Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988
Prufu-hitamælar
■i- 50 til + 1000 C
í einu tæki meö elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
■krN ■
SfitunrCmtgjoniP oJ&(n:@®(S)irD
VESTURGÖTU 16 - SÍMAIi 14630 - 21480
TAKIÐ EFTIR
Tökum að okkur í umboðssölu hjólhýsi,
tjaldvagna, fjórhjól o.fl.
Sölutjaldið, Borgartúni 26,
sfmi 626644.
ER ALLT
Á FLOTI?
Nýkomin sending af stórum
teppum frá Austurlöndum
Stærð 2x3
Opið alla virka daga frá kl. 13.00-18.00.
Verslunin Persneskar
motturogteppi,
Hrísateigi 47, sími 680433.
RÆSI-
RENNUR
TILVALDAR FYRIR
BÍLASTÆÐI,
VINNUSALI,
VÖRUSKEMMUR,
GARÐA OG
ALLSTAÐAR ÞAR
SEM VATNSELGS
ER VON.
LEITIÐ UPPLÝSINGA
VATNSVIRKINN HF.
+++ ARMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966
555 LYNQHÁLSI 3 SlMAR 673415 — 673416
Barbour
Hjá okkur fcerðu hinn þœgilega og
smekklega Barbour fatnað sem er
eins og sniðinn fyrir íslenska veðráttu.
Sendum ípóstkröfu.
Hafnarstræti 5, Reykjavík Simar 16760 og 14800
FORVITNILEGT
Það er oft margt forvitnUegt
að finna þegar blaðað er i sum-
um þeim erlendu tímaritum
sem hér fást. Framboðið er svo
mikið að enginn hefur tíma til
að fletta öUum þessum blöðum,
hvað þá að lesa þau öll. Þess-
vegna datt mér i hug þegar ég
var að skoða eitt þeirra nýlega
að segja ykkur frá þremur
greinarkornum sem mér þóttu
nokkuð athyglisverð.
Líkamshiti
Fyrsta greinarkomið fjallar um
nýja aðferð við að fylgjast með
smá-breytingum á líkamshita,
sem er mjög mikilsvert fyrir kon-
ur, bæði þær sem gjaman vilja
eignast bam og hinar sem vilja
það ekki.
Það em vísindamenn við Johns
Hopkins-háskólann í Baltimore í
Bandaríkjunum sem hafa nýtt sér
sömu tækni og notuð er við að
koma upplýsingum frá gervi-
hnöttum til jarðar og hannað
örsmáan hitamæli, á stærð við
pillu, til að skrá hitann í melting-
arfærunum. Mælirinn er í umbúð-
um úr sílíkoni og epoxý til vam-
ar, og jafn auðvelt að gleypa hann
og hveija aðra pillu. Frá melting-
arfæmnum sendir hann svo upp-
lýsingar um líkamshitann til sérs-
taks móttökutækis. Mælingamar
em mjög nákvæmar svo ekki get-
ur skakkað meim en 0,01 gráðu.
Mælar þessir em ekki enn komnir
á markað, en reiknað með að þeir
verði fáanlegir fyrir lok þessa árs.
Kláði
Rannsóknir á vegum Lenox
Hill-sjúkrahússins í New York-
borg benda til þess að tauga-
streita (aðallega hjá útivinnandi
konum) verki hvetjandi á ýmsa
húðkvilla, og geti jafnvel valdið
þeim. Hér er meðal annars átt við
ofsakláða (urticaria) og venjuleg-
an kláða (pmritus). Kannanir sál-
fræðinga renna stoðum undir þá
kenningu að sumar konur geti
fengið ofsakláða vegna duldra
átaka innri og utanaðkomandi
hvata. Þá hafa læknar komizt að
þeirri niðurstöðu að í sumum til-
fellum sé klór tjáning á sjálfs-
gagnrýni fyrir að þurfa að keppa
um hylli og athygli.
Draumamaðurinn
Dagblaðið Daily News í New
York efndi nýlega til skoðana-
könnunar hjá lesendum sínum, og
niðurstöðumar komu vægast sagt
á óvart. Konur vom beðnar að
tilgreina hvaða karlpersónu í sjón-
varpsþáttum þær teldu hafa mest-
an kynþokka. Og sigurvegarinn?
Jú, það reyndist vera Vincent,
„dýrið" í þáttunum um Fríðu og
dýrið (Beauty and the Beast), sem
bar höfuð og herðar yfir fyrri
kyntákn sjónvarpsskermsins. Og
hversvegna kusu konumar þenn-
an íbúá undirheima stórborgar-
innar? Flestar vitnuðu til um-
hyggjusemi hans, skilnings og til-
finninganæmis. Annað dæmi um
þokkafulla afmyndun er að finna
í söngleiknum Ópemdraugnum
(Phantom of the Opera), sem nú
er sýndur við miklar vinsældir á
Broadway, þar sem Christina hin
fagra fellur fyrir ástríkum manni
þótt hann sé vanskapaður. Það
er augljóst að hjá þessum konum
ristir fegurðin djúpt!