Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988 B 2S VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Kattaeigendur og aðrir kattavinir Til Velvakanda. Kveðja til Einars Ingva Magnús- sonar frá Kattavinafélagi íslands. Þetta voru orð í tíma töluð og kær- ar þakkir fyrir framtakið. Þegar ég sé að verið er að bjóða kettlinga, hugsa ég sem svo: Veit fólk hvað það er að gera, er ekki hætta á að böm eða unglingar þiggi kettlinga og fái svo ekki leyfi til að hafa þá, þegar heim kemur. Ég veit dæmi þess. Hvað á þá að gera? Mig langar að benda kattaeig- endum á, að það er mikil þörf á að fyrirbyggja að kettir fjölgi sér. ef ekki er hægt að taka á því vanda- máli á viðeigandi hátt. Ef til vill er óskað eftir einum kettlingi, en hvað með hina? Á Dýraspítalanum eru kettir van- aðir, bæði fress og læður. Um leið eru þeir „tattóveraðir" í eyra og skráðir bæði á Dýraspítalanum og hjá Kattavinafélaginu. Eftir það væri auðvelt að koma týndum ketti til skila. Við þá sem hafa hug á að fá sér kött, vil ég segja þetta: Hug- sið ykkur vel um, hafið þið tíma, pláss og önnur skilyrði til að búa vel að ketti? Að lokum minni ég á „BÓKINA UM KÖTTINN" í þýðingu Óskars Ingimarssonar, sem Setberg gaf út árið 1985. í þessari bók er að finna svör við mörgum spurningum. Og verum nú samtaka í að útrýma villiköttum á þann hátt, að engir kettir fái tækifæri til að leggjast út. Fyrir hönd Kattavinafélags ís- lands, Ingibjörg Tönsberg, formaður. Þökk fyrir ógleymaulega messu Kæri Velvakandi. Nú stenst ég ekki mátið og tek Þessir hringdu . . . 2. deild kvenna íþróttaunnandi hringdi: „Mig langar til að spyija íþróttafréttaritara Morgun- blaðsins hvort það væri ekki í lagi að fá gefna upp stöðu lið- anna í 2. deild kvenna í fótbolta svona af og til?" Blár páfagaukur Páfagaukur fannst við smá- bátahöfn við Suðurströnd 23. júií. Hann er ljósblár og hvítur. Eigandi hans getur haft sam- band við Þuríði í síma 612235. mér penna í hönd, því mig langar til að skrifa þér nokkrar línur eft- ir að hafa hlustað á útvarpsmessu frá Langholtskirkju. Séra Sigurð- ur Haukur flutti þar alveg frábæra ræðu sem ég vona að sem flestir landsmenn hafi hlustað á. Þar tal- aði maður sem þorði - já, þorði að segja sannleikann og viður- kenna mistök islensku prestastétt- arinnar. Islendingar þyrftu fleiri svona menn, t.d. í ríkisstjórn; mann sem hefur kjark og þor til að koma fram fyrir alþjóð og segja hreint og beint hvemig málum þjóðarinnar er komið. Hingað og ekki lengra, tökum Til Velvakanda. Allmargir hafa að undanfömu rætt í dálkum þínum um meinta ofbeit hér og þar um landið, eink- um þó á Reykjanesskaganum og þörf á friðun þar. í þeim efnum er ég bréfriturum að flestu leyti sammála og tel, að á þessum of- framleiðslutímum ætti sauðfjár- hald að leggjast niður á Reykja- nessvæðinu. En það er önnur hlið á þessu máli, sem lítt hefur verið rædd. Þar á ég við yfirgang ýmissa þétt- býlisbúa úti á landsbyggðinni. Það er eins og ýmsir þeirra geri sér ekki grein fyrir því að úti á landi eru landssvæðin, ár og vötn yfir- leitt í eigu bænda eða viðkomandi sveitarfélaga. Oft virðist það ekki duga þótt rækilega sé auglýst bann við veiði, beijatínslu o.s.frv. Eða hvað myndu Reykvíkingar segja ef sveitafólk kæmi og tjald- aði í görðum þeirra? Enn er mörg- um í minni, er Sjónvarpið setti höndum saman allir íslendingar, hættum þrasi og eijum, heimting- um og kvörtunum, hugsum um að styrkja þjóðarhag sem nú riðar til falls. En það verður að koma til al- gjör hugarfarsbreyting hjá öllum, ef við viljum búa á frjálsu íslandi. íslendingar hafa margoft sýnt að ef þörf er á standa þeir saman. Guð blessi séra Sigurð Hauk og allt hans starf og hafi hann hjartans þökk fyrir ógleymanlega messu 26. júní 1988. Jóhanna Kristinsdóttir, Miðtúni 2, Keflavík. fyrir fáum árum á svið þann leik að láta unga menn biðja um leyfí til tjöldunar; einkum urðu viðbrögð frúar einnar í Laugarásnum minn- isstæð. Nei. Hér þarf sannarlega að fara að öllu með gát og forðast að etja saman þéttbýlis- og dreif- býlisbúum. Sigríður Jónsdóttir, Asparfelli 10. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl.,10 og 12, mánu- daga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Enn um ofbeitina RAFLAGNAEFNIÐ Uppfyllir allar kröfur Sterkt, ódýrt, ýmsir litir SI'MAR: 685854/685855 iV SCHILLER ☆ HÓTELSTJÓRNUNARSKÓH Leggið stund á nám í Sviss við hótelskólann okkar í Engelberg - sem er fyrsta flokks skíða- og sumarleyfisstaður. Nemendur læra, starfa og búa á Hotel Europe, sem gefur þeim kost á að kynnast rekstri og starfsemi hótela og veitingahúsa bæði bóklega og verklega. Kennt erá ensku. Námið veitir: ★ Kunnáttu í tungumálum og störfum við móttöku á hótelum, sem staðfest er með vottorði frá skólanum. ★ Próf í hótelstjórnun. ★ Starfstími á hóteli erlendis. ★ Fyrri hluta til námsgráðu í viðskiptastjórnun (ABA). Schiller er eini hótelstjórnunarskólinn á háskólastigi sem kallast getur atþjóðlegur. Skólinn starfar í tengslum við hótel í Engelberg i Sviss, Strassborg, Paris og Lundúnum. Skólinn býður uppá styttri námskeið, fyrrihlutanám til háskólaprófs og háskólagráðu í hótel- stjórnun og fleiri námsbrautum. Frekari upplýsingar: SCHILLER INTERNATIONAL UNIVERSITY (Dept SW5) 51 Waterloo Road, London SE1 8TX Tel (01) 928 8484 Telex 8812438 SCOL FAX 6201226 !|! DAGVIST BARIVA VESTURBÆR Valhöll v/Suðurgötu Deildarfóstrur óskast á dagheimilið Valhöll frá 1. ágúst eða eftir samkomulagi. Upplysingar gefur Þórunn umsjónarfóstra á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. AUSTURBÆR Álftaborg v/Safamýri Þroskaþjáltl óskast á Álftaborg nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 82488.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.