Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988 ■ Frá markaönum í Maputo. Élna og sjá má vlrtlst ekkl skorta þar á matvmli ef penlngar voru fyrlr hondl tll þess aö kaupa fyrlr. ■ Hluti herfylgdarlnnar f vfgalagum stelllngum á palll Benz-vörubflsins. aðeins ellefu þúsund manna bær, en þó sá stærsti á stóru land- svæði, því hundruð kflómetra eru f allar áttir til næstu bæja af sam- svarandi stærð. Vegimir, ef vegi skyldi kalla, eru ótrúlegir, svo vægt sé til orða tekið. Islensku hálendisvegimir hljóta fyrstu ein- kunn í samanburði við þá. En, vel að merkja, þetta eiga að heita þjóðvegir; moldarvegir eða mddir slóðar, sem greinilega hafði ekki verið haldið við í mörg ár, grasi- grónir af lítilli notkun. Ferð í herfylgd Ég heimsótti þorp flóttamanna 8-10 kflómetra fyrir utan bæinn og það tók 50 mínútur að komast þessa leið á Benz-vömbfl, einu af fáum og glæsilegri farartækjum staðarins. Bfllinn og bflstjórinn höfðu orðið innlyksa í þorpinu fyrir tveimur ámm, þegar bfllinn kom frá Lichinga, sem er í um 300 kflómetra fjarlægð, en vegna skæmliðanna hafði ekki verið óhætt að fara til baka. Bflstjór- inn, glaðlegur náungi, sem vildi að ég tæki myndir af sér í sífellu, virtist ekki taka það nærri sér, þó hann ætti þar konu og böm. Hann var frá þessu héraði og sýndi mér stoltur húsakynni móð- ur sinnar, sem samanstóðu af nokkmm strákofum, umgirtum háum húsagarði. Ferðin var farin í herfylgd. Annað er ekki óhætt vegna hugs- anlegra árása skæmliða. Herinn samanstóð af 8-10 manna hóp vopnuðum rifflum og einni sprengjuvörpu. Þeim var öllum skipað upp á pallinn, en ég, gest- urinn, ásamt leiðsögumanni, sat frammí hjá bflstjóranum. Ekki fannst mér herfylgdin traustvekj- andi og ekki til stórræðanna ef á okkur yrði ráðist. Sú varð sem betur fer ekki raunin og aldrei sá ég skoti hleypt af í ferðinni. „Hvernig verða börnin ... ?“ Leiðsögumaðurinn hét Wilson Silva, starfsmaður Kirkjuráðs Mozambique, og hefur með neyð- arhjálpina í Nyassa að gera. Hann var að fara í eftirlitsferð til svæð- isins og við vomm saman í nokkra daga og ræddum margt þann tíma, enda hann einn af fáum þarlendum sem talaði sæmilega ensku. Mér fannst ég fínna greini- lega hjá honum hvað vandamálin sem við var að glíma voru yfír- þyrmandi og vonleysið mikið sem þrúgar svo marga þama. „Hvað á að verða um þetta land?“ sagði hann iðulega við mig og talaði um það að bömin sem em í sæmi- legu öryggi í borgunum njóti ekki skólagöngu og þau sem séu úti á landsbyggðinni upplifí ótrúlegar hörmungar. Þau séu mörg hver handtekin af skæruliðum og neydd til þess að berjast. „Hvem- ig verða bömin þegar þau vaxa upp? Það verða engir til þess að taka við,“ sagði hann. Sjálfur átti hann um sárt að binda vegna stríðsins. Amma hans háöldrað hafði verið myrt af skæmliðum og faðir hans hátt á sjötugsaldri var í haldi hjá þeim. Wilson hafði haft fregnir af því með flótta- manni að faðir hans undirbyggi flótta, en fyrir skömmu frétti ég til íslands að það hefði ekki tekist og hann verið myrtur af skæmlið- um. Föt úr trjáberki Þorp flóttamannanna saman- stendur af strákofum, auk einnar mosku úr múrsteini. Það var ekki að sjá að fólkið væri illa haldið, enda hafði aðstoð verið að berast því í nokkra mánuði áður en ég kom og uppskemtíminn var að hefjast. Hins vegar hefði ömgg- lega ekki veitt af lækni og lyfjum, enda aðeins einn sjúkraliði á öllu þessu svæði. Sumt fullorðna fólk- ið og bömin vom með ígerðir, sem auðvelt hefði verið að lækna. Wil- son var óþreytandi við að benda mér á klæðnað fólksins, en það var margt hvert í fatnaði gerðum úr tijáberki, sem lagður er í bleyti í vikutíma og síðan barinn og þurrkaður. Aðrir vora hins vegar klæddir í boli og buxur á vest- ræna vísu og sagði hann að það væm gjafír frá hjálparstofnunum. Bömin störðu undrandi á þessa fígúm frá öðram heimi og sjálf- sagt hafa sum þeirra verið að sjá hvítan mann í fyrsta skipti. Þau minnstu urðu skelfingu lostin þeg- ar taka átti af þeim myndir, há- grétu og földu sig að baki mæðra sinna, sem tóku brosleitar þeirri uppákomu. Sennilegast hefur bömunum þótt myndavélin ógn- vekjandi tæki, þó Wilson teldi að bömin hræddust hvíta menn vegna þess að þau hefðu slæma reynslu af hvítum Suður-Afríku- búum, en mér fannst þau fullung til þess. Dreifingin erfið- leikum bundin Það kom skýrt fram hjá land- stjóranum á svæðinu að þó hjálp berist til bæjarins em mörg vandamál óleyst og miklum erfíð- leikum bundið að dreifa þaðan hjálpargögnum. Mikill skortur er á flutningatækjum og á eldsneyti fyrir þau og herinn verður að fylgja þeim, til þess að tryggt sé að þau falli ekki í hendur skæm- liðum eða verði eyðilögð. Því gengur hægt að dreifa hjálpar- gögnum út á landsbyggðina og þó þau hefðu borist í á annan mánuð hafði ennþá ekki tekist að ná til allra svseðanna í kring. Hann sagði að hjálpin hefði þegar bjargað þúsundum og myndi bjarga enn fleiram, héldi hún áfram að berast. Fátækt vex í Afríku Tom Colvin, skoskur prestur við öldungakirkjuna í Malawy, sem verið hefur í rúma þijá ára- tugi í Afríku, hefur umsjón með hjálparstarfí norrænu kirknanna þaðan. Þetta er yndislegur karl á sjötugsaldri, sem veit hvað hann syngur þegar Afríka er annars vegar og ber haria og fólkið mik- ið fyrir bijósti. Ást hans á Afríku leynir sér ekki þegar hann ræðir um þau vandamál sem við er glíma, fátækt, fáfræði, reynslu- skort og þá sem reyna að græða á hjálpinni, svo fátt eitt sé nefnt. Áhuginn er brennandi. Hann full- yrðir að fátækt fari vaxandi í Afríku yfírleitt en ekki öfugt og það sé aðeins eitt til ráða, sem kæmi að virkilegu gagni, það að erlendum lánum verði aflétt af þjóðunum þar. Skuldabyrðin sé að sliga þjóðimar og fátækt sé áberandi meiri nú í Malawy eh var fyrir tíu ámm vegna þessa. „Vesalings Afríka," sagði hann við mig og var greinilegt að hann meinti það og var ekki bjartsýnn á að ástandið batnaði í bráð. „Einn hinna heppnu“ Ein saga er lýsandi dæmi fyrir ástandið. Til Colvins leitaði ungur piltur og bað um ölmusu, eins og algengt er í Malawy. Colvin hélt þetta vera venjulegt betl og sagði honum að koma daginn eftir, en strákurinn sem var um tvítugt gafst ekki upp. Colvin rétti honum því einhveija smápeninga og við það féll hann grátandi á kné og vildi þakka fyrir sig með því að kyssa á hönd Colvins, eins og Portúgalir kenndu innfæddum að þakka fyrir sig. í ljós kom að pilt- urinn var frá Mozambique. Hann hafði búið í vesturhluta landsins, en orðið viðskila við foreldra sína þegar skæmliðar gerðu árás á bæinn, þar sem þau störfuðu, og hafði ásamt öðmm bæjarbúum gengið í vikutíma matarlaus áður en hópurinn komst til Malawy. Þar var hann settur í flóttamanna- búðir, uns kanadískur biskup tók hann upp á arma sína og ætlaði að sjá honum fyrir ákveðinni pen- ingaupphæð á mánuði svo hann gæti menntað sig, en hann hafði notið nokkurrar menntunar í tækniskóla í einni borga Moz- ambique áður en hann fluttist þaðan burt með foreldram sínum. Það vildi þó ekki betur til en svo, að kanadíski biskupinn fékk hjartaáfall og dó áður en hann gat gert ráðstafanir vegna drengsins og hann hafði því ráfað um í nokkrar vikur allslaus áður en hann varð á vegi Colvins. Nú lifir hann á jafngildi um fímm dollara, um 220 íslenskra króna, á viku, sem hann fær frá Colvin, og stundar enskunám með það að markmiði að geta farið í frek- ara nám síðar. Hann vonast til þess að komast í nám á Vestur- löndum þegar hann hefur lært enskuna nógu vel, þvl hann segir að eina von sín sé að mennta sig og svarar því furðulostinn neit- andi þegar hann er spurður hvort hann vilji snúa aftur til Moz- ambique. Það fáránlega við þetta allt saman er að þessi piltur er einn hinna heppnu. Þeir em svo ótalmargir sem eygja enga von og hafa enga möguleika. Texti og myndir: Hjálmar Jónsson. „Þeir komu úr austri við sólarupprás“ MARK van Kovering er banda- rískur jarðræktarfræðingur, sem starfað hefur í Mozambique á vegum Kirkjuráðsins frá þvi f april á siðasta ári. Hann vann að verkefni i Homoine, þegar fjöldamorðin voru framin þar fyrir tæpu ári siðan og yfir 400 drepnir, þar af helmingurinn konur og 40 böm. Sjálfur slapp hann lífs með þvi að fela sig í gluggalausri korageymslu og halda þar kyrru fyrir meðan skothrfðin glumdi fyrir utan. Þetta er hávaxinn, alskeggjaður maður um þrítugt. Hann er í Moz- ambique á vegum trúarsafnaðar, sem vinnur sjálfboðaliðastörf I þró- unarlöndunum. Röddin er lágvær og geðshræringarlaus nema ein- staka sinnum þegar við ræðum þessa atburði. Hann bar með sér jafnvægi og rólyndi, heldur sig við staðreyndir þegar hann ræðir þenn- an atburð, nefnir ekki þær tilfinn- ingar sem bærðust með honum þegar þetta gekk yfír, og aðeins augun segja þér hve hræðileg lífsreynsla þetta hefur verið. „Þeir komu úr austri við sólar- upprás og fóm ekki hljóðlega held- ur heyrðust blístur og skipanir langar leiðir," segir hann. Hann stóð upp á svölum með Evrópubúa og fylgdist með hávaðanum færast nær og fólkinu í þorpinu hlaupa um í örvæntingu. Skæmliðamir komu marsérandi í átt að þorpinu í skipulegum röðum undir stjóm foringja. Þeir virtust agaðir og vel þjálfaðir og hlýddu skipunum for- ingjans umyrðalaust. Betur en vamarliðið, sem var skipað fáein- um hermönnum og illa vopnuðu heimavamarliði, enda var mótstað- an ekki mikil. Mark og Evrópubú- inn ákváðu að ekki væri skynsam- legt að halda kyrra fyrir á svölun- um, fóm niður í bakgarðinn og földu sig þar í komgeymslu. Marg- ir klukkutímar virtust líða áður en skothríðinni linnti. Þegar Mark kom út lá fólk, menn, konur og böm, eins og hráviði um allt, sumt dáið og annað sært. Það tekur á hann að ri§a þetta upp. „Þeir vildu láta heyrast í sér,“ segir hann og skýrir fyrir mér að þegar fólkið flúði undan aðalárás- inni út úr þorpinu hafi verið gerðar á það hliðarárásir úr báðum áttum. „Þar dóu flestir," og hann er í engum vafa um að tilgangurinn hafi verið að myrða sem flesta og velq'a ógn og skelfingu, því þorpið hafi ekki haft neitt hemaðarlegt gildi. Hins vegar hafi verið hætt við verkefnið sem hann vann að í Homoine vegna öryggisvandamála, enda hafi bændumir yfirgefið jarð- ir sínar og flutt sig til ömggari svæða. „Fyrir árásina höfðu verið gerð- ar nokkrar árásir á smáþorp ekki langt frá Homoine. í sérhveijum mánuði virtist hringurinn vera að þrengjast og þegar maður Htur til baka mátti vera ljóst að eitthvað mundi gerast. Maður hugsar hins vegar ekki um hættuna á hveijum degi og segir við sjálfan sig að ef þeir komi nær, þá ætlirðu að fara, en þegar það gerist hinkraðm enn við og áður en þú veist af em þeir á dyraþrepinu hjá þér,“ segir hann um aðdragandann. Hann segist hafa verið í tvær ■ Mark van Koverlng. og hálfa viku I Homoine eftir flölda- morðin. Það hafi verið mikilvægt fyrir hann táknrænt séð og eins hafí honum gefist tækifæri til þess að taka þátt í sorg fólksins. í sept- ember hafi hann farið til Banda- ríkjanna vegna þess að faðir hans lést, dvalið þar I tvo mánuði og notað tækifærið til að ræða ástand- ið í Mozambique við fulltrúa stjóm- arinnar og sagt frá því í kirkjum og háskólum. „Viðbrögðin í Bandaríkjunum vom almennt jákvæð. Flestir vissu lítið um ástandið og þeir sem vissu eitthvað gerðu það vegna Qölda- morðanna í Homoine, sem urðu að miklu fréttaefni vegna þess að Bandaríkjamaður var þar. Það varð þessu fólki því kennslustund að fá að vita að aðskilnaðarstefnan hefur áhrif I öllum suðurhluta Afríku og að það er ekki hægt að ræða ástandið í þessum landshluta án tilvísunar til hennar. Sumir vom hins vegar mjög neikvæðir, einkum mjög íhaldssamir hópar og bók- stafstrúarmenn, sem sjá heiminn í svörtu og hvftu. Annars vegar er lýðræðis- og frelsiselskandi fólk, svo notuð séu þeirra orð, og hins vegar kommúnistar og andstæð- ingar kristinnar trúar. Þegar Moz- ambique er lýst sem landi kommún- ista, þá er það sjálfkrafa skilgrein- ing á ástandinu. Þeir em óvinimir og allt sem berst á móti kommún- istastjóminni hlýtur þess vegna að vera af hinu góða. Þessar andstæð- ur er hægt að heimfæra upp á all- ar aðstæður í hvaða löndum sem er, samkvæmt þessum hópum, og það er sama hvað skæruliðar gera eða em, þeir em að beijast gegn kommúnistum." Mark verður að minnsta kosti þijú ár í Mozambique og segist til- búinn til þess að fara aftur út á landsbyggðina, til Homoine eða annað. Hins vegar hafi ekki verið hægt að koma öðm verkefni í gang vegna öryggisvandamála, en það sé erfítt að skilgreina öryggi í Mozambique. Það breytist frá degi til dags. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.