Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988 Frjálsíþrótta- drottning ársins NAFNIÐ Ingríd Kristiansen hljómar eflaust kunnuglega í eyrum flestra sem eitthvað fylgjast með íþróttum. Hún hefur í mörg ár verið einn besti langhlaupari heims. Hennar afrek eru hreint frábær og marka á vissan hátt þáttaskil í íþróttunum, því hún hefur yfírstigið marga tálma og rutt úr vegi ýmsum hindrunum á sínum íþróttaferli. í þessu sambandi má nefna að hún var fyrsta konan sem hljóp maraþon á betri tíma en 2.29.0 klukkustundum sem er betra en gildandi íslandsmet karla. Einnig var hún fyrsta konan sem hljóp 10.000 m á skemmri tíma en 31.0 mín. 4 HM-gull Á síðastliðnum mánuðum hefur hún verið mikið í sviðsljósinu. Hún varð meðal annars tvívegis heims- meistari með viku millibili í mars á þessu ári. Samtals státar hún af 4 heimsmeistaiatitlum á 7 mánaða tímabili. Hún vann til gullverðlauna í 10.000 metra hlaupi á heims- meistaramótinu í Róm í september á sfðasta ári. Hún sigraði með miklum yfírburðum á heimsmeist- aramótinu í götuhlaupi sem fram fór í Mónakó 20. nóvember á síðasta ári. Hún varð heimsmeist- ari í víðavangshlaupi sem fram fór á Nýja Sjálandi í mars á þessu ári. Viku seinna sigraði hún enn einu sinni á heimsmeistaramótinu í götuhlaupi (1988). En þetta hlaup fór fram í Ástralíu. Öll þessi hlaup vann hún með miklum yfír- burðum. Ein sú besta Af þessari upptalningu að dæma má fullyrða að Ingrid sé hreinlega ósigrandi og í raun á engin kona í heiminum möguleika á að ógna veldi hennar. Margir eru þeirrar skoðunar að fáir íþróttamenn séu eins hátt skrifað- ir í heiminum f dag. Á þessu sama tímabili hafa frjálsíþróttastjömur á borð við Carl Lewis, Ben Johnsons, Ed Moses, eða SEB, COE yfír litlu að státa þegar afrek hennar eru dregin fram í dagsljósið. Hver er Ingrid? Hún er 32 ára gömul, fædd og uppalin í Stavanger á vestur- strönd Noregs. Hún er gift Ame Kristiansen, en hann starfar sem oiíuverkfræðingur. Árið 1983 eignuðust þau son, Gaute. Fjöl- skyldan býr nú f Osló, í einu af fínustu hverfum borgarinnar. Ingrid metur fjölskyldu sína mikils og nýtur þess að vera f návist hennar. Hún hefur ætíð eiginmann og son með sér á æf- ingum og í keppnisferðum. Þeir sem þekkja Ingrid eru flestir gátt- aðir á afkastagetu hennar. Sam- hliða móðurhlutverkinu og fjöl- skyldulífínu æfír hún geysilega stfft, en nær engu síður að sinna þessum hlutverkum af kostgæfni. Ingrid er einnig þekkt fyrir að vera alþýðleg og þægileg í um- gengni. Hún hefur ekki á neinn hátt látið frægðina stíga sér til höfuðs. Ingrid Kristiansen hefur í mörg ár verið einn besti lang- hlaupari heims. fjg reyni eins og hægt er að lifa eðlilegu fjölskyldulííi - segir Ingrid Kristiansen margfaldur heims- meistari í langhlaupum ÞEGAR blaðamaöur Mbl. kom að máli við Ingrid og bað hana um stutt viðtal var ekkert sjálf- sagðara. Það lá beinast viö að spyija fyrst hvort hún hafi komið til íslands? I: Já, ég kom til íslands fyrir nokkrum ámm (1985) og keppti í Evrópukeppni. Mér fannst það mjög gaman. Landið er mjög spennandi. Fólkið var opið og frjálslegt. Einnig var góður andi yfír mótinu, þótt hlaupabrautin hafí verið hörð og léleg. í alla staði skemmtileg upplifun. Mbl.: Er gott fjölskyldulíf mikil- vægt fyrir afreksmenn í íþróttum? I: Já, geysilega mikilvægt eins og raunar er fyrir aðra þjóðfélags- þegna. Ég reyni eins og hægt er að lifa eðlilegu fjölskyldulífi. Því ég er á þeirri skoðun að hvort sem þú ert góður í íþróttum eða ekki er eðlilegt fjölskyldulíf æskilegt. Ég reyni að skilja á milli íþrótt- anna og heimilisins, tek ekki vinn- una með heim. Á þennan hátt á ég auðveldara með að gleyma íþróttunum. Margir vilja meina að flestir íþróttamenn þurfí að fóma miklu til að ná árangri. Ég er ekki sam- mála, því við getum líka notið lífsins og við eigum að gera það. Maður má ekki gleyma því. Vissu- lega eru ýmsar hömlur. Mbl.: Hvemig hefur gengið að sameina móðurhlutverkið og af- reksíþróttir? I: Það hefur gengið mjög vel. Þetta var að vissu leyti frekar erfítt í byijun. Bæði eiginmaður- inn og Gaute eru afskaplega skiln- ingsríkir. Við þurfum stundum að skipuleggja hlutina langt fram í tímann, en það gengur yfírleitt vel. Annars hef ég ætíð haft margt gott fólk í kringum mig sem hefur verið reiðubúið að að- stoða mig. Þjálfarinn/afreksmenn Mbl.: Á þjálfarinn mikinn hlut í velgengni þinni? I: Já, John hefur verið mér geysi- lega mikils virði og án hans væri ég ekki komin svona langt. Hann hefur allt sem góður þjálfari þarfnast. Hann kann sitt fag, er skilningsríkur og beitir nauðsyn- legum aga. Einnig hefur hann mikla reynslu sem afreksmaður í íþróttum og er því ætíð vel með á nótunum. Mbl: Hvaða atriði em mikilvæg- ust að þtnu mati til að fá fram afreksmenn í íþróttum. Fjölskyldulifið er Ingrid mjög mikilvægt og fylgir fjölskyldan henni ávallt á mót. Hún er hér ásamt eiginmanni sinum, Arke og syninum Gauta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.