Morgunblaðið - 07.08.1988, Qupperneq 4
88ei T3Ú0Á .V HU0AQUMMU3 .glQAjaVlUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988
Shikoku-Honshubrúin er mikið mannvirki. Samanlagt eru brýrnar rúmlega 12 kUómetrar og tengja eyjuna Shikoku við Honshu-eyjuna sem er stærsta eyjan í Japan.
Japansför byggingaverkfræðinema:
Allt þaulhugsað áður en
framkvæmdir hefjast
Byggingaverkfræðinemarnir á ferð með fararstjóra sínum. F.v.: Július Sólnes, Þórunn Pálsdóttir,
Ríkarður Úlfarsson, Arna S. Guðmundsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Einar Jónasson, Sigurður Á. Grét-
arsson, Einar Stefánsson, Auður Ólafsdóttir, Páll Eggertsson og Gústaf Vífilsson.
Byggingaverkfræðinemar á
þriðja ári i Háskóla íslands gerðu
viðreist í sumar og fóru í 12
daga náms- kynnisferð til Jap-
ans. í ferðinni voru skoðuð
mannvirki, rannsóknarstofnanir,
verksmiðjur og fyrirtæki í Japan.
Fararstjóri var Júlíus Sólnes
prófessor sem sjálfur var við '
nám í verkfræði í Japan fyrir
um 25 árum. Blaðamaður Morg-
unblaðsins ræddi við Július og
tvo af verkf ræðinemunum sem
tóku þátt í ferðinni.
Náms- o g kynnisferðir
Þessi ferð er lýsandi dæmi um
þróun sem orðið hefur í ferðamálum
og samskiptum okkar við aðrar þjóð-
ir, sagði Júlíus. Það eru um fímmtán
ár síðan fyrsta ferðin af þessu tagi
var farin á vegum Háskóla íslands.
Þá var farið til Kaupamannahafnar
og var ég reyndar fararstjóri í þeirri
ferð. Það þótti merkilegt ferðalag á
þeim tíma en þætti það víst ekki nú.
Síðan hafa verið famar svona
námsferðir flest árin ýmist til Banda-
rílq'anna eða Evrópu. Fyrir nokkrum
árum stungu verkfræðinemar uppá
því að farið yrði til Japans en það
þótti ekki ráiðlegt vegna þess hve
ferðin var dýr. Á síðasta ári var þetta
skoðað aftur og þá kom í ljós að
ferð til Japans er ekki svo mjög dýr
lengur.
Flestar deildir Háskólans eru með
slíkar náms- og kynnisferðir. Nem-
endur hafa fjármagnað þessar ferðir
sjálfir að mestu leyti. Þeir hafa t.d.
gefíð út myndarleg tímarit og safnað
í þau auglýsingum. Þessi tímarit
hafa verið á ýmsum sérsviðum við-
komandi deilda og vel vandað til efn-
is þeirra. Nemendur þurfa að leggja
í þetta mikla vinnu en þeim hefur
tekist að afla farareyris með þessum
hætti. Ég tel að þessi starfsemi sé
jákvæð. Með þessu fá nemendur
þjálfun í að undirbúa og gefa út tíma-
rit og öðlast verðmæta reynslu um
leið og þeir afla fjár til ferðarinnar.
Þessar ferðir eru famar á vegum
Háskóla íslands og útvegar skólinn
fararstjóra. Fararstjórinn tekur svo
að sér að skipuleggja ferðina. Það
var mikið verk að skipuleggja þessa
ferð og hófst ég handa við það haus-
tið 1987. Ég er hér með heilan bunka
af bréfum og telexskeytum frá verk-
tökum, forstjórum og ýmsum stjóm-
endum í Japan, til dæmis um undir-
búninginn. Skoðunarferðir gengu all-
ar ákaflega vel og stóð allt eins og
stafur á bók sem skipulagt hafði
verið.
í störfum mínum fyrir Alþingi
komst ég í kynni við skrifstofustjóra
efri deildar japanska þingsins. Hann
bauð okkur að heimsækja japanska
þingið. Þágum við boð hans og skoð-
uðum sali og skrifstofur þingsins
jafnframt sem hann skýrði störf þess
út fyrir okkur. Var þetta mjög fróð-
leg og skemmtileg heimsókn og við
fræddumst nokkuð um japönsk
stjómmál.
Það er einkennandi fyrir Japani
hversu stundvísir og reglufastir þeir
eru og var erfíðara að skipuleggja
þessa ferð fyrir bragðið. Öll áætlun
þurfti að vera nákvæmlega fyrirfram
ákveðin og helst að standast upp á
mínútu. Þessi hugsunarháttur setur
mikinn svip á japanskt athafnalíf.
Þar er aldrei rasað um ráð fram,
allt er þaulhugsað fyrirfram áður en
framkvæmdir hefjast. Það þarf sér-
staka skapgerð til að aðlagast slíkum
þjóðfélagsháttum. N
— Hafa mikiar breytingar orðið í
Japan síðan þú varst þar við nám?
Já, það hafa orðið verulegar breyt-
ingar og ég gerði mér far um að
athuga hvemig þróunin hefði verið
þetta tímabil. Þegar ég var þama
við nám var japanska efnahagsundr-
ið rétt að byija — þá voru Japanir
oft vændir um að stela hugmyndum
og apa eftir framleiðslu vestrænna
iðnríkja. Nú má segja að þetta hafí
snúist við. Nú flykkjast hönnuðir frá
Vesturlöndum til Japans til að kynn-
ast framleiðsluaðferðum þeirra og
líkja eftir þeim.
Japanir eiga mjög erfítt með að
læra ensku en mikil áhersla er lögð
á hana í japanska skólakerfínu. Nú
er þetta einnig að breytast. Nú er
orðið algengt að Bandaríkjamenn og
aðrar þjóðir sem þurfa að hafa sam-
skipti við Japani geri sér far um að
læra japönsku til að auðvélda tjá-
skiptin. Ég hef látið mér detta í hug
að við íslendingar ættum að senda
eitthvað af ungu fólki til Japans til
að læra japönsku, það gæti tryggt
okkur betra samband við Japani i
framtíðinni og örvað verslunarvið-
skipti við þá.
— Hvemig hefur þjóðfélagsþró-
unin í Japan verið síðustu áratugina?
Þegar ég var þama við nám var
Tókýó fremur sóðaleg og illa byggð
borg. Háhýsi voru að vísu að koma
til sögunnar en mynduðu eins og
eyjar í borgarmyndina sem stóðu
uppúr kofahafínu. Nú er borgin
snyrtileg og vel byggð víðast hvar.
Það er mikill árangur þegar hugsað
er til að tíu milljónir manna búa í
Tókýó og um 20 milljónir í nágrenni
hennar. Þetta sýnir að Japanir eru
komnir svo langt í þjóðfélagslegri
þróun að þeir eru famir að taka
umhverfismálin föstum tökum.
Almenn velmegnn
Það virðist vera almenn velmegun
í landinu en húsnæðisskorturinn er
skelfílegur. Svo dýrt er að leigja
húsnæði í Tókýó að mörg Afríkuríki
t.d. hafa neyðst til að loka sendiráð-
um sínum þar. Atvinnuleysi er ekki
mikið, a.m.k. ekki miðað við það sem
tíðkast hjá vestrænum iðnaðarþjóð-
um. Þegar við vorum þama á ferð
30. júní hafði verið ákveðið að greiða
ríkisstarfsmönnum tugi og jafnvel
hundruð þúsunda í kaupuppbót fyrir
hálft árið — það myndi vist þykja
saga til næsta bæjar ef íslenska ríkið
færi að greiða öllum ríkisstarfsmönn-
um bónus og það þó upphæðimar
væru minni.
Við fengum mjög góðar viðtökur
5 Tókýó-háskóla sem er virtasti há-
Júlíus Sólnes
skóli Japans. Þar varð ég líka var
við mikla hugarfarsbreytingu. Pró-
fessoramir buðu okkur að senda
íslenska stúdenta til háskólans og
höfðu áhuga á að komast í samband
við íslenska rannsóknaraðila. Til
skamms tíma hafa japanskar rann-
sóknarstofnanir verið þekktar fyrir
að vilja einangra sig en þama hefur
orðið breyting á. Nú sækjast þeir
mjög eftir samstarfí við aðrar þjóðir
og eru tilbúnir að leggja sitt af mörk-
um.
Japanir leggja mjög mikla áherslu
á rannsóknárstarfsemi. Á einum stað
hafa þeir byggt heila borg þar sem
allt snýst um rannsóknir í tæknivi-
sindum og iðnaði, en það er borgin
Tsukuba. Við vorum gestir rann-
sóknarstofnunar byggingariðnaðar-
ins þar og var það óneitanlega mikil
reynsla að sjá hvemig staðið er að
rannsóknum þama. Japanir eru ekki
hræddir við að leggja út í umfangs-
miklar rannsóknir sem ljóst er að
skila engum hagnaði fyrr en eftir
langan tíma. Þetta er mjög ólíkt
þeim viðhorfum sem eru algeng í
hinum vestræna heimi, m.a. í Banda-
rílq'unum, að rannsóknir eigi helst
að skila hagnaði jafnóðum og þær
eru gerðar. Það er hins vegar ein-
kennandi fyrir japanskt efnahagslíf
að þar er vilji til að renna traustum
stoðum undir atvinnuvegina og Jap-
anir setja það ekki fyrir sig þótt bíða
verði árum saman eftir árangri af
einstökum rannsóknarverkefnum.
Megintilgangur ferðarinnar var að
skoða ýmsar stórframkvæmdir Jap-
ana í byggingariðnaði. Sem kunnugt
er eru jarðskjálftar mjög tíðir í Japan
og verða öll mannvirki þar að vera
mjög traust. Það er því mjög lær-
dómsríkt fyrir íslendinga að kynna
sér aðferðir þeirra því hér á landi
eru aðstæður að sumu leyti svipaðar.
Við voru gestir hafnarinnar í
Tókýó í heilan dag. Starfsemin þar
einkennist af miklum útflutningi en
innflutningur um höfnina er næsta