á sigti og látið renna
vel af þeim.
2. Hellið ananasinum á sigti
og látið renna vel af honum.
3. Hrærið saman sýrðan ijóma,
olíusósu og tabaksósósu.
4. Setjið rækjur og ananas út
í og blandið saman.
Meðlæti: Ristað brauð eða kex.
FASTEIGNIR
Arnarhóll og Borgarbraut 26
Eyrarsveit
Fasteignir í eigu dánarbús Þorsteins Jónssonar
eru hér með auglýstar til sölu.
Tilboðum skal skila til Þorkels Gunnarssonar í
Akurtröðum fyrir 31. maí 1988. Réttur er áskilinn
til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Fasteignirnareru: V2 Arnarhóll
Borgarbraut 26.
Þorkell veitir nánari upplýsingar í síma 93-86818.
SAMHÆFÐUR HUGBÚNAÐUR
E^l KERFISÞRÓUN HF.
Ckl 68 80 55 - 68 74 66
p O
R ISL / n \N D
Aðalfundur
Aðalfundur FORM ÍSLAND1988 verður haldinn
þriðjudaginn 17. maí á Hallveigarstíg 1, kjallara
og hefst hann með kaffiveitingum kl. 16.45.
Að loknum aðalfundarstörfum kl. 17.30 flytur
Bjarni Daníelsson skólastjóri Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands erindi um
hönnunarmenntun á íslandi.