Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 25 Áburðarverksmiðjan í Gufunesi: Leyfi gef ið til byggingar nýs ammoníaksgeymis BORGARSTJÓRN hefur fallist á erindi Áburðarverksmiðjunnar í MinniMut- inn er á móti Foss- vogsbraut MINNIHLUTINN í borgarstjórn gerði bókun á fundi borgar- stjórnar á fimmtudagskvöld og sendi frá sér eftirfarandi frétta- tilkynningu, sem er að mestu samhljóða bókuninni: „Að undanförnu hafa hugmyndir um hraðbraut um Fossvogsdal verið mikið í fréttum og þess þá jafnan getið að borgarstjórn Reykjavíkur sé þeirri hraðbraut hlynnt. Af þessu tilefni viljum við borgar- fulltrúar Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Kvennalista koma því á framfæri að við erum þeirrar skoðunar að Fossvogsdalurinn eigi að vera úti- vistarsvæði og erum því andvíg hugmyndum um Fossvogsbraut. Við teljum mikilvægt að slíta ekki það samfellda útisvistarsvæði í sundur sem nú nær frá Tjörninni í miðborginni um Hljómskólagarð, Öskjuhlíð, Fossvogsdal og Elliða- árdal að Elliðavatni. Slík samfelld keðja útivistarsvæða er einstök í höfuðborg og að auki er Fossvogs- dalurinn eitthvert ákjósanlegasta útivistarsvæði á höfuðborgarsvæð- inu, fyrir margra hluta sakir. Við afgreiðslu aðalskipulags Reylqavíkur í borgarstjóm hinn 2.4. 1987 lögðum við fram bókun, þar sem við mótmæltum Fossvogsbraut og framhaldi hennar Hlíðarfæti. Það er skoðun okkar að umferðar- vanda borgarinnar verði að leysa á annan hátt en með eyðileggingu þessa einstaka útivistarsvæðis." Gufunesi um byggingu nýs kælds ammoníaksgeymis við verksmiðj- una. Að sögn Hákonar Björns- sonar, framkvæmdasljóra verk- smiðjunnar, hefur undirbúning- ur að útboði jarðvegsvinnu þegar farið fram og verður fljótlega byrjað á framkvæmdum. Nýi geymirinn verður búinn kæli- búnaði, sem verður í húsi við hlið hans. Ammoníakið verður kælt svo að það verði ekki undir þrýstingi. Þannig er stórlega dregið úr sprengihættu og hættu á eiturleka úr geyminum. Geymirinn mun rúma sama magn og gamli geymirinn, um 1000 tonn af ammoníaki. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 61 milljón króna og er fyrirhugað að taka geyminn í notkun í júní á næsta ári að sögn Hákonar Björnssonar. Morgunblaðið/Bjami Á þessari loftmynd, sem tekin er yfir Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi úr vestri, má sjá gamla kúlu- laga ammoníakstankinn til vinstri, hjá tveimur öðrum hráefnistönkum. Nýja geyminum er ætlaður stað- ur nokkur hundruð metrum vestar, nálægt lágu byggingunni með skúrþakinu niður við fjöruna lengst til vinstri á myndinni. Geymirinn verður eins í laginu og sívölu geymamir tveir efst til vinstri og kæli- búnaðurinn í sérstöku húsi við hlið hans. Borgarstjorn fer í sumarfrí FUNDUR borgarstjórnar á fimmtudagskvöld var sá síðasti fyrir sumarfrí borgarfulltrúa. Borgarstjórn kemur saman á ný 15. september næstkomandi. Borgarstjóm samþykkti að fela borgarráði að afgreiða fundargerðir byggingamefndar og aðrar fundar- gerðir og mál, sem berast til borgar- ráðs meðan á fríi borgarstjórnar stendur. Fundurinn á fimmtudagskvöld var jafnframt síðasti borgarstjóm- arfundur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarfulltrúa Kvenna- listans. Utan dagskrár fundarins baðst hún lausnar frá störfum borg- arfulltrúa. Beiðni hennar sam- þykktu Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur, en fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks sátu hjá. Davíð Oddsson borgarstjóri gerði grein fyrir hjásetu sinni og sagði að með því að hafa manna- skipti á miðju kjörtímabili teldi hann lög og reglur sveigð til hins ítrasta. Allir borgarfulltrúar þökkuðu þó Ingibjörgu samstarfið og kom sam- an að hún hefði verið verðugur andstæðingur eða góður samherji eftir því hvar í flokki menn stóðu. 1989 árgerðirnar af MAZDA eru nú væntanlegar innan skamms og þess vegna lækkum við verðið á síðustu bílunum af árgerð 1988. Dæmi um verð: MAZDA121 L 3 dyra 1.1 I................................ MAZDA 323 LX 3 dyra 1.3 I.............................. MAZDA 323 LX 5 dyra 1.3 I.............................. MAZDA 323 GLX 5 dyra 1.5 I ............................ MAZDA 626 LX 4 dyra/vökvast. 1.8 I .................... MAZDA 626 GLX 4 dyra sj.sk./vökvast. 2.0 I............. MAZDA 626 LX 5 dyrá sj.sk./vökvast. 1.8 I ............. MAZDA 626 GLX 5 dyra sj.sk./vökvast. 2.0 I............. MAZDA 626 GTI 2 dyra vökvast. álfelgur vinsk. og sóllúga Júlíverð Tilboðsverð nú 537.000 464.000 539.000 499.000 594.000 543.000 636.000 590.000 871.000 731.000 1.008.000 889.000 937.000 845.000 1.026.000 905.000 1.225.000 1.088.000 Op'ð ö \auðaíóa9 Þetta eru án efa bestu bílakaupin í dag. Tryggið ykkur bíl strax, því aðeins er um takmarkað magn bíla að ræöa! BILABORG H.F. FOSSHÁLS11 ,SÍMI 6812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.