Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 25 Áburðarverksmiðjan í Gufunesi: Leyfi gef ið til byggingar nýs ammoníaksgeymis BORGARSTJÓRN hefur fallist á erindi Áburðarverksmiðjunnar í MinniMut- inn er á móti Foss- vogsbraut MINNIHLUTINN í borgarstjórn gerði bókun á fundi borgar- stjórnar á fimmtudagskvöld og sendi frá sér eftirfarandi frétta- tilkynningu, sem er að mestu samhljóða bókuninni: „Að undanförnu hafa hugmyndir um hraðbraut um Fossvogsdal verið mikið í fréttum og þess þá jafnan getið að borgarstjórn Reykjavíkur sé þeirri hraðbraut hlynnt. Af þessu tilefni viljum við borgar- fulltrúar Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Kvennalista koma því á framfæri að við erum þeirrar skoðunar að Fossvogsdalurinn eigi að vera úti- vistarsvæði og erum því andvíg hugmyndum um Fossvogsbraut. Við teljum mikilvægt að slíta ekki það samfellda útisvistarsvæði í sundur sem nú nær frá Tjörninni í miðborginni um Hljómskólagarð, Öskjuhlíð, Fossvogsdal og Elliða- árdal að Elliðavatni. Slík samfelld keðja útivistarsvæða er einstök í höfuðborg og að auki er Fossvogs- dalurinn eitthvert ákjósanlegasta útivistarsvæði á höfuðborgarsvæð- inu, fyrir margra hluta sakir. Við afgreiðslu aðalskipulags Reylqavíkur í borgarstjóm hinn 2.4. 1987 lögðum við fram bókun, þar sem við mótmæltum Fossvogsbraut og framhaldi hennar Hlíðarfæti. Það er skoðun okkar að umferðar- vanda borgarinnar verði að leysa á annan hátt en með eyðileggingu þessa einstaka útivistarsvæðis." Gufunesi um byggingu nýs kælds ammoníaksgeymis við verksmiðj- una. Að sögn Hákonar Björns- sonar, framkvæmdasljóra verk- smiðjunnar, hefur undirbúning- ur að útboði jarðvegsvinnu þegar farið fram og verður fljótlega byrjað á framkvæmdum. Nýi geymirinn verður búinn kæli- búnaði, sem verður í húsi við hlið hans. Ammoníakið verður kælt svo að það verði ekki undir þrýstingi. Þannig er stórlega dregið úr sprengihættu og hættu á eiturleka úr geyminum. Geymirinn mun rúma sama magn og gamli geymirinn, um 1000 tonn af ammoníaki. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 61 milljón króna og er fyrirhugað að taka geyminn í notkun í júní á næsta ári að sögn Hákonar Björnssonar. Morgunblaðið/Bjami Á þessari loftmynd, sem tekin er yfir Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi úr vestri, má sjá gamla kúlu- laga ammoníakstankinn til vinstri, hjá tveimur öðrum hráefnistönkum. Nýja geyminum er ætlaður stað- ur nokkur hundruð metrum vestar, nálægt lágu byggingunni með skúrþakinu niður við fjöruna lengst til vinstri á myndinni. Geymirinn verður eins í laginu og sívölu geymamir tveir efst til vinstri og kæli- búnaðurinn í sérstöku húsi við hlið hans. Borgarstjorn fer í sumarfrí FUNDUR borgarstjórnar á fimmtudagskvöld var sá síðasti fyrir sumarfrí borgarfulltrúa. Borgarstjórn kemur saman á ný 15. september næstkomandi. Borgarstjóm samþykkti að fela borgarráði að afgreiða fundargerðir byggingamefndar og aðrar fundar- gerðir og mál, sem berast til borgar- ráðs meðan á fríi borgarstjórnar stendur. Fundurinn á fimmtudagskvöld var jafnframt síðasti borgarstjóm- arfundur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarfulltrúa Kvenna- listans. Utan dagskrár fundarins baðst hún lausnar frá störfum borg- arfulltrúa. Beiðni hennar sam- þykktu Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur, en fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks sátu hjá. Davíð Oddsson borgarstjóri gerði grein fyrir hjásetu sinni og sagði að með því að hafa manna- skipti á miðju kjörtímabili teldi hann lög og reglur sveigð til hins ítrasta. Allir borgarfulltrúar þökkuðu þó Ingibjörgu samstarfið og kom sam- an að hún hefði verið verðugur andstæðingur eða góður samherji eftir því hvar í flokki menn stóðu. 1989 árgerðirnar af MAZDA eru nú væntanlegar innan skamms og þess vegna lækkum við verðið á síðustu bílunum af árgerð 1988. Dæmi um verð: MAZDA121 L 3 dyra 1.1 I................................ MAZDA 323 LX 3 dyra 1.3 I.............................. MAZDA 323 LX 5 dyra 1.3 I.............................. MAZDA 323 GLX 5 dyra 1.5 I ............................ MAZDA 626 LX 4 dyra/vökvast. 1.8 I .................... MAZDA 626 GLX 4 dyra sj.sk./vökvast. 2.0 I............. MAZDA 626 LX 5 dyrá sj.sk./vökvast. 1.8 I ............. MAZDA 626 GLX 5 dyra sj.sk./vökvast. 2.0 I............. MAZDA 626 GTI 2 dyra vökvast. álfelgur vinsk. og sóllúga Júlíverð Tilboðsverð nú 537.000 464.000 539.000 499.000 594.000 543.000 636.000 590.000 871.000 731.000 1.008.000 889.000 937.000 845.000 1.026.000 905.000 1.225.000 1.088.000 Op'ð ö \auðaíóa9 Þetta eru án efa bestu bílakaupin í dag. Tryggið ykkur bíl strax, því aðeins er um takmarkað magn bíla að ræöa! BILABORG H.F. FOSSHÁLS11 ,SÍMI 6812 99

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.