Morgunblaðið - 15.05.1988, Side 10

Morgunblaðið - 15.05.1988, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1988 + Manor House Hotel í Torquay. Hin tigulega bygging, sem stendur á hæstu hæðinni í borginni, á sér langa sögu, sem nær allt aftur fyrir miðja 19. öld. Úr einni af setustofum Manos House Hotel. Öll húsgögn eru glæný og allur búnað- ur hinn glæsilegasti. „Efég væri ekki bjartsýnn að eðlisfari þá væri ég ekki hér“ Rætt við vítaskyttuna úr Kópavoginum, gullsmiðinn af Nesinu, hótel- stjórann í Torquay — ævintýramanninn Magnús Steinþórsson „ Auðvitað er þetta áhætta og ævintýri en þetta tvennt er alltaf svo stór hluti af lífinu sjálfu. Ef þú hættir að trúa á ævintýrið þá hættirðu að trúa á lífið sjálft. Ef ég hugsaði á annan veg en þennan þá væri ég ekki hér nú. Þá væri ég ekki hér í Torquay á suðurströnd Englands heldur heima á íslandi. Auðvitað er ísland fallegasta land í heimi — en ævintýrin gerast annars staðar líka. Þess vegna er ég hér. Ég er að leita að ævintýrum því að hættir þú að leita að ævintýrinu þá týnirðu sjálfum þér.“ Ævintýri Hann var í góðri stöðu heima á Islandi, hjá traustu fyrirtæki — honum vegnaði vel. Löngu búinn að koma þaki yfir sig og sína — í starf- inu og í lífinu sjálfu. Hann er á besta aldri og átti örugga framtíð fyrir höndum og hann trúði á ævin- týrið. Hann tók sig upp með konu, stálpaðan strák og nýfætt barn og leitaði á vit þessa ævintýris. Þetta ævintýri er að gerast í Torquay, stórkostlegum bæ við suð- urströnd Englands. Þetta ævintýri Magnús Steinþórsson og fjölskylda ásamt nokkrum starfsmönnum hótelsins. Lengst til vinstri er Gloria, eiginkona Magnúsar, og held- ur hún á nýfæddum syni þeirra, Steinþóri John, „kastalaprinsin- um“. Næstir þeim mæðginum standa þeir feðgar og nafnar, Magnús Steinþórsson og sonur þeirra hjóna, Magnús. Síðan er það hið eld- hressa og röska starfsfólk, Þóra, Krislján og Halla, sem öll taka þátt í þessu ævintýri af lífi og sál. er íslenskt og höfuðpersónan í ævin- týrinu er þekktur gullsmiður íslenskur. Hann heitir Magnús Steinþórsson — „sérhæfður í dem- öntum“ eins og hann segir sjálfur — sérhæfði sig í Englandi á sínum tíma og nú er hann kominn aftur til Englands. A hæðinni stendur hótelið hans, hótel gullsmiðsins íslenska. Hann lagði guilsmíðina á hilluna — ör- uggt starf — seldi húsið á Seltjam- amesinu og keypti hótel í Torquay. Húsið á Nesinu var stórt en hótelið í Torquay stærra — miklu stærra. I mismuninum var áhættan fólgin og ævintýrið líka. Vítaskytta úr Breiðabliki Magnús Steinþórsson er ævin- týramaður úr Kópavoginum, raunar alveg afbragðs vítaskytta. Skoraði held ég úr 46 vítum samfleytt án þess að að markverðir kæmu nokkr- um vömum við. „Félagar mínir voru famir að segja að þetta lægi allt svo ljóst fyrir — öruggt og áhættu- laust. Það þótti sem sagt áhættu- laust að láta mig taka þessar víta- spymur, ég hlyti alltaf að skora. Þetta sögðu þeir en alltaf þegar á hólminn var komið tók ég áhættu. Ég efast um að til séu öllu sálfræði- legri kringumstæður — svo við not- umst við vonda íslensku — heldur en vítaskytta á móti markverði. Ég reyndi alltaf að mæla markvörðin út sálfræðilega og oftast hafði ég rétt fyrir mér. Oftast endasentist markvörðurinn í rangt horn — allt þangað til Þorsteinn Ólafs úr Keflavík slysaðist einhvem veginn til að álpast í rétta homið og veija. Slíkt hlaut auðvitað að gerast fyrr eða síðar því að þegar maður tekur áhættu — eins og til dæmis í víta- spymum — verður maður alltaf að reikna með hinu versta. A vissan hátt er ég líka að taka vítaspymu hér í Torquay. Ég er að taka áhættu og verð bara að vona að mér takist að skjóta í rétt hom. Hingað til hefur mér tekist það og ef ég tryði ekki að mér muni taksta það áfram þá væri ég ekki hér.“ Magnús Steinþórsson hefur gam- an af að tala um fótbolta. „Ég þyrfti einhvem tímann að kíkja til ykkar íslensku námsmannanna í Lundúnum og sparka með ykkur bolta á þessum fótboltaæfíngum ykkar. Ég gæti allavega reynt að taka nokkrar vítaspymur upp á gamla móðinn — eða er Þorsteinn Olafs nokkuð kominn til bæjarins?" Magnús Steinþórsson hótelstjóri á skrifstofu sinni. Tannpína og kvonbænir Magnús Steinþórsson er ekki ókunnugur „bænum“ enska. Hann kom fyrst til Lundúna fyrir rúmum 20 árum, táningur á bítlatímanum. Og hann kom aftur innan tíðar, settist í málaskóla og í skólanum var framtíð táningsis íslenska ráðin með allsérstæðum hætti. „Það var gæfa mín að hafa tannpínu meðan ég var í þessum málaskóla — að öðrum kosti hefði ég ekki kynnst henni Gloríu, eigin- konu minni.“ Fréttaritari hváir og forvitnast nánar um tengsl tannpínu og kvonbæna. „Jú, sjáðu, ég viðurkenni það alveg að á þess- um tíma var tannhirðu minni tölu- vert ábótavant, raunar svo að skóla- stjórinn í málaskólanum enska hafði á því orð við mig að full ástæða væri til að leita á náðir tannlæknis. Það gerði ég og á tannlæknastof- unni var aðstoðardama, sem hét Gloría. Ég kom oft á þessa stofu því að þörfin var brýn, tennumar í algerum ólestri. Ég kom sem sagt oft á stofuna og stundum voru kval- imar slíkar í aðgerðunum að nauð- synlegt var að taka þéttingsfast í hönd aðstoðardömunnar, hennar Gloríu, sem nú er eiginkona mín.“ Gull og silfur Þegar Magnús Steinþórsson var búinn að koma tönnunum í lag í Englandi og kynnast verðandi eig- inkonu sinni hélt hann til íslands og tók að leggja stund á gullsmíði. Áhugann á gullsmíðinni átti hann ekki langt að sækja; faðir hans, Steinþór Sæmundsson, var rótgró- inn í greininni og þekktur á sínu sviði. Ásamt bróður sínum, Sigurði, stofnaði Magnús fyrirtæki, sem all- ir íslendingar hljóta að þekkja, Gull og Silfur. „Við bræðurnir höf- um alltaf verið ákaflega samrýnd- ir,“ segir Magnús, „og fjölskyldan öll. Mig rekur ekki minni til að okkur Sigga bróður hafi nokkurn tíma orðið sundurorða öll þessi ár og má það raunar furðulegt heita í fyrirtæki af þessu tagi. Fyrirtækið gekk vel og géngur vel, ég þori raunar að fullyrða að það sé stærst á sínu sviði á íslandi. Sjálfur hafði ég gaman af þessu starfi en ég veit að fyrirtækið er það traust að það má vel við því að vera án starfs- krafta minna, um sinn að minnsta kosti." Gamall draumur Magnús Steinþórsson hefur greinilega gaman af að tala um fyrirtækið, sem hann rak með bróð- ur sínum á íslandi. Heima á íslandi átti það fyrirtæki hug hans allan. Hvað er það þá sem veldur því að | maður í hans stöðu ákveður að segja skilið við þetta allt, taka sig upp með eiginkonu, stálpaðan strák og nýfætt barn og ráðast í stórfram- kvæmdir á suðurströnd Englands? „Mér fannst ég standa á ákveðn- um tímamótum í lífi mínu. Maður lifir nú bara einu sinni og það er sjálfsagt að nýta þetta líf, sem manni hefur verið gefíð, til þeirra hluta sem mesta gefa lífsfyllingu. Ég hef alltaf verið nýjungagjarn, alltaf verið til í að prófa eitthvað nýtt. Sjálf hugmyndin um hótel- rekstur í Englandi er raunar ekki alveg ný. Þessi draumur hefur raun- ar blundað með mér allt frá því ég bjó í Lundúnum veturinn 1979 til 1980 — til að sérhæfa mig í demönt- um. Þannig var að þennan vetur varð algert verðhrun í hótlbransan- um enska og stafaði það víst eink- um af því að arabafurstar, sem höfðu fært sig upp á skaftið í þess- um bransa, drógu sig í hlé og seldu hótelin sín. Markaðurinn yfirfylltist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.