Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988 n 8 B 15 ■ Sexan á flugvellinum í Marrupa. Blrgðunum var rutt út úr vólinnl og hent nlður á flugbrautina. ng málefni og ákvarðanir voru ræddar á almennum fundi í þessu skýli og fundur var haldinn | Aldnlr íbúar flóttamannabúðanna. Fötin eru gerð úr trjá- jegar óg var þar. Fólkið talaði ekki portúgölsku, sem er oplnbert mál í Mozambique, heldur berki, nema þess sem er «11 hægrl. þýða það sem það sagði fyrir Wilson. „Stríðinu verður að ljúka<f „Stríðinu verður að ljúka,“ sagði fólk við mig, en það var ekki sagt í þeim tón að maður fengi það á tilfinninguna að það tryði í rauninni eða sæi fram á þann möguleika. Maður fékk það heldur ekki á til- finninguna að fólk væri ákveðið í því að þrauka, heldur miklu fremur að það væri ekki um neinn annan kost að ræða. Almenningur í Moz- ambique er leiksoppur afla og hags- muna, sem það á engan kost á að ráða við. Valkostir eru engir aðrir en að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og vona það besta, þó það sé svo sem ekkert sem gefi neinar vonir. Þannig er almenningur í Moz- ambique að súpa seyðið, síðustu dreggjarnar skulum við vona, af aldagamalli hugmyndafræði, sem er grundvölluð á fordómum, hroka og mannfyrirlitningu. Hugmynda- fræði, sem hefur það að forsendu að það sé betra að vera fæddur með einhver ákveðin einkenni en önnur. Það má skilja þjóðfélags- breytingar síðustu alda sem andóf gegn hvers konar forréttindum og kröfu um það að hæfileikar manna fái að njóta sín hvar sem þeir eru fæddir í þjóðfélagsstiganum. Arf- geng réttindi hafa vikið fyrir lýð- réttindum og hleypidómar fyrir umburðarlyndi. Maður er ekki mað- ur fyrir það eitt að hann er fæddur hvítur eða svartur, fátækur eða með silfurskeið í munni, heldur eru það allt aðrir eiginleikar sem skipta máli. Auðvitað vantar mikið á að þessi hugsýn sé orðin að veruleika hvert sem litið er og það á kannski einkum við um þriðja heiminn. Á hinn bóginn hefur mikið áunnist við það eitt að fá þetta almennt viður- kennt. í Suður-Afríku er enn við lýði stjómkerfi grundvallað á hug- myndafræði, sem á rætur sínar að rekja til lénsskipulagsins og þetta stjómkerfi er vemdað af hagsmun- um, sem eru miklu stærri og meiri en þjáningar fólksins, sem verður fýrir barðinu á því. Viðskipti við Suður-Afríku Þegar þessi afstaða til Suður- Afríku er höfð í huga, bæði hvað varðar aðskilnaðarstefnuna og stuðninginn við skæmliða, kemur það manni undarlega fyrir sjónir að viðskiptin milli landanna em talsverð og sennilega ,eru fá ef nokkur lönd jafn mikilvæg Moz- ambique í viðskiptalegum skilningi og Surður-Afríka. Vesturlandabú- um hlýtur að þykja það undarleg þversögn að flestar þær vömr, sem hægt er að kaupa fyrir gjaldeyri í Mozambique, em framleiddar í Suð- ur-Afríku. Þá bera stjómvöld sig upp undan því að gjaldeyristekjur landsins hafi minnkað á síðasta ári vegna þess að færri Mozambiquebú- um er leyft að vinna í námum í Suður-Afríku en verið hefur undan- farin ár og Suður-Afríka hefur dregið saman útflutning um hafnir í Mozambique. Þrátt fyrir fátæktina, gjaldeyr- isskortinn og að þjóðin er nánast á framfæri hjálparstofnana, virtist aðkomumanni það ekki breyta miklu um lífsstíl forsetans. Hótelið sem ég bjó á í, höfuðborginni var í grennd við bústað hans og utanfrá séð skorti lítið á glæsileikann. Það var raunar erfítt að komast í nánd við bústaðinn, þar sem nærliggjandi götur vom lokaðar allri umferð. Maður sá hins vegar tilkomumiklar bílalestir þjóta hjá, glæsivagna í fylgd hers og lögreglu, auk sjúkra- bíls, ef eitthvað bjátaði á, og það vom ekki færri en tíu bílar í lest- inni. Raunar kom andstæða fátækt- ar og ríkidæmis í Afríku mér' á óvart. Að koma frá Maputo til Har- are, höfuðborgar Zimbabwe, er ekki ólíkt því að koma til evrópskrar borgar. Þar em göturnar beinar, breiðar og sléttar, bílamir góðir og velhirtir og ég sá ekki merkjanlega fátækt þar. Rússar hafa stutt stjórnvöld í baráttunni við skæmliða. Það hefur ekki breytt miklu fyrir gang stríðsins, enda segja kunnugir að sá stuðningur sé veittur með hang- andi hendi, þar sem Sovétmönnum finnist stjómvöld ekki halda sig nægjanlega á hinni beinu braut kommúnismans. Stuðningur hers Zimbabwe og einnig að nokkm leyti hers Tanzaníu, hefur haft miklu meira að segja og undanfama mán- uði em ýmis teikn þess að skæmlið- ar hafi þurft að láta undan síga í bili. Það er mikilvægt fyrir Zimb- abwe, sem er landlukt land, að tryggja sér flutninga um Moz- ambique í gegnum höfnina í Beira. Eftir að leiðin hafði verið lokuð um tíma tókst heijum Mozambique og Zimbabwe að opna leiðina í vetur. Þá hefur þing Mozambique einnig samþykkt lög, sem veita skæmlið- um uppgjöf saka, gefist þeir upp og afhendi vopn sín. Stjórnin heldur því fram að þessi löggjöf hafi haft talsverð áhrif í þá vem og siðferðis- þrek skæmliða sé í lágmarki. Hjálparstarf í Nyassa Hjálparstofnanir kirknanna á Norðurlöndum hafa í samvinnu við Kirkjuráð Mozambique staðið fyrir hjálparstarfi í Nyassa, nyrsta fylki landsins. Þar sem ekki hefur verið hægt að koma hjálpargögnum land- leiðina vegna skorts á samgöngu- tækjum og árása skæruliða var það ráð tekið að flytja hjálpargögnin flugleiðis frá nágrannalandinu Malawy, þó það væri miklu dýrara. Flogið var til tveggja borga með hjálpargögnin, til höfuðborgar fylk- isins Lichinga, sem er vestarlega í fylkinu, og til 11 þúsund manna bæjar, Marrupa, sem er austarlega í fylkinu. Neyðarhjálparstofnun stjórnvalda sá síðan um að dreifa hjálpinni út á iandsbyggðina með hjálp hersins. Þannig vom flutt 1.600 tonn af matvöm, verkfæmm, fræjum og fatnaði frá upphafi árs- ins og fram í byijun apríl. Dc-6-vél á fertugsaldrinum Undirritaður átti kost á því að fara í stutta heimsókn til Marrupa með vélinni, sem flaug með hjálpar- gögnin, DC-6-vél, sem var komin hátt á fertugsaldurinn. Raunar varð mér ekki um sel þegar ég sá vélina fyrsta sinni koma inn til lendingar, því aftur úr henni stóð reykjarstrók- ur, eins og kviknað væri í henni. í ljós kom að reyknum olli olíuleki úr einum hreyflinum. Áhöfninni, sem var frá Suður-Afríku, þótti þetta ekki umtalsvert, svona hefði það verið í nokkra mánuði án þess að valda vandræðum, nema hvað hreyfillinn þótti frekur til olíunnar. Það bætti heldur ekki úr skák að Rauði krossinn var hættur hjálpar- flugi vegna þess að skotið hafði verið á eina vél þeirra og hún slopp- ið naumlega. Þá hafði lítil far- þegavél frá Malawy nýlega verið skotin niður af stjórnarhemum þeg- ar hún flaug lítillega inn yfir Moz- ambique. Allir fórust. Það var því með hálfum huga, svo ekki sé meira sagt, að ég steig upp í sexuna, en ekkert bar til tíðinda og flugið var hið þægilegasta. Þurfa gjaldeyri fyrir hjálparflugið Danska hjálparstofnunin hefur haft aðgang að Herkules-flutninga- vélum danska hersins í tilvikum sem þessum, en fékk ekki leyfi stjóm- valda í Mozambique til þess að nota þær. Það var 'sett sem skilyrði að flogið yrði á hendi þarlenda flugfé- lagsins LAM, sennilega fyrst og fremst til þess að hafa gjaldeyris- tekjur af fluginu. Hluti hjálpar- gagnanna var fluttur með Boeing- þotu félagsins, þegar hún var ekki upptekin við annað og hluti með DC-6-vélinni, sem er í eigu flugfé- lags með miðstöð á Guemsey. Fé- lagið er þó mestan part suður- afrískt og hefur náin samskipti við LAM. Eins og fyrr sagði er Marrupa t i i 1 'ii kíi iH ^p** WjáníK'i II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.