Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988
B 3
I: Að mínu áliti er mikilvægast
að fá til starfa góða og velmennt-
aða þjálfara sem kunna sitt fag.
Það er bara rugl að moka pening-
um í íþróttafólkið, sem ekki hefur
þjálfara. Það eru fyrst og fremst
góðir þjálfarar sem fá fram góða
íþróttamenn. Samhliða er nauð-
synlegt að hafa sérfræðinga/fag-
fólk fyrir íþróttafólkið, þá á ég
við lækna, nuddara, sjúkraþjálf-
ara o.s.frv. Það að „framleiða"
afreksfólk í íþróttum krefst
langtíma skipulagningar og
vinnu. _
Mbl.: Á undanfömum árum hefur
það færst æ meir í vöxt að bestu
frjálsíþróttamenn heims hafa
forðast að keppa á móti hver öðr-
um. Hver er þín skoðun á þessu
máli?
I: Þetta er á engan hátt nógu
sniðugt. Mér finnst að með þess-
um hætti séu íþróttirnar á villigöt-
um. Markmiðið með keppnisí-
þróttum er að þeir bestu skulu
sem oftast leiða saman hesta sína,
en ekki forðast hver annan. Hér
eru að sjálfsögðu peningar með í
spilinu og er það miður. Persónu-
lega reyni ég að keppa sem oftast
á móti þeim bestu.
Gildi auglýsinga
Mbl.: Það hefur færst mikið í
aukana á síðustu árum að íþrótta-
menn séu hagnýttir (notaðir) í
auglýsingum fyrir ýmis fyrirtæki.
Hvert er þitt álit á þessu?
I: Það er á vissan hátt mjög já-
kvætt að íþróttafólk sé notað í
þessum tilgangi, en við verðum
að vita okkar takmörk. Ég veit
um alltof marga afreksmenn sem
hafa fallið í þá gryfju að drukkna
í auglýsingavinnu. Þetta leiðir
síðan til að viðkomandi missir ein-
beitinguna. Einnig er það góðs
viti að æ fleiri fyrirtæki vilji not-
færa sér íþróttamenn í auglýs-
ingaskyni. Því ég er þeirrar skoð-
unar að íþróttamenn séu góð fyr-
irmynd.
Ætla að vinna ÓL-gull
Mbl.: Nú hefur þú orðið fjórum
sinnum heimsmeistari á tæplega
einu ári, er þetta ekki orðið frekar
tilbreytingalaust?
I: Nei, engan veginn! Mér finnst
alltaf jafn gaman að sigra á stór-
mótum. Þetta er að vísu örlítið
háð því hvemig maður undirbýr
sig fyrir mótin. Ég reyni að
gleyma liðinni tíð og lít þess í
stað fram á veginn. Á þann hátt
er alltaf jafn spennandi að keppa.
Ég set mér ætíð ný takmörk.
Mbl.: Nú er ÓL-ár, hvemig hefur
þér gengið í sumar?
I: Já, í raun er ég ánægð með
þróunina hingað til, nei, annars
ekki London-maraþon, þar var nú
ætlunin að setja heimsmet en það
mistókst.
Mbl.: Það eina sem vantar í verð-
launasafn þitt er ÓL-gull, á að
kippa því í liðinn í haust.
I: Já, ég stefni markvisst að því
og ég held að það takist, ef allt
gengur eftir áætlun. Þetta em jú
mínir 3. ÓL og nú er kominn tími
til að vinna (’84 Los Angeles,
maraþon, ’76 Innsbmck, skíða-
ganga).
Erf itt að hætta
Mbl.: Nú hefur þú stundað íþrótt-
ir í 20 ár, ertu ekkert á því að
hætta þessu?
I: Ég veit ekki, en ég kem eflaust
aldrei til með að hætta að hlaupa.
Á meðan mér finnst gaman að
þessu þá held ég því áfram. Ég
ætla líka að eiga fleiri böm, það
er á hreinu.
Mbl.: Að lokum væri ekki úr vegi
að spyija Ingrid, hvaða heilræði
hún vill gefa ungum íþróttamönn-
um á íslandi.
I: Ég er þeirrar skoðunar að ung-
ir íþróttamenn eigi að leggja stund
á sem flestar íþróttagreinar. Þeir
eiga ekki að velja íþróttagrein
fyrr en 16—17 ára. Það er æski-
legt að vera með í sem flestu á
unga aldri, þar sem leikur ræður
ríkjum. Ég var til að mynda mik-
ið á skíðum og í boltagreinum
samhliða hlaupum. Ég er viss um
að þetta hefur komið mér til góða
núna í seinni tíð.
Texti: Erlingur Johannsson
Ingrid þekkir lítið annað en að sigra. Árslaun hennar á síðasta ári námu um 35 milljónum islenskra
króna.
John Kaggestad
Foreldrarnir
fSldu
íþróttafötin
JOHN Kaggestad hefur verið iandsliðsþjálfari
Noregs í langhlaupum frá 1985. Hann er af
mörgum talinn einn sá færasti á sínu sviði í
heiminum í dag. Hann hefur þjálfað Ingrid frá
því í byrjun árs 1981. Einnig hefur hann séð
um þjálfun Grete Waitz í fjölda ára.
Johan Kaggestad er maðurinn á bak við vel-
gengi Gretu Waitz og Ingridar Kristiansen.
Mbl. spurði hann hvort hann
gæti lýst persónunni Ingrid í fáum
orðum
John: Ingrid er á margan hátt
mjög vel gefin. Hún er afar metn-
aðargjöm og setur sér ströng tak-
mörk. Hún hefur að mínu áliti
meðfædda hæfileika til að ná
langt í íþróttum. Það má segja
að áhugi á æfingum og keppni
sé henni í blóð borinn. Sem dæmi
má nefna að þegar hún var ungl-
ingsstelpa neyddust foreldrar
hennar til að fela íþróttaföt henn-
ar, því hún vildi ekki gera neitt
annað en að vera í íþróttum.
Mbl.: Hver er hennar styrk-
ur/veikleiki sem íþróttamaður?
John: Hún er alveg ótrúlega sterk
andlega. Hún ber litla virðingu
fyrir gildandi heimsmetum. Hún
er aldrei hrædd að mæta öðrum
sterkum hlaupurum. Hún er ein-
faldlega að þessu vegna þess að
hún vill vinna og ætlar sér það.
Hennar veikleiki er einna helst sá
að hún á frekar erfitt með að
auka hraðann snögglega í hægum
hlaupum. Hins vegar á hún mjög
létt með að halda jöfnum hraða í
það óendanlega.
Mbl.: Hvert er hlutverk þjálfara
Ingridar?
John: Ég lít fremur á mig sem
ráðgjafa en þjálfara. Að vísu
skipulegg ég æfingar og set upp
æfingaáætlanir. Að mínu áliti er
mikilvægt að afreksmenn í íþrótt-
um búi yfir ríkum sjálfsaga og
séu sjálfstæðir í hugsun. Ingrid
býr yfír þessum hæfileika. Hún á
frekar auðvelt með að gera æfin-
gamar á þann hátt sem ætlast
er til. Ég er þeirrar skoðunar að
íþróttamenn verði að vera meðvit-
aðir um gildi og tilgang æfing-
anna. Á þann hátt eru meiri líkur
á að æfingamar beri tilætlaðan
árangur.
Mbl.: Hvemig undirbýr Ingrid sig
fyrir OL?
John: í upphafí sumars er fyrra
keppnistímabilið með mörg hlaup.
Síðan koma 3 vikur með stífum
æfingum, þar næst 3 vikur í Sa-
int Morris í æfingabúðum í 2200
metra hæð. I byijun ágúst er svo
seinna keppnistímabilið með 1—2
keppnum í viku í þijár vikur. í
byijun september fer hún til Seo-
ul og dvelur þar við æfíngar fram
að OL.
Mbl.: í hvaða greinum tekur hún
þátt í á OL?
John: í það minnsta 10.000 metr-
um og jafnvel 3000 metmm en
það er háð því hvernig henni
gengur að hlaupa þessa vegalengd
í ágúst.
Árslaun 35 milljónir
Afreksmenn í íþróttum vilja sjald-
an gefa 'upp tekjur sínar, en eng-
inn vafi leikur á að þeir hafa góð
laun. Ingrid fær góðar fjárupp-
hæðir fyrir að keppa í götuhlaup-
um, bæði í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Einnig fær hún miklar
upphæðir í auglýsingatekjur. Mbl.
hefur eftir áreiðanlegum heimild-
um að Ingrid hafí um 35 milljónir
í árslaun. Þessi upphæð er breyti-
leg frá ári til árs, allt eftir hversu
mörg maraþonhlaup hún hleypur.
Hún getur haft allt að 7 milljónum
fyrir að hlaupa þessa 42 kíló-
metra. En til gamans má geta
þess að það tekur hana minna en
2,5 klukkustundir að hlaupa eitt
maraþon og því er tímakaupið
tæpar 3 milljónir.
Framkvæmdastjórinn
Leif Mosen heitir maðurinn sem
rekur fyrirtækið Ingrid Kristians-
en. Hans aðalverkefni er að svara
fyrirspumum hvað varðar viðtöl,
auglýsingar og annað slíkt. Einnig
sér hann um fjármálin, gerir
samninga við mótshaldara og
styrktaraðila. Hann tjáði Mbl. að
Ingrid væri afar vinsælt umræðu-
efni í blöðum og tímaritum. Dag-
lega koma fram mun fleiri óskir
um viðtöl en nokkur möguleiki
væri að veita. Það sama má einn-
ig segja um fyrirtæki sem óska
eftir að nýta sér Ingrid í auglýs-
ingaskyni.
Helstu afrek
Heimsmet: 5000 m 1981, 1984
og 1986.10.000 m 1985 og 1986.
Evrópumeistari: 10.000 m 1986.
Heimsmeistari 10.000 m 1987,
götuhlaup 1987, götuhlaup 1988,
víðavangshlaup 1988.
Maraþon: London 1984 1. sæti,
London 1985 1. sæti, London
1987 1. sæti, Boston 1986 1.
sæti, Chicago 1986 1. sæti.