Morgunblaðið - 18.08.1988, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1988
13
Morgunblaðið/PPJ
Frá kvartskalamóti Flugmódelfélagsins Þyts á Sandskeiði.
Erlendur Einarsson aðstoðar Ásbjörn Björnsson við fifansrsetnintru á
Piper J-3 Cub.
Kvartskalamót Flugmódel-
félagsins Þyts á Sandskeiði
HIÐ árlega kvartskalamót
Flugmódelfélagsins Þyts var haldið
á Sandskeiði laugardaginn 13.
ágúst sl. Þar mœttu flugmódeimenn
með um fimmtán flugmódel, sem
voru flest öll smækkaðar eftirlík-
ingar raunverulegra flugvéla og
voru stærðarhhitföllin einn á móti
fjórum ríkjandi. Kvartskalamót
flugmódelmanna er ekki hugsað
sem keppnismót heldur sem „flug-
koma“ þar sem módelmenn hópa
sig saman, sýna sig og sin módel
og sjá aðra og þeirra módel. Hvar-
vetna mátti sjá merki um vönduð
vinnubrögð og greinUegt að hvergi
var kastað til höndunum við smíði
á þeim gripum sem til sýnis voru.
Fjölbreytni flugmódelanna á
kvartskalamótinu var mikil en mest
áberandi voru listflugmódel. Var
oft á tíðum erfitt fyrir áhorfendur
að gera sér gein fyrir því að þeir
voru ekki að fylgjast með flugi list-
flugmeistara heldur voru það menn
á jörðu niðri, sem með aðstoð fjar-
stýringa, létu flygildin sín fram-
kvæma hinar erfiðustu listflug-
kúnstir.
Mannmargt var á Sandskeiði
meðan á mótinu stóð og komu
margir forvitnir áhorfendur á öllum
aldri að fylgjast með því sem fram
fór. Módelflug er ein þeirra flugí-
þróttagreina sem allir geta stundað
jafnt ungir sem aldnir. Módelflug
er reyndar tilvalin fjölskylduíþrótt
sem sást best á því að feðgar voru
margir mættir á kvartskalamótið
og erfitt var að gera sér grein fyr-
ir því hverjir voru áhugasamari,
feðurnir eða synimir. Það er nú svo
að módelflug er ekki bara flugið
sjálft því margir eyða mestum
sínum frítíma að vetri til smíða á
módelum sínum. Það er á mótum
sem þessum sem afrakstur vetr-
arsmíðinnar fær að njóta sín. PPJ
Meðal flugmódelmanna er Einar Páll Einarsson þekktur sem „Palli
flugvélapabbi“. Einar Páll hefur stundað módelflug og smíði frá
því hann man eftir sér, en faðir hans var einn frumkvöðlanna í
módelflugi hérlendis. Nú er þriðja kynslóðin einnig mætt til leiks,
þvi sonur Einars er að nema íþróttina. Hér sjást þeir feðgar, Einar
Páll og Erlendur, undirbúa módel af gerðinni Farichild PT-19 til
flugs.
tíl kommn
Okkur fannst vera kominn tími til að gera
eldhúsinu og baðinu jafn hátt undir höfði og öðru
rými heimilisins. Þess vegna höfum við opnað
verslun sem sérhæfir sig í valinni vöru fyrir eldhús
ogbað.
í versluninni kynnum við nýjatímann í innrétting-
um frá Poggenpohl og Ármannsfelli (hannaðar af
Finni Fróðasyni), tækjunum frá Gaggenau,
hreinlætistækjunum frá Ideal Standard, flísum,
matarstellum, eldhúsáhöldum...—öllu sem
viðkemureldhúsi og baði.
Velkomin.
FAXAFEN 5, SÍMI: 68 56 80