Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988 -B - 7 Teymt yfir kvísl úr Tungnafellsjökli. Á Mývatni var espressókannan góða tekin upp og boðið upp á franska kaffihúsastemmningu. Einu sinni ætluðum við að þakka einum skálaverðinum fyrir umburð- arlyndið með því að bera olíu á hurðalamimar í skálanum, sem við gistum en þær ískruðu rosalega. Við erum alltaf með olíu til að bera á keðjumar. Viti menn, skálavörð- urinn varð bara hundvondur og sagði að við væmm búnir að eyði- leggja ískrið, sem gerði honum allt- af viðvart, þegar komið var inn í skálann, jafnt á nóttu sem degi. ískrið var nokkurs konar viðvör- unarbjalla." Einhvem tímann urðu þeir félag ar þó uppiskroppa með vistir, en þá bjargaði faðir Ragnars þeim, sá heitir Omar Ragnarsson og flýgur Frúnni. Flaug hann með nýtt græn- meti til ferðalanganna og bjargaði þar með lífí þeirra og lyst. „Mixa“ hjólin sín sjálfir Eins og áður segir hjóla þeir 30—40 kflómetra á dag, sem sam- svarar fímm tíma hjólreið. Við spyijum hvort að venjuleg reiðhjól dugi í svona fjallaferðir? Þeir segja að það þýði ekkert að vera á venjulegu hjóli. Það dugi ekkert minna en tíu gfrar og breið dekk. Hjólin sín segjast þeim „mixa“ sjálfír. Reyndar er Ragnar nýbúinn að kaupa sér alveg sérstakt fjallahjól, „sem flýtur meira ofan á nibbunum, sem standa upp úr jörðinni," segir hann. Þó þeir séu ekki á sérhönnuðum hjólum heldur bara heimalöguðum, hafa fararskjótamir sjaldan bmgð- ist. Einhvem tímann brotnaði þó framöxull hjá einum og bremsumar fóm hjá öðmm. Sá súrraði ofan í á, sem var fyrir neðan um leið og hann kallaði á hjálp. Engin stór slys hafa heldur orðið á mönnum. Hver er þá höfuðóvinur- inn í svona ferðum? „Það er mikill vindur og laus sandur," segja þeir. „Við vomm eitt sinn að koma að Öskju og lent- um þá í miklum, lausum sandi og þurftum að teyma hjólin tvær dag- leiðir, — það var ákaflega leiðin- legt. Við vomm svo vitlausir að fylgja veginum en hefðum getað stytt okkur leið.“ Hvemig farið þið að, þegar þið þurfíð að komast yfír ámar? „Við emm með fjömtíu metra klifurband, sem við hendum yfír og höldum í ef ámar em djúpar og straumharðar. Við höfum aldrei þurft að nýta okkur þessa tækni. Svo höfum við klofstígvél meðferð- is, svo við blotnum ekki, þegar við teymum hjólin yfir. Það er þó alltaf einhver óður, sem segir: „Eg hjóla bara yfír og ríður á vaðið með mis- jöfnum árangri.““ Hvers vegna að fara á hjóli upp á hálendið? Afhveiju ekki bara tveim jafnfljótum eða í bfl? Kosturinn við að bera á reiðhjóli Kort af leið þeirra Hreystimanna, er farin verður í sumar, sem taka mun hálfan mánuð. Eftir tvö ár hyggjast þeir fara í mun lengri ferð. Þá verður væntanlega hjólað frá Katmandu i Nepal yfir Himalaja- fjöllin til Tíbet og þaðan til Hong Kong, sem eru um þrjú þúsund kilómetrar og mun taka hálft ár. er sá, að við getum valið betra hjól- farið," segir Gröndal svolítið pirrað- ur og bætir við: „Ég er orðinn svo- lítið leiður á þessari spumingu. Veistu ég fór Gæsavatnaleið einu sinni í rútu og það var ekkert varið í það miðað við að fara þessa leið á reiðhjóli. Maður missir af fríska loftinu og slarkinu." „Munurinn á að hjóla í stað þess að ganga er svo sá, að maður getur látið sig renna niður brekkur," seg- ir Jón Rúnar. „Ég mundi ekki nenna að ganga þetta. Við förum líka hraða yfír en þeir, sem eru gang- andi og losnum við flakandi hæl- særi.“ Yrkja undir tjaldhimninum Strákamir hafa tekið mikið af ljósmyndum á ferðum sínum og ein- hvem tímann vom þeir fílmaðir. Til að gefa blaðamanni hlutdeild í ferðunum, fékk hún að sjá myndim- ar, sem teknar vom við hin ýmsu tækifæri. Ein var af sköllóttum manni með mikið hrokkið skegg. Hver var þetta? „Það er hann Gröndal. Þetta með hárleysið og skeggið var hans „sörpræs“.“ Surprice? „Já, allir verða að koma eitthvað á óvart í ferðinni. Vinsælustu „sörpræsam- ir“ em eitthvað sem er ætt eins og camembertostur, dýrindis súkkulaði eða koníakspeli." Hreystimannafélagið á sér marg- ar gamlar og góðar hefðir eins og þessa með „hið óvænta". Einn sið- urinn er sá að í hverri ferð er ort vísa við stóran bálk, sem orðið hef- ur til í fyrri ferðum. Það er sérstak- lega á kvöldin, þegar þeir félagar em lagstir inn í tjöldin sín og and- inn kemur yfír þá er þeir stara upp í tjaldhimininn. Þó þeir félagar reki ekki upp boffs, þegar þeir em í bænum. Þá syngja þeir mikið, þegar þeir em komnir upp til fjalla. Þeir eiga sér sérstakan Hreystimannasöng, en viðlagið við hann er svona: ísland hefur misst of fáa unga syni. Hafa ber í huga, að drepast eða duga, það meikar ekki diff. Við höldum okkar striki og hræðumst ei. Viðlagið er sungið mjög stór- karlalega og má ekki hljóma. Hreystimannafélagið heldur sinn árlega aðalfund um áramótin í Þór- isdal í snjóhúsi eða tjaldi. Þar er kosið í hin ýmsu ráð félagsins og starfíð skipulagt. Framtíðardraum- ur þeirra félaga er að gera Þórisdal að miðstöð sinni með þvf að byggja þar skála. Þeir em með fleira á pijónunum. Því stefnt er að því að á tíu ára afmæli félagsins, sem er árið 1990, að hjóla frá Katmandu í Nepal yfír Himalajafjöllin til Tíbet og þaðan niður til Hong Kong. Öll ferðin er um þijú þúsund kílómetrar að lengd og mun taka sex mánuði. Ákveðínu lífsmáti Hjólreiðamar em ekki eina íþróttin, sem þessir stoltu menn stunda heldur fara þeir á skíðum á vetmm. Þeir hjóla reyndar líka á vetuma, fara þá í styttri ferðir í nágrenni Reykjavíkur, sem þeir segja bæði fallegar og skemmtileg- ar. Ragnar segir hjólreiðamar ákveðinn lífsmáta og að fara upp í óbyggðir og dvelja þar dögum, jafn- vel vikum saman geri menn snarr- uglaða. „Þegar ég kom úr einni tólf daga hálendisferð og til Reykjavíkur, var mér gengið niður á Austurvöll. Þar sá ég að einhver ribbaldinn hafði rifið upp tré með rótum. Ég varð svo hneykslaður, ég held ég hefí fengið hálfgert „menningarsjokk", og fannst ég ekki geta umgengist fsvona fólk. Vildi helst fara á fjöll aftur. Því hálendið fyllir mann feg- urðu og frelsi," segir Ragnar og bætir við: „Á reiðhjóli getur maður ráðið ferðinni sjálfur. Hægt er að hjóla eftir veginum eða ýta yfir næsta fjall.“ Texti: Hildur Einarsdóttir Kingtel Símtæki Skipholti 9. Símar 24255 og 62Í455. ÚR PLASTI c AUÐVELDAR í f UPPSETNINGU i EKKERT VIÐHALD ÓDÝR LAUSN LEITIÐ UPPLÝSINGA VATNSVIRKINN HF. +++ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966 SS3S LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 - 673416 r/////i CUÖEN Nýlagað kaffi 10-12 bollar tilbúnir á aðeins 5 mínútum. Gædi, Þekking, Þjónusta Æ KARLSSON HF. HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SlMI: 91 -27444 7/JJ//A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.