Morgunblaðið - 07.08.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 07.08.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ..SUNNUDAGUR 7. ÁGÚSI 1988, B Ný fjölskylda Kampmanns Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Christian Kampmann: Gyldne Löfter Útg. Gyldendals Tranebög’er 1988 CHRISTIAN Kampmann er mörg- um vel kunnur hér á landi, til dæm- is fyrir fjórbókina sem hefst með Visse Hensyn og lýkur á Andre Maader og áreiðanlega væri ástæða til að nefna fleiri. Kampmann fór snemma á rithöf- undarferli sínum út af þáverandi hefðbundnum brautum í skrifum sínum og sýn hans á fjölskyldunni — kjarnafjölskyldunni — vakti uppnám og athygli. Svo má virðast sem Kampmann hafi yndi af því að hneyksla með sérdeilis óborgara- legri afstöðu sinni, ekki aðeins til fjölskyldunnar sem heildar heldur ekki síður vegna afstöðu til hvers og eins innan hennar. Því að ekk- ert er sem sýnist. Eða að minnsta Finnland: Bættar mát- arvenjur hermanna Helsinki. Frá Lars Lundsten, frétta- rítara Morgunblaðsins. ÁRATUGUM saman hafa finnskir hermenn notað smjör ofan á brauðið sitt, en í byrjun ágúst verður gerð umdeild tilraun til að bera fram snyörlíki jafnhliða smjörinu. Tilraunin mun standa í eitt ár og á þeim tíma verða hermönnum gefnar upplýsingar um bætt- ar matarvenjur. Á alþjóðlegum læknaráð- stefnum um kransæðasjúk- dóma er oft talað um óhollar matarvenjur Finna. Meðal þeirra matvara sem eru taldar verstar eru mjólkurfita og aðr- ar feitar dýraafurðir. Talið er að smjörneysla auki kólesteról í blóði og það eykur hættuna á kransæðasjúkdómum og hjartatruflunum. A sama tíma og hermenn geta valið á milli smjörs og smjörlíkis, verður fylgst með kólesteróli í blóði þeirra. Allir finnskir karlmenn gegna herskyldu og því er hentugt að koma upplýsingum til manna í gegnum herinn. Samkvæmt athugunum sem herinn hefur framkvæmt meðal allra hermanna er hægt að benda á hugsanleg tengsl milli smjömeyslu og aukins kóleste- róls í blóði. Kólesteról-magn hefur yfirleitt ekki aukist í ungum mönnum sem eru að gegna herskyldu en atvinnu- hermenn hafa hins vegar nokk- uð meira af kólesteróli en óbreyttir borgarar. Einungis smjör hefur staðið hermönnum til boða sem viðbit í hálfa öld. Frá 1959 hafa matreiðslumenn hersins orðið að nota eingöngu smjör í mat- reiðslu. Þetta stafar af því að ríkið lætur herinn borða of- framleiðsluna á búvömm. Finnski herinn notar um 410 tonn af smjöri á hverju ári og talið er að smjörlíkistilraunin muni minnka þessa neyslu um íjórðung. flfar&Mttftfaftift Metsölublad á hverjum degi! kosti ekki eins og við teljum sárs- aukaminnst að sjá það. Ástarlífslýsingar Kampmanns hneyksla varla lengur, en þegar hann byrjaði að senda frá sér bæk- ur upp úr 1960, þá rúmlega tvítug- ur, þóttu þær djarfar og einatt jaðra við að sprengja alla ramma. Hann skrifaði opinskátt um homma og feluleik þeirra og smám saman fannst mér þetta verða um hríð svo mikil þráhyggja hjá Kampmann, að það tmflaði listræn vinnubrögð hans. Fyrir nú utan að það vom eiginlega allir hommar hvert sem litið var. Þetta varð leiðigjamt, að mínum dómi, og spillti fyrir sög- unni, því að Kampmann er mikill og leikinn sögumaður. í bestu merk- ingu. Svo upplýsti hann loksins, það sem marga grunaði; hann var sjálf- ur hommi og var þá fargi af ýmsum lesendum hans létt. Bæði þeim sem hafði ekki þótt einleikið hversu efn- ið var honum ofarlega í huga og svo þeim sem væntu þess að nú myndi hann leysa hnútana og fara aftur á það flug sem ýmsar bækur hans gáfu fyrirheit um. Ekki hefur þetta orðið nema að nokkru. í nokkrum binda sjálfsævi- sögu sinnar var efninu áfram gerð skil og fannst mörgum nóg komið. í Gyldne löfter hefur Kampmann þó snúið sér að nokkru að ijölskyld- Roman om menncskor der sogcr K'kken jl : Kcnncm mcditation og tcrapi m : CVLDENDALSTRANEBDCER unni sinni aftur. Hann er að lýsa lífsmáta, þar sem hin andlegu verð- mæti og dulhyggja ráða ríkjum. Aðalsögupersónan Lykke er tiltölu- lega hversdagsleg stúlka sem kynn- ist Sören nokkrum, hjá fyrrverandi konu hans sem er öll á kafi í dul- spekinni og hefur flutt í kommúnu til að geta iðkað hana, þar eð Sören er ekki uppvægur. Með þeim takast kynni og endar með því að þau eru talin á að taka þátt í „tilraun" sem leysir úr læð- ingi ólík viðbrögð þeirra beggja og ógnar um stund ástarsambandi þeirra, þótt líklega fari „vel“ að lokum. Svona á mælikvarða Kamp- manns þó. Frásagnarmáti Kampmanns skil- ar sér kröftuglega í þessari bók. En hún er ekki leið inn á nýja stigu, heldur tilbrigði um göngu á göml- um. Með nýrri fjölskyldu. ENN KEMUR TOYOTA Á ÓVART - NÚ BÆÐI NOTAÐIR OG NÝIRI! UPI IIIU , nckmiiiviun MTOGRESTIN ANVAXTAOG MANUDUM T0Y0TA býður nú hin einstöku greiðslukjör á takmörkuðum fjölda bíla af ’88 árgerð og að sjálfsögðu einnig á notuðum bílum í eigu umboðsins. // 50% af kaupverði greiðast við samning en eftirstöðvar ' í 12 mánuði, vaxta- og verðtryggingarlaust! Og ekki nóg með það... þeir sem staðgreiða nýjan bíl 13% afslátt. Verið velkomin í sýningarsal okkar að Nýbýlavegi 8 og einnig í Toyota bílasöluna, Skeifunni 15. Umboðsmenn okkar eru um allt land. TOYOTA Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, Sími 91-44144 AUK/SlA k109-88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.