Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988
I
„Ég vildi að ég gæti hreyft mig-
eins og Fred Astaire" segir
Mike Tyson heimsmeistari i
þungavigt í hnefaleikum karla.
Mike Tyson er eins og mannýgt naut í hringnum. Nýlega varði
hann heimsmeistaratitil sinn með því að rota Michael Spinks.
MIKE TYSON
Ljúfur bolabangsi
Mike Tyson er heimsmeistari
í þungavigt í hnefaleikum
karla. Hann er sem mannýgt naut
í hringnum og andstæðingar hans
eru ekki öfundsverðir.
Margir gætu haidið að Mike
væri einnig eins og mannýgt naut
í einkalífínu, a.m.k. er ekki erfítt
fyrir fólk að ímynda sér það þeg-
ar það hefur séð hann í hringnum.
Ekki er sú tilgáta allskostar rétt.
Mike giftist í marsmánuði á
þessu ári. Hin nýbakaða eiginkona
heitir Robin Givens og er leik-
kona. Tyson bráðnaði gjörsam-
lega í fyrsta skipti þegar þau hitt-
ust og lét hana ekki í friði fyrr
en hún samþykkti að giftast hon-
um.
Robin var ekkert sérlega hrifín
þegar Mike bauð henni út í fyrsta
skipti og tók móður sína, systur
og tvo blaðamenn með sér á
stefnumótið. Hún var hálf hrædd
við Mike en ætlaði aldeilis ekki
að láta hann komast upp með
neitt múður. Móðir hennar var
heldur ekkert hrifín af þessum
bola og leist þá betur á Eddie
Murphie sem Robin hafði áður
farið á stefnumót með.
Robin segir að Mike sé eins og
ljúfur bolabangsi þegar þau eru
saman. Hann er mjög hrifínn af
dýrum og á fjöldann allan af bréf-
dúfum sem hann eyðir miklum
tíma í að sinna. Félagar Robin í
framhaldsmyndaþáttunum „Head
of the classmates" segja að Robin
hafí hann alveg í vasanum. Þegar
Mike kom nýlega í heimsókn í
kvikmyndaverið, bað Robin hann
að fara út í búð og ná í gotterí
handa sér. Stuttu síðar kom Mike
en hann hafði ekki keypt súkkul-
aði heldur demantseymalokka og
hálsfesti við. Um síðustu jól gaf
hann Robin kampavínslitaðan
BMW sem var umvafínn slaufum.
Mike bjó í fátækrahverfi í Bro-
oklyn frá því að hann var bam
og þangað til honum fór að ganga
vel í hnefaleikum: Áður en Mike
fæddist hafði faðir hans yfirgefið
móður hans og þijú eldri syst-
kyni. Mike var þægur drengur og
lítill eftir aldri. Uppi á þaki á
heimili þeirra hafði hann dúfur
og var oftast einn að sinna þeim.
Þegar hann var 10 ára gamali var
hann orðinn nokkuð góður í slags-
málum og slunginn þjófur. Ári
síðar var hann settur í heimavist-
arskóla fyrir vandræðaunglinga
og fljótlega eftir það tók einn leið-
beinandinn á skólanum eftir hæfí-
Tyson er þekktur fyrir mikinn höggþunga.
leikum Mikes og kynnti hann fyr-
ir þjálfaranum Cus D’Amato.
Hann var talinn með bestu þjálf-
uram í greininni og það var hann
sem gerði Mike að þeim mikla
keppnismanni sem hann er í dag.
Robin Givens eiginkona Mikes
segir hann vera ljúfan sem
lamb þegar þau eru saman.
Robin og Mike eru nýgift og ástfangin upp fyrir haus.
fclk í
fréttum