Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988
i
GYLFI ÆGISSON í STUTTU SPJALLI
UM LÍFSINS ÓLGUSJO
„Efégnnmdi
hvemig faðinoríö
hljóðaði... “
Morgunblaðið/KGA
í lúinni lopapeysu o g
bomsum stóð hann á
sviðinu og söng. Löngu
landsþekktur maðurinn.
Eftir þriggja ára þögn kom
hann fram í þættinum „í
sumarskapi", sem var
tileinkaður sjómönnum og
sendur út frá Hótel íslandi
á Stjörnunni og Stöð tvö.
„Mér léið ekkert allt of vel
í þessari beinu
útsendingu," viðurkennir
Gylfi Ægisson, „var satt
að segja logandi hræddur
um að klikka á textanum.“
Það gerði hann hinsvegar
ekki. Fólkið í salnum lærði
líka viðlagið á augabragði
og söng hástöfum með:
„Sjúddirarirei,
sjúddirarira...“
að var hvorki í sól né
sumaryl, sem ég hitti
Gylfa Ægisson að
máli, heldur bæði
rigning og rok. Engu
að síður lá vel á honum, enda þá
orðið Ijóst að nýútkomin hljóm-
plata hans var þriðja söluhæsta
breiðskífan hér á landi. „Auðvitað
er ég alsæll með þennan árang-
ur,“ sagði Gylfi, er við höfðum
komið okkur fyrir á einu kaffi-
húsi borgarinnar. „Þessi vel-
gengni hefur farið langt fram úr
mínum björtustu vonum og er ég
þó afskaplega bjartsýnn maður
að eðlisfari. Á þessari plötu geri
ég allt sjálfur. Ég sem bæði lög
og texta, syng og síðast en ekki
síst, þá spila ég á öll hljóðfærin
sjálfur. Það eru tólf ár síðan ég
sendi frá mér síðustu sóló-plöt-
una, svo það var kannski kominn
tími til að ég léti þennan draum
minn rætast," bætti hann við.
Varla er það vantrú á öðrum
hljóðfæraleikurum, sem veldur því
að hann vill heldur standa einn í
öllu þessu stússi? „Nei, aljs ekki,"
svaraði Gylfi að bragði. „Ástæðan
fyrir þessu brölti mínu er einfald-
lega sú, að það er svo dýrt að
hafa mikinn mannskap með sér.
Því fleiri sem koma við áögu —
því minni möguleikar eru á að
hafa einhvem pening upp úr
þessu. Þar að auki finnst mér
ósköp þægilegt að ráða ferðinni
algerlega sjálfur. Ef ég fæ ein-
hverja hugmynd, þá þarf ég ekki
að smala saman heilum her, á
einhveijum tíma sem hentar öll-
um, heldur rölti ég bara út í
bílskúr og tek upp. Venjulega vinn
ég líka við þetta á nætumar í
fullkomnum friði og ró,“ sagði
hann. Það var ekki laust við að
ég sæi þetta fyrir mér í huganum.
Gylfa með gítarinn úti í skúr á
köldum vetramóttum, meðan allir
aðrir steinsváfu og vindurinn
gnauðaði fyrir utan gluggann.
Svo ég spurði hann bara blátt
áfram hvort þetta væri ekki dálí-
tið einmanalegt. Hann horfði fyrst
undrandi á mig en svaraði síðan
neitandi. „Jakob er líka alltaf hjá
mér,“ sagði hann og bætti við til
útskýringar, „það er, sko, hundur-
inn minn. Við emm mestu mátar
og meðan hann er Jijá mér verð
ég ekki einmana. Ég hef alltaf
verið mjög hrifinn af hundum,
allt frá því að ég var pínulítill
polli. Það finnst sumum skrítið
að ég skuli hafa svona mikið dá-
læti á þeim, því ég var nefnilega
bitinn mjög illa af hundi í
beinsku," upplýsti hann og rétti
fram höndina, þar sem sjá mátti
ör eftir bitið. „Staðreyndin er bara
sú að við strákamir vorum búnir
að æsa upp þetta grey, sem glefs-
aði svona í mig. Þegar hann var
svo orðinn reiður, hlupum við eins
og fætur toguðu í burtu. En hann
náði mér, enda var ég minnstur.
Það er hinsvegar alger undan-
tekning að hundar bíti fólk að
ástæðulausu.“
Ekki leið á löngu uns talið barst
aftur að tónlistinni og er ég innti
Gylfa eftir því hvort hann hefði
fengið einhveijar athugasemdir
vegna textans við lagið „Sjúddir-
arirei", sem óneitanlega er nokk-
uð tvíræður, brosti hann breitt.
„Nei, ekki get ég kvartað undan
því,“ sagði hann. „Textinn er
vissulega tvíræður en dónalegur
er hann ekki. Ekki eitt einasta
orð. Það er hinsvegar alveg við-
búið að einhveijum mislíki svona
kveðskapur og finni honum allt
til foráttu. En ég held að þeir séu
fleiri, sem hafí bara gaman af.
Svona tvíræðni gerir engum mein.
Ég notaði mömmu mína meira að
segja sem tilraunadýr, þegar ég
samdi þessar vísur. Ég sat inni í
stofu og samdi meðan hún sötraði
kaffisopann sinn frammi í eld-
húsi. Síðan söng ég hveija vísuna
á fætur annarri og gætti þess að
hún heyrði það fram. Ef hún velt-
ist um af hlátri, þá þóttist ég vita
að vísan myndi hitta í mark. Móð-
ir mín er nú líka einstaklega hlát-
urmild kona,“ bætti hann við.
Þeir eru vafalaust margir, sem
í huganum tengja nafn Gylfa
Ægissonar ekki síður við sjó-
mennsku en söng. Það eru hins-
vegar mörg ár síðan Gylfi kom í
land. En skyldi sjórinn ekkert toga
í hann. „Nei,“ sagði Gylfi. „Eg
var alla tíð sjóveikur og trúlega
er það þess vegna sem ég átti
tiltölulega auðvelt með að segja
skilið við sjóinn. Ég er nefnilega
einn af þeim, sem verður ómótt
niðri á bryggju. Engu að síður á
ég mjög góðar minningar tengdar
þessum túrum. Ég hafði líka allt-
af hljóðfæri með mér um borð og
þau voru ófá kvöldin, sem öll
áhöfnin söng og trallaði saman."
Þegar hér var komið sögu varð
þögn við borðið og Gylfi virtist
annars hugar. Síðan hélt hann
áfram: „Ifyrir tólf árum urðu
kaflaskipti í mínu lífi. Þá hætti
égtil sjós, kynntist konunni minni,
hætti að drekka og flutti frá Eyj-
um til Hafnarfjarðar, þar sem ég
hef búið allar götur síðan. Það
var viðburðaríkt ár, svo ekki sé
nú meira sagt. Ég var þá illa far-
inn af drykkju, kominn niður á
botn. Ég var búinn að fara í með-
ferð, en allt kom fyrir ekki. Ég
gat ekki hætt að drekka. Svo
gerðist það einn góðan veðurdag,
þegar mér leið alveg hreint djöful-
lega, að ég hringdi í prest og bað
hann um að biðja fyrir mér. Fimm
mínútum eftir að ég lagði tólið
á, breyttist allt. Mér leið skyndi-
lega mjög vel og það færðist ein-
hver friður yfir mig. Siðan hef ég
verið edrú. Ég er sannfærður um
að ég hafi fengið hjálp að hand-
an, hjálp sem ég þurfti nauðsyn-
lega á að halda. Þetta var mögn-
uð tilfinning, sem ég gleymi aldr-
ei. Síðan hef ég stöku sinnum
fengið martraðir, sem minna mig
á hversu ömurlegt líf mitt var
orðið. Þá dreymir mig að ég sé
fullur og ráfi um götumar eins
og áður fyrr, kaldur, blautur og
betlandi pening fyrir næsta sjúss.
Ég ætla ekki að segja þér hvað
mér léttir, þegar ég vakna eftir
svona draum, undir hlýrri sæng
og með Þóru mér við hlið. Þessar
martraðir mínar jafnast á við
marga AA-fundi,“ sagði Gylfi.
En hefur trúin alltaf skipað svo
stóran sess í lífí Gylfa? „Ég hef
alla tíð verið trúaður," fullyrti
hann. „Það var sama hversu fiill-
ur ég varð, ef ég mundi hvemig
„faðir-vorið" hljóðaði, þá fór ég
með það. Með árunum hef ég aft-
ur á móti styrkst í trúnni, finnst
ég hafa fengið fullvissu um tilvist
ii
Textínn er
vissulega tvíræður, en
dónalegur er hann
ekki,“ segir Gylfi
Ægisson, um lag sitt
„Sjúddirarirei“, sem er
að f inna á nýútkominni
hljómplötu hans.
ii
æðri máttarvalda."
Það er ekki hægt að skilja við
Gylfa Ægisson, án þess að minn-
ast á myndlistina - því ekki er
hún minni þáttur í lífi hans en
músíkin. „Eg ætla að fara með
pensilinn hringinn í kringum
landið í júlí," upplýsti hann, er
málverkin bar á góma. „Ég hef
undanfarin ár málað myndir fyrir
vini mína sjómennina og þá hafa
fyrirsætumar venjulega verið
skipin þeirra. Á þessu hef ég lifað
og ég er ævinlega þakklátur sjó-
mönnunum, fyrir að gera mér það
kleift að lifa á listinni. Auðvitað
tek ég líka gítarinn með í ferða-
lagið og hver veit nema ég troði
upp á böllum, svona milli þess sem
ég mála. Við sjáum til,“ sagði
Gylfi Ægisson að lokum.
Viðtal: Inger Anna Aikman
Fimm ólíkar rútuferðir. Pægilegar,
stuttar dagleiðir og aðeins er gist á
góðum hótelum. Hæfilega stórir
hópar og fararstjórar sem gjör-
þekkja þau svæði sem farið er um.
Frakkland 5/6 2 vikur kr. 71.400.-
Austur Evrópa 28/7 2 vikur kr.
80.900.- Austurríki - Ungverjaland
2 vikur kr. 79.700.- Bandaríkin 22/8
3 vikur kr. 93.100.- Ítalía 8/9 3 vikur
kr. 92.300.-
FERDASKRIFSTOFAN