Morgunblaðið - 15.05.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.05.1988, Qupperneq 7
MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988 B 7 Ljósmynd/BS Tími hinna miklu uppljómana Fyrir sfðustu jól sendi Megas frá sér hljómplötuna Loftmynd, sem seldist betur en nokkur önn- ur plata sem hann hefur gefið út fram að þessu. Hann lætur þó ekki þar við sitja, því tveimur mánuðum síðar var hann kominn í hljóðver á ný til plötugerðar og sú plata, sem ber heitið Höfuð- lausnir, kemur út f dag eða á morgun. Plötuna vinnur Megas með Guðlaugi Óttarssyni, sem vann að Loftmynd með honum, og Hilmari Erni Hilmarssyni og leika þeir þrír á öll hljóðfæri. Raddir sjá þær syst- ur Björk og Inga Guðmundsdætur um og Rose McDowell, sem sung- ið hefur með Strawberry Switch- blade og kom fram með 93 Curr- ent 93 í Hótel íslandi í vetur. Rokksíðan náði viðtali við Megas rétt áður en hann hélt af landi brott til Thailands, en þar hefur hann dvalist síðustu þrjá mánuði. Þegar þetta viðtal birtist, Meg- as, verður platan komin út, eða í þá mund að koma út. Ertu ánægður með hana? Ég er mjög hamingjusamur yfir þessari plötu, ég er mjög ánægður með hana. Hún var meira spurn- ingarmerki en annað sem ég hef verið að gera. Er ekki of stutt um liðið síðan síðasta plata kom frá þór? Ætlar þú að fara að gefa út tvær til þrjár plötur á ári? Þetta er náttúrulega fífldirfska því það er alltaf staðreynd að markaðurinn hér er lítill. Annars var þetta ekki þannig ferli að það hafi verið ákveðið að byrja á að gera stóra plötu. Þetta byrjaði allt með því að ég heyrði Crowley- messu Hilmars og þá varð ég lost- inn; ég fékk skyndilega beint sam- band því þar var kominn sá hljóm- ur sem ég var að leita að á lag sem ég var með og sem ekki voru á leiðinni á neina plötu, lagið sem heitir núna Drengirnir í Bangkok. Það var þessi stóri hljómur með rafeindaheilatrommum og miklu af synþum. Þetta lag var ekki á leiðinni á neina plötu því ég fann aldrei það sem ég var að leita að fyrr en ég heyrði Crowleymessuna. Eg var kominn að þessum dyrum og þær opnuðust skyndilega. Ég varpaði því fram, bæði í gamni og alvöru, við Hilmar hvort hann hefði ekki tíma til að vera mér innan handar við að vinna þetta lag og önnur sem ég átti sem ekki voru heldur á leiðinni á plötu. Ég hugs- aði með mér að það væri gaman í ellinni, þegar maður er kominn í hjólastólinn við arininn, að eiga þessi lög í unninni útgáfu. Hugsun- in var sú að við myndum nota tíma þegar hljóðverin væru lítið potuð og vinna þau á ódýran hátt. Síöan líður tíminn og þegar komið var fram i desember var séð fram á að það væri að losna ein- hver tími. Þá hittumst við Hilmar og viö urðum sammála um aö ekki tæki því að vera bara að vinna eitt lag, svo ég dró fram nokkur lög sem ég átti og gerði af þeim demó-upptöku sem ég lét Hilmar fá. Til stóð in var að velja úr þeim sex lögum og gera kannski svokall- aða tólftommu. Það kom hinsveg- ar aidrei dauður tími hjá hljóðver- unum, það kom eurovision-tími, og það var því ekki fyrr en komið var fram í janúar að við byrjuðum á þessu. Við vorum ákveðnir í að leika á flest hljóðfæri sjálfir og fá bara Guðlaug til viðbótar. Svo voru stelpurnar fengnar í þetta líka, því þegar þú ert kominn með gítarista og stelpur þá er hægt að halda partí. Þegar við vorum búnir að spila inn sex grunna dró ég fram lög sem ég hafði haft í fórum mínum síðan fyrir í góðri trú, lög sem ég hafði aldrei ætlað að setja á plötu, lögin Borðið þér orma frú Norma og Álfossúlpuna. Þá hófst tími hinna miklu uppljómana og þegar upp var staðið var orðin til plata. Þú notar allskyns hljóðgerfla og tæki á plötunni; hefur þig kannski alltaf langað til að gera slíkt? Horfir þú með trega til hinna glötuðu ára? IMei, nei, alls ekki. Núna átti það heima og því nota ég það núna. Hvað vilt þú segja um lögin? Nú þykist ég vita að t.d. Álafoss- úlpan eigi eftir að vekja mikla athygli og jafnvel óhug. Hvað finnst þér um lagið? Þetta er ósköp sætt lítið lag um mannlegar frústrasjónir og að- draganda þeirra. Ég er mjög ánægður með þetta lag. Þó að á plötunni verði lög sem kannski hafa ekki verið á leiðinni á plötu og þó það sé einhver óhefl- aður tónn í þeim, Álafossúlpan var til að mynda ritskoðuð að nokkru leyti á sínum tíma, þá er ég með svo mikið af mjúkri tónlist að það er við hæfi að nota texta sem er kannski svolítið grófur til að ná fram gullinsniði í laginu. Raddirnar eru einnig til þess ætlaðar. Raddirnar eru svolítið öðruvfsi en á Loftmynd. Þær eru kannski ekki svo mjög öðruvísi, en það er kannski meiri breidd í þeim, þú heyrir mörg mis- munandi afbrigöi af bakröddum sem eru orðnar svo gildandi að það er varla hægt að kalla þær bakraddir lengur. Ég hugsa þetta svolítið þannig að þetta sé eins- konar kvenraddakonsert. í sumum tilvikum verður þetta kannski leikhúslegt og maður gæti hugsað sér þetta sem hluta af söngleik, að lögin væru sprottin úr söguþræði. Borðið þór orma frú Norma er t.d. þannig lag. Hver er frú Norma? Frú Norma er engin sérstök. Textinn er byggður upp eins og blús, þannig að hvert erindi dregur upp mynd yfir undirliggjandi þema. Rauði þráðurinn er frú Noma, sem stendur fyrir hinn breiða kven- massa. Norma sem normalkona. Þetta er Freudísk spurning um ormana, hálfgerð klámsymbólík. Texti: Ámi Matthíasson SNYRIISfRfRA.ÐINGARNIR RÚNA GUOMUNDSDÓTTlR OG SÁRA TMtXANÐtRSDCniR SJÁ UM KYNNtNGUNA ELIZABETH ARDEN KYNNINGARVIKA MÁNUDAGUR: 16/5 SNYRTIVÖRUV. SPES, KLEIFARSELI 18, BREIÐHOLTI. FRÁ KL. 13-18. APÓTEK GARÐABÆJAR. FRÁ KL. 13-18. ÞRIÐJUDAGUR: 17/ 5 NAFNLAUSABÚÐIN, STRAND- GÖTU 34, HAFNARFIRÐI. FRÁ KL. 13-18. SNYRTIVÖRUV. NANA, VÖLVU- FELLI 15, BREIÐHOLTI. FRÁ KL. 13- 18. MIÐVIKUDAGUR: 18/5 SNYRTIVÖRUV. DÍSELLA, MIÐ- VANGI 41, HAFNARFIRÐI. FRÁ KL. 13-18. SNYRTIVÖRUV. SERÍNA í KRINGL- UNNI. FRÁ KL. 13-18. FIMMTUDAGUR: 19 / 5 SNYRTIVÖRUV. ÓCULUS, AUSTUR- STRÆTI 3. FRÁ KL. 13-18. SNYRTIVÖRUV. RÓMA GLÆSIEÆ. FRÁ KL. 13-18. FÖSTUDAGUR: 20/5 SÁPUHÚSIÐ, LAUGAVEGI 17. FRÁ KL. 13-18. SNYRTIVÖRUV. GLORÍA, KEFLA- VÍK. FRÁ KL. 13-18. —<áíp*/e7Zv fl/lde*t Qáiídársd Kaldársel eru sumarbúðir KFUM og KFUK í Hafnarfirði. Þær eru um 7 km fyrir austan Hafn- arfj'örð og hafa verði starf- ræktar frá árinu 1925. í hverjum dvalarflokki eru um 35 börn, í viku til 14 daga í senn. Staðurinn býð- ur upp á mjög fjölbreytta náttúru sem óspart er notuð til skoðunar og skemmtun- ar, íþróttir eru stundaðar og áin og hraunið eru vinsæl til leikja. Á hverjum degi er einnig kvöldvaka og hug- leiðing á orði Guðs. Dvalarf lokkar veröa sem hór segir sumariö 1988: Fyrir drengi 7-12 ára 30. maf - ð.Júní 9. júní-23.Júní 30.júní- 7.JÚIÍ 7.JÚIÍ — 21. Júlf 21. júlí-28. júlí Fyrir stúlkur 7-12 ára 28.JÚIÍ - 7. ágúst 7.ágúst-17. ágúst 17. ágúst-24. ágúst Til Reykjavikur t Innritun og nánari upplýsingar eru veittar eftir 1. maí á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17—19 að Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði, sími 53362. K.F.U.M. K.F.U.K. Hellisgata Hverfisgata Höfnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.