Morgunblaðið - 07.08.1988, Side 3
morgúníílaðÍð' ' SUNNUDAGÚR 7A agÍjst
1988
B 3
Hinir óvæntu hljómleikar Jójós og Bruce Springsteens á Strikinu voru ekki ljósmyndaðir, en voru festir
á myndband. Myndin er tekin af sjónvarpsskjá.
Goðið Springsteen í ham á hljómleikum í Idrætsparken tveimur
dögum eftir uppákomuna á Strikinu.
ekki af því að hann er þessi súper-
stjarna, að hann gerði þetta. Það
var það sem hann gaf mér, og ég
þurfti ekki meira.“
Niðurleið og uppleið
Jón „Jójó“ Magnússon er senni-
lega þekktastur á íslandi fyrir að
hafa verið hljómsveitarstjóri í
Pöbb-inum sáluga á Hverfisgötunni
í Reykjavík. Það var fyrir 4—5 árum
þegar bjórlíki og krármenning
komst í tísku, en Pöbb-inn var ein-
mitt einn af fyrstu og vinsælustú
veitingastöðunum í þessum stfl.
Jójó varð minniháttar stjama á
þeim árum; sex kvöld vikunnar spil-
aði hann og söng — og drakk. Nið-
urleiðin varð líka brött og næstu
árin var hann ýmist á leið úr eða
í meðferð. „Svo var það í byrjun
júlí síðastliðið sumar,“ segir hann
og leggur frá sér kaffibollann, „að
ég var orðinn svo yfir mig þreyttur
á öllu þessú rugli, að ég ákvað að
drífa mig bara út og reyna að fá
botn í sjálfan mig uppá eigin spýt-
ur. Ég vildi jafnframt fara að gera
eitthvað raunhæft til þess að þróa
mig áfram sem tónlistarmann. Ég
hef alltaf verið sannfærður um að
leiðin til þess að ná langt í rokktón-
listinni sé sú að fara sem víðast og
spila fyrir sem flesta, kanna sjálfur
á götunum hvaða möguleika maður
hefur, hvernig maður fellur í kram-
ið. Þannig hafa líka flest stóm nöfn-
in farið að því — án þess ég sé eitt-
hvað að halda því fram aðég eigi
eftir að verða stórt nafn í þessum
bransa.
Ég fór fyrst til Noregs, kom svo
fljótlega hingað til Kaupannahafnar
og stofnaði hljómsveit sem ferðaðist
suður um Evrópu til Hollands. En
á þessum tíma reykti ég mikið hass
og hálfbrotnaði saman í Amsterdam
og ákvað að fara aftur heim. Ég
fór heim og byijaði að spila þar,
en lenti svo í leiðinda peningamáli,
mikilli skuld, sem ég ákvað að redda
með því að fara á sjóinn. En eftir
að ég kom svo af sjónum fór ég á
hið hrikalegasta fyllerí, eitt af
mínum frægu, og rankaði við mér
um borð í flugvél á leið til Amster-
dam. Það var í byijun desember og
síðan hef ég ekki komið heim.
Ég hef verið á flakki um Evrópu
og lifað af spilamennskunni. Og það
hefur gengið mjög vel. Á þessum
tíma hef ég sjálfsagt spilað með
hátt í 200 manns, leikið allskonar
tónlist og auk þess unnið talsvert
með leikhópum við götuleikhús,
brúðuleikhús og fleira. En mér
fínnst ekki mikið að því að standa
bara við einhveija fjölfarna götu
og spila þar allan daginn á sama
staðnum. Ég hef meira verið í því
að fara á milli veitingahúsa og taka
nokkur lög og láta svo hattinn
ganga. Það er ekki leyfilegt alls
staðar, en mér hefur þó tekist að
bijóta þá múra á nokkrum stöðum,
til dæmis hér í Kaupmannahöfn.
Best hefur mér verið tekið í Þýska-
landi og er þar reyndar kominn í
ágætis sambönd, get fengið að spila
þar á mörgum góðum stöðum. En
mér liggur ekkert á og ég vil endi-
lega undirstrika það að ég geng
ekki um og er að fara að „meikaða
big“ á morgun. Það sem skiptir
mig mestu máli er að þroska sjálfan
mig og mína músík. Ég þéna nógu
vel á spiliríinu til að hafa í mig og
á, sef hjá vinum og kunningjum, á
hótelum eða undir berum himni
þegar veðrið er gott. Ég hef valið
þetta líf, sem ég lifi núna, vegna
þess að ég hef í mörg ár reynt að
lifa einsog flestir gera heima á ís-
landi en það hefur bara ekki tekist,
það hefur einungis fært mér vanlíð-
an. Allur þessi hraði, allt þetta
kapphlaup við að eignast húsnæði,
bíl og myndbandstæki gerir mig
einfaldlega ruglaðan. Þegar maður
er svo þar að auki lentur í alkóhól-
isma-geggjuninni heima er þetta
orðið algert helvíti. En ég vil ekki
fara nánar út í það mál núna.“
Jójó stendur upp til að fá sér
ábót í kaffibollann, segir svo þegar
hann kemur aftur að borðinu:
„Ég vil alls ekki að fólk haldi að
ég sé bitur og heldur ekki að ég sé
á einu flippinu enn. Mér finnst ég
standa með báða fætur á jörðinni,
en samt sjá góða tíma framundan.
Og svo máttu ekki gleyma að skila
góðri kveðju til allra vina minna
og óvina heima á Fróni.“
Texti:
Páll Pálsson
Myndir:
Elsa María Ólafsdóttir
FLUGLEIDIR
TILKYNNA
BROTTFÖR:
frönsku rivierunni
4. - 7. september.
Verð frá kr.
19.425/
Hótel Don Gregoris - Beaulieu 3ja stjörnu.
Hótel Savoy - Cannes 3ja stjörnu.
Hotel Du Parc - Juan Les Pins 4ra stjörnu**
Innifalið: Gisting (i 2ja manna herbergi), morgun-
verður, dagsskoðunarferð til St. Tropes, hálfs dags
skoðunarferð til Monaco. Fyrirgesti á Hotel Don
Gregoris hálfs dags skoðunarferð til St. Paul De
Vence (fyrir gesti Hotel Savoy og Hotel Du Parc).
Brottförfrá Keflavík 4. sept. kl. 08.30.
og lent í Nice kl. 14.30. að staðartíma.
Brottförfrá Nice 7. sept. kl. 05.00.
Lent í Keflavík kl. 07.00 að íslenskum
tíma.
* Auk flugvallarskatts kr. 900,-
** Hotel Du Parc kostar 3.245 kr. aukalega.
Allar nánari upplýsingar gefa Ferðaskrifstofur
og Flugleiðir í síma 690100 eða 25100.
FLUGLEIDIR
i